Þjóðviljinn - 21.09.1972, Síða 11
Fimmtudagur 21. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði:
Alþýðubandalagiö i Hafnarfirði heldur fund i Góðtemplarahúsinu uppi
i kvöld klukkan 20.:i0.
Dagskrá fundarins verður:
1. Kosning fulltrúa i flokksráð
2. Efnahags- og verðlagsmál.
Framsögumaður Þröstur ólafsson hagfræðingur.
3. önnur mál.
Fclagar fjölmennið — Stjórnin.
Kjördœmisróðstefna á Sauðárkróki
Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verð-
ur haldin að Villa Nova Sauðárkróki, laugardaginn 23. september og
hefst hún kl. 15.
Ragnar Arnalds, alþingismaður hefur framsögu um stjórnarsam-
vinnuna og hagsmunamál kjördæmisins.
Stjórn kjördæmisráðsins
Flokksráðsfundur
Alþýðubandalagsins
Flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins,sem boðaður hefur verið 6. til
8. október er frestað og verður hann haldinn 20. til 22. október.
Fundurinn verður i Þinghól i Kópavogi og hefst föstudaginn 20. októ-
ber kl. 20.30.
Athygli skal vakin á því, að samkv. 16. gr. flokkslaga Alþýðubanda-
lagsins eru fulltrúar í flokksráð kosnir á fundi i hverju félagi, og kemur
1 fulltrúi fyrir hverja 24 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu ef það nær 6
eða meira. Formenn félaganna eru vinsamlega beðnir að tilkynna
skrifstofu flokksins um fulltrúakjör.
Miðstjórn Alþýðubandalagsins.
Skipsbrots
menn settir í
land í
Hornafirði
Vélbáturinn Jón Eiriksson frá
Hornafirði sökk kl. 20.25 i fyrra-
kvöld. Var báturinn þá i slefi aft-
an i brezku freigátunni Áróru á
leið til færeyskrar hafnar.
Skömmu áður hafði sjóliðum á
Áróru tekizt að slökkva eldinn i
bátnum. Hafði báturinn þá verið
að brenna i liðlega hálfan sólar-
hring og var illa farinn. Virðist
báturinn hafa liðazt i sundur við
togið.
Kl. hálf sex i gærkvöld komu
skipbnotsmenn til Hornafjarðar
með Aróru.__________________
Sinfónian
Framhald af bls. 3.
hér i blaðinu en hér fer á eftir
stutt yfirlit yfir starfsemi hljóm-
sveitarinnar á s.l. starfsári:
Starfsárið 1971—72.
Enginn fastur aðal-hljóm-
sveitarstjóri var ráðinn á starfs-
árinu 1971/72, en stjórnendur
hljómsveitarinnar urðu alls 17,
auk aðstoðar-hljómsveitar-
stjórans Páls P. Pálssonar.
Askriftartónleikar voru 18 tals-
ins og aukatónleikar, með alþýð-
legu efnisvali, tveir, og fengnir til
þekktir erlendir stjórnendur i
þeirri grein tónlistar, þeir
Carmen Dragon og Willi
Boskovsky. Einnig voru haldnir
fjölskyldutónleikar, skólatón-
leikar og farnar tónleikaferðir út
á land. Loks lék Sinfóniuhljóm-
sveitin þrisvar á Listahátið i
Reykjavik.
Af 108 tónverkum sem Sinfóniu-
hljómsveitin flutti voru 14 tón-
verk eftir I2islenzk tónskáld. Sex
islenzk tónverk voru frumflutt,
þar á meðal Sögusinfónian eftir
Jón Leifs, sem flutt var á Lista-
hátið undir stjórn Jussi Jalas, en
hafði ekki áður verið leikin i heild
hér á landi.
Með hljómsveitinni léku og
sungu 31 listamaður og fjórir
islenzkir kórar. Af einleikurum
og söngvurum vor 16 islenzkir.
Opinberir tónleikar á starfsárinu
urðu alls 34.
I Aukning
Framhald af bls. 1.
á framleiðslu 2. ársfjórðungs 71
og sama ársfjórðungs 72.
Brauö og kökugcrð: mjög mikil
aukning.
Sælgætisgerð: mikil aukning.
Matvælaiðnaður: (ekki fiskur
og mjólk): töluverð aukning.
Drykkjarvöruiðnaður: nokkur
aukning
Ullariðnaður: veruleg aukning.
Veiðarfæraiðnaður: veruleg
aukning
Fatagcrð: allmikil aukning.
Innrcttingasmiði: töluverð
aukning.
Prcntiðnaður: nokkur aukning.
Sútun og verkun skinna: mikil
aukning
Kcmiskur undirstöðuiðnaður:
smávægileg aukning.
Málningar- og lakkgerð: veru-
leg aukning
Sápu- og hrcinlætisvöruiðnað-
ur: töluverð aukning.
Málmiðnaður: nokkur aukning.
Bifreiðaviðgerðir: allmikil
framleiðsluaukning
Plastiðnaður: veruleg fram-
leiðsluaukning
Kexgerð: litilsháttar aukning
Ilúsgagnagerð: svipað fram-
leiðslumagn
Pappirsvöruiðnaður: engin
breyting
Smíði og viðgerðir rafmagns-
tækja: engin teljandi breyting
Prjónaiðnaður: minnkun fram-
leiðslu.
„Annar steincfnaiðnaður”
(steinsteypa, rör o.þ.l.); allveru-
leg minnkun
Skipasmiði og viðgerðir:
minnkun á framleiðslumagni
Eins og hér kemur fram er um
að ræða aukna framleiðslu i 17 af
23 iðngreinum óbreytt ástand hjá
3 og samdrátt hjá öðrum 3, hins
vegar kemur fram varðandi
skipasmiðarnar að þar er aftur
hafin jákvæð þróun ef bornir eru
saman 1. og 2. ársfjórðungur
þessa árs.
Niðurstöður skýrslunnar sýna
einnig að á þessu ári hafa
mánuðirnir april — júni sýnt hag-
stæðari heildarniðurstöðu en
næstu þrir mánuðir á undan '
að sölumagn hefur haldizt
i hendur við framleiðsL . i
Nýting afkastagetu i iðn . ,.iur
er talin fara batnandi, og staris-
mannafjöldi hefur fa. 'ð vaxandi.
Varðandi fjárfest.ngarfyrir-
ætlanir iðnfyrirtækjar.na er frá
þvi skýrt, að fyrirtæki með 54%
mannaflans hyggi nú á frekari
fjárfestingar, en þar hafi verið
um að ræða 64% á sama tima i
fyrra.
Um fjölda starfsfólks segir
skýrslan að hjá 30% aöila hafi
verið um fjölgun að ræða frá 31.3
— 30.6 1972, hjá 12% fækkun, en
hjá 58% engin umtalsverð breyt-
ing.
Hrvers vegna?
Framhald af 5. siðu.
þýðublaðsins leggur mikið upp úr
sannleiksgildi fullyrðinga sinna,
af þvi að meginatriði þeirra höfðu
verið birt sem frétt i Alþýðublað-
inu 31. ágúst og ég ekki borið hana
til baka.
Þetta er nýtt viðhorf til þeirrar
arfleifðar, sem réttarfarshug-
myndir okkar og vestræns lýð-
ræðis byggjast á. Fram að þessu
hefur það verið grundvallarregla
i vestrænum lýðræðisrikjum að
aðili er talinn saklaus af áburði
eða ákæru, þar til sekt hans hefur
verið sönnuð þe. sönnunarskyld-
an er ákærandans. Hins vegar til-
heyrir það réttarfarshugmyndum
ýmissa einræðiskerfa, að aðili
þurfi að sanna sakleysi sitt af
ákæru eða áburði, annars teljist
hann sekur.
Sighvati Björgvinssyni er nú
kunnugt um það, að ég hafði ekki
séð upphaflegu „frétt” hans um
málið i Alþýðublaðinu 31. ágúst
og þvi ekki borið hana til baka, af
þvi að mér var ókunnugt um þau
ranghermi, sem þar voru prent-
uð. Staðreyndin er nefnilega sú,
að það er ekki nema örlitið brot af
þjóðinni, sem les Alþýðublaðið,
og sumir þeirra, sem sjá það, lesa
það mjög lauslega vegna áhuga-
leysis á þvi.
En jafnvel þótt mér hefði verið
kunnugt um „frétt” Sighvats frá
31. ágúst, þá hafði ritstjóri Al-
þýðublaðsins engan rétt til þess
að álita hana rétta af þvi einu, að
ég hafði ekki borið hana til baka.
Honum sjálfum bar siðferðileg
skylda til þess að bera hana undir
mig áður en hann prentaði hana,
en þeirri skyldu brást hann.
Samstaöa
i sókn tii sigurs.
Meðtilliti til allra málavaxta hef
ég kosið að gera opinberlega
grein fyrir máli þessu frá minum
bæjardyrum séð, af þvi að gerð
hefur verið tilraun til þess að rýra
gildi embættis míns með þvi að
gera mig tortryggilegan i starfi.
Hins vegar er það ekki meining
min að fara að elta uppi hvers
konar missagnir byggðar á rætni
og illgirni, sem haldið hefur verið
að almenningi i þessu sambandi.
Það er svo mikið að gera i minu
erilsama og viðkvæma starfi, að
timi leyfir ekki, að ég sé að slita
mérút á deilum um illgjarnt þras
misvitra manna um störf min.
tslenzkir fjölmiðlar hafa allir
fengið öll þau upplýsingagögn um
landhelgismálið, sem frá mér
hafa farið siðasta liðið ár, svo
þeir geta vitað hvernig ég held á
málinu i kynningarstarfsemi
gagnvart útlendingum. Ekki
þurfa þeir heldur að efast um
hollustu mina við rikisstjórnina
og það hversu ljúft mér er að
túlka hennar góða málstað. Fái
þeir i hendur erlendar fréttir,
sem gefa annað til kynna, geta
þeir verið vissir um, að málum er
blandað og um missagnir er að
ræða, þess vegna er sjálfsagt fyr-
ir þá, sem hafa vilja það er sann-
ara reynist, að taka upp simtóliö,
hringja i mig og bera fréttina
undir mig til staðfestingar eða
leiðréttingar áður en þeir glenna
hana yfir dálka blaða sinna sé
hún i ósamræmi við stefnu rikis-
stjórnarinnar eða prentuð upp-
lýsingagögn.
Við erum ekki það veldi, Is-
lendingar, að við höfum efni á aö
sólunda þeim kröftum okkar, sem
vinna að hagsmunum okkar út á
við. Það eina rétta, sem við get-
um gert er að standa saman i
sókninni til sigurs i landhelgis-
málinu. Sú sókn getur orðið nógu
löng og ströng þótt hún sé ekki
gerð erfiðari með sundrungar-
þrasi sem þvi, sem Alþýðublaðs-
ritstjórinn er frumkvöðull að. Þar
með er mál þetta útrætt af minni
hendi.
Reykjavik, 19. september 1972.
Hannes Jónsson.
SAMVINNU-
BANKINN
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
Auglýsing
Menntamálaráðunéytið mælist til þess að
kennsla falli niður i öllum skólum landsins
eftir hádegi föstudaginn 22. þ.m. vegna
jarðarfarar Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrr-
verandi forseta íslands.
Menntamálaráðuneytið,
20. september 1972.
(25. leikvika —leikir 16. sept. 1972).
Crslitaröð: X22 — 121 — 111 — llX
1. vinningur: 10 réttir — kr. 21.500.00.
nr. 632 nr. 33136+ nr. 42649 nr. 48736
nr. 5991 nr. 38165 nr. 46443+ nr. 60396 +
nr. 22092+ nr. 38713+ nr. 46813+ nr. 60640+
nr. 27318 nr. 41612+ + Nafnlaus.
Kærufrestur er til 9. okt. Vinningsupphæftir geta lækkaft,
ef kærur verfta teknar til greina. Vinningar fyrir 25. leik-
viku vcrfta póstlagftir eftir 10. okt.
Ilandhafar nafnlausra seftla verfta aft framvisa stofni
efta senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiftsludag vinninga.
Of margir seftlar (166) komu fram meft 9 réttar lausnir i
2. vinn. og fellur vinningsupphæftin til 1. vinnings.
GETRAUNIR —Iþróttamiðstöðin
—REYKJAVÍK.
Yélritun —
Bréfaskriftir
Viljum ráða vana stúlku til enskra og
islenzkra bréfaskrifta og almennra rit-
arastarfa.
Samband —
Starfsmannahald
Frá skólum
Haf narfj arðar
Vegna jarðarfarar fyrrverandi forseta
íslands hr. Ásgeirs Ásgeirssonar fellur
niður kennsla eftir hádegi á morgun. Sex
ára börn, sem áttu að koma i skólana þann
dag, eiga að koma sem hér segir: 1
Lækjarskóla og Viðistaðaskóla þriðjud.
26. sept. kl. 16:00.
Sex ára börn, sem eiga að vera i öldutúns-
skóla, hafi samband við skólann f.h.
mánud. 25. sept.
Fræðslustjórinn i Hafnarfirði.
Tilkynning
til viðskiptamanna
Vegna útfarar herra Asgeirs Ásgeirsson-
ar, fyrrverandi forseta íslands, verða
bankarnir lokaðir frá kl. 13 föstudaginn 22.
september n.k.
Siðdegisafgreiðslur bankanna verða
opnar eftir kl. 17 þennan dag á venjulegan
hátt.
SEDLABANKI LANDSBANKI
ÍSLANDS ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS ÍSLANDS