Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. ágúst 1972 23 EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL þær allar saman, sagði Mikalsen kennari með hneykslanlegu al- vöruleysi, þegar tekið var tillit til þess hve alvarlegt málið var. — Að minnsta kosti þessar fjórar sem mest ber á. Þá félli allt um sjálft sig. Hermann Henriksen barði hnefanum i borðið, svo að glösin dönsuðu. - Mér þykir vænt um konuna mina, sagði hann þrjózkulega. — ()g ég kann ekki að meta fyndni af þessu tagi. Það eina sem ég vil er að hún haldi sig heima við! — Það væri mikil úrbót, sagði Sivert Kroken. — Og með ykkar leyfi langar mig til að bera fram tillógu mina. — Þakk fyrir. Jú, ég lit þannig á, að i þessu máli verð- um við einfaldlega að hætta að lita á konurnar sem konur og lita á þær sem pólitiska andsta'ðinga — og haga okkur i samræmi við það! Þeir slörðu fvrst agndofa á hann, en svo var eins og smám saman kviknaði Ijós i æ fleiri aug- um. — Stórkostlegt, sagði Jens Storhaug og leil viðurkenningar- augum á Sivert Kroken. — Jákva>tl, sagði bnakastjór- inn. — Mjög jákvælt. Hermann einn sýndist á báðum áttum. - Sverta þær og baktala áttu við? Jens Storhaug ætlaði að sparka hrausllega i skiiflunginn á honum til að vekja athygli hans á að hann v;rri ekki á flokksfundi, en tók leggjafeil og hitti bankastjórann i staðinn. Dagur Torén bötvaði af háttvisi. neri fótlegginn og sagði kuldalega: Ilann sagði ekkert sem við vissum ekki fyrir! Mér er sama hvað hver segir, hin virðulega islenzka stjórnarandstaða hefur verið mér og minum til mikillar ánægju s.l. ár. f fyrsta sinn i fjöldamörg ár standa sjálfir landsfeðurnir, sem börnin lærðu að elska i vöggu. utan við öll völdin, sem voru þeim svo kær. Og hver urðu fyrstu viðbrögð þeirra i stjórnarand- stöðu? Einsog finasti sirkus, Þeir voru búnir að vera svo lengi við völd, að þeir litu á siðustu kosningar sem hreina ókurteisi við sig. Og með sliku hugarfari lögðu þeir i bar- áttuna. Ekki bætti svo úr skák, að þeir, sem berjast skyldu með þeim i stjórnarandstöðu, voru óhæfir sakir æsku sinnar og algers reynsluleysis i þeim efnum. En einhverntima hljóta þeir að kyrrast, einsog blessaðar kýrnar, sem alltaf eru svolitið kjánalegar fyrst eftir að þeim er hleypt út á vorin. — Nei, heyrðu nú, sagði Stor- haug af móði, — eins og þið séuð nokkuð betri? Hverjir komu af stað orðrómnum um — Siverl Kroken ræskti sig af al- vöruþrunga. — I þessu máli er aðalatriðið að við stöndum saman, sagði hann festulega. — Og það sem ég vildi segja er þaö, að við eigum að berjast eins og karlmenn gegn karlmönnunum. Auðvitað er ekki um það að ræöa að sverta einhverja eða baktala, við eigum bara að segja það sem við vitum um þessar konur, við eigum að vara fólkið við, svo að það glæpist ekki á að kjósa neina þeirra i bæjarstjórn. En þegar við tölum um þær á opin- berum fundum, tölum við aðeins vel um þær, mjög vel! Hann hló lágt og neri saman hiindum, eins og bandóður morð- ingi sem horfir á hinn myrta hverla niður i sýrubaðið. Við segjum áheyrendum okkar hve ágætar konurnar eru — við að hugsa um heimili og baka kökur og ala biirn! Við tölum við þá unz þeir verða gráti nær! Og kjósa okkur! Bravó! sagði Jens Storhaug hrifinn, og bankastjórinn kinkaði kolli til samþykkis: — Jákva'tt, mjög jákvætt. En bæði Hermann og Tallak Langevann úr Kristilega þjóðar- flokknum sýndust dálitið efa- blandnir, eins og þeir væru ekki alveg sannfærðir um að þeir stæðu með englunum. Tja , el' þið segið eitthvað ljótt um konuna mina — sagði Hermann þungum rómi og kreppti hnefann. Sivert Kroken klappaði honum föðuriega á axlirnar. Nei, nei, Hermann, ekkert Ijótt, það veiztu. Við i Verka- mannaflokknum erum ekki vanir að tala illa um lólk, eða hvað? Ilermann sýndist ekki sann- færður. Mér er ekki um þetta, taut- aði hann hikandi. — En ef til vill er það nauðsynlegt — Flokksins vegna. Tallak Langevann bóndi tók til máls i fyrsta skipti þetta kvöld, hann horfði á þá góðlegum augum og sagði ihugandi: Ég get ekki sagt að ég sé lyllilega ánægður með aðferð- irnar sem við hölum samþykkt hér i kvöld. En ég verð lika að taka undir með þeim mikla manni sem sagði að stundum helgaði tilgangurinn meðalið. Konurnar hafa smeygt sér inn á vettvang mannsins á alltof mörg- um sviðum nú þegar. ! dag megum við til að mynda horfa upp á þá andstyggð að kven- prestur þjóni i norskri kirkju. Og i grannlöndum okkar er vist enn meira af þeim. Og þær eru ekki eins og hér i Noregi af gömlu geð- þekku tegundinni, giftar og með stóran barnahóp — sem gert hef- ur kroppinn feitlaginn og sið- legan — nei. vinir! þetta eru næstum kynbombur. sem geta fengið áhril'agjarna karlmenn til að hugsa um allt annað en vera ber i kirkju! Hann otaði að þeim visifingri og hristi hann með alvöruþunga. — Og rétti maður fjandanum litla fingurinn. tekur hann skjótt alla höndina. Fái konurnar of mikið svigrúm. getur farið svo að Noregi verði einn góðan veðurdag stjórnað af kvenlegum forsætis- ráðherra! Guð forði okkur frá þvilikri ógn og skelfingu. Og hver veit nema að þvi komi að kon- urnar vilji gera guð almáttugan kvenkyns lika! Hin sterka og hrifandi ræða Tallaks varð hin siðasta á fund- inum, á eftir fór hver til sins heima að loknu uppgjöri á öli og öðrum munaði. Þeir fóru ekki i hóp til að forðast að vekja athygli, heldur laumuöust út af veitinga,- húsinu einn og einn með uppbrett- an frakkakraga og hattinn niður i augu, svo að engan grunaði að hinir visu stjórnmálamenn i Totta hefðu átt með sér óformlegan leynifund. XIV Sivert Kroken var önnum kaf- inn næstu daga. Hann hafði sér- staka hæfileika til að standa i stjórnmálabaráttu; það var eins og hann geymdi einhvern leyni- kompás einhvers staðar i höfðinu sem visaði honum stöðugt rétta veginn i kosningabaráttunni. Nú vissi hann örugglega að honum yrði ekkert ágengt án aðstoðar kvenna. Þær voru ómissandi þeg- ar einhverju þurfti að koma á framfæri, og þvi lá leið hans fyrst af öllu til Rigmor Hammerheim hjá vinstri flokknum, sem hafði áður sýnt að hún var til viðtals um samvinnu, svo framarlega sem vinstri flokkurinn gat haft einhvern ávinning af. Hann náði i hana fyrir utan skólahliðið eftir siðustu kennslu- stund. Þau áttu samleið. Það var ekki þrautalaust að fylgjast með henni fyrir roskinn mann eins og hann, sem farinn var að stirðna i gangi, en málið var svo þýðingar- mikið að hann lét sig hafa það. Rigmor Hammerheim var mjög önnum kafin; nú þurfti hún að kennslu lokinni að gera innkaup, þjóta siðan heim til að skræla kartöflur og elda mat, þvo smá- þvott og bæta föt, borga aðstoðar- stúlkunni og leika við börnin, og hún mátti ómögulega vera að þvi að stanza til að hlusta á hann. En Sivert Kroken var búinn að segja eitt og annað áður en þau komu að bakariinu. — Þetta verður mikið áfall fyr- ir Totta, byrjaði hann dapur i bragði. — Hvaö þá? spurði Rigmor Hammerheim viðutan, hún rifj- aði minnisblaðið upp i huganum : brauð, sykur, hveiti, kaffi — Já, kaffi og rjóma Ég má ekki gleyma rjómanum. — Að Kvennaflokkurinn — fyr- irgefið — kerlingaflokkurinn — skuli fá fulltrua i bæjarstjórn! — Kemur það til greina? (Hveiti, sykur, brauð og smjör.-.j — Það er óhugsandi, sagði Kroken og kinkaði kolli þungbú- inn á svip. — Eins og þær láta mætti ætla að Totta væri að drukkna i klóakrennsli. Auðvitað láta margir slikan áróður hafa á- hrif á sig. Jú, kerlingaflokkurinn fær fulltrua — ef við spyrnum ekki við fótum og vinnum ötullega að þvi að stöðva þær! — Klóak! Ég verð að kaupa salernirpappir, sagði Rigmor Hammerheim upphátt. — Ekki svo að skilja, að ég hafi neitt við það að athuga að konur taki þátt i stjórnmálum, hélt Si- vert Kroken ótrauður áfram, — en það verða að vera konur sem kunna eitthvað og vita eitthvað, já konur eins og þér. Þessi Gunda Henriksen er bara kona með bila- dellu, hreint ekkert annað. Og ef hún verður kosin, tekur hún sæti einhvers annars, já, hver veit nema þér hefðuð verið kosnar, ef þessi kerlingaflokkur hefði ekki komið til. Eins og nú standa sak- ir, er ekkert liklegra en vinstri flokkurinn missi sæti sitt — — Hvað eigum við þá að gera, Sivert Kroken? spurði Rigmor Hammerheim, komin hálfa leið inn til bakarans. Varaforsetinn teygði sig inn fyrir á eftir henni og hvislaði: — Mér finnst þetta svo alvar- legt mál, að við verðum að koma þvi á framfæri viö fólk sem við vitum um hana — — Tvö kornbrauð frá i gær og súrbrauð. sagði Rigmor Hammerheim. — Hvað vitum við? — Að hún drekkur! hvislaði Sivert Kroken. — t leyni. Flösku á dag. Við getum ekki haft fólk sem drekkur i bæjarstjórninni! Rigmor Hammerehim horfði hugsandi á hann meðan hún tók við brauðunum og borgaði þau. Hún sagði ekkert fyrr en þau komu út fyrir aftur. LAUGARDAGUR 5. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Magnea Matthíasdóttir heldur áfram að lesa sögu sina ,,Babú og bleika lestin” (6) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Laugar- dagslögin kl. 10.25. Stanz kl. 11.00. Jón Gauti Jónsson og Arni Ólafur Lárusson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 1 hágir.Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir 15.15 Skemmtitónlist fyrir ferðafólk með upplýsingum um umferðarmál. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.00 F'réttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Ferðabókarlestur: „Stödd i Kina”. Rannveig Tómasdóttir les úr bók sinni „Lönd i Ijósaskiptum” (2) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr Banjoliers syngja og leika. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Þjóðþrif. Gunnlaugur Ástgeirsson sér um þáttinn. 19.55 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.40 Heyannir. Miðsumarþáttur með blönduðu efni. Umsjón: Jón B. Gunnlaugsson. 21.25 Gömlu dansarnir 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 5. ágúst 1972 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 llve glöö er vor æska Brezkur gamanmyndafl. Skólakvikmyndin. Þýð; Jón Thor Haraldsson. 20.50 Evrópukeppni i dansi. Sjónvarpsupptaka frá Evrópukeppni i suður- ameriskum dönsum, sem háð var i Berlin i vor. (Evróvision — Þýzka sjón- varpið) Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 22.10 Konan, sem hvarf (Lady in the Lake) Bandarisk bió- mynd frá árinu 1947. Leik- stjóri Robert Montgomery. Aðalhlutverk Robert Mont- gomery, Audrey Totter og Lloyd Nolan. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. Spæjari nokkur skrifar leynilög- reglusögu og sendir hana til útgáfufyrirtækis. Fyrir- tækið býðst til að gefa hana út gegn þvi, að hann hafi upp á konu forstjórans, en hennar hefur verið saknað i nokkrar vikur. 23.50 Dagskrárlok. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Sklpholti 35 — Reykjavík — Sfmi 30688 I lúffcnpir rcllir ni’ l'rúgumii'öur 'rj 1 r.imrcili fr.t ?! kl I MO 1 s oo ,,,! og kl |K 2< K) ;i| Bnröpuntanir h|á 'j yfirfranireiöilumannr !Í:í Sínn 11 322 VEITINGAHUSIÐ VID AUSTURVOLL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.