Þjóðviljinn - 20.07.1972, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 20.07.1972, Qupperneq 9
Fimmtudagur. 20. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. MEVNING YILHJÁLMUR ÞÓR 1.9. 1899 - 12.7. 1972 Á fundi bankaráðs Landsbanka tslands, sem haldinn var 13. júli s.l., minntistformaður bankaráðs Vilhjálms Þórs áþessa leið: ,,t gærdag barst okkur sú sorgarfregn, að Vilhjálmur Þór, fyrrum bankastjóri Landsbanka tslands, væri látinn, 72 ára að aldri. Vinir hans og kunningjar vissu, að hann hafði um langan tima þjáðst af ólæknandi sjúkdómi. Sjálfum var honum ljóst að hverju dró og af þeirri festu og hugarró, sem honum var i blóð borin, kvaddi hann vini sina og kunningja og hélt að svo búnu á vit feðra sinna. Það er gott vegar- nesti að vera búinn slikri sálar- orku og jafnlyndi. Vilhjálmur Þór var fæddur hinn 1. september árið 1899 að Æsu- stöðum i Eyjafirði, sonur hjónanna Þórarins Jónasar Jónassonar bónda þar og ólafar Margrétar Þorsteinsdóttur Thorlacius. Vilhjálmur fluttist með foreldr- um sinum til Akureyrar árið 1904 og ólst þar upp. Hann var ekki nema um fermingu þegar hann gekk i þjónustu Kaupfélags Eyfirðinga. Reyndist hann frá- bærilega duglegur og fylginn sér við öll störf. Ávann hann sér slikt álit , að hann var ekki nema tæpra 24 ára að aldri, þegar hann var gerður að framkvæmdar- stjóra kaupfélagsins árið 1923. Verður að segja, að slikur frami ungs manns er næsta fátiður. En Vilhjálmur reyndist maður til að takast á við slikan vanda. Undir stjórn hans dafnaði Kaupfélag Eyfirðinga svo, að það varð á skömmum tima eitt mesta og öflugasta kaupfélag landsins. Ber öllum þeim, sem til þekkja, saman um, að starfsorka, fram- sækni og hugkvæmni Vilhjálms hafi verið með eindæmum. Hér er hvorki staður né stund til þess að rekja hina margháttuðu og umsvifamiklu starfsemi Vilhjálms Þórs i þágu kaup- félaganna eða á vegum rikisins og annarra opinberra aðila. Hér skal aðeins getið helztu áfanganna i ævi hans og starfa hans og þá aðallega i þágu stofnunar okkar. Árið 1938 var Vilhjálmur Þór ráðinn framkvæmdastjóri t s 1 a n d s d e i 1 d a r heims- sýningarinnar i New York, sem haldin var árið 1939, og jafnframt gerður að fyrsta rikisstjórnar- fulltrúa tslands i Vesturheimi. Aðalræðismaður i Bandarikjun- um varð hann i april 1940, en 1. október það ár var hann kjörinn bankastjóri Landsbanka tslands. Vilhjálmur Þór var slikur mað- ur, að þess var ekki að vænta, að bankinn fengi að njóta starfs- krafta hans óskiptra. Til hans var leitað úr öllum áttum þjóð- félagsins. Seint á árinu 1942 gerðist hann utanrikis- og at- vinnumálaráðherra i ráðuneyti dr. Björns Þórðarsonar. Þvi em- bætti gegndi hann þar til i október 1944, en kom þá til bankans aftur. Árin 1946-1954 var hann fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra samvinnufélaga, en gerðist siðan að nýju bankastjóri Landsbankans. Arið 1957 voru, svo sem kunnugt er, gerðar grundvallar- breytingar á bankakerfi landsins. Var Seðlabankinn þá gerður að sjálfstæðri stofnun og Vilhjálmur Þór skipaður aðalbankastjóri hans. Gegndi hann bankastjóra- stöðu sinni við Seðlabankann til 1. nóvember 1964, en tók þá við kjöri bankastjóra við Alþjóðabankann sem fulltrúi Norðurlandanna. Eins og áður var getið, var ævi- starf Vilhjálms Þór svo marg- slungið og umsvifamikið, að þess er enginn kostur að rekja það frekar hér. En siðast en ekki sizt langar mig þó til að geta þess, að hann átti sæti i bankaráði Lands- bankans á árunum 1948-1955. Minnumst við, sem störfuðum með honum á þessum vettvangi, óvenjulegs persónuleika, sem haföi mikla og glögga yfirsýn yfir atvinnu- og fjármálalif landsins. Dómgreind hans var skörp og hann átti mjög létt með að átta sig á hinum flóknustu vanda- málum fjármálalifsins, hvort sem það var á innlendum eða er- lendum vettvangi. Vilhjálmur Þór var kvæntur Rannveigu Jónsdóttur kaup- manns á Reyðarfirði Finnboga- sonar, hinni mætustu og beztu konu. Lifir hún mann sinn ásamt börnum þeirra þrem. Um leið og ég, fyrir hönd okkar allra, flyt þeim hinar innilegustu samúðarkveðjur, vil ég fyrir hönd bankaráðsins þakka Vilhjálmi Þór öll hans störf i þágu Lands- banka tslands. Má ég biðja háttvirta fundar- menn að risa úr sætum i virðingarskyni við hinn látna heiðursmann.” Vegna jarðarfarar Vilhjálms Þór, fyrrverandi Seðla- bankastjóra, er Seðlabankinn lokaður fimmtudaginn 20. júli frá kl. 13,30. SEÐLABANKI ÍSLANDS ÚTBOÐ Tilboð óskast i sölu á stálpipum fyrir Vatnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 8. ágúst 1972 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ísland—Bandaríkin 24:15 Leikur okkar ekki nógu sannfœrandi Heldur var það lítt sannfærandi, íslenzka landsliðið í handknattleik, er sigraði bandaríska landsliðið í landsleik s.l. þriðjudagskvöld. Lokatölur leiksins, 24 mörk gegn 15, má kannski segja að hafi verið sann- gjarnar, en þó finnst mér að sigur liðsins hefði get- að orðið mun meiri. Vera má, að tauga- spenna hafi valdið hinu oft á tíðum fálmkennda spi I i islend inganna. Taugaspenna er kom til af því, að allir leikmenn liðsins voru undir smásjá landsliðsnefndar. Ein- hverja tvo leikmenn verð- ur nefndin að skilja eftir heima, þegar haldið verð- ur á Olympíuleikanna í Munchen. tslenzka liðið lagði mikla áherzlu á hraðaupphlaup, en þvi miður brugðust þau til beggja vona, sérstaklega i fyrri hálf- leik. Var litið um, að liðið reyndi skemmtilegar leikfléttur. Mikið var um, að leikmönnum mistækjust sendingar, eða þá að þeir gripu ekki. Sérstaklega átti þetta tvennt við um Ágúst ög- mundsson. Þorsteinn Björnsson var heldur slakur i markinu i fyrri hálfleik. Aftur á móti stóð Ólafur Benediktsson sig af stakri prýði i markinu i seinni hálfleik og varði oft mjög vel. Hálfvegis fannst mér Geir Hallst. vera i öldudal, þrátt fyr- ir að hann væri markahæstur i liðinu ásamt Jóni Hjaltalin, en báðir skoruðu þeir sin 7 mörkin. Aftur á móti átti Jón Hjaltalin sæmilegan leik, þótt marka- græðgi hafi á stundum háð hon- um. Björgvin Björgvinsson og Sigurður Einarsson voru drjúg- ir að vanda. Litið fannst mér nást út úr Stefáni Gunnarssyni i sókn, þótt sæmilegur varnarspilari sé. Sigfús Guðmundsson hvarf hreinlega i leiknum, og virtist ekki njóta trausts félaga sinna. Einar Magnússon var sæmileg- ur, þá er hann fékk að vera inná. Ólafur Jónsson og Gisli Biöndal eru likamlega mjög sterkir menn og þegar hinn mikli skap- ofsi þeirra brýzt fram verður eitthvað undan aö láta, og vei þeim arma manni sem verður fyrir þeim þegar búið er að reita þá til reiði. En þar sem handknattleikur er ekki leikinn á skapinu einu saman, mættu þeir oftar nota skynsemina. Þetta bandariska lið.sem hér er, er það bezta er hingað hefur komið. Allir körfuboltataktar hafa verið sniðnir af þvi, og eru þeir mikið farnir að reyna leik- fiéttur. Einnig virðast þeir eiga betri skotmenn en oft áður. Skemmtilegustu leikmenn liðsins fannst mér vera: vinstri- handarmaður þeirra Mathews, sem hefur feikna stökkkraft. Voelkert er skemmtilegur leik- maður, er leikur mikið upp á fé- laga sina. Abrahamson var drýgstur við að skora, skoraði 4 mörk. Berkholtz virðist vera að- al-uppbyggjari liðsins og mjög útsjónarsamur. Rogers var sterkur og fremur grófur leik- maður, svona hálfgerður Gisli Blöndal þeirra Bandarikja- manna. t heild lék liðið skemmtilegan handknattleik, þó svo að uppskeran væri ekki eins og til hennar var sáð. Heldur var dauft yfir upphafi Jón Iljaltalin i uppstökki — hann og Geir voru markahæstir, skoruðu 7 mörk hvor. leiksins, en á 3. min. gaf Geir skemmtilega inn á linu til Björgvins sem skoraði. Minútu seinna jafna Bandarikjamenn, og var það Baker sem skoraði af linu. Á 8. min. skorar Geir úr hraðaupphlaupi, og 2 min. seinna bætir Jón þriðja markinu við, með föstu skoti i gegnum vörnina. 1 min. seinna skorar Rogers af linu. Á 12. min. jafnar Abrahamson úr hraðaupphlaupi, eftir að Ágúst hafði gefið ranga send- ingu. En Geir kvittar fyrir þetta mark á sömu minútunni með föstu skoti i gegnum vörnina. Á 19. min. á Jón fast skoti gegnum vörnina, sem hafnar i marki. Strax á eftir skorar Ábrams fjórða mark Bandarikjanna, og stuttu seinna jafnar Schlesing- er. A 21. min. skorar Jón skemmtilega úr uppstökki, og örskömmu seinna endurtekur hann sama leikinn. Á 22. min. skorar Einar beint úr frikasti, og minútu siðar teygir hann höndina yfir vörnina og skorar aftur. A 24. min. varði Edes viti hjá Gisla, og 2 min. seinna skor- ar Abrahamson. A 27. min. ná Bandarikjamenn hraðaupp- hlaupi og Mathews skorar. En siðasta orðið i hálfleiknum á Björgvin, sem brauzt inn á linu og skoraði 10. mark tslands. Staðan i hálfleik 10 mörk gegn 7 tsiandi i vil. t seinni hálfleik færðist aðeins meira fjör i leikinn, og fannst mér tslendingarnir sýna betri leik. Á fyrstu min. skorar Gisli úr horni. 2 min seinna svarar Mathews með snöggu skoti niðri, sem Ölafur réði ekkert við. Nær samstundið svarar Jón Hjaltalin með föstu skoti úr uppstökki. A 4. min skorar Geir úr hraðaupphlaupi. 1 min. siðar er Jón aftur að verki með föstu skoti i gegnum vörnina. A 6. min. skorar Ólafur úr hraðaupphl. A 7. min. brauzt Rogers skemmtilega i gegnum vörnina og skorar 9. mark U.S.A. A 9. min. á Geir gott sveifluskot yfir vörnina, sem hafnar i markinu, og á 10. min. skorar Rogers. A sömu min. svarar Geir og skorar 17. mark tslands. A 11. min. komst Abra- hamsson i gegnum vörnina og skorar. En Ágúst er fljótur að kvitta með þvi að krækja i knöttinn á linu og skora. Á 14. min. kemst Gisli inn úr hægra horni og skorar. A 16. min. tekur Voelkert helj- armikiö uppstökk og skorar með snöggu skoti, og tveim min. siðar skorar hann aftur úr hraðaupphl. Á 19. min. fylgir Sigfús vel eftir, eftir að Stefáni hafði mistekizt að skora af linu, en hann skaut beint á mark- vörðinn. Sigfús náði knettinum og skoraði yfir liggjandi mark- vörðinn. Á 20. min. skorar Jón með uppstökki. Á 25. min. á Geir skot i gegn- um vörnina og i mark. 2 min. seinna skorar Björgvin úr hraðaupphlaupi. Á 28. min. kemst Abrams i gegn og skorar, og einni min. siðar skorar Abra- hamson 15. mark U.S.A. Á siðustu minútunni fá tslend- ingar viti, og skorar Geir örugg- lega, þannig að lokastaðan varð 24 mörk gegn 15 tslandi i vil. Framhald á bls. 11. „Ekki hindrunarlaust, góði minn. (Ljósm. Bj.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.