Þjóðviljinn - 24.10.1972, Side 8

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24 október 1972. Þetta er nýja brúin yfir Breiðbalakvisl. Fyrir skemmstu átti fréttamaður frá Þjóðvilian- um leið austur á Siðu og notaði þá tækifærið til að skoða hinar nýju framkvæmdir þar, sem eru þáttur i lagningu hringvegar umhverfis landið. Nýi vegur- inn, sem þarna er verið að leggja, hefst hjá Kirkju- bæjarklaustri og er nú kommn austur aö Lóma- gnúp. Þeítá er um 36 km kafli, sumpart alveg nýr, eða þá það mikið endurbættur, að réttmætt er að tala um nýjan veg. Framkvæmdir við þennan veg og brúargerð i sambandi við hann hófust s.l. vor og hafa fyllilega staðizt áætlun. Þarna hafa verið byggðar 6 nýjar brýr, stærri og smærri, og er brúin yfir Breiðbalakvisl þeirra stærst, eða 167 m löng. kvæmt nákvæmum verkáætlun- um frá degi til dags. Þannig sann- færðist fréttamaðurinn einnig um það, að til þess að stórverkefni á borð við þessi fari vel úr hendi er ekki endilega nauðsynlegt að af- henda þau verktckui'n. Þegar fréttamaður kom i bæki- stöðvarnar við Lómagnúp sátu þar á fundi yfirverkfræöingur þessara framkvæmda, Helgi Hallgrimsson, Jón Helgason, verkfræðingur, sem sér um dag- metrar. Á næsta vori og sumri verður gengið frá þessari brú á Núpsvötnum og jafnframt hafizt handa við að brúa Sandgigju- kvisl, sem er milli Súlu óg Skeiöarár. Þeirri brú er ráðgert að ljúka á árinu ’73, en hún verður um 376 m löng. Á árinu ’73 verður einnig byrjað að brúa Skeiðará, og áætlað að það viðamikla verk- efni verði hálfnað i lok næsta árs. Brúin á Skeiðará verður um 900 m á lengd og tryggir sér þvi örugg- Þetta er bráðabirgðabrúin sem byggð var yfir Núpsvötn. Það er Vegagerð rikisins, sem sér að öllu leyti um þessar fram- kvæmdir. Að þeim hafa unnið 2 brúarvinnuflokkar, annar undir stjórn Hauks Karlssonar brúar- smiös, og sá hann um brúarsmið- ina á Breiðbalakvisl. Hinum flokknum stjórnaði Jón Val- mundsson, brúarsmiður, og vann sá flokkur við smærri brýrnar. Nú hefur nýr brúarvinnuflokk- ur komið til liðs við þá tvo sem fyrir voru. Það er flokkur Jónas- ar Gislasonar, en sá flokkur var áður við Norðurá i Borgarfirði. Að sjálfri vegalagningunni vann flokkur undir stjórn Siggeirs Björnssonar vegaverkstjóra og hreppsstjóra i Holti á Siðu, ásamt vinnuflokki undir stjórn Eiðs Sveinssonar, verkstjóra. Þessi nýi vegur er allur upp- hækkaöur, vegarstæðinu hefur verið ýtt upp með stórvirkum tækjum og siðan ekið ofan i hann. Það hefur auðveldað mjög vega- lagninguna, að mikið er af úrvals ofaniburði austur þar. Á þessum kafla voru áöur lélegir vegir eða jafnvel troðningar, en nú er sem sagt kominn góöur vegur austur að Lómagnúp, eins og fyrr er get- ið. Þessar framkvæmdir eru að mestum hluta fjármagnaðar með sölu á happdrættisskuldabréfum. Enn liggja engar upplýsingar fyr- irum hver kostnaður muni verða við þessa mannvirkjagerð. Brúarvinnuflokkarnir þrír hafa nú komið sér fyrir i bækistöövum undir Lómagnúpi og vinna að þvi að brúa væntanlegan farveg Núpsvatna og Súlu, en þeim verö- ur veitt saman i einn farveg. Þessum framkvæmdum miðar vel, og er lokiö við að reka niður alla undirstöðustaura ef nota má það orð um þær öflugu undirstöð- ur, sem þarna eru reknar niður. Þessir staurar eru úr strengja- steypu og lengd hvers um 11 metrar. Þaö lætur að likum að ekki duga nein smáverkfæri til að reka þessa staura niður i jarðveg- inn, sem vissulega er nokkuð mis- fastur fyrir enda er þarna notað- ur nýr og mjög fullkominn fall- hamar,,og afköst hans eru ótrú- lega mikil. Þegar er hafizt handa við að steypa sökkla sem hvila munu á þessum staurum, og eru þeir rammlega járnbundnir við þá. Var verið að steypa fyrsta sökk- ulinn þegar fréttamaður var þarna á ferð og fóru i hann 34 rúmmetrar af steinsteypu. Þessi brú verður 420 m löng, og hún veröur lengsta brú á landinu. Sem dæmi um þá tækni, sem beitt er i viðureign við þessi stór- fljót má geta þess, að byrjað var á þvi að veita Núpsvötnum og Súlu i nýja farvegi og setja bráða- birgöabrú á Núpsvötn. Siðan er unnið að þessari miklu brúar- smiði viö ágætar aðstæður á þurr- um sandinum. Þetta sannfærði fréttamanninn um, að tæknimenn og starfslið Vegagerðarinnar muni auðveldlega valda þvi að brúa öll þau stórfljót, sem þarna er verið að glima við. Mikil undirbúnings- og skipu- lagsvinna hefur verið lögð í þetta verk, og er þarna unnið sam- legt eftirlit á staðnum, og brúar- smiðirnir þrir, Jónas Gislason, Haukur Karlsson og Jón Val- mundsson. Voru þeir að skipu- leggja og bera saman bækur sinar um framkvæmdirnar næstu vikur, enda er eins og áður er sagt fyrirhugað að þeir vinni sam- eiginlega aö þessum stórfram- kvæmdum. — Samkvæmt upplýs- ingum sem þessir menn veittu okkur verður unnið þarna fram i byrjun desember og þá ráðgert að lokið verði viö að steypa brúar- stólpana á þessari brú yfir Núps- vötn og Súlu. Að loknu skamm- degishléi, eöa i febrúar, munu framkvæmdir hefjast aftur, og þá verða væntanlega komnir til landsins stálbitarnir, sem eiga að bera uppi brúargólfið. Þetta verða hinir öflugustu bitar, að ekki sé meira sagt, þvi hæð þeirra, þegar þeir hafa verið lagðir ofan á stöplana, verður 1,5 lega sæti sem lengsta brú á land- inu. Þess má geta i sambandi við þessar brýr allar, að á þeim verða útskot þannig að bilar geti mætzt á þeim. Þetta er nýtt i brúargerð hér á landi. Þótt þessar brýr sem hér hefur verið getið séu mikil mannvirki, verða varnargarðarnir sem eiga að hemja þessi vatnsföll i „rétt- um” farvegum, það ekki siður. Standist allar þessar áætlanir um gerð vega og brúa, má gera ráð fyrir að hringvegurinn verði opnaður á miðju. þjóðhátiðarár- inu, 1974. Hvernig búa svo starfsmenn- irnir sem að þessum fram- kvæmdum vinna? — I bækistöö- inni við Lómagnúp hefur Vega- gerðin reist marga skála, og er ekki annað sýnt en allvel sé að starfsmönnum búið.Tveir skálar voru i byggingu þegar frétta- maður Þjóðvilian.S var þarna á ferð. Þrjár ungar stúlkur annast matreiðslu fyrir vinnuflokkana. Þær heita Hanna Lóló Bjarna- dóttir, Guðrún Arnadóttir og Lovisa Sóley Guðmundsdóttir. (Leitt þótti fréttamanni, að myndasmið hans af þessum föngulegu stúlkum skyldi mistak- ast). Allir þeir sem fréttamaður hitti að máli i þessari ferð leystu greiðlega úr hverri spurningu og létu góðfúslega i té þær upplýs- ingar sem eftir var leitað. Fyrir það, svo og prýðilegar viðtökur og veitingar, er skylt að þakka i lok þessarar stuttu'frásagnar. ój/gs. > Fylgzt með framkvæmdum við hringveginn L___________________________________

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.