Þjóðviljinn - 21.09.1972, Blaðsíða 7
6. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 21. september 1972
1
UM
FÓLK
OG
FLEIRA
Það þykir ekki lengur tíð-
indum sæta þótt landinn
bregði sér til Mallorka til
hvíldar og hressingar.
Beint flug með þotu tekur
ekki nema um fjórar
klukkustundir.
Margt blíölegt má segja
um þessa fallegu eyju, bað-
strendur og hótel, en slíkt
tal erorðið næsta venjulegt
i fjölmiðlum. Þess í stað
langar mig að bregða upp
myndum af götulífi og um-
hverfisvandamálum á
Mallorka.
sj
FYRRI
HLUTI
Hér á síðunni eru svip-
myndir frá Palma, teknar
á sunnudegi, en þá flykkj-
ast Palmabúar á torgin í
hjarta borgarinnar og ber
þá meir á þeim en ferða-
mönnunum, sem eru í
meirihluta þá daga sem
verzlanir eru opnar.
Mallorkabúar eru flestir
lágvaxnir, bjóða af sér
góðan þokka og eru svip-
hreinir. Yfirleitt þykja þeir
stálheiðarlegir i viðskipt-
um við túrista, og svo mikið
er vist að aldrei tinnur
imaður til nokkurs uggs í
inávist þeirra, eða á göngu í
borginni, hvort sem er á
nóttu eða degi. Eftir að
hafa lesið í hálfsmánaðar-
tíma Mallorka Daily Bull-
etin, sem er gefið út á
ensku í Palma, er ekki að
sjá að nein spellvirki, rán
eða líkamsmeiðingar eigi
sér stað i þessari borg.
Kannski er ekki skýrt frá
slíku í því blaði, eða öðrum
blöðum á spánskri tungu.
Á slikri túristaferð kynn-
ist maður helzt búðarfólki,
bilstjórum og þjónum.
Þrátt fyrir endalausan
straum túrista til landsins
virðast fáir í framan-
töldum stéttum kunna
nema lítið eitt i ensku og
sýnir það að menntun
almennings hlýtur að vera
bágborin, — a.m.k. ef tillit
er tekið til þess að túrism-
inn er aðalatvinnuveg-
urinn. Einkum kom á óvart
hve móttökustjórar á hóteli
Fimmtudagur 21. september 1972 Þ.TóÐVILJINN — SIÐA 7
okkar virtust illa að sér i er-
lendum málum, og að
mörgu leyti litlir fagmenn
þótt kurteisir væru. Þetta
kann að stafa af óðaverð-
bólgu í hótelbyggingum og
túrisma, sem gleypir mik-
inn starfskraft, svo mikinn,
að hjálparmenn þarf frá
Spáni í allmiklum mæli.
Aftur á móti var ágætt
fyrirkomulag á allri
matarafgreiðslu í því hóteli
sem ég dvaldi á, og gætu ís-
lenzkir þjónar lært margt
af starfsbræðrum sínum á
Mallorka.
Eflaust er það ekki hug-
sjón ungra manna á Mall-
orka að verða þjónar ann-
arra i stórum stíl. Snagg-
aralegur og síkátur kunn-
ingi okkar á hótelinu, er
barfram drykki frá morgni
til kvölds, sagðist ekki vilja
yerða barþjónn lengur en
hann þyrfti — hann ætlaði
séraðgiftast elskunni sinni
í bænum Inka, og eftir
hjónabandið vildi hann
heldur vinna í verksmiðju 8
tíma á dag, en sveiflast
meðdrykkina langt fram á
nótt, þótt eitthvað meir af
peningum kynni að vera í
boði.
Og talandi um fólk á
Mallorka þá langar mig að
minnast á hina ágætu tón-
listarmenn los Paraguayos
sem eitt sinn komu hingað.
Þeir skemmta nú á nætur-
klúbb í Palma, spila ennþá
vel og syngja, en einhverra
hluta vegna telja þessir
ágætu listamenn að þeir
þurfi einnig að vera með
fíflalæti á sviðinu til að
haida athygli fólksins, þ.e.
túristanna. Slíkt rennur
manni til rifja.
Þá er ekki úr vegi að
minnast á íslendinga á
Mallorka. Landanum virð-
ist yfirleitt lika vel á þess-
ari eyju, og er það að
vonum — loftslag við okkar
hæfi (ef ekki rignir mikið
að segja!) Þegar full þota
af islendingum er á leið í
frí er ekki nema von að
nokkur uggur sé í þeim sem
hafa áhuga á að landinn
hegði sér eins og siðsamt
fólk. Allt sem ég sá og
heyrði til landans í þessari
ferð fannst mér til sóma og
eini vel hífaði ferðamað-
urinn sem ég sá allan tím-
ann var Belgiumaður, sem
alsgáður. virtist ákaflega
einrænn og lokaður. Eitt
ræddu farþegar (sem voru
á vegum ferðaskrifstof-
unnar Úrval) alloft og það
er lengd ferðatímans.
Flestum þótti hálfsmán-
aðardvöl of stutt vegna
þess að margir fá kveisu
fyrstu dagana, eða þurfa
alllangan aðlögunartíma í
sólinni. Þyrfti því að vera
völ á hálfsmánaðar og
þriggja vikna ferðum til
skiptanna.
o
Systkini á einu torgi borgarinnar.
Fg ætlabi aft gefa stúlkunni sem
horfir framan i niyndavélina 5
peseta. en hún hristi höfuðiil og ég
gekk sköm mustulegur burt.
©
Gamall maður les i blaði sem
hann fann i einni ruslafötunni.
©
Untferð er mikil i Palina og eins
gott að vera ekki viðutan. Götu-
lögregluþjónn gefur stranga við-
vörun.
o
Faðir kaupir blöðru handa dóttur
sinni.
©
Innfæddir á sunnudagsgöngu,
túristar i baksýn.
©
Iládegisblundur i fjöru strand-
bæjarins Soller. Sollerbúar rækta
gómsætar appelsinur sem þcir
selja einkum til Frakklands.
Norrœnir
kennaranemar:
Lýsa
stuðningi
yið
50 mílna
landhelgina
Námskeið fyrir norræna
kennaranema, svo kallað
Nordisk Seminar, var
haldið á Laugarvatni
dagana 1. til 6. september
sl. . Þátttakendur á nám-
skeiöinu lýstu yfir
stuðningi sinum við út-
færslu islenzku land-
helginnar og sendu áskorun
um stuðning við íslendinga
til rikisstjórna allra
Norðurlandanna.
Námskeið þessi eru haldin ár-
lega á vegum N.S.L.
—■ Nordisk Samarbeidsrad for
Lærerstuderende — en Samtök
islenzkra kennaranema eru aðili
að N.S.L. Að þessu sinni var nám-
skeiðið haldið að Laugarvatni og
var fjallað um jarðfræði tslands
og samspil jarðfræði og sögu.
Þátttakendur voru 38 kennara-
nemar: 11 Sviar, 7 Norðmenn, 4
Danir og 16 tslendingar.
Þátttakendur fóru viða um
Arnessýslu m.a. til Þingvalla, og
frá Lögbergi lýsti Norðmaðurinn
Tor Andreas Gitlesen samþykkt
kennaranemanna. En i henni
segir:
,,Sú útfærsla islenzku land-
helginnar úr 12 sjómilum i 50,
sem nú hefur átt sér stað frá
hendi islenzkra stjórnvalda,
hefur fullan stuðning
kennaranemanna. Við skorum
þvi á rikisstjórnir hinna Norður-
landanna að styðja islenzku
rikisstjórnina i þessu máli.”
Samþykktin var gerð einróma.
Næsta námskeið verður i Dan-
mörku að ári.
„María
Stúart”
Schillers
sýnd í Þjóð-
leikhúsinu
Maria Stúart eftir Schiller
verður sýnd á næstu jóium i bjóð-
leikhúsinu. Leikstjóri verður
Ulrich Erfurth frá Þýzkalandi, og
er hann einn af þekktustu leik-
stjórum i heimalandi sinu. Hann
var i mörg ár leikhússtjóri við
aðalleikhúsið i Franfurt am
Main.en er nú framkvæmdastjóri
listahátiðarinnar i Hersfeld.
Maria Stúart er sem kunnugt er
eitt af þekktustu verkum
Friedrichs von Schiller og hefur
leikurinn aldrei verið sýndur á
islenzku leiksviði áður. Þýðing
leiksins er gerð af Alexander
Jóhannessyni prófessor.
Fjölkvæni
lögreglu-
þjóna
Fjölmörgum lögregluþjónum i
Malasiu hefur verið hótað upp-
sögn vegna þess að þeir séu i hjú-
skap með of mörgum konum.
Lögregluþjónar, sem eiga þrjár
eða fjórar konur, hafa verið
lakari i starfi en þeir sem eiga
færri, segir i opinberri skýrslu.