Þjóðviljinn - 11.08.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.08.1972, Qupperneq 3
Föstudagur 11. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3. ARKITEKTAR: r BJOÐAST TIL AÐ LAGFÆRA BERNHÖFTSTORFUNA ÓKEYPIS Stjórn Arkitektafélags ts- lands hefur sent forsætisráð- herra, Ólafi Jóhannessyni, bréf þar sem farið er þess á leit að rikisstjórnin veiti félaginu leyfi til viögeröa á húsum Bernhöfts- torfunnar. Vill stjórnin fá leyfi handa þeim, er hafa áhuga á varðveizlu húsanna, til þess að hreinsa til umhverfis þau, lag- færa þau og mála að utan, rikis- sjóði að kostnaðarlausu. Væri þar með tryggt, að flutn- ingi húsanna eða niöurrifi yrði frestað um sinn. Bréfinu fylgir greinargerð um Bernhöftstorfuna, þar sem fram kemur rökstuðningur félagsins fyrir afstöðu þess, en greinar- gerð þessi hefur þegar verið send til menntamálaráðherra og fulltrúa borgarstjórnar. Þar kemur m.a. fram, að A.t. er mótfallið flutningi húsanna til Arbæjarsafnsins. Minnir stjórn félagsins á' samkeppnina sem haldin var á s.l. ári og nauðsyn þess að stuðla að auknu lifi i hjarta borgarinnar — en þetta lif er smám saman að „deyja út". Ennfremur er bent á menn- ingarsögulegt gildi húsanna eins og þau eru nú i sveitt sett, og þá staðreynd, að alls staðar erlendis telja yfirvöld sér oft skylt að varðveita gömul hús og hverfi. Stjórn A.t. fer fram á skjóta afgreiðslu, enda ekki seinna vænna, þar eð sum húsanna eru komin að falli. Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnvöld taka þessu kostaboði eða humma fram af sér og gera borgina enn snauðari af hlýlegum stöðum þar sem unnt er að fá tilbreyt- ingu frá malbiki og steypuklef- um þjónustuaðila. Væri ekki úr vegi að fólk styddi kröfur A. t. og notaði tækifærið til þess að mótmæla fyrirhugaðri tengi- braut um Túngötu, Amtmanns- stfg og Grettisgötu. atg. 6500 fyrirtœki sýna í Leipzig í haust Kjölbreytt vefnaðarsýning verður á Leipzigarmessunni i haust og i sambandi við hana fjölmargar tizkusýningar. Haustkaupstef nan í Leipzig veröur haldin dag- ana 3.—10. september næstkomandi. — Um 6500 framleiðendur frá 50 lönd- um munu hafa sýningar- deildirog ná þæryfir meira en 270 þúsund fermetra svæði. Sýningin fer fram í hinum mörgu stóru sýn ingarskálum á tæknisvæð- inu og auk þess í 16 stórum sýningarhúsum i miðborg inni. — I vöruflokknum kemisk grunn- efni og efnaverksmiðjur sýna 800 framleiðendur fra 26 löndum á 31 þúsund fermetrum. Vefnaðar- og skógerðarvélar sýna framleiðendur frá 18 löndum á 13 þúsund fermetrum. — Sýningaraðilar frá 12 löndum bjóða prentvélar á haustkaup- stefnunni i Leipzig. Frá 17 löndum verða súningar- deildir i lækningatækjum og bún- aði fyrir rannsóknarstofur. — 25 þúsund fermetra sýningarsvæði er notaö fyrir margskonar flutningatæki frá 19 löndum. 14 lönd bjóða trésmíðavélar. Neyzluvörur á 100 þúsund fermetrum frá 40 löndum. Neyzluvörurnar eru sýndar i 22 vöruflokkum i 16 störum Alögur á aldraða haf a tvöf aldazt í krónutölu Blaðinu bárust í gær eft- irfarandi upplýsingar frá Styrktarfélagi aldraðra í Hafnarf irði. Styrktarfélag aldraðra i Hafnarfirði hefur látið fram- kvæma könnun á álagningu opin- berra gjalda á þann hóp gjald- enda i Hafnarfirði, sem eru 67 ára og eldri. Hefur verið litið annars vegar á gjöldin á s.l. ári og hins- vegar á yfirstandandi ári. Þessi samanburður leiðir i Ijós, að opinber gjöld hinna öldruðu hafa rúmlega tvöfaldazt eða vax- ið úr 8,8 miljónum króna 1971 i 18,3 miljónir 1972. Nemur þvi aukningin 9,5 miljónum króna. Meðaltalsálagningin á hvern gjaldanda, sem athugunin nær til, hefur vaxið um 87,2% eða úr 30.988 kr. i 58.010 kr. Hefur meöal- tekjuskattur á aldraða næstum þrefaldazt (2,75) eignarskattur og útsvar samtals hækkað litillega og fasteignargjöld 3,6-faldazt. Styrktarfélag aldraðra i Hafnarfirði mun vera eina félagið sinnar tegundar i landinu, en til- gangur þess er að vinna aö vel- ferðarmálum aldraðra. Könnunin nær yfir hafnfirzka gjaldendur, af þvi að þar er starfsvettvangur fé- lagsins. en mjög liklegt verður að teljast, að hið sama sé uppi á ten- ingnum i öðrum byggðarlögum, þar eð nálega sömu álagningar- reglur gilda um allt land, en auk þess er langstærstur hluti aukn- ingarinnar i tekjuskatti, sem alls- staðar gilda sömu reglur um. Styrktarfélagið telur, að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða, er snerti m jög illa hagsmuni aldr- aðs fólks. Nú er yfirlýst, að mál þessi verði tekin til endurskoðun- ar. Stjórn félagsins hefur talið rétt að birta niðurstöður könnun- ar sinnar, svo að ekki fari milli mála, hve mjög álögur á aldraða hafa aukizt milli áranna sam- kvæmt-gildandi reglum og i þeirri von að efla skilning á þvi, hve brýnt er að skattlagningarregl- urnar verði lagfærðar. (stytt —Þjv.) Nokkuð langt í land með sjálfeyðandi plastumbúðir Það var verið að gera þvi skóna, i umhverfisverndar- þætti sjónvarpsins fyrir nokkru, að von væri á plast - ilátum sem eyddust eltir að þeim heföi verið hent.og sagt að ölverksmiðja ein hér væri að fá þannig umbúðir. Þvi miður virðist hér hafa verið um ábyrgðarlaust tal að ræða og án nokkurra raka. Við leituðum til Tómasar Tómas- sonar hjá ölgerðinni Egill Skallagrimsson, og sagði hann að verið væri að gera tilraunir með þetta sjálfeyðandi plast úti i heimi, en það væri þó ekki lengra komið en það, að plast- iö eyddist á 150 til 200 dögum. En um notkun þess, og raunar alls plasts i ölumbúðir, væri enn allt á tilraunastigi, og hefðu plastumbúðir fyrir öl gefizt illa til þessa. Hinsvegar gengi betur að nota þær fyrir gosdrykki. En sem sagL notkun sjálf- eyðandi plasts i umbúðir fyrir öl, gosdrykki og annan vökva á enn langt i land. — S.dór. sýningarhúsum i miðborginni, en auk þess á 3 stórum sérsýningum á tæknisvæðinu. —■ Vefnaðar- vörur og fatnaður er sýndur frá 27 löndum. — Frá 37 löndum eru sýnendur á gler- og postulins- vörum, kemiskum vörum bús- áhöldum og heimilistæjum og matvörum. — Mjög stórt alþjóð- legt framboð er á bókasýningunni sem er haldin i tákni alþjóðlega bóka-ársins 1972 sem UNESCO gengst fyrir. A tæknisvæðinu má sjá hina miklu samsýningu Expovita á iþrótta- og tómstundavörum . önnur stór samsýning er þar á húsgögnum og öllum búnaði ibúða, og loks er á tæknisvæðinu mjög fjölbreytilegt framboð á kennslutækjum og skólabúnaði öllum. Nefnist sú sýning Inter- scola. Samtals sýna 13 sósialistariki á 229 þúsund fermetrum að með- töldu Þýzka alþýöulýðveldinu. — Stærsti sýningaraðilinn eru Sovétrikin með sýningardeildir fra 600 útflutningsfyrirtækjum. Þátttaka þróunarlandanna hefur aukizt mikið, og er stærsta Framhald á 11. siðu. }0- FÖSTUDAGA KL- \\<*- u islenzku hádegis gS |já tízKu- jar gestir eiga ÞjTmHi8l8náÖurÍ Módel- íem ‘slenzKur J^ ^tudaga, ,g RamntagerWn h . og nýiustu 5 Kynna sérstæöa ^ uHar- aðar, sem unnmn er ur \ og sKlnnavórum-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.