Þjóðviljinn - 22.08.1972, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.08.1972, Qupperneq 5
Þriðjudagur 22. ágúst 1972 ÞJOOVILJINN — SIÐA 5. Nú hefur endanlega veriö ákveðiö að sölu- turninn við Arnarhól verði að vikja fyrir skipulaginu og verður hann fluttur innað Árbæ. Uppástungu okkar hér á Þjóðviljanum, um að gera hann að blaðsölu- turni á Lækjartorgi, var ekki vel tekið af ráða- mönnum og þvi verður þessi fallegi og gamli turn að víkja eins og þróunin virðist ætla að vera með allt sem er gamalt í miðbæ Reykja- víkur. Sölutiiminn viö Amarhól: HANNÁ AÐ HVERFA Þessi turn var byggður af Einari Gunnarssyni árið 1904 og var þá þegar ætlaður sem I sölubúð. Þá stóð hann á Lækjartorgi. Hann mun hafa ■ staðið þar á tveim stöðum áð- I ur en hann var fluttur yfir að ■ brunninum scm var við Arnar * hól, en þangað var hann flutt- I ur i kringum 1911, þegar lækn- ■ um eftir I.ækjargötunni var lokað. i upphafi var honum 1 ætlað að standa til bráða- birgða við Arnarhólinn, og til bráðabirgöa hefur hann staðið þar siðan. Eins og áður segir var hann byggður i upphafi sem sölu- búð. Þá voru aðgöngumiðar að I skemmtunum einnig seldir i • honum og svo blöðin, viku- | blöðin fyrst en siðan dagblöðin • eftir að þau fóru að koma út. I Þá má einnig geta þess, að ■ eitt sinn var i honum miðstöð ■ sendisveina, sem fóru með I pakka og bréf fyrir fólk um * bæinn fyrir 5 og 10 aura. Þá I mun um eitt skcið hafa verið i honum aðsetur Icigubifrciða- I stjóra, en þetta var allt saman meðan hann stóð á Lækjar- torgi. Þegar hann var fluttur af torginu að Arnarhóli keypti Sveinn á Mælifellsá turninn og I________________________________ hefur hann verið i eign ætt- menna hans siðan og núver- andi eigandi turnsins er Ólaf- ur sonur Sveins á Mælifellsá. Aður en Sveinn eignaðist hann mun Einar Þorsteinsson hafa átt hann um stuttan tima. Þess má og geta að Einar Gunnarsson, sá er lét byggja turninn, var um tima ritstjóri dagblaðsins Visis. Að sjálfsögðu hefur turninn nokkuð breytt um svip á þess- um langa tima. Mesta brcytingin sem á honum hefur verið gerð er vafalaust þegar gluggunum á honum var breytt. Þeir voru i upphafi og lengi framanaf margir mjög litlir gluggar, en Ólafur, nú- vcrandi eigandi hans, lét taka þá úr og sctja stórar rúður i hann i staðinn. Eins var lengi vcl hurð þar sem söluopið er núna en þá fór öll verzlun fram innan dyra i turninum. Þessum dyrum var svo lokað þegar banað var að hafa hinar svo köliuðu sjoppur opnar á kvöldin. En sumsé, nú a. þessi fallegi turn að hverfa úr miðbænum og flytjast innað Árbæ. —S. dór Arið 1918 var turninn færður að Arnarhóli, en hér er mynd frá árinu 1930. I S| Þessi mynd er frá afhjúpun styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan stjórnarráðshúsið og þar sjáum við turninn á Lækjartorgi. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I J Arkítektar Islands uin þjóðarbókhlöðu: :•:•: '•ý'’ Yarar við frumhlaupi byggmgarncfndar í tilefni af fréttaviðtali ÁAorgunblaðsins við arki- tekta Þjóðarbókhlöðunnar vill A.l. taka eftirfarandi fram: í ofannefndu viðtali er haft eftir arkitektum Þjóðarbókhlöðunnar, ,,að verkið væri á byrjunarstigi. Þeir heföu verið að vinna með bókasafnsmönnum að nánari gagnasöfnun og úrvinnslu á þessum gögnum til að ganga frá endanlegri forsögn sem siðan er hægt að byggja tillöguteikningar og áframhaldandi vinnu á.” Enn- fremur segir: ”Ekki er búið að ákveða, hve margar hæöir hún verður. Aðstaða á lóðinni og út- færsla hússins yfirleitt kemur til með að ráða þar miklu. Til dæmis er ekki vitað hvenær iþrótta- völlurinn vikur af Melunum eða hver áhrif stækkun Sögu kann að hafa á staðsetninguna.” Ekki er aðra ályktun hægt að draga af fréttaviðtalinu, en að byggingarnefnd Þjóðarbókhlöð- unnar hafi nú loksins viðurkennt þá skoðun meirihluta félaga A.I. og ýmissa annarra áhuga- og fag- manna, sem fjölmenntu á fundi i Norræna húsinu út af málinu, að forvinna öll, svo sem gagna- söfnun og forsögn („programm- ering”), séennekki á þvi stigi, að raunhæft hafi verið að tala um að hefja teiknivinnu af fullum krafti, i þeim tilgangi að reisa bygging- una fyrir þjóðhátiðarárið 1974. Af framanskráðu er augljóst, að full ástæða var fyrir stjórn A.t. að vara byggingarnefnd Þjóðar- bókhlöðunnar við hvers konar frumhlaupi i þessu máli, og fagnar stjórnin þvi, að fundurinn i Norræna húsinu og aðrar að- gerðir, hafa þó leitt til þess, að byggingarnefndin hefur séð að sér varðandi undirbúning, og að viss von er fyrir hendi um fag- legan framgang málsins og vinnubrögð . Aö minnast ellefu hundruð ára byggðarsögu þjóðar- innar með nýrri Þjóðarbókhlöðu, er mjög þakkarverð hugmynd, ef vel er að málum staðið, hins vegar virðist stjórn A.l. heldur litill hátiðarbragur hafa verið á framkomu og gerðum byggingar- nefndar umræddrar byggingar, viðvikjandi undirbúning allan og ráðstöfun verkefnisins. —-t;r fréttatilkynningu A.I.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.