Þjóðviljinn - 11.08.1972, Qupperneq 9
Föstudagur 11. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9.
Breiðablik
í hóp topp-
liðanna
Eftir verðskuldaðan 1:0 sigur yfir IA
Breiðablik er nú komið i hóp toppliðanna eftir
sigurinn yfir Skagamönnum og má nú segja, að
einungis 4 lið eigi möguleika á sigri i deiidinni.Það
eru Fram, ÍA, ÍBKog Breiðablik. Þvilikt hrun verð-
ur að eiga sér stað hjá þessum liðum, ef önnur lið
eiga að blanda sér i toppbaráttuna, að ekki er hægt
að taka slikt með i reikninginn, þótt segja megi að
það sé ekki útilokað. Sigur Blikanna yfir ÍA var
verðskuldaður.enda er nú svo komið að Skagamenn
geta ekki teflt fram nema B-liði vegna meiðsla.
Þegar 5 af fastamönnum og það beztu mönnum
liðsins vantar, þá fer maður að tala um B-lið. Hins
vegar er frammistaða Breiðabliks undanfarið mjög
athyglisverð og sýnir hvað kraftur og sigurvilji geta
orkað mikiu, sé þetta tvennt fyrir hendi.
Knattspyrnulega séð var þessi
leikur i algeru lágmarki hjá báð-
um liðum og hygg ég að þetta sé
lakasti leikurinn i 1. deild sem ég
hef séð i sumar. En þetta vill
verða svo þegar lið sem jafnan
leika á grasi þurfa að fara á
malarvöll fyrirvaralaust. Það er
þvi útlit fyrir að malarvöllurinn
ætliað koma Breiðabliksmönnum
að sizt minna gagni i ár en i fyrra.
1 fyrri hálfleik gerðist fátt
markvert. Eiginlega voru mark-
tækifærin þá ekki nema tvö. Það
fyrra átti Heiðar Breiðfjörð á 17.
minútu er hann stóð fyrir opnu
marki og markvörður viðs fjarri,
en skot hans fór framhjá. Hitt
tækifærið áttu Skagamenn er
Teitur Þórðarson var i mjög góðu
færi en Gissur Guðmundsson,
góður markvörður Breiðabliks
varði snilldarlega.
Hins vegar voru Skagamenn
heppnir á 41. min. er Hörður
Helgason markvörður þeirra
varði lausan bolta en missti hann
frá sér i stöngina og út. Fyrri
hálfleikurinn var þvi marklaus.
Breiðabliksmenn komu mun
ákveðnari til leiks i siðari hálfleik
og áttu hann algerlega eins og
sagt er á knattspyrnumáli. Þó
voru það Skagamenn sem áttu
fyrsta marktækifærið er Hörður
Jóhannsson skaut föstu skoti af
stuttu færi, en Gissur bjargaði
enn af snilld.
Eitt af fáum marktækifærum Skagamanna i leiknum;en bjargað var á siöustu stundu.
En svo á 54. minútu notfærðu
Breiðabliksmenn sér mjög vel
veiluna hægra megin i vörn 1A.
Bakvörður 1A þeim megin var
vægt sagt afar slakur. Hann var
alrangt staðsettur i einni sóknar-
lotu Blikanna og skildi Þór
Hreiðarsson einan eftir fyrir utan
vitateigshorn. Þangað var boltinn
sendur ög Þór skoraði eitt glæsi-
legasta mark sumarsins með
þrumuskoti og boltinn hafnaði
efst i markhorninu. Jafnvel
Banks hefði ekki átt minnstu
möguleika á að verja þetta skot.
Skagamenn tóku sig heldur á
eftir markið en aldrei var nein
veruleg ógnun i sókn þeirra. Hins
vegar átti Haraldur Erlendsson
skot i þverslá lA-marksins á 75.
minútu. Og nokkur sæmileg
marktækifæri til viðbótar áttu
Framhald á 11. siðu.
Næstu leikir í 1. deild
Þvi miður verðum við enn að
una við það að deildarkeppnin sé
tætt i sundur. Næstu leikir i 1.
deild fara fram á laugardaginn.
Það er leikur 1A og Fram uppi á
Akranesi, sein segja má að sé
óformlegur úrslitaleikur deildar-
Þegar Bandarikin voru ennþá
brezk nýlenda voru flestir skól-
ar og menntastofnanir reknar af
kirkjunni, og litið var á iþróttir
og likamsrækt sem óæskilegan
hlut I „réttu” uppeldi. i dag eru
Bandarikin aftur á móti land
liinna ótakmörkuöu möguleika,
a.m.k. hvað iþróttir sncrtir.
Bandariskar iþróttir skiptast i
þrjár höfuðgreinar, boltaiþrótt-
ir (karfa.rugby og beisball),
frjálsiþróttir og sund. Tvær
siöarnefndu greinarnar eru
inikilvægastar á Ólympiuleikj-
unum, og þvi beinist athygli
almennings i Bandarikjununt
Willie Davenport, sem vann gull
i 110 m grindarhlaupi á siöustu
OL.
Bob Seagren er gott dæmi um
baráttuþrek og sigurvilja hins
bandariska iþróttamanns. Hann
hefur mikla ánægju af að æfa
stangarstökk, en sú iþróttagrein
krefst hraöa. lipurðar, inikillar
samsvörunar eða samstillingar,
og krafta i uppstökkinu. „Það á
cftir að bæta mctið i stangar-
stökki”, scgir Bob, ,,ég rcikna
með að stökkva 5.79 m.”
Þeir ágætu menn i brezka
héraöinu Lancashire, sem
fyrstir reyndu stangarstökk
nú að stjörnum þessara iþrótta-
greina. En afrek þessa fólks
vilja fljótt gleymast, öfugt við
ýmsar boltahetjur. Það eru lika
boltaleikir sem draga til sin
mesta áhorfendaskarann
(frjálsar og sund draga til sin
aöeins 25% áhorfcnda), enda
þótt Bandarikin státi af ótal
mörgum toppmönnum i sundi
og frjálsum iþróttum.
A úrtökumótinu fyrir OL i
Eugene féllu svo ntargir frá-
bærir iþróttamenn út, að i dag
eiga Bandaríkin ekki nema þrjá
þátttakendur sent telja má
nokkurn veginn örugga meö að
vinna gull — þá Bob Seagren,
hcimsnieistara i stangarstökki,
og hlauparana Lec Evans og
sem iþróttagrein, myndu vart
trúa sinunt eigin eyrum ef þeir
hlýddu á slikt tal. A þeirra
dögum var 3 metra stökk algjört
hámark bjartsýni, en þá var
Iteldur ekki búið að finna upp
tref japlastið.
— Ef dagurinn er heitur, vilj-
inn einbeittur og löglegur vind-
ur i bakið, þá er mögulegt að ná
6 metra stökki segir Bob. Stang-
arstökkvari vill helzt aldrei
hlaupa gegn golu, ef hægt er aö
komast hjá þvi. Þess vegna
biður hann oft lengi eftir þvi að
golu lægi eða átt breytist.
Bob Seagren átti við meiðsli
aö stríða árið 1970 og 1971. Hann
byrjaði að æfa fyrir OL i lok
keppnistimabilsins i fyrra, en
varð þá fyrir þvi óhappi að
detta af hestbaki og meiða sig
svo il!a i hné, að hann þurfti á
skurðarborðið. Hann byrjaði of
snemma að æfa á ný, meiðslin i
hnénu uröu hálfu verri, og lækn-
arnir sögðu, að hann yrði aldrei
jafngóður aftur og þyrfti ekki að
hugsa til neinna afreka á
iþróttasviðinu framvegis.
Bob Seagren gafst samt ckki
upp. Ilanii hættiaðæfa um mán-
aöartima, en byrjaði svo aftur
hægt og bitandi. Á fyrsta
iþróttamótinu, sem hann tók
þátt i eftir meiðslin, stökk hann
5.05 metra og var að sjálfsögðu
hreykinn, cnda þótt margir
skytu lionum ref fyrir rass. Og
Framhald á bls. 11.
Hann stekkur
eftir gullinu
Þú verður aldrei jafngóður aftur,
sögðu læknamir, en Bob Seagren
setti samt heimsmet í stangarstökki.
Bob telur 6 metra i stangarstökki ekki fjarlægan draum ef
keppt er við beztu hugsanlegu aðstæöur.
innar, og leikur IBV og IBK i
Vestmannaeyjum, og vinni ÍBK
þann leik glæðist von liðsins aftur
um að verja titilinn.
Svo er enginn leikur á sunnu-
dag!! En á mánudag leika KR og
Breiðablik á Laugardalsvellinum
og á þriðjudag leika Valur og
Vikingur á sama stað. Finnst
mönnum niðurröðunin ekki til
fyrirmyndar? —S.dór.
/#v staðan
Staðan i 1. deild eftir
sigur Breiðabliks yfir ÍA
1:0 er nú þessi:
Fram 8-5-3-0-19:10-13
Akranes 9-6-0-3-18:11-12
Keflavik 9-3-4-2-16:13-10
Breiðablik 9-4-2-3-9:13-10
KIl 8-3-1-3-13:13-7
ÍBV 7-2-2-3-15:16-6
Valur 7-1-3-3-11:12-5
Vikingur 9-1-1-7-2:15-3
Markahæstu menn:
Eyleifur Hafsteinsson
ÍA 9
Atli Þór Héðinsson KR 7
Steinar Jóhannsson
ÍBK 7
Ingi Björn Albertsson
Val 6
Kristinn Jörundsson
Fram 5
Teitur Þórðarson í A 5
Tómas Pálsson ÍBV 5
V-þýzkir tollverðir hafa
undirbúið sig sérstaklega
vel fyrir OL-leikina, og er
þá ekki átt við líkamsþjálf-
un, heldur eiturlyfjaleit.
Þeir hafa s.l. 6 vikur fundið
um 300 pund af hassi, sem
átti að koma á markað í
Munchen í tilefni OL-leikj-
anna.