Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Laugardagur 5. ágúst 1972 — 37. árgangur —173. tölublað Alþýóubankínn hf ykkar hagur okkar metnaöur ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Sólskin sunnan fjalla rigning fyrir norðan Fyrir þá, sem ætla að fara á eitthvert hinna 6 útimóta sem haldin eru um verzlunarmanna- helgina eða þá bara með fjölskylduna eitthvað úti buskann, er stóra spurningin þessi: Hvernig verður veðrið? —Það verður sól og bliða hér sunnan fjalla, eða á Suður- og Vesturlandi, en fyrir norðan og austan, og einkum þó á N- Austurlandi, verður sennilega rigning um helgina, sagði Jónas Jakobsson veður- fræðingur, þegar við höfðum samband við hann i gær. bað er norðanáttin sem veldur þessu. Hún er mjög sterk núna, sagði Jónas, og veldur þvi að veður er kalt og nokkur rigning fyrir norðan. Þó er ekki vist að hún nái til Akureyrar, en þar verð- ur örugglega skýjaö. Hins- vegar leika veðurguðirnir við þá sem verða hér sunnan- fjalla. Ég sé engin teikn á lofti sem geta breytt veörinu næsta sólarhringinn og segja mætti mér að óbreytt veður héldist hér fram yfir helgi, sagði Jón- as að lokum. Það verður þvi ekki ama legt fyrir þá, sem ætla á Þjóð- hátiðina i Vestmannaeyjum, að Laugarvatni að Galtarlæk eða i Húsafell, eða þá sem fara eitthvaö úti sveitir eða uppá fjöll hér sunnan fjalla um helgina: þeir verða bakaðir i sól og bliðu. Hinir sem verða við Atlavik eöa i Vaglaskógi mega eiga von á verra atlæti veðurguðanna. Og hætt er við að veðrið komi i veg fyrir ánægjulega útivistarhelgi fyrir norðan og austan. —S.dór. Einn sótti Hinn 1. ágúst s.l. rann út um- sóknarfrestur um embætti skatt- stjórans i Vestfjarðarumdæmi. Einn umsækjandi er um em- bættið, Hreinn Sveinsson, lög- fræðingur i Reykjavik. Tveir sækja um embætti orkumólastj ór a Frestur til umsóknar embættis orkumálastjóra rann út 1. þessa mánaðar. Tvær umsóknir bárust: frá Jakobi Björnssyni, deildar- verkfræðingi Orkustofnunar, og Sverri S. Ölafssyni, verkfræðingi Rafmagnsveitna rikisins. Embætti orkumálastjóra verður veitt frá 1. jan. 1973 að telja. (Fréttatilkynning frá iðnaðar- ráðuneytinu) Brezkir sjóliðsforingjar: ÓTTAST AÐ YERÐA AÐHLÁTURSEFNI Liðsforingjar í brezka sjóhernum eru orðnir áhyggju- fullir vegna þorskastriðs, sem þeir telja yfirvofandi. — Frá þessu segir i stuttri en fróðlegri grein í blaðinu „Scottish Daily Express" frá 24. júli. Why the Navy isn’t hooked on a ‘cod war’ Af hverju sjóhcrinn v«11 ckki láta hanka sig i þorskastrið, er fyrirsögn grcinarinnar i „Scottish Daily Express”. I greininni segir meðal annars að brezkir sjóliðsforingjar vilji ekki af augljósum ástæðum einungis forðast skothernað. „Sjóliðsforingjar muna allt of vel þann áróöur sem rekinn var i hliðstæðri deilu við tslendinga 1960-1961. Þessi áróður leiddi til þess, að brezki sjóherinn fékk á sig svipmót ofbeldisaðila i heiminum. Skoðanir urðu islenzku strandgæzlunni mjög i vil.” Þá segir i greininni, að Bretar geti ekki látið sér nægja að senda smærri skip til íslands — sem þeir vildu gjarnan gera vegna áróðursstöðunnar. Það er ekki unnt vegna veðurlagsins, þvi i slæmum veðrum yrðu litil brezk herskip að hörfa, og þá gætu islenzku varðskipin tekið brezku togarana. Bent er á það i greininni, að það myndi ekki styrkja stöðu Breta á alþjóða- vettvangi ef þeir sendu 2500 tonna herskip til átaka við islenzku strandbátana. Þá segir og i greininni að yfir- menn sjóhersins vilji ekki sjálfir þurfa að lenda i þvi að taka ákvarðanir um aðgerðir gegn islenzku strandgæzlunni, ef til þorskastriðs kemur. Þá verði á- kvarðanir að koma frá þeim sem raunverulega hafa völdin i sinum höndum. En helzta áhyggjuefni brezka sjóhersins er augsýnilega — sam- kvæmt þessari grein — að brezku sjóliðsforingjarnir verði i augum alheims hlægilegir, ef til átaka kemur á tslandsmiðum i haust. Fiskveiðiráðstefnan i Þórshöfn: Norðmenn viljalögsögu utan 12 mílna marka Einn af fulltrúum Norömanna á norrænu fiskveiðiráð- stefnunni í Þórshöfn skýrði frá þvf i gær, að Norðmenn mundu á væntanlegri hafréttarráðstefnu mæla með þvi, aðstrandríki fengju lögsögu yfir stærra svæði en 12 mílna mörkin segja til um og forgangsrétt til veiða þar. Þá kom það einnigframá ráðstefnunni að flestir búast við, að haf- réttarráðstefnunni verði frestað vegna ágreinings um iandhelgismál, og geti hún ekki hafizt 1973 eins og ráðgert er. Jörgen Vogt er látinn OSLÓ 4/8. Látinn er i Osló Jörgen Vogt, einn af helztu leiðtogum norskra kommúnista, 72 ára gamall Jörgen Vogt var ritstjóri ýmissa blaða flokksins, þ.á.m. Friheten, allt frá 1923, átti sæti i miðstjórn hans og var þingmaður um skeið. Hann var virkur i and- spyrnuhreyfingunni á striðsár- unum og sat i þýzkum fanga- búðum nokkur ár. Carl Björge, frá fiskimálaráðu- neyti Noregs, sagði i crindi i gær, að Norðmenn hefðu lagt á það áherziu á undirbúningsfundum hafréttarráðstefnunnar i Genf, að ekki mundi nást samkomulag um framtiöarlausn landhelgismála,. nema að strandriki fengju ein- hverskonúr lögsögu utan 12 milna og forgangsrétt til veiða þar. Björge klvaðst og vera þeirrar skoðunar;, aö Kanadamenn hefðu mikiö til sins máls meö tillögu sem kveður á um, að strandriki hafi lagalegan yfirráðarétt yfir þeint fiskistofnum, sem hrygna eða lifa við strendur viðkomandi landa. Aðrir fulltrúar gátu þess, að á undirbúningsfundum I Genf hcyrðist sterkar raddir gegn þvi að halda hafréttarráðstefnuna 1973, vegna þess litt brúanlega ágrcinings sem uppi er á milli strandþjóða og rikja sem reka út- hafsvciöar i stórum stil. Enn dregur úr atvinnuleysi t júlilok voru 189 manns á at- vinnuleysisskrá á landinu öllu, en mánaðamótin næst á undan voru 306 á þess konar skrá. 1 kaupstööum voru atvinnu- leysingjar 130, i kauptúnum með 1000 ibúa eða fleiri var enginn at- vinnulaus, og i öðrum kauptúnum voru atvinnulausir samtals 59. Af atvinnuleysingjum eru 122 kvenmenn. Mest atvinnuleysi er á Siglu- firði, 61 atvinnulaus og á Sauðár- króki 42. Atvinnuleysi er aðeins i þremur þorpum. 32 eru atvinnulausir á Hofsósi, 26 á Skagaströnd, en aðeins ein kona á Raufarhöfn. FISCHER VANN , BIÐSKAKINA - og hefur nú tekið örugga forustu að loknum tíu skákum Sjá siðu 3 Myndirnar, sem Gunnar Steinn tók í gær, sýna þegar þeir Fischer og Spasski yfirgáfu Höllina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.