Þjóðviljinn - 09.09.1972, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1972, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur !). september 1972 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALtSMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag ÞJóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann, Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun; Blaðsprent h.f. ALVÖRUMÁL íslendingar eiga i deilu við Breta. Bret- ar láta togara sina brjóta landhelgi ís- lendinga, og herskipið „Áróra” er i grenndinni reiðubúið til þess að koma i veg fyrir að íslendingar geti sinnt lög- sögustörfum sinum i landhelginni. Á sama tima og þetta gerist eru Bretar að sjálf- sögðu að meta stöðuna á íslandi; þeir velta þvi fyrir sér hvort unnt sé að reka fleyg i samstöðu íslendinga, hvort hugs- anlegt sé að ná samningum við íslendinga á svipuðum grundvelli og 1961. Nú hafa þeir vafalaust komizt að þeirri niðurstöðu að það siðarnefnda er óhugsandi af Islend- inga hálfu. Slika samninga má aldrei framar gera. En þá kanna Bretar hvort aðrar smugur séu til, og af þeirri ástæðu fylgjast þeir ákaflega vandlega með þvi sem gerist i landhelgismálinu. Þeir fylgj- ast með hverju einasta orði sem islenzku blöðin skrifa. Allt sem einhverju skiptir er jafnóðum þýtt i brezka sendiráðinu i Reykjavik. Siðan er siað úr þessum skrif- um, og þau sem Bretum þykja forvitnileg- ust fara inn i fiskimálaráðuneyti þeirra. Ein þeirra greina úr islenzkum blöðum, sem liggur i brezka fiskimálaráðuneytinu þessa dagana, er grein Jóhannes Haf- steins, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann skrifaði i Morgunblaðið snemma i vikunni. í þeirri grein slær Jó- hann þvi föstu að litið beri á milli íslend- inga og Breta i landhelgismálinu. Hann gefur Bretum beinlinis i skyn, að þeir geti náð þvi sem þeir vilja fá i samningum við íslendinga. Með grein sinni er Jóhann Hafstein ekki að hafa áhrif á íslendinga; hann er ekki að stappa stálinu i þjóð sina, hann stigur ekki fram á ritvöllinn fullur baráttumóðs, heldur til þess að hafa áhrif á það hvaða ákvarðanir Bretar taka og á mat þeirra á stöðunni i islenzkum stjórn- málum. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða. Nákvæmlega eins höguðu þeir sér forustumenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins 1958 er þeir voru mjög neikvæðir gagnvart útfærslunni og létu birta i blöðum sinum allt sem neikvæðast var gagnvart Islendingum og islenzkum málstað. Ekki er minnsti vafi á þvi, að neikvæð afstaða þessara aðila varð til þess, að Bretar sendu hingað herskip á ís- landsmið, fullvissir þess að þeir gætu kné- sett íslendinga þvi þjóðin væri ekki sam- taka. Alvarlegast við grein Jóhanns Haf- steins er það hvernig hann kemur fram á viðkvæmu augnabliki og hættulegu. Þjóð- viljinn skorar á forustu Sjálfstæðisflokks- Þeir atburðir sem gerðust i olympiu- borginni Múnchen i vikunni hafa af eðli- legum ástæðum vakið óhug um allan heim. Þar voru að verki menn sem ekki treysta sér til þess að vinna viðhorfum sinum sigur með venjulegum hætti. Það eru mannslifin sem glatast við slikar að farir sem valda óhugnaði hvarvetna. Á sama tima og morð eru framin i Múnchen eru ekki tugir, heldur hundruð og þúsundir manna drepnir i Vietnam. Þar eru loft- árásir nær daglegur viðburður, eiturefn- um er beitt til þess að murka út mannslifin á sem kvalafyllstan hátt, gróðri er eytt svo villimannlega, að heilu landsvæðin eiga sér ekki viðreisnar von um áratugi. Sjúkrahús, skólar, barnaheimili, ibúða- hverfi eru sprengd i loft upp. Stiflugarðar eru sprengdir svo flóðin geti afmáð allt mannlif á gríðarlegum flæmum og lagt i rúst aldalanga vinnu miljóna manna. Allt ins að sjá nú að sér og skemmta ekki skrattanum með slikum skrifum framar. Vonandi berast þessa dagana einnig til sjávarútvegsráðuneytis Breta önnur skrif frá íslandi en grein Jóhanns Hafsteins sem sýna hver er raunverulegur hugur is- lenzku þjóðarinnar i landhelgismálinu; til dæmis frásagnir af blaðamannafundi rik- isstjórnarinnar og viðtal Þjóðviljans við Lúðvík Jósepsson. Samstaða íslendinga i landhelgismálinu er alger, og frumhlaup Jóhanns Hafsteins breytir þar engu um. Það þýðir ekkert fyrir Breta að reyna að knésetja íslend- inga. Þjóðin er svo einhuga, að hún er ósigrandi með ofbeldisaðgerðum og ribb- aldahætti. þetta gerist án þess að heimurinn veiti þvi athygli svo nokkru nemi. Sömu dagana og atburðirnir i Múnchen áttu sér stað gerð- ust miklu ægilegri atburðir i Vietnam án þess að þeir næðu nokkru sinni inn á fréttasiður blaðanna. Fréttir um mann- dráp i Vietnam eru ekki lengur taldar ein- dálksvirði i blöðum heimsins. Það er þetta sem Bandarikjamenn i Vietnam keppa eftir; að heimurinn taki að líta á árásar- strið þeirra þar sem sjálfsagðan hlut. Það er skiljanlegt að heimurinn skuli sýna fulla samúð með þeim sem verða fyrir hinum óhugnanlegu aðgerðum i Múnchen, en mannúðin okkar mannanna er hvorki meiri né dásamlegri fyrir vikið nema við bregðumst af engu minni tilfinn- ingu og engu minni reiði við öðrum morð- um sem framin eru annars staðar — þó morðin séu framin dag hvern. MORÐEV í MÖNCHEN OG MORÐIN í METNAM Leiðbeint um „leiðina í skólann ” Þessa dagana stíga mörg börn sin fyrstu spor út á mennta- brautina. Um leið verða þau sjálfstæðir vegfarendur i um- ferðinni, og við það eykst slysa- hættan verulega. Skýrslur límferðarráðs sýna. að slysatiðni er hæst meðal 6 til 7 ára barna, og flest slys á börnum verða i októ- ber- og nóvembermánuðum. LeiÖin í skólann Öll umferð er skipulögð fyrir fullorðna — ekki böm 011 umferð er skipulögð fyrir fullorðna en ekki börn. Barnið skilur ekki umferðarreglur nema að mjög takmörkuðu leyti og aðeins þær einföldustu. Athuganir sýna, að flest börn skilja t.d. ekki muninn á hægri og vinstri fyrr en 8 til 9 ára gömul. Sjón barna er ekki þroskuð fyrr en við 14 til 16 ára aldur, og börn undir 7 ára aldri eiga erfitt með að greina hreyfingar út undan sér. Stærsta vandamál barnsins i umferðinni er þó hraðinn, þvi barn getur ekki dæmt hraða og fjarlægðir á sama hátt og hinir fullorðnu. Til að draga úr þeirri auknu hættu, sem fylgir skólagöngu 6 og 7 ára barna, hefir Umferðarráð, i samvinbu við fræðslumáladeild menntamálaráðuneytisins, gefið út bréf til foreldra sem ber nafnið „Leiðin i skólann”. Bréfið hefur verið sent til skóla i þéttbýli og þess óskað, að þvi verði dreift til allra barna, sem nú hefja skóla- göngu i fyrsta sinn. 1 bréfinu er lögð áherzla á, að foreldrar fylgi börnunum fyrstu dagana til skólanna og velji öruggustu leiðina. Þá eru einnig birtar nokkrar mikilvægar reglur og foreldrar og kennarar beðnir að leiðbeina börnunum. Samhliða útgáfu foreldrabréfs- ins hefir öllum lögreglustjórum landsins verið ritað bréf, þar sem óskað er eftir þvi, að lögreglu- menn heimsæki börnin strax fyrstu skóladagana og ræði við þau um hætturnar i umferðinni. Foreldrabréfinu „Leiðinni i skólann” hefur verið dreift til 40 skóla i 18 sveitarfélögum. MÁLVERKASÝN- ING AÐTÝSGÖTU 3 Sigurður Kristjánsson listmál- aii lieldur málverkasýningu i syningarsal Málverkasölunnar að Týsgötu !l fyrri hluta scptember- mánaðar. Lýkur sýningu 15. sept- entbcr. Á sýningunni eru 32 málverk, þar af 22 steinalagðar myndir og 10 releef-myndir. Sigurður er fæddur i Miðhúsum i Garði og er á 76. aldursári. Hann hefur gert viðreist um heiminn. Arið 1918 fór hann til Hafnar og lærði þar teikningu og húsgagna- smiði. Vann hann sjö ár i Dan- mörku og Sviþjóð að iðn sinni. Þá var hann fjögur ár i siglingum með nokkurra mánaða dvöl i Suð- ur-Ameriku og á ttaliu. Eftir að Sigurður kom heim vann hann lengi á smiðavinnustofu Reykja- vikurborgar. Hefur hann jafn- framt málverkinu lagt stund á listmunaviðgerðir. Hann hefur öðru hverju sýnt málverk sin á sýningum siðan 1961. Hélt hann sýningu á málverkum i, Bogasal Þjóðminjasafnsins og viða úti um land. Alþýðubandalagið Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins i Reykjaneskjördæmi heldur fund i Góðtemplara- húsinu i Hafnarfirði,uppi,þriðjudaginn 12. septem- ber klukkan 20:30. Aðalmenn og varamenn i stjórn mæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.