Þjóðviljinn - 24.10.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Side 9
Þriðjudagur 24 október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Síðasti farkennarinn Rætt við Oddnýju Guðmundsdóttur ;a niður strengja steypustaurana sem brúin yfir Núps- Myndin sýnir að þarna hefur verið fast undir fæti. Ein er sú stétt manna, sem framan af þessari öld átti merkan þátt i mótun islenzks þjóðlifs, — en nú er á fallanda fæti. Fyrir daga skólahúsanna var það mikill viðburður i sveit- um landsins, þegar farkennarinn kom gangandi eða riðandi yfir heiðar og héruð að hausti og tók að fræða ungviðið um undur veraldarinnar. Slikir aufúsugestir lifðu lengi i minningunni, og stundum fylgdi þeim ævintýrið sjálft, eins og bókmenntir kunna frá að greina. Nú er fækkað ferðum þessara fræðara, sem kenndu nokkra daga eða vikur á hverjum bæ og fluttu sig siðan um set. Verklaun þeirra voru oft smá, utan ánægjan yfir gleði barns, sem fagnar auknum þroska. i þeim örfámenna hópi, sem enn stundar farkennslu á íslandi, er Oddný Guðmúndsdóttir, höfundur margra bóka og kunn lesendum Þjóðvi.ljans af greinum i blaðinu á liðnum árum. Við hittum Oddnýju að máli snemma i þessum mánuði, stuttu áður en hún lagði af stað norður i Strandasýslu til að stunda þar farkennslu einn vetur enn. P’rásögn hennar og svör við spurningum fylgja hér. Farkennsluhéruð eru nú fimm Farkennsla er nú bráðum úr sögunni. Ég hef stundum sagt, að ég ætli að verða siðasti far- kennarinn. Farkennsluhéruðum hefur farið ört fækkandi siðustu árin, og eru nú aðeins fimm eftir. Þar af er eitt i Slrandasýslu, og þangað er ég að fara. Þetta eru raunar tveir hreppar: Fells- hreppur og Óspakseyrarhreppur. Auk þess er farkennsla i tveimur sveitum i Húnavatnssýslu, einni i Skagafirði og einni i Barða- strandarsýslu. Þar með er ekki sagt að alls staðar hafi verið reist skólahús. En sums staðar hafa verið skapaðir möguleikar til kennslu á einum og sama stað. Þar mun börnunum vera skipt i ivo hópa eftir aldri, ef þau dvelja á staðnum. Ég held, að hvert barn fái aðeins þriggja mánaða kennslu i flestum heimavistarskólum, eða rúmlega það. Dagblöðin hafa stundum á haustin birt frétlapistla með yfir- skriftinni: „Neyðarástand----” En „neyðarástand” er það kallað, ef menn, sem ekki hafa einhvers konar skirteini frá Kennaraskóla tslands, eru ráðnir til að kenna börnum. Hrædd er ég ym, að þessi neyð verði engu nlihni nú en undanfarin ár, þvi að allmargir kennaraprófsmenn hafa ákveðið að fara i Mynd- listarskólann, sem frægt er orðið. Og enn lengist nám kennara, þar sem Kennaraskólinn er orðinn háskóli, og þá getur kennurum ekki fjölgað jafn ört og áður. Hins vegar er ástæða til að ætla, að skólinn standi betur að vigi en mánaða skólunum. Þau taka fullnaðarpróf ýmist tólf eða þrettán ára. Ekki ber á öðru en þau komist slysalaust i fram- haldsskóla. Þau lesa, að sjálf- sögðu, heima, þegar þau eru ekki i skólanum. Og svona stuttur skóli gerir þau ekki leið á námi. Það er reginmunur á þvi að kenna börnum með námsleiða. Vandinn við farkennslu er sá, að hafa börn á misjöfnum aldri á Fyrstu iarskólabörn Oddnýjar. áður, ef hann hættir sér i annað sinn út i spurningakeppni við sjó- menn, sem frægt var á sinum tima. Þegar rætt er um fræðslumál, er starfandi kennurum stundum skipt i tvo flokka: „hæfa” og „óhæfa”. Og óhæfir eru auðvitað þeir, sem ekki hafa tekið kennarapróf. Ég sagði upp tima- ritinu Menntamál, vegna þess, að þessi orð voru svo mikið notuð, að ég átti á hættu að fá þessa frægu vanmáttarkennd, sem kvað vera undirrót margra ódyggða. Hef kennt á 6 og 7 heimil- um sama veturinn Ég er, sem sagt, að fara norður i Strandasýslu, lil þess að skapa „neyðarástand” þar. Afsökun min er sú, að „hæfir” menn sækjast ekki eftir að dvelja i dreifbýli. Ég hef kennt i 26 vetur. Þar af var ég 23 ár viö farkennslu. En nú er hún bráðum úr sögunni. Siðustu þrjú árin varð ég að kenna við fasta skóla. Hljóp i skarðið, þvi að „hæfir” menn sóttu ekki um. Það var fróðleg til- breyting. Ég hélt nefnilega áður, að hægt væri að kenna helmingi meira á átta mánuðum en þrem- ur. Þrir mánuðir eru það, sem farskólabörnin eru hjá kennara. Ég hef stundum kennt á sex — sjö heimilum sama veturinn. Húsfreyjurnar áttu erfitt með að hafa skólann lengi i senn. Skólaskyld börn eru viðast innan við tutlugu. Og ekki er hart gengið eftir, að yngstu börnin sæki skólann. Þeim er kennt að lesa heima. Þessum hópi er svo skipt i tvennt. Ekki eftir aldri, heldur landfræðilega um miðja sveit, eða milli tveggja hreppa. Mér þykir bezt að hafa sama flokkinn ekki nema hálfan mánuð i einu. Þannig fær hvert barn þriggja mánaða kennslu. Kennslutimi i farskóla hefur lengi verið 134 kennsludagar á vetri. Sömu verkefni til prófs Þessi börn fá auðvitað sömu verkefni til prófs og börnin i 9- sama tima i sömu stofu, þannig, að allir hafi not af þvi. En auð- vitað er ekki hægt að komast hjá þvi að hjálpa krökkum utan skólatima. Leikfimi, söng, teikningu og handavinnu er ekki hægt að iðka eins mikið og i 9 — mánaða- skólunum. Lestur verður að sitja fyrir teikningu, og skrift og reikningur verður að sitja fyrir löndri. Ég lættelpurnar prjóna og sauma svolitið og les upphátt á meðan fyrir öll börnin. Það er nauðsynlegt að nota hverja stund. Húsakynni eru engin til leikfimi, jafnvel þó að fúskarinn væri fær um að kenna hana. Lúther sagði, að þeir, sem ekki geti sungið, eigi ekki að vera kennarar. Ég verð, þvi miður, að taka þetta til min. Og sönglaus skóli er ekki nógu góður skóli. En ljóð ættu allir að geta haft um hönd. Ég læt krakkana stundum kveðast á. Og þeir keppast þá við að læra sem flestar visur. Mikið væri nú fróð- legt að heyra atómskáld kveðast á. Þá varð ég að ganga Látraheiði Ég hef kennt viða, en mest vestanlands. Til dæmis i Rauða- sandshreppi. Þá varð ég að ganga Látraheiði á mánaðarfresti milli skólastaða. Ásgeir á Látrum fylgdi mér og sagði mér Bjarg- sögur alla leið. Aðkomumenn eiga ekki að halda, að þeir kunni að tala um Bjargið. Fólkið þar vestra talar gott mál. Og börnin þar voru viljugri að semja rit- gerðir en hef vanizt annars staðar. Ég geymi sumar þeirra. Þetta var strandveturinn. Björgunin við Látrabjarg skildi eftir ógleymanleg áhrif. Þegar ég þarf á þvi að halda að vera bjart- sýn og treysta mönnum til góðra hluta, hugsa ég um þann vetur. Ég hef lika verið hjá góðu fólki á Snæfellsnesi. Þá kenndi ég Shndum úti i Brokey. Mér þykir fjarska vænt um Brokey. Atakan- legt, ef hún fer i eyði. Siðast, þegar ég vissi, var enginn ferða- hugur i fólkinu. Frh. á bls. 15 Oddný Guðmundsdóttir: myndin er tekin á skrifstofu Samtaka hernámsandstæðinga fyrir nokkrum árum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.