Þjóðviljinn - 19.07.1972, Síða 7
fi. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur. »9. júli 1972
,,....l>arna kom sólin upp úr hafinu, eins og
eldhnöttur, stráði gulli um allan sjó og
laust eldi jökui og fjallatoppa, kliður
fuglsins hófst að nýju eftir skamma þögn
iágnættisins, enn einn morgunn ijómaði
yfir landi og sjó.......
f skálanum þar sem hausunar-
og flatningsvélasamstæðan er,
standa einn til tveir við að mata
færiband en fimm eru við vélarn-
ar að hausa fletja, gella og hand-
langa, þeir eru allir i sjóstökkum.
barna er Þórður, þeir kalla hann
stundum Þórð þögla, hann litur
aldrei upp frá verki og skrafar
fátt. Það veit vist enginn hvað býr
undir stakknum hans annað en
dugnaðurinn og trúmennskan
sem getur ekki dulizt nokkrum
manni.
Svo er þarna Dúi frá Árnanesi,
sikvikur og kátur, hefur stundað
búskap i Arnanesi með bróðúr
sinum langan aldur og þeir hafa
unnið þjóðinni það til gagns að
hreinrækta hið fræga reiðhesta-
kyn sem kennt er við Arnanes, en
Dui hefur lika róið fjölmargar
vertiðirfráHornafirði eða unnið i
landi, svo að vigstöðvarnar hafa
verið tvær, og hann hefur jafnan
haft sigur, sloppið úr greipum
dauðans við bátstapa og úr snjó-
flóði, og sjálfsagt ennþá oftar þó
ekki væri þvi flikað við mig, enda
lét Dúa það betur að fitja upp á
gamanmálum nokkrum. Þvi er
enda trúað af sumum, að hann
eigi sér þá eina hlið. En svo bauð
Dúi mér heim i Árnanes að kvöld-
lagi, þegar veðrið var hið blið-
asta, sem orðið getur á þessum
árstima, maður skynjaði aðkom-
andi vor, ekki aðeins vegna
gróðurnálar i túni og stöku far-
fugls, sem lét til sin heyra,heldur
vegna ilms, sem kemur i loftið
næst á undan hinum eiginlega
gróðurilmi og bláleitrar birtu,
sem rikir yfir eyjum sundum jökli
og fjöllum þessarar austur-
skaftfellsku byggðar.
Eftir kjarnamáltið og
brennivinsstaup handa gestinum,
fara bræðurnir, þessir gömlu
hrossajarlar, með mér út i hag-
ann, þar sem stóðið dreifir sér,
vel haldið eftir mildan vetur, og
forustuhryssan, sem er nær
þritugu en tvitugu, reisir tigulegt
höfuð sitt og liður framhjá á svif-
mjúkum gangi. Undir ávölum lin-
um kvikar nýtt lif, eitt dýrmætast
lif á tslandi, ef það verður hestur,
og mynd hinnar stoltu drottning-
ar islenzka reiðhestastofnsins lið-
ur inn i bláleita birtu kvöldsins.
Næst var stóðhesturinn leiddur úr
húsi, landsfrægur góðhestur og
svo óður fjörgapi, að með ólikind-
Þriðji hluti
útvarpserindis
eftir
Gunnar
Valdimarsson
frá Teigi
Fyrsti hluti
birtist
30. júnl,
annar hluti
7. júli
um er. Þó er hann svo ljúfur og
þjáll, að auðsveipnin við knapann
drottnar yfir máttugu eðli stóð-
hestsins. Hér er um að ræða eina
reiðhestakyn hérlendis, sem
hreinræktað hefur verið án
minnstu iblöndunar marga
áratugi, og hafi hrossadrottningin
i Árnanesi ekki eignazt hestfolald
þetta vor, þá er framtið hins
islenzkra hreinræktaða reið-
hestakyns falin milli fótanna á
þessum eldrauða stóðhesti þeirra
Arnanesbræðra.
Næst gekk Dúi með mér upp á
háan hól hjá Arnanesbæjunum.
Hann sagði mér, að af þessum hól
væri fegurst útsýn yfir Horna-
fjörð, og kenndi mér að þekkja
nokkra stafi i stafrófi fegurðar-
innar. Hann var nýbúinn að klæða
sig úr gula sjóstakknum, þvo af
honum slorið og tala blautlega
um konur að hætti vermanna.
Annað var úniform hans allt frá
bernskudögum, hitt var ávani
hans. En þarna á hólnum fannst
mér Guðjón i Arnanesi taka á sig
nokkuð aðra mynd, likast þvi sem
hann væri kominn i kirkju i
sunnudagafötunum sinum, þai
sem hann stóð og virti fyrir sér
enn einu sinni þann stað, þar sem
fegurðin nær hámarki að hans og
margra annarra dómi.
Þar sem jökulinn bar við rauð-
bláan kvöldhimin byrjaði risa-
tunga hans að teygja sig i byggð-
ina. Undan rótum hennar sprett-
ur fram dökkleit móða, Horna-
fjarðarfljót, lifæð og harmafljót,
sem mætir með jötunafli hamför-
um Atlanzhafsins þar sem fund-
um þeirra ber saman i Horna-
fjarðarós og eitt mesta brim
verður á tslandi.
Sund og eyjar sandar og byggð
mókti nú i þessari lognkyrru
blámóðu, hvassir tindar norður-
fjalla stóðu upp i himininn en
hillingar á söndum og fjöllin yfir
Suðursveit eins og háar brúnir yf-
ir djúpum alltsjáandi augum
byggðarinnar. — Við Dúi héldum
niður af hólnum, kviðþungar ær
mættu okkur i leit að þurru
náttbóli. Sauðburður var senn að
hefjast i Árnanesi og þá var enn
einu sinni vertið lokið hjá Dúa.
Hann fór svo með mig i
heimsókn að Austurhól til
Tryggva, sem hausaði stórfiskinn
i skemmunni okkar, og þaðan út á
Höfn. Hann þakkaði af litillæti
ÞEIR SEM SKAPA ÞIÓDARAUDINN
E3
Miðvikudagur. 19. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7.
,,Það var hinn undursmái fiskur loðnan, sem kom mönnum til að reisa verstöð á þessum stað....”.
fyrir að ég skyldi vilja skoða
þetta. Ég get ekki fullþakkað Dúa
og þjóðin stendur i skuld við hann.
Þegar vélarnar þrýtur, tekur
mannshöndin við, þannig er það i
skemmunni við flatningsvélina,
stórfiskinn verður að hausa og
fletja af handafli. Þetta eru held-
ur engin smákóð, ná hér um bil
með skoltinn upp að hökunni á
hausaranum, Tryggva á Austur-
hól, þegar hann er búinn að lyfta
þeim svo að sporðurinn nemur við
gólf. Við flatningsborðið standa
tvær aldnar kempur. Sveinn
Mikael Einarsson frá Sléttaleiti i
Suðursveit er annar, hann er lág-
vaxinn, en þykkur undir hönd og
bringubreiður. Hann kann þvi
ósköp illa, ef ekki berst mikið að
af stórfiski, þvi hann hefur vanizt
þvi;áð láta sér aldrei falla verk úr
hendi. Þegar allur stórfiskurinn
er búinn úr kösinni er ekki annað
að gera en vona, að i næstu 6 tonn-
um verði sá stóri nægur til þess að
halda þeim við efnið, þar til
þarnæsti bill kemur og svo koll af
kolli, unz allt hefur bjargazt og
verið gert að verðmætum.
Meðan Sveinn biður, starir
hann þögull út i loftið, augun
undarlega djúp og blá, og maður
skynjar, að þegar hann starir
svona, sér hann inn i löngu liðna
atburði, sem stundum valda
djúpri hryggð, en stundum spegla
þessi augu allan góðleika heims-
ins. Núna beinast þau e.t.v. að
áttæringi á hvolfi i brimgarðinum
við Bjarnarhraunssand i Suður-
sveit. Sjálfur er hann þarna i
brimrótinu, ungur, og stoltur, og
þeir komast á kjöl eða bjargast
með öðrum hætti, nema tveir sem
drukkna þarna fyrir augunum á
þeim, en einn þeirra sem kemst
af er slasaður. E.t.v. sér hann
núna ieit sina að manni, sem lenti
i snjóflóði, og fund á liki hans.
Augun eru fjarræn og full af
hryggð. En nú kemur grjóðnóg
stórfiski, svo að Sveinn frá Slétta-
leiti starir ekki lengur út i fjarsk-
ann, litur ekki einu sinni upp fyrr
en stórfiskurinn, sem kom með
þessum bil, er allur flattur, en þá
Pálssonar á Kviskerjum og þvi
föðurbróðir hinna landsþekktu
Kviskerjabræðra. Á hádegi var
sandurinn að baki, og þessar sex
manneskjur með sjö hesta leggja
þá ótrauðar á jökulinn, ójafnan og
sprunginn, svo mikið þurfti að
höggva og jafna. í fyrstu gættu
konurnar og Þorsteinn hestanna,
en þeim varð biðin köld og vildu
hreyfa sig og vinna sér til hita.
Tók þá Jón að sér að gæta hest-
anna, en litlu siðar heyra þeir,
sem höggva, að jökullinn brestur
með válegum dyn og vegsum-
merki láta ekki á sér standa. Þar
sem Jón stóð áður með hestana,
hefur myndazt hyldjúp gjá og
marga tugi metra á breidd og
lengd. Aðeins tveir hestar sjást á
lifi á stökum jaka, en sprungur á
alla vegu, og þar eru aðrir tveir
hestar klemmdir til dauða. —
Reynt var að kanna svæðið sem
bezt, en siðan gengu þeir félagar i
að bjarga hestunum yfir sprung-
ur og gátu að siðustu hrundiðþeim
i Jökulsá, og syntu þeir til lands,
en hinir hrjáðu ferðalangar héldu
til byggða. Næsta dag fannst ekki
annað en lifandi hestur i jökul-
skúta og annar dauður.
Þrátt fyrir mikla leit var það
fyrsti apríl vorið eftir, sem Björn
á Kviskerjum fann lik bróður
sins. Hann hafði setið á öðru póst-
koffortinu, með húfuna fyrir and-
litinu, þegar dauðann bar að, og i
þessum sama ishelli var póst-
hesturinn.
En Sveinn sér lika á landi
minninganna, þegar hann
hrinti á flot með nágrönnum sin-
um báti i óskaleiði á Utmánuð-
um, þegar þröngt var orðið i búi,
og þeir tvi- eða þrihlóðu bátinn af
þorski. Þá var gaman að sjá gleði
og feginleik á hverju andliti, og sú
gleði getur glampað i þessum
augum enn þann dag i dag.
Hinn öldungurinn, sem stendur
við flatningsborðið, er af nokkuð
öðrum toga. Hann heitir Rafnkell
Þorleifsson, tröllvaxinn og
kempulegur svo af ber, hefur frá
ungaaldri haft mannaforráð og
stórum stil. Smátt og smátt varð
hér svo verstöð fyrir báta af öll-
um útgerðarplássum á Austur-
landi, siðan fór heimabátum
fjölgandi, og nú er svo komið, að
öll útgerð héðan byggist á
heimabátum”.
Sjálfur varð Keli formaður hjá
öðrum, tvitugur að aldri, en 1929
keypti hann 12 tonna bát, Ingólf
Arnarson, og átti hann þvinær
tuttugu ár, og iðulega voru
saltaðar upp úr þessum báti
160—180 tunnur af sild, og fóru þá
svona 40% i verksmiðju. Rafnkell
átti og stjórnaði fiskibátum i
fjörtiu ár. Ut og inn Horna-
fjarðarós stýrði hann fleyi sinu
fjörtiu vetrarvertiðir án þess að
honum hlekktist á eða nokkuð
yrði að skipshöfn hans. Mikið hef-
ur þessi maður dregiö i bú þessi
fjörtiu ár, þó hann segist aldrei
hafa verið nema i meðallagi afla-
sæll. Nú stendur þessi maður hér
við flatningsborðiö og fletur stór-
fisk, sem aðrir hafa aflað og siglt
með gegnum ósinn. Hávaðinn frá
f.latningsvélasamstæðunni lætur
illa i eyrun. Keli formaður
hvarflar frá flatningsborðinu, fær
sér i pipu og lætur sig um stund
dreyma út á hafið, þar sem hann
var frjáls maður i fjörtiu ár. Þar
var ekki hávaðinn, utan vinalegt
púst vélarinnar i bátnum, og þar
var loftið svo ferskt, að maður
varð að teyga það dýpra og
dýpra. Úti á hafinu fann maður
þennan undarlega frið og andlegu
velliðan. Það var svo lognkyrrt
núna og báturinn lá á nösum,
hlaðinn sild eða þorski. Þarna
kom sólin upp úr hafinu, eins og
eldhnöttur, stráði gulli um allan
sjó og laust eldi jökul og fjalla-
toppa, kliður fuglsins hófst að
nýju eftir skammæja þögn lág-
nættisins, enn einn morgun
ljómaði yfir landi og sjó, en það
var of morgnt til þess að konan og
börnin væru farin að róta sér.
Gaman yrði að koma heim með
hlaöinn bát og hugann fullan af
gleði. — Það er dautt i pipunni, en
Einn stafur i „stafrófi fegurðarinnar”, borgaris á ióni Jökuisár á Breiðamerkursandi
kemur hlé, og Sveinn fer aftur að
stara inn i hulu, sem aldrei greið-
ist, en kallar án afláts á svar. —
Ðó hann Jón strax eða lifði hann
lengi i þessum jökulhelli?
Það er sept. 1927. Pósturinn
hafði komið austan frá Höfn i
Hornafirði, með póstkoffortá ein-
um hesti og tekið sér gistingu i
Suðursveit nóttina fyrir þennan
örlagadag og leggur ótrauður á
Breiðamerkursand að morgni,
liklega hins áttunda, þrátt fyrir
foraðsrigningu. t för með honum
slást, auk Sveins, tvær konur, Þór-
unn frá Sléttaleiti og Steinunn frá
Breiðabólsstað, og svo þeir Þor-
steinn á Sléttaleiti og Jón Pálsson
kennari, sem tveimur árum áður
fylgdi R. Stuart á Hvannadals-
hnjúk, en Jón var bróðir Björns
kann þvi ekkert of vel að vera
orðinn daglaunamaður. Það veld-
ur honum engum áhyggjum, þó
stutt verði i stórfiskinn og hlé gef-
ist til þess að taka menn tali. Og
það er enginn smávegis fróðleik-
ur, sem þessi aldni garpur býr yf-
ir. Það er sagan um alla myndun
og uppbyggingu Hafnarkauptúns
frá upphafi vega og þar til nú, að
athafnalif og þróun bendir til
blómlegs kaupstaðar i næstu
framtið.
„Það var hinn undursmái fisk-
ur loðnan er kom mönnum til að
reisa verstöð á þessum stað”,
segir Rafnkell. „Beituskortur
hamlaði útgerð á stóru svæði hér
eystra áður fyrr, en loðnan var
árviss hérna, svo að ausa mátti
henni upp, og hana rak á fjörur i
Tryggvi, hausarinn, hefur verið
iðinn við kolann, borðið orðið
fullt, og þó hefur Sveinn beitt
sinni iðni og æfðu handtökum all-
an timann. — Tja, hann kann þvi
lika bezt að hafa eitthvað fyrir
stafni. Keli tekur drjúga rispu, og
það sópar af honum, svo fær hann
mér hnifinn og biður mig að
brýna. Hann segir, að aldrei hafi
hnifur bitið jafnvel hjá sér fyrr,
hinsvegar varð honum aldrei afls
vant um dagana.
Að loknu dagsverki fer kempan
aldna heim með blöndnum til-
finningum;hann hefur að visu tek-
ið þátt i að vinna afla, sem aðrir
höfðu sótt i greipar hafsins, en
það var ekki lik tilfinning þeirri
að veiða fiskinn og færa björgina i
bú, eins og hann gerði i fjörtiu ár.
Tekst Yietnömum
að standa af sér
sprengjuárásir
Bandarikj amanna?
Viðtal við Phan Hoi, forstöðumann
upplýsingaskrifstofu suður-vietnömsku
byltingarstj ómarinnar i Osló
Hvað er eiginlega að ger-
ast í Víetnam um þessar
mundir? Mun þjóðfrelsis-
herinn halda sókninni- á-
fram, eða hafa sprengjuá-
rásir Bandaríkjamanna
vaidið þjóðfrelsishernum
og Norður-Víetnömum of
miklum búsifjum til þess
aö af þvi geti orðið?
Norska blaðið Orienter-
ing beinir m.a. þessum
spurningum til Phans Hois
1 forstöðumanns upplýsinga-
skrifstofu byltingarstjórnar
Suður-Vietnam, sem stað-
sett er i Noregi.
— Ilvað hefur þú að segja um
hin nýju vopn sem Bandarikja-
mcnn scgjast hafa tckiö i notkun i
Vietnam og eiga að vera ná-
kvæmari cn hin gönilu? Sprcngj-
um er stjórnað af laser-gcislum,
þannig að nú scgjast þeir hafa
fulla stjórn á þvi hvar sprengjan
Icndir.
— Bandarikjamenn hafa notað
þessi vopn lengi. Astæðan fyrir
þvi að þessu er flaggað núna er
sú, að Bandarikjamenn eru að
reyna að breiða yfir glæpaverk
sin i Vietnam. Það er ekki um að
ræða neinar nákvæmnissprengj-
ur. Einkum nú i stjórnartið Nix-
Bons hafa Bandarikjamenn varpað
sprengjum á hvað sem er. Sænski
sendiherrann i Hanoi hefur m.a.
bent á, að með að blása upp frétt-
ir um laser-sprengjur er verið að
reyna að telja fólki trú um að
vissri nákvæmni sé beitt, eins-
konar kerfi i allri vitleysunni.
Tökum dæmi: Fyrir tveim vik-
um var sagt, að Bandarikjamenn
hefðu sprengt i loft upp raforku-
ver, og að Nixon hefði gefið skip-
-5 anir um að ekki skyldi varpað
sprengjum á stifluna við raforku-
verið. Þetta er ekkert annað en
svivirðilegur áróður. t mörg ár
hafa Bandarikjamenn haldið uppi
kerfisbundnum árásum á stiflur
og áveitukerfi. i stjórnartið John-
sons voru t.d. 644 stiflur og á-
veitukerfi eyðilögð.
Og eftir að Bandarikjamenn
hófu á ný sprengjuárásirnar á
Vietnam og þar til i júni i ár hafa
50 stiflur og áveitukerfi verið
eyöilögð af sprengjuflugvélum
Nixons. Frá. 10.4—24.5. i ár voru
142 sprengjuárásir gerðar á á-
veitukerfi við Rauðafljót og á-
Iveitukerfi við árnar Thai Binh,
Ma og Lam. Sérstaklega hefur
héraðið i kringum Thai Binh orðið
illa úti. Ef flóð verða á þessu
svæði munu miljónir manna láta
lifið. Og auðvitað hafa Banda-
rikjamenn sérstaklega beint á-
rásum sinum að þessu svæði.
Og á viðgerðarmenn við stifl-
urnar er varpað nálasprengjum.
— Hvaða afleiðingar munu
þcssar kerfisbundnu sprengju-
;i árásir á stiflur og áveitukerfi
'hafa fyrir vietnömsku þjóðina?
— t grein sem prófessor La-
coste skrifaöi i Le Monde er fjall-
að um einmitt þetta atriði. Hann
Isegir, aö áframhaldandi
sprengjuárásir á stiflur og á-
veitukerfi landsins muni valda
geysilegum flóðum. Miljónir
manna munu látast, og afleiðing-
arnar gætu orðið verri en þó
kjarnorkusprengju yrði varpað á
landið. En að nota kjarnorku-
sprengju er alltof augljóst. Með
þvi að koma af stað flóðum á
sléttlendinu getur Nixon sagt að
þetta sé allt byggt á misskilningi.
— Kn gctur vietnamska þjóðin
staðið af scr ofsóknirnar? Gctur
þjóðfrcisishreyfingin unnið hern-
aöarlegan sigur?
— Það verður gert út um þetta
strið á vigvellinum eins og öll
önnur strið. Og ef menn hafa
íylgzt með gangi mála upp á sið-
kastið sjá þeir að við munum
vinna hernaðarlegan sigur. Við
skulum taka nokkur dæmi um
gang mála:
Abrams hershöfðingi sagði áð-
ur en við tókum Quang Tri, að
héraðinu skyldi og yrði haldið
hvað sem það kostaði. Allar hern-
aðaráætlanir Nixons væru byggð-
ar upp i kringum þetta hérað. En
þrátt fyrir það að Bandarikja-
menn vörpuðu geypilegu
sprengjumagni á héraðið tókst
þeim ekki að hindra frelsun þess
1. mai.
Saigon-herinn er nú i miklum
vanda staddur. Þá skortir bæði
liðssveitir og hugsjónir. I leyni-
legri skýrslu, sem Henry Kissing-
er hefur látið gera, segir að ár-
lega gerist34% fótgönguliða i Sai-
gonhernum liðhlaupar. Og i
þriðja hluta alls hersins er hlut-
fallstala liðhlaupa hærri en 50,
Þessi skýrsla er frá 1969; í dag
eru tölurnar enn hærri.
Með þetta i huga má skilja sið-
ustu árásir Bandarikjamanna.
— iicfurðu nýlcgar tölur um
sprcngjuárásir Bandarikja-
manna?
— Ég get nefnt að siðustu tvo
daga 22. og 23. júni vörpuðu 100
B—52 sprengjuflugvélar 3000
tonnum af sprengjum á héruðin i
kringum Hué. Það sýnir kannski
styrk þjóðarinnar hve litlu þessar
árásir hafa fengi áorkaö. Við
munum berjast þar til við náum
takmarki okkar. Ekkert i heimin-
um er meira virði en frelsi og
sjálfstæði. Og ég veit að við vinn-
um.
— llversu margar bandariskar
flugvclar hafa verið skotnar niður
upp á siðkaslið?
— Fram að 25.6. hafa verið
skotnar niður 3688 bandariskar
flugvélar. Nákvæmar tölur frá
Suður-Vietnam höfum við ekki,
en margar Phantom F—4 vélar
hafa verið skotnar niður þar.
— Hve margir hafa látið lifið i
striðinu fram að þessu?
— Frá byrjun striðsins er fjöldi
þeirra, sem orðið hafa fyrir eitr-
unum, særzt eða látizt, rösklega
tvær miljónir.
— Hvað hefurðu að segja um
svokailaða „vietnamiseringu”
striðsins?
—- Hún hefur gjörsamlega mis-
tekizt. Það sýna gjörlega siðustu
aðgerðir Bandarikjamanna.
Sprengjuárásir voru aftur hafnar
og tundurduflum komið fyrir i
höfnunum. Þetta, og það að með
töku Quang Tri hefur okkur tekizt
að frelsa rösklega tvær miljónir
manna, er allt sem ég hef að
segja um „vietnamiseringuna”.