Þjóðviljinn - 22.08.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.08.1972, Blaðsíða 6
6. SIÐA — ÞJÖÐVILJINNS Þriðjudagur 22. ágúst 1972 Þriðjudagur 22. ágúst 1972 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7. „Hingað út Teitur” Kallaði Eyleifur og skoraði siðan eitt glæsilegasta mark sem sézt hefur á Laugardalsvellunum og jafnaði þar með fyrir IA 2:2 —————— IBA er aðeins feti frá 1. deild ,Hingað út Teitur" kaliaði Eyleifur Haf- steinsson á 75. mínútu leiksValsog IAerstaðan var 2:1 Val í vil. Teitur gengdi þessu kalli félaga síns og sendi boltann á Eyleif sem stóð 4-5 metrum fyrir utan víta- teig. Eyleifur var ekki neitt aö tvinóna við hlut- ina, heldur tók boltann viðstöðulaust og skot hans small i þverslá og þaðan niður á línuna og aftur uppí þaknetið. Þar með hafi hann jafnað fyrir IA 2:2 meö einu glæsilegasta marki sem sézt hefur á Laugardalsvellinum. Þetta urðu úrslit leiksins og verða þau að teljast nokkuð sanngjörn. Eftir að leikurinn loks gat hafizt 15 mindtum of seint, miðaö við auglýstan tima, vegna þess að dómarinn mætti ekki, tóku Valsmenn leikinn fljótlega i sinar hendur og réðu lögum og lofum allan fyrri hálf- leik. Eitthvert alsherjar slen var yfir fA-liðinu þennan fyrri háifleik og réðu þeir ekki neitt við neitt og voru heppnir að fá ekki á sig nema 2 mörk. Tækifæri Valsmanna voru mörg á fyrstu minútunum, Ingvar Eliasson, sem kom inná fyrir Inga Björn, sem tók út 3 bókanir (leikbann) i þessum leik, átti skot úr góðu færi strax á 3. minútu en hitti ekki i mark- ið. Alexander Jóhannesson var i enn betra færi á 5. minútu en Hörður Helgason markvörður IA varði meistaralega i horn. Uppúr hornspyrnunni björguðu Skagamenn á linu. Markið lá i loftinu og það kom lika á 10. minútu. Eftir mikla hrið að marki ÍA, þar sem m.a. var bjargað á linu, hrökk bolt- inn til Þóris Jónssonar og hann sendi boltann i markið 1:0. Alexander átti aftur gott færi á 17. minútu en lét verja hjá sér. Á 21. minútu varði Sigurður Dagsson mjög vel skot frá Heröi Jóhannssyni. Og á 34. minútu áttu Skagamenn sitt bezta tæki- færi i fyrri hálfleik til þessa, er þeir Eyleifur og Hörður léku laglega i gegnum Valsvörnina en skot Eyleifs hafnaði i hliðar- netinu. En aðeins minútu siðar kom bezta marktækifærið og það var ekki misnotað. Eyleifur lék upp aö endamörkum og gaf á Teit ó- valdaðan og hann skaut i stöng og i netið, 1:1. En áfram sóttu Valsmenn og Hörður bjargaði vel i ÍA-mark- inu á 40. minútu, en á 43. minútu fékk hann á sig hálfgert klaufa- mark. Jóhannes Eðvaldsson skaut á markiö af löngu færi og beint á Hörð, en hann hélt ekki boitanum er hrökk til Alexand- ers sem renndi honum yfir marklinuna 2:1 og þannig var staöan i leikhléi. Skagamenn komu mjög á- kveðnir til leiks i siðari hálf- leiknum og sóttu þá mun meira og voru sannarlega óheppnir að skora ekki nema þetta eina mark. Til aö mynda átti Eyleif- ur skalla i þverslá á 65. minútu og þaðan hrökk boltinn til Karls Þórðarsonar, sem skaut af 2ja m. færi i Sigurð Dagsson liggj- andi á marklinunni. En svo á 75. minútu kom jöfn- unarmarkið sem áður er lýst, eitt glæsilegasta mark sem maður hefur séð á Laugardals- vellinum. Sennilega er jafnteflið réttlát- ustu úrslitin miðað við gang leiksins. Valsliðið með Þóri Jónsson og Róbert Eyjólfsson sem beztu menn ásamt Sigurði Dagssyni átti nú einn af sinum betri leikjum i sumar. Það er al- veg greinilegt að sú stöðubreyt- ing að láta Róbert i miðvarðar- stöðuna er mjög til bóta fyrir liðið og áreiöanlega er Róbert framtiöarlandsliðsmaður i þessari stöðu. Skagamenn áttu ekki einn af sinum góðu dögum og með þessu jafntefii hafa þeir senni- lega misst siðasta vonarneist- ann til að hreppa tslandsmeist- aratitilinn i ár. Eyleifur var sem fyrr aöal burðarás liðsins en hann hefur oft leikið miklu betur i sumar. Teitur átti einnig góðan leik sem og þeir Þröstur, Jón Alfreðsson og Hörður mark- vörður, ef siðara markið sem hann fékk á sig er undanskilið. Dómari var Halldór B. Haf- liðason, og hljóp hann i skarðið á siðustu stundu fyrir þann sem ekki mætti til starfa. Slapp Hall- dór allvel frá leiknum. — S.dór. Sigurður Dagsson grfpur hér vel inni eins og hann geröi oft i leiknum. Aö honum sækja Jón Alfreðsson og Teitur Þóröarson en Jóhannes Eövaldsson er tilbúinn aö aöstoöa Sigurö. ■B I■■H■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■ Eftir 3:1 sigur Akureyringa yfir liaukum um siðustu helgi er ÍBA liðið nú aðeins feti frá 1. deild. Þaö má segja aö ekk- ert geti komið I veg fyrir aö það leiki þar aftur næsta sumar. Þetta er nákvæmlega það sem menn bjuggust við. Undanfarin ár hefur það oftast verið svo aö liðið sem feilur niöur kemur upp aftur strax næsta ár, slikur er munurinn á 1. og 2. deildar liðunum okkar. Þá fór annar leikur fram um helgina en þá sigraöi Armann V’ölsunga frá Húsavlk 3:1, Kom sá sigur nokkuð á óvart. Hefur frammistaða Völsunga I deildinni verið lakari en menn bjuggust viö fyrirfram. -S.dór. Finni setti Evrópu- met í 800m hlaupi Landskeppni í frjálsí- þróttum milli Finna og Svía fór fram um síðustu helgi. Svíar fengu þar slæma útreið og töpuðu með 173,5 stigum gegn 236,5 i karlagreinum. Og i kvennagreinum unnu Finnar einnig, 73:60. Það bar til tíð- inda að óþekktur finnsk ur hlaupari, Pekka Va salas, setti nýtt Evrópu met í 800 m hlaupi, hljóp á 1:44,3 mín. sem er 6/10 betra en eldra metið og aðeins 2/10 úr sek. frá heimsmeti. Hann á sjálfsagt eftir að láta að sér kveða á ÓL þessi ungi piltur. •» j • •- • ’ ■: ’ l tslandsmeistarar Vals I kvennahandknattleik ásamt þjálfara slnum Stefáni Sandholt. Þetta er 110. sinn I röö aö Valur veröur Islandsmeistari I útihandknattleik I mfl. kvenna. Valur varð Islandsmeistari í mfL kvenna í útihandknattleik Valur varð íslandsmeist- ari í útihandknattleik kvenna i mf I. í 10. sinn í röð s.l. sunnudag en þau lauk íslandsmótinu sem staðið hafði frá s.l. miðvikudegi. Til úrslita léku Valur og Fram, sigurvegarar úr a og b riðli, og hreinlega léku Vals-stúlkurnar sér að Fram-liðinu eins og köttur að mús og sigruðu 18:7. Hinn raunverulegi úr- slitaleikur í mótinu var á milli Vals og Ármanns i riðlinum, því að þessi lið voru í sérflokki og hvort Kastmót Kastmót var haldið á Laugar- dalstúninu fimmtudaginn 10. ágúst. Keppt var i flugulengdar- köstum. Úrsiit: Kastgrein nr. 3: Flugulengdar- köst, einhendis. Meðaltal. 1. Bjarni Karlss. 47.70m. 2. Ástvaldur Jónss. 46.78m. 3. Baldvin Harldss. 44.10m Kastgrein nr. 4: Flugulengdar- köst tvihendis. þeirra sem hefði unnið þann leik hefði unnið hið slaka Fram-liðí úrslitunum En Valur sigraði Ármann 10:7. Valur vann einnig FH 19:4, ÍBK 19:5 og Grindavík 16:2 og má á þessum úrslit- um sjá hina gífurlegu yfir- burði Vals-liðsins. Vals-liðið hefur verið i al- gerum sérflokki í kvenna- handknattleik í um 11 árog hefur á þessum tíma unnið innimótið 9 sinnum alls og útimótið 10 sinnum og það í röð. Liðið fer því að nálgast hiðeinstæða afrek FH, sem vann útimót karla 14 sinn- um í röð. Eins og áður segir lék Valur við Fram í úrslitum en í 3ja sæti i mótinu varð Ármann og er Ármanns-lið- ið ungt og efnilegt og eina liðið í augsýn sem getur komið til með að storka Vals-liðinu næsta vetur. — S.dór Meðaltal. 1. Ástvaldur Jónss 2. Baldvin Haraldss. 3. Bjarni Karlss ■ ■■■■■ 70.61m 57.22m 55.72m ■ ■ Enn er smá von fyrir Víkinga Um að halda sér uppi i 1. deild eftir sigurinn yfir Breiðabliki 2:1 Vonir Vikinga um að halda sér uppi i 1. deild glæddust að nýju eftir sigurinn yfir Breiðabliki á laugardaginn. Sigur Víkings varð ekki nema 2:1 en enginn hefði getað talið það minnstu heppni þótt hann hefði verið uppá 6-7 mörk, slíkir voru yfirburðir þeirra. Og þegar maður ber saman þessi tvö lið, þá getur maður vart skilið hvernig Blikarnir hafa náð í 11 stig, meðan Vikingur hefur aðeins 5. I fyrri hálfleik léku Breiða- bliksmenn undan allsterkum vindi, en þrátt fyrir það áttu Vikingar mun meira i leiknum og nokkur slik marktækifæri að manni er það hulin ráðgáta hvernig hægt var að komast hjá þvi að skora úr þeim. En Breiðabliksliðið átti ekki eitt umtalsvert marktækifæri. Það var ekki einu sinni marktæki- færi sem þeir skoruðu úr. Það mark var eins ólöglegt og mark getur verið. Þór Hreiðarsson stóð einn svona 4-5 metra fyrir innan Vikingsvörnina þegar hann fékk boltann. Hann hikaði við og allir aðrir hættu en linu- vörðurinn, sem hlýtur aö hafa verið með hugann við eitthvað annað en leikinn, gerði enga at- hugasemd. Þór hélt þvi áfram einn og óhindraður og skoraði. Og slikan aragrúa af mark- tækifærum sem ekki nýttust áttu Vikingarnir aö menn voru búnir að gefa upp alla von um að þeir myndu skora mark. Það yrði of langt mál aö telja upp öll þau marktækifæri sem Vikingar áttu, en það má nefna að þriveg- is stóðu þeir einir innan mark- teigs og enginn i markinu, en alltaf gerðist eitthvað sem kom i Framhald á 11. siöu. Slakur leikur hjá ÍBV og KR í Eyjum Heldur þótti mönnum lægra risið á ÍBV—liðinu á sunnudaginn er það mætti KR en helgina áð- ur er það sigraði sjálfa íslandsmeistarana 6:1. Sannast sagna mátti iBV þakka fyrir sigurinn yfir KR 2:1. En með þessum sigri klifraði iBV-liðið enn upp stiga- töfluna og er nú komið með 10 stig og er eina liðið ásamt í A sem enn á smá von um að hljóta is- landsmeistaratitilinn, þótt sú von sé nánast töl- fræðileg. Völlurinn i Eyjum var mjög slæmur meðan á leiknum stóð, bæði blautur og háll og ef til vill hefur hann átt mestan þátt i þvi hve slakur leikurinn var. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og áttu bæði liðin tækifæri sem ekki nýttust. En svo var það á 23. minútu að KR-ingar voru i sókn en allt i einu barst boltinn fram völlinn til Asgeirs Sigurvinssonar, sem lék upp að endamörkum og gaf þaöan fyrir markið til Tómasar Pálssonar sem skoraði 1:0. Enn var sótt og varizt eftir þetta mark. KR-ingar gerðu harða hrið að marki ÍBV á 34. min. og sú sóknarlota endaöi með þvi að Gunnar Gunnarsson komst inn að endamörkum og gaf á Atla Héðinsson og hann jafnaði fyrir KR 1:1. Þannig var svo staðan i leikhléi. Þótt fyrri hálfleikur væri daufur, dofnaði enn yfir leikn- um i siðari hálfleik. KR-ingarn- ir voru þó heldur skárri og áttu skilið að vinna þennan leik. En þeim gekk ekki að skora og lengi vel leit út fyrir að leiknum myndi ljúka með jafntefli. En á markaminútunni, 87. minútu, skoraði Tómas Pálsson sitt annáð mark. örn óskars son hafði brotizt upp allan völl- inn og þvælzt i gegnum KR- vörnina á nær óskiljanlegan hátt og allt i einu gaf hann bolt- ann til Tómasar og hann skoraöi sigurmarkið. Tómas Pálsson var bezti leik-! maður Eyjamanna en auk hans áttu þeir Asgeir Sigurvinsson og Hörður Hallgrimsson góðan leik. Hjá KR bar Atli Héðinsson af: en einnig áttu þeir Þórður Jóns- son og Magnús markvörður góðan leik. Dómari var Hinrik Lárusson. Loks kom nýtt met Loks kom að því að Er- lendur Valdemarsson bætti metið í kringlu- kasti, en það gerðist é laugardaginn er hann kastaði 60,82 m en eldra metið var 60,06 m. Hann átti einnig annað kast lengra en gamla metið, eða 60,40 m. Þetta gerðist á innan- félagsmóti ÍR á Mela- vellinum. Að vísu var veður mjög hagstætt til keppni i kringlukasti, þar eð allhvasst var og hægt að beita kringlunni uppí vindinn. En eigi að síðurer hér um mjög eft- irtektarvert afrek að ræða og glæðir veikar vonir um að ef til vill geri Erlendur eitthvað óvænt á ÖL i Múnchen í næstu viku. — S.dór. Erlendur Valdemarsson. Guðgeir til Eyja? Um það eru nú háværar raddirað Eyjamenn sæki stlft á Guðgeir Leifsson að flytjast til Vestmannaeyja og leika mcð ÍBV-liöinu næsta sumar. Munu Guögeiri standa ýmsir möguleikar opnir i Eyjum. Ekki mun neitt vera ákveðiö i þessu enn, enda mótiö ekki búið. Hins vegar væri ekki ótrúlegt þótt af þessu yrði ef Vikingur fellur niður i 2. deild. Ef Vikingum tekst aö halda sér uppi verður aö teljast mjög ótrúlegt aö Guögeir skipti um félag. — S.dór ■■■■■■■■■■■■!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.