Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIL.UNN Þriöjudagur 24 október 1972. Einkennilegur trúflokkur varð til í fangelsum Flestir fangaverðir munu því heldur fegnir, að fangar snúist til fylgis við einhvern trúflokk. Það er þá talið líklegt aö þeir verði þægari og auðveldari við- skiptis. En hvað á fanga- vörður til bragðs að taka, þegar fangar hans stofna nýja kirkjudeild og vilja að hann útvegi þeim 700 stéikur og 90 flöskur af sherry, sem þeir telja sig þurfa nauðsynlega á að halda f sambandi við guðs- þjónustur sínar? Þetta mál mætti yfirfanga- verðinum i rikisfangelsinu i Atlanta i Bandarikjunum fyrir skömmu, þegar 300 fangar hans, sem allir telja sig i trúflokknum ,,Kirkja hins nýja söngs”, kröfðust vista og vins fyrir um 6000 dollara s.l. sumar til trúar- iðkana. Fangavöröurinn neitaði, og var kærður af' söfnuðinum fyrirað brjóta gegn ákvæðum um trúfrelsi fanga. Trúfrelsi innan íangelsismúra hefur verið á dagskrá siðan um 1960, þegar svartir múhameðs- trúarm. börðust fyrir rétti sinum til að iðka trú sina i fangelsi og unnu sigur. Siðan þá hafa margir sértrúarsöfnuðir sprottið upp i fangelsunum sjálfum og fangelsisyfirvöld kvarta yfir þvi, að flokkum þessum sé fyrst og fremst ætlað að tryggja föngum ákveðin friðindi. Kirkja hins nýja söngs var stofnuð af ungum manni frá Tennessee, Harry Theriault, árið 1969. Hann keypti sér prédikara- réttindi af Kirkju allifsins það ár og lýsti sjálfan sig „biskup jarðar”. Einn af hjálparmönnum hans hefur játað, að fyrst hafi Theriault verið fyrst og fremst að leita að þvi skipulagsformi, sem bezt hentaði til að tryggja föngum viss réttindi — og trúfélag hefði reynzt bezt. En siðan hefði hann farið að vinna að skipulagðri kenningu. Kenningin er að visu sögð mjög grautarleg. Kirkja hins nýja söngs á sér bibliu, sem sett er saman úr ýmsum áttum —allt frá Opinberunarbókinni til ljóða skáldsins Carls Sandburgs. Kirkjufeður boða „fagnaðar- erindi kærleika og frelsis”, lærðir guðfræðingar hrista höfuðið og segja mennina fara með guðlast mestan part. Flestir eru söfnuðirnir innan fangelsisdyra, og þeir sem utan þeirra eru, munu að mestu skipaðir fyrrverandi föngum. Vikulega eru haldnar samkomur kirkju þessarar í fangelsum — þar er spiluð músik — frá Bach gamla til rokks — og fangar láta gamminn geisa um allt það sem þeim getur til hugar komið. Hugmyndir um að draga ísjaka frá Suðurpólnum til Kaliforníu Oft hefur verið á það minnzt i blööum að sækja isjaka til heimskautasvæðanna til að sjá fólki fyrir neyzluvatni, þar sem það er af skornum skammti eða að þrjóta af mannavöldum. Nú hafa fyrirtæki i Kaliforniu gert áætlun um hugsanlegan flutning isjaka frá Suðurpólnum til suðurhluta Kaliforniu, þar sem vatn er yfirleitt af mjög skornum skammti vegna mikilla þurrka. Aætlunin gengur út á það að bregða böndum á hina griðar- miklu isjaka, sem klofna frá fastlandsisnum (þeir geta verið 1 mila til 10 milur á lengd og rista allt niður á 900 feta dýpi). Gert er ráð fyrir að kjarnorkuknúin skip dragi isjakana norður á bóginn, en ferðin getur aldrei orðið mikil. sennilega um 1 sjómila á klukku- stund, og tæki siglingin þá 8 til 10 mánuði. Til að koma i veg fyrir of mikla bráðnun á leiðinni er gert ráð fyrir að breiða ábreiður úr plasti yfir jakana. Þegar heim er komið er hug- myndin sú að sérstaklega útbúin grafa kljúfi ismola úr berginu, en þeir fari siðan eftir færibandi inn i stöðvarhús til bráðnunar og áfram eftir pipum inn i vatnsþró á landi. Þó að þetta kunni allt að sýnast býsna einfalt i fram- kvæmd, þá þurfa verkfræðingar áreiðanlega að sýna mikla hug- vitssemi til að hrinda þessu i framkvæmd þannig að verkið beri sig, en til þess þarf að bræða 3 miljónir tonna af is á dag. Að æpa í sjónvarp Mörgum hefur fundizt aö kosninga- barátta í Bandaríkjun- um minnti einna helzt á mismunandi vel heppnaðan grínleik — og málin hafa á þann veg æxlazt til i ár, aö þessi grínleikur er óvenjulega dauflegur. Art Buchwald reynir aðeins aö hressa upp á þennan eymdarskap meö svofelldum pistli: Ég fór um daginn að heim- sækja Styrbaum og hans fólk. Þetta var um kvöld- matarleytið. Ég gekk inn i‘ gestastofu, og þar sát Stry- baum og æpti að sjónvarpinu sinu. Mér var stórlega brugðið, og Ada konan hans dró mig út i horn. — Hann hefur látið svona á hverju kvöldi siðan kosningabaráttan byrjaði. Ég hef orðif miklar áhyggjur af þessi . Nixon forseti kon á tjaldið — hann var að halda ræðu i einhverri f jársöfnunar- veizlunni. Hann sagði: „Og ég lofa þvi að það verða engar skattahækkanir i Bandarikjunum næstu fjögur árin ef ég verð endurkosinn forseti Bandarikjanna”. Lýgur þú þvi! æpti Stry- baum. bú veizt það ekki siður en ég að þú neyðist til að hækka skattana. Hvað heldurðu að ég sé? Einhver djöfuls eðjót eða hvað? — Strybaum, sagði ég. Taktu þetta ekki svona nærri þér. Það er kosningaár núna. McGovern kom á tjaldið og sagði: Og ég lofa þvi að ef ég verðkosinn, þá mun ég sjá til þess að stjórnin veiti kaþólskum skólum opinbera styrki. — Apaköttur! hrópaði Strybaumfég verð reyndar að játa að hann notaði sterkara orð en köttur). Þú getur ekki Iátið kaþólska skóla fá peninga. Það er á móti stjórnarskránni og þú veizt það, asninn þinn! — Adolf minn, sagði Ada, jafnvel þótt hann geti það ekki leyfðu honum bara að segja það. Hann þarf á at- kvæðunum að halda. Styrbaum tók aftur til máls: „Ég er dauðþreyttur á að sitja hér kvöld eftir kvöld og horfa á þessa trúða spýta út úr sér Iyginni.” Kleindienst dómsmálaráð- herra kom nú með sitt breiða bros á tjaldið og sagði: —-Það er mér ánægja að tilkynna að glæpum hefur fækkað um allt landið þegar á heildina er litið. Og það er að þakka hinum ströngu áætlunum Nixonstjórnar- innar um framkvæmd laga. — Þorskhaus! öskraði Strybaum. Maður getur ekki labbað frá skrifstofu sinni út i bil án þess að lenda i ræningja höndum. Hvurslags hundaskit ertu eiginlega að bera á borð fyrir okkur góði? — Strybaum, sagði ég i bænarrómi, leyfðu mannin- um að halda þetta ef hann vill. Skýrslur hans segja að glæpum sé að fækka. Hann verður að láta forsetann koma vel fyrir i þessum mál- um. — Við eigum ekki að þurfa að sætta okkur við þetta, sagði Strybaum. Þeir halda að þeir geti skriðið inn i imbakassann hvenær sem þeir vilja og búast við þviíið við gleypum hvaða tjöru sem þeir sjóða þar. Nei takk, ég er búinn að fá nóg, og ég ætla að láta þá vita hvað mér finnst. Sergent Shriver, varafor- setaefni Demókrata, kom nú á tjaldið. „Og mig langar til að segja við ykkur, banda- riskir samborgarar, að ég er langþreyttur á þvi að fara i kjörbúð og borga 37 sent fyrir smá mjólkurleka til að mjólkuriðnaðurinn geti svinalið Eepúblikana til kosningabaráttu.” — Hvenær fórstu siðast i kjörbúð, Serge, æpti Stry- baum. Hvenær fór yfirleitt nokkur úr Kennedyættinni siðast i kjörbúð? — Þetta er alveg vonlaust, sagði Ada við mig. Hann er alveg ákveðinn i þvi að láta engan komast upp með neitt, meðan hann er að horfa á sjónvarp. — Strybaum, spurði ég, hvaða gagn gerir það að þú æpir á sjónvarpstækið þitt? Ekki geta þeir heyrt í þér. Það getur vel verið aðþeir geti ekki heyrt til min. En ef allir i þessu landi æpa sam- timis að sjónvarpstækinu sinu, þá munu þeir heyra til okkar, svaraði hann. Auk þess liður mér betur á eftir. Hvers vegna reynir þú ekki sjálfur? Ég sagðist skyldi gera það til að róa hann. John Mitchell, kosningastjóri Nixons, kom á skerminn og sagði: Ég veit ekkert um þessar hleranir i miðstöð Demókrata i Watergate. Ég kom þar hvergi nærri. „Þú lýgur, John, æpti ég. Og kerlingin þin veit það lika”. Mér leið alveg skelfilega.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.