Þjóðviljinn - 20.07.1972, Side 4

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur. 20. júli 1972 MOBVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJODFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljane. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. SAMTENGINGIN KINRÓMA SAMÞYKKT Á ALÞINGI Nokkur skrif hafa að undanförnu orðið um lagningu tengilinu frá Laxárvirkj- unarsvæðinu til Sauðárkróks, og Morgun- blaðið komið með dylgjur um framkvæmd þessarar fyrstu samtengingar orkusvæða. Þvi er rétt að benda á eftirfarandi: 1. Ákvörðun um lagningu þessarar linu fólst i framkvæmdaáætlun þeirri, sem rikisstjórnin lagði fyrir Alþingi i vetur. Á þingi var engin athugasemd gerð við þessa áætlun og hún sambvkkt mótat- kvæðalaust. 2. Samtenging orkusvæða á Norður- landi er fyrsti áfangi i þeirri hugmynd sem ma. var nefnd i stjórnarsáttmálanum að tengja saman meginaflstöðvarlandsins og vinna þannig að aukinni jöfnun raf- orkuverðs i landinu. Næsti áfangi er siðan að leggja tengilinu frá Sigöldu til Norður- lands. 3. Athafnir iðnaðarráðherra i þessu máli eru þvi i fullu samræmi við einróma ákvörðun Alþingis og málefnasamning rikisstjórnarinnar. Þegar Morgunblaðið snýst gegn sam- tengingu orkusvæða á Norðurlandi, þá ber það vitni um hina óþjóðhollu afstöðu þeirra og smáa hugsunarhátt i öllu er lýt- ur að raforkumálum. Samtenging orku- svæðanna á Norðurlandi er forsenda þess, að i stórvirkjun verði ráðizt á Norður- landi. Tengingin suður mun gera Norð- lendingum kleift að sitja við sama borð og ibúar Suðvesturlands, hvað raforkuverð snertir. Afstaða Sjálfstæðismanna er auð- sæilega sú, að þegar virkja á fyrir útlend- inga þá má virkja stórt, en þegar um hagsmuni íslendinga sjálfra er að ræða, virkjanir gerðar og áætlanir uppi um at- vinnuuppbyggingu i eigu landsmanna, þá eru þeir aðeins fylgjandi þvi að virkja megi bæjarlækinn. í þessu máli koma skýrt fram meginandstæðurnar milli vinstri stjórnar og viðreisnarinnar. Vinstri menn hafa trú á þvi, að hér sé hægt að tryggja sjálfstætt þjóðfélag og byggja upp eigin atvinnuvegi, en viðreisnarpost- ularnir vildu aðeins lúta erlendri forsjá á þessu sviði. AÐFÖRIN AÐ ÚTVARPSRÁÐI Morgunblaðið hefur það sem af er þessu ári haft uppi skipulega aðför að ný-skipuðu útvarpsráði. Hefur i þeirri aðför farið saman persónulegt níð um formann þess og rangfærslur um ákvarðanir útvarps- ráðs i fréttum blaðsins. Nýjasti liðurinn i þessari aðför er leiðari Morgunblaðsins um ákvörðun ráðsins varðandi trúmál i hljóðvarpsdagskrá. Þar komu fram full- yrðingar þess efnis að ráðið hafi reynt að koma i veg fyrir boðskap kristinnar trúar i útvarpi. Samþykkt ráðsins um messur i hljóðvarpi er svohljóðandi: „útvarpsráð samþykkir að á hátiðisdögum kirkjunnar verði ekki flutt nema ein messa i dagskrá hljóðvarps, nema miðnæturmessa á að- fangadag og morgunmessa á páskadag”. Hlutverk ráðsins er að taka ákvörðun um útvarpsefni og það hefur aldrei þótt gott að endurtaka sams konar dagskrárliði þrisvar sama daginn, en svo margar urðu messur helztu hátiðisdaga kirkiunnar. Þá getur það vart talizt, að verið sé að hindra presta i að koma fram með boð- skap kristinnar trúar, þegar ráðið sam- þykkir, að morgunbæn takmarkist við lestur úr ritningu og bæn, en sleppt sé per- sónulegum hugleiðingum presta sem i sumum tilvikum fjölluðu um verkföll, spiritisma o.fl. Þá er ekkert athugavert við það, þó þátturinn „Kirkjan að starfi” hafi verið tekinn af sumardagskrá og dag- skrárstjórn falið að athuga um gerð þáttar i vetrardagskrá um trúmál almennt, enda á útvarpið samkvæmt lögum að flytja m.a. efni um trúarbrögð. Það er þvi óþarfi hjá Morgunblaðinu að reyna að gera ráðið tortryggilegt i þessu efni, þó ráðið reyni að samræma dagskrárgerð og gera hana fjölbreyttari. Það ætti siður að draga úr kirkjusókn i landinu að messur á hátiðis- dögum séu að jafnaði ein i hljóðvarpi og ein helgistund i sjónvarpi. Frá Kauplagsnefnd um skattalagabreytinguna Ahrif kerfisbreytingar á vísitölu í opinberum greinargerð- um Kauplagsnef ndar í febrúar og maí s.l. kom fram, að nefndin mundi, þegar þar að kæmi, faka afstöðu til þess hvort áorðin breyting á tekjuöf lunar- kerfi hins opinbera skyldi hafa áhrif á visitölu fram- færslukostnaðar og þá hve mikil. Hefur nefndin nú komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að á- hrif þessarar kerfisbreytingar skatta á afkomu launþegafjöl- skyldna séu metin og látin koma fram i visitölunni ef þau reyndust skipta máli. Hér er átt við fjöl- skyldur með miðlungstekjur eða lágtekjur i Reykjavik, enda er framfærsluvisitalan lögum sam- kvæmt miðuð við aðstæður þar. Nefndin telur, að slikt mat hljóti fyrst og fremst að byggjast á útreikningum, sem leiða i Ijós sambærilega breytingu álagðs tekjuskatts og hliðstæðra skatta á árinu 1972 frá þvi, sem orðið hefði á sama ári samkvæmt eldra skattkerfinu. Breyting þessara skatta frá 1971 til 1972 skiptir hins vegar ekki máli i þessu sam- bandi, eins og málavextir eru. Hækkun fasteignaskatts frá 1971 til 1972 i kjölfar nýs fast- eignamats er þáttur i áorðinni kerfisbreytingu skatta, en hefur ekki verið tekin með i þessa út- reikninga Kauplagsnefndar. A- stæðan er sú, að hækkun fast- eignaskatts er sérstaklega tekin til greina við Otreikning visitöl- unnar, þ.e. látin koma fram i hækkun á húsnæðislið hennar. Hækkun framfærsluvisitölunnar af þessum sökum er tæplega 1,9 stig, þar af voru 0,9 stig tekin i visitöluna 1. mai s.l. og hinn helmingur þessarar hækkunar mun koma fram i henni 1. ágúst næstkomandi. Þessir Otreikningar Kauplags- nefndar,sem miðast við hjón með 0—5 börn og með 300—600 þús. kr. brúttótekjur á árinu 1971, leiða það i ljós, að á móti 13.900 kr. Ot- gjaldalækkun vegna niðurfelling- ar „nefksatta” (þ.e. almanna- tryggingagjalds og sjúkrasam- lagsgjalds), er vegna skattbreyt- ingarinnar um að ræða aukin Ot- gjöld til greiðslu tekjuskatts og hliðstæðra skatta, sem nema að meðaltali 3.905 kr. „Nettóhagur” þeirrar „fjölskyldu”, sem Ot- reikningar miðast við, er þannig 9.995 kr. af kerfisbreytingunni. Svarar það til 3,8 visitölustiga. Lokaniðurstaðan er sú, að til þess að framfærsluvisitalan sýni áhrif kerfisbreytingar skatta á heildarútgjöld „visitölufjölskyld- Lýðrœðishugsjón Morgunblaðsins Það er eitt helzta undirstöðu- atriði lýðræðis að almenningur hafi ótakmarkað skoðanafrelsi. I lýðræöisþjóðfélagi skiptast menn þvi á skoðunum og deila um allt milli himins og jarðar. Fátt er hins vegar leiðinlegra en lesa skrif i blöðum i einræöisrikjum og hlusta þar á einstefnuakstur stjórnmálanna. N0 bregður svo við hér á tslandi, að það blað sem talið hefur sig Otvörð vestræns lýðræðis hefur risið upp gegn þvi fyrirbrigði að stjórnmálamönn- um leyfist að hafa mismunandi viöhorf til þjóðmála. Þannig býsnaðist þetta blað, Morgun- blaðið, heilan vetur yfir þvi, að sjö stjórnmálamenn úr þrem mismunandi stjórnmálaflokkum, sem nú sitja i rikisstjórn saman, — að þeir skyldu ekki vera 100% sammála um ágæti þess fyrir- brigðis er nefnist Atlanzhafs- bandalagið. Það var andstætt lýð- ræðishugsjón Morgunblaðsins og þá liklega einnig „varnarbanda- lags vestrænna lýðræðisþjóða”, að ráðherrar i lýðræðisriki væru ósammála um ágæti þess. unnar” þarf að halda eftir i henni 1,5 stigum af þeim 5,3 stigum, sem visitalan lækkar um vegna niðurfellingar „nefskatta”. Það þýðir, að hinn svo nefndi eftir- stöðvaliður visitölunnar, sem er 0,9 stig fyrir, hækkar um 0,6 stig i 1,5 stig. Þessi hækkun — sem svarar til 0,4ra stiga i kaup- greiðsluvisitölu — verður tekin i visitöluna hinn 1. ágúst næstkom- andi. Annað dæmi um andstöðu Morgunblaðsins við lýðræðisleg skoðanaskipti eru skrif blaðsins undanfarna daga um það að for- sætisráðherra skuli persónuleg^ ekki vera á sama máli og Magnús Kjartansson,eða kannski réttara væri aö orða það svo, að iðnaðar- ráðherra skuli ekki vera á sama máli og Ólafur Jóhannesson. Og af þessum lýðræðislegu óliku sjónarmiðum og afstöðu rikis- stjórnarinnar dregur Morgun- blaðið þá ályktun að annar hafi beygt hinn. Allir vita, að þeir Gylfi Þ. og Ingólfur á Hellu voru ekki á einu máli um landbúnaðar- mál. Hvor var þá svinbeygður samkvæmt samskonar ályktun- um og Morgunblaðið reynir nú að hafa i frammi um sérskoðanir ráðherra og samræmda afstöðu rikisstjórnarinnar? Það er tilgangslaust fyrir Ey- kon að reyna að leika hlutverk Marðar; allir vita að skrif hans um tengingu orkusvæða á Norður landi eru liður i vonlausum at- kvæðaveiðum hans i Norðurlandi vestra og þjónusta við erlenda fjármagnseigendur, sem hann hefur alla tið dýrkað. err. KENNARAR Kennara vantar að barnaskóla Þorláks- hafnar. íbúð fyrir hendi. Upplýsingar gefa: formaður skólanefnd- ar, simi 99-3632 og skólastjóri, simi 99- 3638. Skólanefnd. Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina. Stálborg h.f. Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Sími 42480. Auglýsingasiimnn er 17500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.