Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. ágúst 1972 ÞJOOVILJINN — StÐA 5. DuQCSDÍlDQÖÖC7 Sviar hafa þegar byggt upp öflugt kerfi for- skólastofnana og stefna að þvi á næstunni að öll fimm og sex ára börn gangi i forskóla og að öll börn fái vist á leikskóla og dagheimilum sem það þurfa. Rikisstyrkir til bygginga og reksturs barnaheimila eru ríflegir og daggjöld i samræmi við tekjur foreldra. Á norrænu fóstruþingi i Reykjavik er fjallað um forskól- ann sem uppeldisstofnun: Það er ljóst að aukin útivinna mæðra, vöxtur borga, tækniþróun — allt þetta leggst á eitt um að gjör- breyta uppeldisaðstæðum, Börn öðlast fábreyttari og einhæfari reynslu af umhverfi sinu en áður, möguleikar þeirra á leik eða þá þátttöku i störfum hinna eldri eru minni. Það er þvi ekki að undra þótt mikill vöxtur hlaupi i leik- skóla- og dagheimilakerfið og starfsfólk þess þingi um skipu- lagningu starfsins, ýmsar fræði- legar og praktiskar hliðar þess. Allir vita, að lslendingar eru mikið á eftir frændum sinum dönskum og sænskum að þvi er varðar uppbyggingu forskóla- kerfisins. Sviar hafa þegar gert margt ágætt i þessum efnum og hafa enn stærri áform á prjónum — um þá hluti var Camilla Odhnoff, fjölskyldumálaráðherra Svía,spurð i viðtali sem hér fer á eftir. Áætlanir — Sérstök barnaheimilanefnd hefur starfað siðan ’68 að tillögu um forskóla fyrir öll börn i eitt eða tvö ár áður en eiginleg skóla- ganga hefst; ennfremur átti hún að ganga frá hugmyndum um það, hvernig bæjar- og sveita- félög leystu bezt það verkefni, að sjá öllum börnum, sem eiga foreldra er vinna úti, fyrir vist á dagheimili eða fjölskyldudag- heimili. Auk þess hefur nefndin gengið frá tillögum um uppeldis- fræðilega stefnuskrá fyrir for- skóla. Þessar tillögur eru allar komnar fram og verða afgreiddar á næsta þingi og þvi ætti ekki að vera langt i land að framkvæmdir hefjist. Þess má geta, að þegar talað er um að útvega öllum börnum vist á dagheimili eða leikskóla, sem þess þurfa, þá er ekki aðeins átt við að fullnægja þurfi þeirri eftir- spurn sem þegar er fyrir hendi. Heldur er einnig ætlazt til þess að bæjarfélög leiti upp þau börn, sem eiga við ýmsa erfiðleika að striða i uppvexti, hvort sem er vagna heilsubilunar, vangefni eða þessað þau eru börn innflytj- enda, og vinni að þvi að koma þeim i forskóla. Eitt af þvi, sem þegar hefur verið samþykkt, er að i öllum byggingaráætlunum sé gert ráð fyrir lóð fyrir barnastofnun á hverjar 200 ibúðir. Mörg einbirni — Taka sænskir forskólar fyrst og fremst mið af þvi sem við tek- ur i barnaskólunum? — Nei ég hefi aldrei skilið þá umræðu. F'orskóli á ekki að vera undirbúningur undir barnaskóla heldur undirbúningur fyrir allt lifið. Þar á að leitast við að efla þroska barna á mismunandi svið- um — sálrænan, félagslegan, málnotkun, hreyfingar o.fl. Verk- efnin eru yfrið nóg, þvi að þróun nútimaþjóðfélags hefur svipt börn mörgu þvi sem þau höfðu áður á heimilum og i næsta um- hveifi sinu. Möguleikar þeirra á félagsskap eru til dæmis miklu minni en áður — og nægir þá að visa til þess, að nú er svo komið að á öðru hverju sænsku heimili er aðeins eitt barn innan við sextán ára aldur. Reyndar hefur það verið svo til skamms tima, að forskólar hafa ekki átt sér útfærða uppeldisfræði en nú á að ráða bót á þvi, eins og ég minntist á áðan. Qg þá á ekki hvað sizt að þjálfa börnin i með- ferð málsins, venja þau við að segja frá þvi, sem kemur fyrir þau o.s.frv. 100 þúsund pláss — Um hundrað þúsund börn komast fyrir i forskólum i Sviþjóð, en i hverjum árgangi eru 100—120 þúsund börn. Sum bæjar- félög eru mjög vel á veg komin, hafa plass fyrir öll sex og fimm ára börn og jafnvel fjögurra ára börn lika. En það eru lika til önn- ur bæjarfélög sem varla eru byrjuð á að leysa þetta viðfangs- efni. —Þiö eruð ekki i vandræðum með starfskrafta? — Nei, það hefur verið mikil að- sókn i forskólakennaranám. Og þróunin hefur verið mjög ör. Nægir til dæmis að nefna, að er rikið tók að sér þetta nám fyrir tiu árum voru 280 teknir inn, en á sið- asta ári hófu 2200 nám. Og sjáíf- sagt verðum við að fjölga enn fólki i þessu námi. — Hvernig gengur samstarf við foreldrana? VIOI AL YIO ( AMllJ.l ODHNÖFF FJÖLSKYLDUMÁLA RÁÐHERRA SVÍA — Barnaheimilanefndin sendi ýmsar hugmyndir sem hún vann að til starfshópa foreldra og fékk álitsgerðir frá þeim, svo dæmi sé nefnt. Auðvitað er reynt að hafa sem mest samband við foreldra um öll þessi mál, en þeir eru mjög misjafnir. Fóstrur segja gjarna aö hægur vandi sé að eiga við börnin hjá þvi að glima við for- eldrana. — Tilraunastarfsemi og rann- sóknir? — Um þá hluti mætti lengi tala. Að sjálfsögðu fara fram rann- sóknir á ýmsum sérsviðum eins og t.d. aðlögunarmöguleikum vanheilla barna. Þá eru prófaðar ýmsar aðferðir og skipulagsform. Til að mynda eru margir hrifnir af svonefndum systkinahópum, en i þeim eru börn á mismunandi aldri, kannski er aldursmunurinn allt að þvi sjö ár. Það þykir gefast vel að kenna börnum samhjálp og samábyrgð á slikum hópum — og auk þess eru þeir hagkvæm lausn á málum litilla byggc a úti i dreif- býlinu. önnur hugmynd er sú, að það sé ekki nóg að börn læri eitthvað um lýðræði svo sem úr fjarska heldur þurfi þau að upplifa það, taka þátt i lýðræðislegri ákvörðun. Þess vegna er nauðsynlegt að allt starfsfólk forskólakerfisins stjórnendur, aðstoðarfólk, uppal- arar, eldhúslið og svo framvegis stjórni hverri stofnun i samein- ingu og þannig að börnin fylgist með þvi einnig. Það er mikilvægt að börnin skynji, að öll störf eru mikil virði, að það sé rangt að skipta fólki i æðri eða læri sess eftir starfi. — Hver er talin æskileg stærð forskólastofnana? — Tilhneigingin gengur frekar i þá átt að hafa þær litlar.Kannski fyrir 40—50 börn sem skiptast i tvo hópa og svo litla vöggudeild. Reyndar geta hóparnir verið mis- jafnir eftir aldurflokkum — en áðurnefnd barnaheimilanefnd hefur mælt með 20 börnum i hóp. Fjármál — Hvernig eru fjármálin leyst? — Meðalkostnaður á hvert barn á ári er 13 þúsund krónur sænskar. Rikið veitir bæjar- félögunum 4000 króna styrk á hvert barn, bæjarfélögin sjálf greiða allverulegan hluta og af- ganginn greiða foreldrarnir. Foreldrarnir greiða misjafnlega mikið eftir tekjum,Tekjulitið fólk getur til dæmis komizt niður i eina krónu á dag i daggjöld, en ef báðir foreldrar vinna fyrir all- góðu kaupi (eru til dæmis kennar- ar) þá geta daggjöld þeirra farið upp i 35 krónur. Þetta hefur ver- ið gagnrýnt — menn segja sem svo, að skattar séu háir fyrir og mjög stighækkandi, og skatta- kerfið nægi til að jafna tekjum fólks þótt ekki bætist ofan á þessi mismununi barnaheimilamálum. Hefur verið lagt til að komið verði á föstum daggjöldum fyrir alla — 7 krónum fyrir barn einstæðs for- eldris og 14 krónum fyrir barn foreldra sem bæöi vinna úti. — En hvað um byggingar- kostnað? — Það er bæja-og sveitafélaga að ákveða hvort reisa skuli for- skóla. Meðalkostnaöur við að byggja er 12 þús. krónur á hvert pláss. Rikið leggur fram 5000 krónur i styrk á hvert pláss og 4000 krónur i lán. — Og að lokum: er sérstakt f jölsky ldum álaráðuney ti i Sviþjóð? — Nei, ég er ráðgefandi ráð- herra i tengslum við þrjú ráðu- neyti — kennslumála, félagsmála og fjármála. Enda væri það óæskilegt að læsa mál sem varða fjölskylduna niðri i sérstakri stofnun.... AB. ÖLL BÖRN EIGI KOST Á FORSKÓLAGÖNGU íslenzk stjórnmál í New Left Review Nýlega útkomið hefti af New Left Review, það 72. i röðinni, birtir meðal annars grein eftir Gisla Gunnarsson sganfræðing um nýja stjórn á íslandi. New Left Review er virtur umræðuvettvangur marxista, gefið út á Bretlandi. t grein Gisla er pólitisk þróun siðari áratuga á tslandi rakin, gerð grein fyrir pólitiskum flokk- um, sagt frá siðustu ko^ningum, stefnumálum vinstri stjórnar- innar og spáð nokkuð i frammi- stöðu hennar. Greinarhöfundur telur ýmislegt jákvætt við stjórn- ina, enda þótt hún sé vart likleg til stórræða — muni störf hennar leiða til þess að eyða blekkingum um hefðbundna islenzka umbóta- stefnu og þar með skýra mjög hugmyndir og pólitiska stöðú vinstrisinna. New Left Review fæst hjá bókaverzlun Máls og menningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.