Þjóðviljinn - 21.09.1972, Síða 3
Fimmtudagur 21. september 1972 þJQDVlLJINN — SIÐA 3,
IJtlendingaeftirlitið segir:
Leggjum enga
í einelti
Það gilda að sjálf-
sögðu sömu reglur um
alla útlendinga, sem
hingað koma, sagði
Árni Sigurjónsson,
fulltrúi, sem fer með
stjórn útlendingaeft-
irlitsins fyrir hönd
lögreglustjóra.
bjóðviljinn sneri sér til Arna
Sigurjónssonar i gær vegna
skrifa dagblaðsins Visis, en
þar var i aðalfrétt forsiðunnar
i gær gefið i skyn að Aröbum
væri sérstaklega visað hér frá
landi. Er þetta i samræmi við
kynþáttaæsingaskrif Visis að
undanförnu gegn Aröbum —
rétt eins og „arabiski kyn-
stofninn” beri allur ábyrgð á
glæpaverkum sem einstakir
Arabar kunna aö hafa framið.
Minnir fréttaflutningur blaðs-
ins óhugnanlega á kynþáttaof-
stopa þann sem tiðkaðist i
Evrópu á árum áður.
Arni kannaöist ekki við að
fimm Aröbum hefði verið snú-
ið frá landinu, eins og Visir
greindi frá. Sagði hann að
Aröbum hefði verið visað frá á
tslandi vegna þess að fram á
slikt hefði verið farið frá Nor-
egi og Danmörku. — En það er
fráleitt að við tökum eina þjóð
út úr eða leggjum i einelti,
sagði Arni.
fjórum
Sinfóniuhljómsveitin í tónleikaför
Leikur á
stöðum
F'orstöðumenn Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar boðuðu fréttamenn á
sinn fund i gær og skýrðu frá
vcrkefnum sveitarinnar. á þvi
starfsári, sem nú er að hefjast.
Nú i scptcmbcrmánuði cfnir
sveitin til tónleikafarar á vegum
4ra fclagsheimila út um land.
Verða fyrstu tónlcikarnir i Vest-
mannaeyjum laugardaginn 23.
september.
Á starfsárinu 71-72 verða 16
áskriftartónleikar, þeir fyrstu 5.
október, og stjórnar þcim norski
hljóm s vcitarst jór inn Karsten
Anderscn, sem stjórnaði hér á
Listahátiðinni. Einleikari á þess-
um fyrstu tónlcikum i lláskóla-
biói er Eva Knardahl.
Áskriftartónleikarnir verða
hálfsmánaðarlcga og hefjast kl.
20.30 en ekki kl. 21 eins og verið
hcfur undanfarin ár. — Auk þessa
vcrða baldnir 4 aukatónleikar,
einnig skólatónleikar og fjöl-
sky Idutónlcikar.
A fundinum varcinnig skýrt frá
vcrkefnum siðasta starfsárs.
Eins og á siðasta starfsári
verður enginn fastur aðal-hljóm-
sveitarstjóri ráðinn til sveitar-
innar, en Páll P. Pálsson verður
áfram aðstoðar-hljómsveitar-
stjóri, og stjórnar hann m.a.
Að rækta
sinn kálgarð
Þessi mynd var tekin
núna i vikunni í garölandi
Reykvikinga upp við
Korpúlfsstaöi. Er fólk að
bogra hér yfir kartöfluupp-
töku. Kartöfluuppskera er
minni núna i haust en oft
áður. Var sumarið kalt og
vætutíð á ofanverðu sumri.
Féllu grös snemma i nætur-
frostum i fyrstu viku sept-
ember.
Borgar það sig að rækta
kartöflur? Við höfðum tal af garð-
leigjanda þarna uppfrá á dögun-
um. Hafði hann keypt riflega
hálfan poka af útsæði i fyrravor
og fékk rúma þrjá poka upp núna
i haust. (50 kg.) Hann greiddi 800
kr. fyrir útsæðið, 450 kr. fyrir
garðaleigu til borgarinnar, 650 kr.
fyrir tilbúinn áburð og kr. 450
fyrir geymslu i jarðhúsi. hjá
Grænmetisverzlun rikisins. bá er
hægt að gera ráð fyrir 500 kr. i
bensinkostnað. Gerir þetta
samanlagt kr. 2850,00. bannig
kostar kartöflukilóið kr. 19 hjá
þessum garðleigjanda.
En ekki má gleyma útivistinni
og hollustunni við að rækta kál-
garð. Verða kartöflur niður-
greiddar næsta vetur?
hljómsveitinni i hljómleikaför
hennar dagana 23. og 24. þessa
mánaðar. 1 þeirri för leikur
hljómsveitin fyrst i Vestmanna-
eyjum 23. þ.m. eins og áður er
getið, og hefjast tónleikarnir kl.
14. Sama dag, kl. 20 leikur svo
sveitin á Höfn i Hornafirði.
Sunnudaginn 24. heldur hljóm-
sveitin til Neskaupsstaðar og
leikur þar i Egilsbúð kl. 14.
Siðurstu tónleikarnir i förinni
verða svo á Egilsstöðum á sunnu-
dagskvöld 24. og hefjast þeir kl.
21.
Á framangreindum tónleikum
verða á efnisskránni verk bæði
eftir innlend og erlend tónskáld.
Flytur sveitin lög úr ,,Pilti og
stúlku” eftir Emil Thoroddsen og
lagasyrpu eftir Oddgeir Kristj-
ansson i útsetningu Magnúsar
Ingimarssonar.
Af erlendum verkum eru á
efnisskránni forleikur að óper-
unni „Brottnámið úr kvennabúr-
inu” eftir Mozart, Fiðlukonsert i
E-dúr eftir Bach, Finnlandia eftir
Sibelius, La Gazza Ladra, forleik-
ur, eftir Rossini, Vals úr byrni-
rósu eftir Tjaikovsky og
Trompetkonsert eftir Haydn.
Einleikari á hljómleikunum á
Höfn og i Neskaupsstað verður
Lárus Sveinsson, trompetleikari.
t Vestmannaeyjum og á Egils-
stöðum verður einleikari hins-
vegar Konstantin Krechler, fiðlu-
leikari.
Verð áskriftarskirteina er
óbreytt frá þvi i fyrra. Ars-
skirteini á 1.-23. bekk kostar kr.
3.240.00 en þar fyrir aftan kr.
2.070.00. Hálfsársáskr. kostar svo
hélming þessa verös. — Forstöðu-
menn sinfóniuhljómsveitarinnar
töldu engum efa bundið að
áskriftarskirteinin myndu fljót-
lega seljast upp eins og verið
hefur undanfarin ár.
Nánar verður fjallað um efnis-
skrá áskriftartónleikanna siðar
Framhald á 11. siðu.
Sigurður örlygsson sýnir 22 myndir, og eru afstæðismyndir hans mjög
skem intilegar.
Magnús Kjartansson sýnir 39 myndir á sýningunni og eru allar til sölu.
Magnús og Sigurður
sýna í Norræna húsinu
Um þessar mundir
stendur yfir i Norræna
Ilúsinu myndlistarsýn-
ing sem haldin er af
Magnúsi Kjartanssyni
og Sigurði Örlygssyni.
Sýningin hófst 16.
september og stendur til
24. þ.m. Opið er daglega
frá klukkan 2-10.
beir Magnús og Sigurður hafa
báðir verið i Myndlista- og hand-
iðaskólanum og munu halda út til
Danmerkur fljótlega og stunda
nám við Akademiuna i Kaup-
mannahöfn. bar munu þeir læra
hjá hinum fræga Mortensen, sem
talinn er einn allra fremsti nú-
lifandi málara.
Magnús Kjartansson, hefur áð-
ur sýnt myndir og þá á samsýn-
ingu á grafikmyndum i Norræna
Húsinu, og keypti sænska rikið þá
mynd eftir hann.
Sigurður örlygsson sýndi i
Unuhúsi i fyrra og einnig tók hann
þátt i samkeppni um veggskreyt-
ingu i dönsku akademiunni og
hlaut þar 2. verðlaun.
Sýning þeirra Magnúsar og Sig-
urðar er eingöngu byggð á flatar-
myndum eða afstæðismyndum.
Hún er að mörgu leyti nokkuð frá-
brugðin þvi sem maður á að venj-
ast og þar af leiðandi athyglis-
verð.
Linna ekki
smáfiska-
drápinu
t fyrradag voru 49 brezkir
togarar að veiðum á Sléttu-
grunni og 31 togari að veiðum
á bistilfjarðardýpi. bá var
einn togari að veiðum á
Strandagrunni.
t gærmorgun voru 4 belgísk-
ir togarar að veiðum i hólfi nr.
7 út af Snæfellsnesi.
Vitað er að fiskur er smár út
af Norðausturlandi i haust.
Eru þannig 48 brezkir togarar
að moka upp smáfiski þessa
daga.