Þjóðviljinn - 22.08.1972, Page 8
8. StÐA — ÞJÓDVILJINN Þriftjudagur 22, ágúst 1972
EVA RAAAM:
AAANNFALL
OG
AAEYJAVAL
XIX
Snjórinn var óvenju þrautseig-
ur þetta árið. Það var eins og
hann væri viljandi að kvelja fólk.
Þungur og slyttislegur lá hann á
þökunum og hlunkaðist niður á
höfuð fólks þegar minnst vonum
varði, hann hrúgaðist upp fyrir
framan hlið og útidyr og það varð
að koma honum burt með ærinni
fyrirhöfn, og hann hélt áfram að
falla löngu eftir að fólk hafði lýst
þvi yfir hátt og i hljóði að það væri
orðið leitt á honum.
Fyrir framan hús bilasmiðsins
var vegurinn öldungis skelfilegur
alveg fram i miðjan april, þvi að
það var ekki einungis snjórinn
sem gerði hann ógreiðfæran,
heldur var hann lika prýddur
hugvitssamlegum rennibrautum,
og margur sem átti erindi til for-
setans með þungbær vandamál,
varð að sætta sig við að koma
skriðandi upp að útidyrunum,
hafandi misst fótanna einhvers
staðar á leiðinni.
Það voru Arild og Bárður sem
sáu um að halda rennibrautunum
i lagi. Daglega helltu þeir á þær
vatni og gættu þess að fyrstingin
færi rétt og snyrtilega fram,
þannig að flöturinn yrði jafn og
sléttur og hnúskalaus. Gunda og
Hermann voru löngu búin að læra
að halda jafnvæginu á veginum i
finasta sjómannastil og hvorugt
þeirra gat fengið af sér aö firra
drengina þessari ánægju.
— Eitthvað verða krakkarnir
að skemmta sér við, sagði Gunda.
En <íafnvel þessi ógreiðfæra
leið dugði ekki til að halda ibúum
Tottabæjar frá heimili forsetans.
Og næstu dagana eftir að viðtalið
við Gundu hafði birzt i Tottatið-
indum, þar sem hún skýrði frá þvi
að verið væri að undirbúa bygg-
ingu nýs elliheimilis, varð renni-
brautin hreinasta þjóðbraut,
strákunum til sárrar gremju.
Og eitt kvöldið kom Persrud
snikkari i heimsókn, lágvaxinn,
þéttur á velli og dugnaðarlegur,
hann hafði meðferðis rósir handa
Gundu og rétti henni þær um leið
og hann hneigði sig riddaralega.
— Til fallegasta —
llann skimaði til Hermanns og
var glettnislegur i rómnum, rétt
eins og hann hefði talað af sér:
— ... fyrirgefðu, eina kven-
forsetans i Noregi!
Hermanni stökk ekki bros, og
Það kom alveg greinilega
fram i skattaumræðunum i'
sjónvarpinu um daginn, að
ennþá gengur ekki hnifurinn á
milli ihalds og krata. Það er
ömurlegt til þess að vita, að
samgróningur „viðreisnar-
flokkanna” skuli hafa verið
kominn á svo alvarlegt stig, að
enn komi þeir fram eins og
eineggja tviburar. Ef annar
meiðist, finnur hinn til.
Gunda sagði i skyndi að þetta
væri mjög fallegt af honum og
kærar þakkir fyrir bæði rósirnar
og gullhamrana.
— En þetta er nú alltof mikið!
Páðu þér sæti, Persrud, meðan ég
hita kaífisopa! Þú getur talaö við
Hermann á meðan.
Persrud sagði að það væri al-
veg óþarfi að hita kaffi, en hann
hagræddi sér strax i góðum stól
og beindi orðum sinum glað-
hlakkalega til Hermanns:
— Annars ætlaði ég ekki að tala
við þig, heldur forsetann! Þú hef-
ur vist ekki mikið að segja lengur,
hvorki hér né annars staðar. Ha
ha!
Hermann leit illilega á hann og
glaður hlátur snikkarans dó út
eins og tilgangslaus hringing
dyrabjöllu i tómu húsi.
— Gunda, kallaöi Hermann
fram i eldhúsið. — Gunda, ertu
ekki að koma? Persrud vill tala
við þig!
Svo tók hann fram pipuna og
bauð snikkaranum tóbak án allr-
ar ánægju, þvi að hann var ekki
sérlega hrifinn af þessum flokks-
bróður sinum. Einkum minntist
hann óskemmtilegrar hegðunar
hans i bæjarstjórninni meöan
norðurbærinn var til umræðu.
Hver veit nema allt hefði enn ver-
ið i gamla, góða genginu, ef
Persrud snikkari hefði ekki verið
svona þver og þrjóskur og ósam-
vinnuþýður i sambandi við úti-
kamra ?
— Hér kem ég, sagði Gunda og
stóö i dyrunum með kaffi og boll-
ur á bakka. — Um hvað ætlaðirðu
að tala við mig, Persrud?
Snikkarinn ýtti sér fastar niður
i stólinn eins og hann þyrfti að
finna fasta undirstöðu.
— Jú, það er i sambandi við
þetta elliheimili. Ég er ekki mikið
fyrir að nudda mér utani fólk til
að koma vilja minum fram, það
getur enginn sagt um mig, en ég
verð að segja það eins og það er,
að þar stendur allt og fellur með
tréverkinu. Og ég væri ekki sann-
ur vinur ef ég væri ekki hreinskil-
inn. Ef ekki fæst fyrsta flokks tré-
smiðavinna, þá stendur rétt á
sama hve miklu er sóað i fram-
kvæmdirnar að öðru leyti. Tré-
verkið er alfa og omega eins og
grikkirnir segja, það er upphaf og
endir, það er —
— Þú þarftekki að bregða fyrir
þig rómantik, Persrud, ég skil
hvað þú ert að fara, sagði Gunda.
— Og i fyllingu timans skal ég lofa
þvi að styðja tilboðið þitt. Með
einu skilyrði!
— Já? Hvaða skilyrði er það?
Verð ég að lækka upphæðina?
Eru komin einhver tilboð nú þeg-
ar?
— Nei. Það er skilyrði, að þú
vingist aftur við Vatne pipulagn-
ingamann.
Persrud seig vonsvikinn niður i
stólinn aftur: svart slétt hárið og
girugt augnaráðið bakvið dökku
hornspangargleraugun minntu á
litinn og ákafan riesenschnauzer-
hvolp, sem kjötbein hefur verið
hrifsað af.
— Þann skinhelga afturhalds
arðræningja!
— Já, þá færðu ekki djobbið,
sagði Gunda. — Meira kaffi, Her-
mann?
— Nei þakk. Hu hu, hvað seg-
irðu um þetta, Persrud, hvað seg-
irðu um þetta?
Hermann steingleymdi fjand-
skapnum við Gundu i gleði sinni
yfir vandræðum snikkarnas.
Hann hafði svo sannarlega gott af
smáhirtingu eftir allt baktjalda-
makkið i bæjarstjórninni!
— Iss, sagði Persrud. — Kven-
fólk og stjórnmál!
— Gættu nú tungu þinnar,
Persrud, gættu þin, sagði Her-
mann og ljómaði i framan. — Það
er aldrei að vita hverju konur
taka upp á þegar þær verða reið-
ar!
— Nú jæja þá, urraði Persrud
— þá verð ég vist að vingast við
þennan útsmogna kapitalista-
þrjót!
— Já, svona á það að vera,
hlakkaði i Hermanni, — ástúðlegt
og vinsamlegt eins og vera ber
hjá flokksbræðrum!
— En hvað á ég að gera?
Hvernig i fjandanum á ég að
verða vinur hans aftur? sagði
Persrud gremjulega. — Ekki get
ég farið .til hans og sagt: „Tobbi,
ég iðrast alls. Eigum við þá að
sættast! ” eins og stendur i gömlu
visunni.
Hann gerði veikburða tilraun til
að gera gaman úr öllu með þvi að
raula lagið mjóróma og skjálf-
raddaður.
— Þú verður að bjóða honum
heim i kaffi, sagði Gunda. Og
Hermann sagði fjörlega, óvenju
fjörlega af honum að vera:
— Notaðu þennan söng:
„Komdu til min, aðeins til min, i
faðmi minum er framtið þin”.
Persrud gaut til hans augunum
gegnum hornspangargleraugun
en sagði ekkert. Og svo drukku
þau kaffi nokkra stund þegjandi.
Þegar Persrud var farinn og
hafði kvatt stillilega en brosað
innilega til að eyðileggja ekki
hugsanlegan ávinning, — tók
Hermann til við fjandskapinn á
ný. Sem upphafsorð tautaði hann
i hálfum hljóðum:
— Þú ert að verða eins konar
friðarengill!
En Gunda hrópaði:
— Nei, littu út um gluggann,
þarna er Vatne eð koma lika.
Heldurðu að hann hafi staðið og
beðið eftir þvi að Persrud færi?
Já, ef hann segir lika að ég sé fall-
egasti forseti i Noregi, þá æpi ég!
Vatne pipulagningamaður eins
og stór suðandi humall; hann hélt
annarri hendinni fyrir aftan bak,
með hinni tók hann innilega i
höndina á Gundu. Siðan rétti hann
fram bakhöndina með glæsilegri
sveiflu og i henni hélt hann á
vendi af bleikum nellikum sem
hárauöri slaufu var hnýtt um:
— Til fallegasta — humm, eina
kvenforsetans i Noregi.
Hann gaut augunum glettnis-
lega til Hermanns og Hermann
kæfði ósjálfráða hlátursroku með
þvi að súpa á kaffi. Vatne hnippti
kumpánlega i hann.
— Tja, þú skalt ekki halda að
ég sé kominn hingað til að tala við
þig, heldur forsetann. Þú hefur
vist ekki mikið að segja lengur,
hvorki hér né annars staðar. Ha
ha!
— Ha ha! sagði Hermann
önuglega. — Þú ert svo fyndinn i
dag að það liggur við að ég fái
hláturskrampa.
— Ef þér liggur eitthvað á
hjarta, verðurðu að segja það
undir eins, Vatne, sagði Gunda. —
Ég verð að fara eftir nokkrar
minútur: við ætlum að lita á elli-
heimilislóðina með arkitektinum.
— út i kvöld rétt einu sinni,
tautaði Hermann.
Vatne greip um ennið.
— Æjá, elliheimilið, alveg rétt.
Ég ætlaði einmitt að minnast á
það við tækifæri. Ekki i kvöld,
nei, i kvöld ætlaði ég bara að lita
inn svona hinsegin. En fyrst þú
minnist á það, — hvernig er það,
hafa komið fleiri tilboð i pipu-
lagnirnar, já, fyrir utan mitt á ég
við?
— Tvö þrjú önnur, sagði
Gunda. — En það skal ég segja
þér, Vatne,að ég styð ekki tilboðið
þitt nema þú lofir að vera röskur
— og biðjir Persrud fyrirgefning-
ar á þessum grikk sem þú gerðir
honum hér á árunum. Mér stend-
ur rétt á sama hver tekur að sér
verkið, svo framarlega sem það
er vel og dyggilega unnið, en ég
kæri mig ekki um að pipulagn-
ingameistarinn og trésmiða-
meistarinn standi i einkastyrjöld
á elliheimilinu minu. Það á að
vera bústaður friðarins.
— A ég að biðjast afsökunarf—
Vatne gapti.
— Nei nú dámar mer ekki.
Kvenfólk —! Tilfinningasemin er
alveg að gera út af við það. — Af-
sökunar! Persrud! Þennan skitna
útsmogna kapitalista sem tekur
brauðið frá munni heiðarlegs
verkamanns,— Nei, þetta er of
ÞRIÐJUDAGUR
22. ágúst.
7.00 Morgunútvarp
Veðurfr. kl. 7.00 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbænkl. 7.45.
Morgunleikf. kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðjón Sveinsson les
framhald sögu sinnar um
„Gussa á Hamri” (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli liða. Við sjóinn kl.
10.25: Böðvar Steinþórsson
bryti ræðir um nám, réttindi
og skyldur bryta og mat-
sveina á skipum. Sjó-
mannalög. Fréttir kl. 11.00
Hljómplöturabb (endurt.
þá t t u r Þ. H . )
12.00 Dagskráin. Tónleikar
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur lög og
spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir P.G.Wodehouse
Jón Aðils leikari les (7).
15.00 Fréttir Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar:
Rakhmaninoff sem flytj-
andi og tónskáld. Fritz
Kreisler og Rakhmaninoff
leika Sónötu nr. 8 i G-dúr op
30 nr. 2 fyrir fiðlu og pianó
eftir Beethoven. Tvær
prelúdiur og etýða eftir
Rakhmaninoff: höfundur
leikur. Konsert fyrir pianó
og hljómsveit nr. 3 i d-moll'
op. 30 eftir Rakhmaninoff:
höfundur leikur ásamt
Philadelphiu-hljómsveit-
inni: Eugene Ormandy stj.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Heimsmeistara-
einvigið i skák.
17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir
Dagbjörtu Dagsdóttur.Þór-
unn Magnúsdóttir leikkona
les (12).
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill
19.45 íslenzkt umhverfi.Hug-
leiðingar um kosti þess að
búa i islenzku umhverfi.
Vilhjálmur Lúðviksson
efnaverkfræðingur talar.
20.00 Lög unga fólksins.Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
21.00 iþróttir Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.20 Vettvangur. 1 þættinum
verður fjallað um ungt fólk
og kristna trú i nútima þjóð-
félagi. Umsjónarmaður:
Sigmar B. Hauksson.
21.45 Frá tónskáldakeppni
finnska útvarpsins a. „Fot
mot jord” eftir Eero Sipila
Kammerkór finnska út-
varpsins flytur. b.
„Chaconne” eftir Einar
Englund. Höfundurinn leik-
ur á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Maðurinn, sem breytti
um andlit" eftir Marcel
Aymé. Karl tsfeld islenzk-
aði. Kristinn Reyr les. (12)
22.35 Harmonikulög . Egil
Hauge leikur.
22.50 A hljóðbergi • Röddin á
rúðunni „The Words upon
the Window-pane”, einþátt-
ungur eftir irska skáldið
William Butler Yeats, flutt-
ur af leikurum Abbey leik-
hússins i Dýflinni. Með
aðalhlutverkin fara Sioban
McKenna og Patrick
Magee.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Þriðjudagur
22. ágúst 1972.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Ashton-fjölskyldan. 17.
þáttur. Er ferðin nauðsyn-
leg?Þýðandi Jón O Edwald.
Efni 16. þáttar: Philip Ash-
ton er á vigstöðvunum i
Norður-Afriku. Hann verður
viðskila við herdeild sina og
lendir i eins konar fanga-
búðum. Hann kemst siðan
aftur i eldlinuna og fær þar
að sjá með eigin augum,
hversu villimannlegt striðið
er i raun og véru. Og loks
verður hann vitni að þvi, er
vinur hans er myrtur af
þýzkum striðsfanga.
21.25 Ólfk s jónarmið . Um-
ræðuþáttur um áfengismál.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson.
22.05 iþróttir. Umsjónarmað-
ur Ómar Ragnarsson.
22.55 Frá heimsmeistaraein-
viginu i skák. Umsjónar-
maður Friðrik Ólafsson.
23.15 Dagskrárlok.
Hafnarfj örður
— Laust starf
Starf gangavarðar við Viðistaðaskólann
er laust til umsóknar. Umsóknir, er greini
aldur og fyrri störf, sendist undirrituðum
fyrir 10. sept. n.k.
Fræðslustjórinn i Hafnarfirði
Húsbyggjendur —
Verktakar
Kambstál: 8, 10, 12, 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og
beygjum stál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborgh.f.
Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Simi 42480.