Þjóðviljinn - 09.09.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.09.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. Dagar loftskip ekki taldir anna Þetta fyrsta loftskip Wullenkcmpers er aðeins smásmíöi, miðað við hin pyisulaga ferliki er koma skulu. Loftskip þóttu góð til síns brúks hér áður fyrr. Þau voru notuð til könnunar- flugs, fólksflutninga, og auglýsingaspjöld hengd í þau, og svo mætti lengi telja. En þegar Zeppelin- skipið Hindenburg brann á skammri stundu og þrjátíu og sex manns týndu lífi, sneru menn baki við þess- um farkostum, og loft- skipin urðu útdauðar risa- eðlur gufuhvolfsins. En til eru þó menn, sem ekki láta nokkra tugi mannslifa og tröllaukinn eldstólpa á sig fá. Þjóðverji nokkur. WGllenkemper að nafni. hefur hafið á loft merki hinna hlálegu stóru og svifaseinu loftskipa, og smiðað eitt sem reynzt hefur með ágætum. Siðar á þessu ári hyggst WUllenkemper ljúka smiði annars sliks. og hefur fyrirtæki i Tokió tryggt sér kaup á þvi, til notkunar við veðurat- huganir. Og fyrir skemmstu bárust honum pantanir á tveim i viðbót, svo að hann ætti að hafa nóg á sinni könnu á næstunni. Það skip WQllenkempers, sem nú svifur um loftin, er tvö hundruð feta langt og sex þúsund tenigsmetrar að rúmmál,. Skip hans verða þó i stærri i fram- tiðinni, og nú liggja fyrir teikningar að loftfari. sem er milli fjögur og fimm hundruð fet að lengd. 70 þúsund tenings- metrar að rúmmáli og hefur þrjátiu lesta burðarmagn. ,,Fyrst i stað munum við nota það til flutninga”, segir Þjóðverjinn, ,,og kostnaður verður mun minni en með flugvélum. Siðan liggur beint við að hefja farþega- flutninga. Stóra skipið á að taka 150 manns, og þótt það sé hæg- fara, bætist sá Ijóður upp með þægindum og stórkostlegri að- stöðu til hóglifis um borð”. N-Víetnamar gefa þrem stríðsföngum frelsi Norður-Víetnamar hafa nú ákveðið að gefa þremur bandariskum striðsföngum frelsi, og ef að likum lætur, munu tveir fulltrúar and- stæðinga Indókínastríðsins i Bandarikjunum fljúga til Hanoi innan tiðar og fylgja þremenningunum heim. Stjórnin i Norður-Vietnam hefur ekki gefið banda- riskum stríðsföngum frelsi síöastliðin þrjú ár, enda hefur vart verið ástæða til þess, þar sem Nixon- stjórnin hefur ekki sýnt áhuga á friðsamlegri lausn styrjaldarinnar og þver- skallazt við kröfum Víetnama. Bandarisku þremenningarnir á myndinni verða inan tiðar látnir iausir. Allir cru þeir liðsforingjar, sá til hægri i flughernum en hinir i flot- anum. 1 yfirlýsingu Hanoi-stjörnar- innar varðandi Bandarikjamenn- ina þrjá segir, að bandarisku striðsfangarnir i N-Vietnam myndu fyrir löngu vera komnir til sins heima, ef Nixon og stjórn hans hefðu fallizt á sjö liða til- löguna og lagtárásarstefnu sina á hilluna. Ráðgjafi McGoverns: USA á ekkert erindi í Suðaustur Asíu Henry Kissinger, ráðgjafi Nixons i öryggismálum, er löngu oröinn heimsþekktur maður, enda er ekki annað sýnna en hann hafi vit fyrir forsetanum i flestum málum sem ofarlega eru á baugi og að Nixon hliti málum hans og upplýsingum. þótt árangurinn sé umdeildur. George McGovern, forsetaefni Demókrata, hefur nú komið sér upp ráðgjafa i utan- rikismálum. og heitir sá Abram G’hayes. Ef McGovern fer með sigur af hólmi. má gera ráð íyrir að Chayes fái það hlutverk með höndum. sem Kissinger fer nú með. Afstaða þessara tveggja manna til utanrikismála er þó býsna ólik, eins og vænta má. Á fundi með fréttamönnum i Paris fyrir röskri viku. svaraði Chayes spruningum varðandi striðið i Indókina vafn- ingalaust. og þar kvað við annan tón en hjá Kissinger. Spurningar og svör á fundinum voru á þessa leið: — Þér segið að allri hernaðar- aðstoð viö Saigonstjórnina veröi hætt. jafnskjótt og McGovern setjist i lorsetastólinn. En hvað ef Norður-Vietnamar setja það skilyrði fyrir frelsisgjöf striðs- fanga, að Bandarikjastjórn hætti allri efnahagsaðstoð við Saigon? Chaycs: Við föllumst á það. Við höfum engan áhuga á að halda áfram ihlutun i S Vietnam. En ef stjórnin i Hanoi krefst þess að við hættum stuðningi við stjórnir Lon Nols i Kambódiu og Súvanna Phoumas i Laos? GhayesiÉg held ekki að Hanoi- stjórnin sæki fast að svo stöddu, að stuöla að valdatöku kommún- ista i Laos og Kambódiu. En ef þeir kref jast þess, þá vörpum við þeim Lon Nol og Súvanna Phouma vitaskuld fyrir róða. — Og ef Hanoistjórnin krefst þess að við leggjum niður flug- stöðvarnar i Thailandi, áður en þeir láta fangana lausa? Chayes: Ætli við lifum það ekki af. Við skulum lika gæta að þvi, að Thailandsstjórn er byrjuð að fara á fjörurnar við Kinverja. — Eigið þér við, að ef McGovern nái kosningu. sé hann reiðubúinn til að láta vini okkar ekki aðeins i Indókina, heldur og allri Suðaustur Asiu,lönd og leið? Chayes: Við eigum ekkert er- indi á þær slóðir. Gerið þér yður ljóst að einungis 543 af 960 nemendum sem tóku Landspróf I vor náðu tilskilinni einkunn til framhaldsnáms? Hvorki meira né minna en 43 af hverjum 100 nemendum féllu. Aöeins örfáir unglingar sem illa eru á vegi staddir leita aðstoðar. Og venjulega hafa foreldrar enga hugmynd um hversu alvarlegt ástandið er. Flestir þeirra sem leita að- stoðar gera það allt of seint, rétt fyrir próf, þegar nær eng- inn tími er til lestrar og nemandinn örþreyttur. Oft hafa slikir nemendur engin skilyrði til að læra á svo skömmum tima það námsefni sem þeim ber að kunna á prófi. Málaskólinn Mimir mun i vetur taka nokkra unglinga i hjálpardeildir. Verður fylgzt náiö með hverjum einstök- um þeirra. Fá nemendur kennslu I ENSKU, DöNSKU, STÆRÐFRÆÐI, STAFSETNINGU og „Islenzkri mál- fræði”. Velja nemendur sjálfir námsgreinar sinar. Við viljum eindregið hvetja nemendur til að hefja nám sitt STRAX. Ef þeir kunna ekki UNDIRSTÖÐUATRIÐIN geta beir ekki fvlezt með framhaldinu. Innritun i sima 11109og 10004 (kl. 1-7 e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholt 4 Laus störf Alþýðubankinn h.f. auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar. 1. starf götunarstúlku. 2. Starf sendisveins (þarf að hafa vélhjól). 3. Nokkur störf i afgreiðsiusal. Umsóknum skal skila til skrifstofustjóra bankans fyrir 12. september n.k. Alþýðubankinn hf F r amboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu i Verzlunarmannafélagi Reykjavikur um kjör fulltrúa félagsins á 32. þing Alþýðusambands Islands, sem hefst 20. nóvember n.k. Kjörnir verða 24 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borizt kjörstjórn, á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykja- vikur, Hagamel 4, fyrir kl. 17 þriðjudaginn 12. september n.k. KJÖRSTJÓRN. Innheimtustörf Karlmaður eða kona óskast til sendiferða og innheimtustarfa nú þegar. Hálfs dags vinna kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofunni mánudaginn 11/9 eftir hádegi. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS. Staða farmdeildarfulltrúa i skrifstofu vorri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna rikisins, hú skv. 20. launaflokki. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist samgönguráðuneytinu fyrir 20. sept. 1972. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.