Þjóðviljinn - 11.08.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. ágúst 1972 þjóDVILJINN — StÐA .5.
Ég er vakin kl. fimm að morgni
föstudagsins 14. júli. Mariano frá
kúbönsku vináttufélagasam-
tökunum ICAP er kominn að
sækja mig á litlum langferðabil
og við ökum sem leið liggur að
leita að vietnömskum stúdentum
sem ætla að verða okkur sam-
ferða. Stúdentarnir búa i háhýsi i
hverfinu Vedado. Þeir koma uppi
bilinn og heilsa mér með handa-
bandi, brosandi breitt. Eftir
nokkrar umræður hafa þeir
komizt að raun um hvaða munur
er á tslandi og Irlandi og við erum
orðin ágætir vinir. Það birtir
skyndilega, hitabeltissólin er að
koma upp. Viö ökum eftir breið-
um vegi framhjá blómlegum bú-
görðum, kúahjörðum, hænsna-
hópum, pálmum, hrisökrum,
sykurreyrsökrum og kálgörðum.
Landið er svo til flatt og algrænt.
Búgarðurinn heitir hvorki
meira né minna en Júlia. Þar
nemum við staðar og stigum útúr
bilnum. I nokkurra metra fjar-
lægð standa raðir af ljóshærðum,
sólbrenndum Norðurlandabúum
báðum megin vegarins. Þeir
hefja söng og slagorðahróp um
leið og við birtumst og ég sé strax
Anne Lise frá Kaupmannahöfn og Susanne frá Stokkhólmi i kaffitima
1 1
fí . jr ** i
I £
nasjónalinn og allir taka undir,
textinn er sunginn á a.m.k. sjö
tungumálum. Fidel syngur með.
Hitabeltisregnið dynur yfir
okkur en við hreyfum okkur ekki
fyrren Fidel sezt inni jeppann og
ekur af stað. Þegar hann er
horfinn úr augsýn hlaupa flestir i
skjól en þeir allra kátustu taka
sig til og dansa hringdans i
rigningunni. Það verður ekki af
meiri vinnu i dag, brátt koma
vörubilarnir að sækja okkur.
Um kvöldið er Vietnam-fundur.
Fyrst eru sýndar tvær kvik-
myndir, önnur um loftárásirnar á
Haiphong i april s.l., hin er frá
1968 og fjallar um sigurgöngu
Þjóðfrelsishersins i Vietnam.
Þetta eru áhrifamiklar kvik-
myndir, og að sýningu lokinni
rikir djúp þögn þar til einhver
hrópar: „Cuba, Vietnam, unidos
vencerán!" (Kúba og Vietnam
munu sigra i sameiningu). Allur
skarinn tekur undir, skand-
inavisk geðshræring fær útrás i
þessu kúbanska slagorði.
Tveir starfsmenn frá sendiráði
bráðabirgðastjórnar Þjóðfrelsis
hersins i S-Vietnam eru mættir til
að segja frá ástandinu i heima-
BRIGADA
NORDICA
Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar frá Kúbu
á öllu að það er ekki verið að taka
á móti mér, heldur litlu bros-
mildu samferðarmönnunum min-
um. Samt geng ég bisperrt við
hlið þeirra eftir miðjum veginum.
Undarlegt að horfa á svona mörg
norræn andlit samankomin á ein-
um stað. 344 sænsk, dönsk;norsk
og finnsk andlit. Ekkert islenzkt,
nema ég liti i spegil.
Þetta er norræni vinnuhópurinn
— Brigada Nordica, hinn þriðji
sem heimsækir Kúbu og sá lang-
fjölmennasti. Tilgangurinn með
ferðinni er fyrst og fremst póli-
tiskur: að sýna samhug með
kúbönsku byltingunni i verki með
þvi að vinna hér i landbúnaði og
við húsbyggingar i 2 vikur. Eftir
það verður ferðazt um landið i
aðrar tvær vikur. Þátttakendur
eru flestir meðlimir i vináttu-
félögum við Kúbu á Norðurlönd-
um, ungt fólk er i miklum meiri-
hluta, námsmenn, menntamenn
og verkamenn.
Mér er boðið uppi vörubil með
hópi af Dönum. Stúlka frá
Vietnam slæst i för með okkur,
ásamt nokkrum Kúbumönnum.
Vörubillinn fer með okkur i upp-
risandi smábæ sem heitir Los
Naranjos (Appelsinutrén). Þessi
litli bær, sem enn á sér engan
fastan ibúa, hefur komið talsvert
við sögu i kúbönskum dagblöðum
undanfarið: vinnuhópur frá
Heimssambandi lýðræðis-
sinnaðrar æsku reisti hér 28
ibúðir fyrir skömmu, auk glæsi-
legrar skólabyggingar. Þessi
hópur hefur nýlokið 6 mánaða
starfi sinu hér. Nú er norræni
vinnuhópurinn tekinn við i Los
Naranjos. Veggir risa með ævin-
týralegum hraða, notaðar eru
þægilegar og fljótvirkar aðferðiii
húsin að mestu leyti hlaðin úr
verksmiðjusteyptum hellum. Það
er einfaldara að byggja hús hér
en i köldum löndum; hér þurfa
þau aðeins að vera vatnsheld, um
aðra einangrun varla að ræða.
Tveir vöðvastæltir Danir
standa uppi á vinnupalli og taka á
móti hellum, sem við kvenfólkið
lyftum upp til þeirra. Við teljum
uppað þremur á vietnömsku:
mor, æ, ba; þá gengur þetta
betur. Ég reyni að hrista mesta
rykið af skóladönskunni minni.
Furðulegt að fólk skuli skilja mig.
Lisbet á föðursystur, sem er gift
íslendingi og býr i Hvassaleiti.
Anne Lise er leikkona og vill fá að
vita allt um kúbönsk leikhús, við
eigum sameiginlega kunningja i
Kaupmannahöfn. José, farar-
stjóri danska hópsins, er frá Perú
en hefur búið i Danmörku i 20 ár
Húfan hans Fidels
og talar dönsku vel. Ég spyr hann
um kostnaðinn við ferðina.
Danirnir þurfa að borga 2700 d.kr.
hver, þaraf eru 100 kr. i
tryggingagjald og 300 kr. fyrir
gjöf til Kúbu (ennþá er ekki
ákveðið hver gjöfin verður), af-
gangurinn er fargjald. Danski
hópurinn kom i leiguflugvél frá
flugfélaginu Air IVIartin. Sviarnir
komu i annarri leiguvél. Danir og
Sviar eru i yfirgnæfandi meiri-
hluta i hópnum, Finnarnir eru um
tuttugu og Norðmennirnir aðeins
tveir.
Fyrren varir er kominn matar-
timi, við klifrum uppá vörubil og
ökum til vinnubúðanna. Þar eru
nokkrir langir skálar, i flestum
þeirra eru kojur með mýflugna-
netum strengdum yfir, i einum
skálanum er eldhús og matsalur,
sjúkrahús i öðrum, fundarsalur i
enn öðrum. Auk þess er hér
póstur og simi og fleiri þjónustu-
fyrirtæki. Samtals dveljast hér
um 500 manns eða rúmlega það.
Eftir matinn fáum við að hvila
okkur til hálfþrjú, þá skal aftur
ekið til vinnu. Ég nota timann til
að kynnast fleira fólki. Kvik-
myndastúdentar frá Kaup-
mannahöfn koma aðvifandi og
bombardera mig með spurning-
um um kúbanskar kvikmyndir.
Þegar ég hef svarað flestum
spurningunum samvizkusamlega
uppgötva ég að hér hafa orðið
hlutverkaskipti, það var ég sem
átti að spyrja þau. Svona er ég
litill blaðamaður.
Hellurnar eru þyngri og vinnu-
pallurinn hærri eftir hádegi en
um morguninn. Eða er ég oröin
þreytt? Þegar við höfum puðað
dágóða stund við að hlaða milli-
veggi, sjáum við að fólkið, sem er
að grafa skurð rétt hjá húsinu
okkar, fleygir frá sér skóflum og
hökum og hleypur af stað niður á
veginn. Eitthvað er á seyði. Við
hlaupum lika af staö. Þegar ég
kem fyrir horn á hálfbyggðu húsi
og vegurinn blasir við, sé ég tvo
jeppa og grænklæddan mann,
sem stendur á aurbrettinu á öðr-
um þeirra og talar við
Skandinavana, sem hafa hópazt
að honum. F'idel er kominn i
heimsókn! Ég treð mér eins ná-
lægt honum og ég kemst og bölva
sjálfri mér fyrir að hafa gleymt
myndavélinni heima. Fidel spyr
hvernig vinnan gangi og fær upp-
lýsingar um það. Hann talar um
þróunaraðstoð og viðskipti
Norðurlanda við Kúbu, Sviar hafa
veitt Kúbu hagstæð lán til kaupa á
læknisáhöldum og vélum. Danir
' eru lika að koma á samskiptum
vi'ft-Jítfbu: „Þið ættuð að keppa
við Sviana”, segir Fidel. Svo spyr
hann hvort við fáum nóga mjólk
að drekka i vinnubúðunum.
Mjólkurduft, stundum, er svarið .
Það finnst forsætisráðherranum
furðulegt: mjólkurduftið er inn-
flutt, en hérna á næsta bæ er
framleidd ágætis mjólk, af hverju
fáið þið hana ekki? Einhver
segir: Við þurfum enga mjólk, við
fáum hana bara þegar við kom-
um heim. „Nei, það á ekki að
svindla á ykkur”, segir Fidel, og
daginn eftir fáum við nýmjólk
mað matnum!
Þung ský hafa hrannazt saman
yfir höfðum okkar, þrumur og
eldingar i aðsigi og brátt falla
fyrstu droparnir. Strákur frá
Vietnam lánar Fidel stráhattinn
sinn. Fidel gefur honum húfuna
sina i staðinn. Hann segist þurfa
að flýta sér, þvi að hann eigi að
mæta á miðstjórnarfundi að gefa
skýrslu um ferðalagið mikla, sem
hann er nýkominn úr. Ein af
vistnömsku stúlkunum er að tala
við Fidel. Ég heyri ekki hvað þau
segja, en andliti stúlkunnar
gleymi ég seint: tárin runnu i
striðum straumum niður vanga
hennar en augun ljómuðu af ein-
hverju ólýsanlegu — kannski var
hún að segja honum af fjölskylda
hennar hefði farizt i loftárásunum
en samt muni Vietnam sigra?
Einhver byrjar að syngja Inter-
landi sinu. Annar þeirra flytur
ávarp þar sem hann gefur yfirlit
yfir þróun styrjaldarinnar siðustu
mánuðina. Hann ráðleggur
mönnum að lesa gaumgæfilega
leyniskýrslur Pentagons, þvi þar
komi greinilega i ljós aö
Vietnamsstriðið sé og hafi aldrei
verið annað en glæpsamleg árás
rikustu þjóðar heims á eina af
þeim fátækustu. Að ávarpinu
loknu er fundarmönnum gefinn
kostur á að bera fram
spurningar. Svli einn spyr hvert
álit Vietnamar hafi á
vietnampólitik sænsku stjórnar-
innar, en hún byggist annarsveg-
ar á stuðningi við málstað
vietnömsku þjóðarinnar og hins-
vegar á eðlilegum samskiptum
við Bandarikin. Þessu er svarað á
þá leið að vietnamska þjóðin sé
þakklát Svium og öllum öðrum
þjóðum fyrir stuðning og samhug.
Hvað snerti samskipti Svia við
Bandarikin, væru það eðlileg
samskipti milli landa og kæmu
Vietnam ekki við. Spurt er um
pólitiskt ástand i borgum S-
Vietnams. Svar: Það er i sam-
ræmi við hernaðarlegt ástand.
Bandarikjamenn hafa fært okkur
dauða og ólýsanlegar hörmungar
og fólkið i Vietnam hatar þá.
Ástandið hefur breytzt mjögsiðan
1967. Áður voru bandarisku her-
mennirnir almáttugir yfir-
boöarar. Friðsamur borgari, sem
fór út að labba með konuna sina,
gat átt á hættu að hún væri tekin
af honum með ofbeldi. Ef hann
kvartaði var honum stungið i
steininn. En nú þora her-
mennirnir ekki lengur að ganga
um göturnar nema i hópum og
geta hvergi sofið rólega nema i
rammbyggðum neðanjarðar-
byrgjum, og stundum þurfa þeir
að fara til Hong Kong til að geta
sofið! Við, sem áður þurftum að
sofa i neðanjarðarbyrgjum, get-
um nú sofið rólega ofanjarðar.
Svona hefur þetta breytzt.
Margar fleiri spurningar eru
bornar fram og svarað. 1 lok
fundarins er lesin upp yfirlýsing
norræna vinnuhópsins, þar sem
lýst er algjörri samstöðu með
málstað vietnömsku þjóðarinnar
og framferði Bandarikjanna for-
dæmt; einnig er þess krafizt að
gengið verði að skilmálum þeim i
7 liðum sem N-Vietnam og Þjóð-
frelsisherinn hafa sett fram. Hin-
ir vietnömsku gestir eru leystir út
með gjöfum og kvaddir með söng
og lófataki.
Það er orðið dimmt og kominn
timi til að skriða undir mýflugna-
Framhald á bls. 11.