Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1972 Nýlega var kunngerð niðurstaða af könnun sem Þorbjörn Broddason, lektor, gerði að tilhlutan Félagsmálaráðs Reykja- víkur á almennri þörf fyrir aukið dagvistunarrými fyrir börn í Reykjavfk. Könnunin fór fram haust- ið 1971 og meginniðurstaða hennar var sú, að hér í borginni vantaði dag- vistunarrými af ýmsu tagi fyrir a.m.k. 3000 börn, en mest var þörfin fyrir leik- skóla. Þar vantar sam- kvæmt könnunni viðbótar- rými fyrir 1200 börn á dag- heimilum og vöggustofum fyrir 900 börn, og á skóla- dagheimilum vantar sama viðbótarrými eða fyrir 900 börn. I nýútkominni ársskýrslu Félagsmálastofnunarinnar gerir Þorbjörn ýtarlega grein fyrir niðurstöðum könnunarinnar, forsendum hennar og hvernig að henni var staðið. Þar sem kannanir af þessu tagi eru tiltölulega nýjar af nálinni má búast við því, að margir sem heyra um niðurstöður hennar spyrji sem svo, hvort aðferðir þær sem hún byggist á séu nægilega nákvæmar til að gefa raun- sanna mynd af því ástandi sem Reykvíkingar búa við í þessum efnum. Þjóðviljinn vill því að þessu sinni einkum víkja að tveimur atriðum í greinar- gerð Þorbjörns: 1. Hvernig að könnuninni var staðið í stórum drátt- um. 2. Heildarniðurstöðum um þörfina fyrir aukið dag- vistunarrými og umsögn Þorbjörns um þær. Síðar mun verða vikið að þeim þáttum könnunar- innar sem varpa skýrara Ijósi á núverandi fyrir- komulag gæzlumála yngri barna og þeim almennu viðhorfum sem könnunin leiddi í Ijós í þeim efnum. Það vantar dagvistunarrými fyrir 3000 börn í Reykjavík Hvernig var staðið að könnuninni? Tilgangur könnunarinnar var að komast að þvi hver væri al- menn þörf fyrir aukið dag- vistunarrými i Reykjavik en jafn- framt að athuga núverandi fyrir- komulag gæzlumála yngri barna og kanna almenn viðhorf i þeim efnum, eins og segir i greinar- gerðinni. Til þátttöku i könnuninni varð að velja ákveðið úrtak úr fyrir- fram skilgreindum hópi fólks sem könnunin beindist að. Þessi hópur (i greinargerðinni nefndur ,,þýöi" sem þýöing á erlenda oröinu population) var eftir vandlega yfirvegun skilgreindur sem: allar konur i Keykjavik sem hefðu eitt eða fleíri börn á aldrin- um 0—10 ára á heimilum sinum i ágúst '71. Samkvæmt þessu náði könnun- in fyrst og fremst til allra mæðra barna á þessum aldri, en jafn- framt rúmuðust innan þessarar skilgreiningar börn, sem voru á framfæri annarra en mæðra sinna Þær konur sem lent gátu i úrtakinu vorurúmlega lOþúsund. talsins, en úr þessum hópi voru valdar 1000 konur. Við val þeirra var notuð svonefnd slembiaðferð, þ.e. tilviljanakennt val, og var það gert i tölvu. A þennan hátt var tryggt að allir einstaklingar i þýðinu (hópnum) hefðu sömu möguleika til að lenda i úrtakinu. í greinargerðinni segir, að til grundvallar þessu vali á þýði hafi legið sú hugmynd ,,að daggæzlu- mál barna va>ru fyrst og fremst áhugamál fjölskyldna þeirra, og þvi væri rétt að einskorða þýðið við þær." Þess er getið að körlum hafi verið sleppt úr úrtakinu ein- göngu af hagkvæmnisástæðum; svör kvennanna hefðu verið talin mikilvægari einkum vegna spurninganna um útivinnu hús- mæðra, sem mikla þýöingu höfðu i könnuninni sem heild. Spurningalisti var sendur til þeirra 1000 kvenna sem tölvan valdi á framangreindan hátt. Spurningarnar voru 14 talsins, en við flestum þeirra var gert ráð fyrir nokkrum svarmöguleikum, fíest 9 möguleikum. I fylgibréfi var tilgangur könnunarinnar útskýrður rækilega og það undir- strikað, að með svör þátttakenda yrði farið sem algert trúnaðar- mál, þannig að engin hætta væri á að svör yrðu rakin til einstakra þátttakenda. Endanlegur fjöldi nothæfra svara varð 766. Ef litið er á ástæður fyrir brott- falli þeirra 234ra kvenna, sem ekki voru með i könnuninni, voru 26 fluttar úr bænum, 25 kváðust ekki eiga börn á umræddum aldursskeiðum og ein var látin. Aðrar ástæður voru: — Svör reyndust ónothæf þegar kom að úrvinnslu 5 — Neituðu þátttöku — 7 — ósvarað og engar upplýsingar um viökomandi 170. Samtals: 1S2 Þannig reiknað varð raunveru- legt brottfall úr könnuninni 182 af 948, sem er 19,2 % Um áhrif þessa brottfalls á könnunina segir i greinargerö- inni: ,.bótt vissulega sé eftirsjá að þessum 182 konum, þá er svarshlutfall yfir 80% mjög vel viðunandi i bréflegri úrtaks- könnun til almennings”. Eins og gefur að skilja varðaði miklu fyrir könnunina i heild að sem bezt samræmi væri milli raunverulegs barnafjölda i Reykjavik á aldrinum 0—10 ára og barna þeirra kvenna sem lentu i úrtakinu. 1 greinargerðinni segir, að i desember 1970 hafi ver- ið um það bil 17.240 börn á aldrinum 0—10 ára i Reykjavik, og samkvæmt þvi hefði mátt búast við þvi, að konurnar i úr- takinu ættu nálægt þvi 1,724 börn á þessum aldri. Hinn raunveru- legi barnafjöldi kvennanna i úr- takinu var 1.696 börn og varð þvi naumast á betra samræmi kosið. A sama hátt átti barnafjöldinn hjá þeim 766 konum sem svöruðu spurningunum að vera 1299 börn (0—10 ára) að þvi tilskildu, að ekkertsamband væri milli barna- fjölda og þess hvort konan svaraði spurningunum. Börn þessara kvenna reyndust vera 1.329, eða aðeins rúmum 2% fleiri, ,,sem er mjög litili munur og naumast marktækur” eins og segir i greinargerðinni, ,,en til- hneigingin er i þá átt, sem vænta mátti, þ.e. að konum með mörg börn mundu fremfur svara en hinar". Eróölegt er að athuga hvernig svarshlutföllin dreifast á aldurs- flokka, eins og meðfylgjandi tafla sýnir. bessar tölur eru reiknaðar af upphaflega úrtakinu, 1000, en ekki þvi raunverulega (eins ög áður er vikið að), og heildar- svarahlutfallið er þvi 76,6%, en ekki 80,8%, sem væri réttara. betta raskar þó ekki verulega innbyrðishlutfalli aldursflokk- anna. Eins og sjá má, eru skilin um fertugt. Konur undir fertugs- aldri svara mjög vel, en hinar eldri sýnú miður, og þvi verr sem ofar dregur i aldursflokkum. ÞÖRFIN FYRIR AUKIÐ DAGVISTUNARRYMI Spurningin um þörf þátt- takenda i könnuninni fyrir aukið dagvistunarrými var á þessa leið: Vantar yður dagvistun eins og stendur eða á næstunni (umfram það sem þér hafið ef til vill nú þegar)? Með spurningunni er gerð grein fyrir þeim dagvistunarstofnunum sem til greina koma. Dagvöggustofa tekur börn yngri en 2ja ára. Dagheimili tekur 2ja—6 ára börn kl. 8 til 5. Leikskóli tekur 2ja—6 ára börn hluta úr degi, kl. 9 til 12 eða 1 til 5. Skóladagheimili tekur börn á skólaaldri utan skólatima. Svarshlutföll eftir aldursflokkum: ^Samtals: Konur: Leitað til: Svör fengust frá: Svarshlutf yngri en tvitugar 16 13 81% 20—29 ára 376 304 82% 30—39 " 328 264 80% 40—49 " 240 165 69% 50—59 " 36 19 53% 60—69 " 4 1 25% 1000 766 76.6%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.