Þjóðviljinn - 24.10.1972, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24 október 1972. hagnýtir ekki auðlindir sóar þeim Kaflar úr erindi Þrastar Olafssonar hagfræðings um efnahagsmál Kerfið heldur Á laugardaginn hélt Þröstur ólafsson hagfræö- ingur erindi um efnahags- mál á flokksstjórnarfundi Alþýöubandalagsins. Var þaö jafnframt framsöguer- indi fyrir umræöu- og starfshóp um efnahags- mál, en Þröstur veitti hon- um forystu. Þröstur tók meginatriði máls síns saman á þessa lund i lok erindis síns: Viö höfum tvenns konar vanda. Annars vegar hviklynt atvinnulíf, með miklum hagsveiflum ásamt öllum þeim afleiðingum, sem það hefur í för meö sér. Hins vegar mikil þensla, sem bæði er afleiðing of mikilla útgjaldafyrirætl- ana einstaklinga og hins opinbera, sem einnig er fylgifiskur kerfisins, trúr eins og skuggi manni. Leiðirnar verða að vera í samræmi við þessa skil- greiningu á vandamálinu. Eina virka ráðið gegn óstöðugleika er að byggja upp atvinnuveg, sem er traustur og stöðugur. Atvinnulífið þarf að verða fjölbreyttara og hvíla á fleiri stoðum en nú er. Við þurfum og verðum að stefna markvisst að örri og umfangsmikilli iðnvæð- ingu. Hún er eina andsvar okkar við hverfandi þorski. Margföld iðnaðarfram- leiðsla á við það sem nú er, verður eina tryggingin fyrir stöðugleika atvinnu- lífsins. Þegar hagsveiflur skekja þjóðarbúið ára- tugum saman er vanda- málið orðið meira en svo, að það verði leyst á nætur- fundi í Alþingi. Það þarf uppskurð á atvinnulífinu. Vandamálið er hagnýting auðlindanna — fjármagns, vinnu og náttúrunnar. Og það er þegar á allt er litið stærra mál en skammtima- jafnvægi milli framleiðslu og ráðstöfunar. Þegar er hafið starf að iðnvæðing'u landsins og Alþýðubandalagið verður að styrkja það starf með öllum kröftum. Þau mark- mið sem þa.r haf a verið sett fram eru hátt sett, en ekki of hátt. Hinn hluti efnahagsvand- ans var þenslan í þjóðar- búinu. Draga verður úr heildareftirspurn og flytja verður tekjur milli greina í hagkerfinu. Hægt er að draga úr heildareftirspurn á þrjá vegu: Með beinum skött- um, með óbeinum sköttum, með niðurskurði og spörun. Beinir skattar hafa ýmsa kosti. Þeir eru lýðræðis- legir, sérh'ver veit hve mikið hann greiðir í skatt. Þeir eru gott hagstjórnar tæki. Þeir eru tekju — jafnandi og hlutlausari gagnvart verðlagi en óbeinu skattarnir. En þeir eru óvinsælir af því þeir eru lýðræðislegir og þótt hlut- fall beinna skatta hér sé miklu lægra en annars staðar i Evrópu er óvíst, að fyrir því sé pólitiskur vilji að hækka þá, einkum eftir gjörningaveðrið i sumar sem leið. Einnig er hækkun beinna skatta óréttlát meðan fjöldi landsmanna kemst upp með það að skammta sjálfum sér tekjur. Hitt finnst mér sjálfsagt, að koma höndum yfir fleiri skattstofna, sem ekki eru skattlagðir í dag, s.s. margs konar þjónustustarfsemi einstaklinga og félaga. Leggja má á mi11iIiðaskatt, heildsölugjald o.m.fl. í sambandi við skattsvikin er nauðsynlegt að auka ýmsa léttvæga frádrattarliði, s.s. læknisþjónustu, lög- eða hagfræðilega aðstoð, við- gerðir á húsum, húsaleigu o.s.frv. Gefa mætti sér- hverjum lið hámark. Síðan mætti nota þetta í skatta- eftirliti, og verum viss að auðvelt væri að ná tangar- haldi á stórum hluta skatt- svikanna. i skattamálum verður líka að ríkja rétt- læti. Gift kona á enga heimtingu á forréttindum út af því að vera gift. Þa'ð á ekki að verðlauna giftínguna eða láta siðspill- andi skattahugleiðingar hafa áhrif á hjónabands- fyrirætlanir fólks. En ef við afskrifum hækkun á beinum sköttum, verður þrautalendingin hækkun óbeinna skatta. Þeir geta verið margvís- legir og misháir eftir vöru- flokkum. Ekki meira um þetta. Hér skulum við staldra við og athuga okkar gang. Enn er öll okkar hugsun innan ramma kapitalism- ans og án þess að gera til- raun til að höggva skörð í hann. Ég viðurkenni að oln- bogarýmið er ekki ýkja stórt, en það er þó stærra en við viljum halda. Stjórnunarmöguleikar almannavaldsins verða að aukast. Um leið og gerðar verða skammtíma jafn- vægisráðstafanir i haust verði tekin upp krafan um þjóðnýtingu fiskiskipa- trygginga og olíusölu og verzlunin verði endurskipu- lögð bæði hvað snertir verðlagskerfið, lánamál hennar og eignarhald. Við þurfum ekki að bera neinn kinnroða fyrir því, þótt við játum það opinberlega að við viljum frekarað KRON og kaupfélögin reki hana heldur en Silli og Vali. Gamla krafan um fækkun banka er enn í fullu gildi. í húsnæðismálakérfinu ríkja lög frumskógarins, nema hvað það er erfitt að fela sig, þar sem húsnæðis- leysingi er. Hér verða að koma til stórmikil afskipti hins opinbera. Að hefja slíkar breyt- ingarerskref í átt til sósíal- isma og gerum við það, þurfum við ekki að bera kinnroða fyrir sósialísku rósinni, sem við svo gjarn- an skreytum okkur með í hnappagatinu. En sósíalismi er óhugs- andi án stéttabaráttu, sem er hreyfiafl þjóðfélagsins. Þess vegna er nauðsyn- legt að verkalýðshreyf- ingin taki slík mál upp og krefjist viðtækari breyt- inga en aukna sköttun eða gengisbreytingu. Þvi slíkar ráðstafanir borgar launa- stéttin, strúktúrbreytingar borga atvinnurekendur að mestum hluta. Ég ætla ekki að hafa þetta öllu lengra. Gerum okkur það Ijóst, að engir hlutir gerast af sjálfu sér, allra sízt skref í átt til sósíalisma, og enginn dæmir okkur af orðum okk- ar heldur gjörðum, hvort sem dómararnir heita flokksmenn, kjósendur eða þjóðin. Misræmið milli framleiðslu og eyðslu þjóðarinnar er geigvæn- legt, og verður engin efnahags- lausn varanleg, sem ekki dregur mikið úr eyðslu og bruðli þjóðar- innar. Yfirbygging þjóðarbúsins er geysimikil. Nýlega var gerður samanburður á fjölda banka- starfsmanna i Sviþjóð og á ls- landi. Ef sama fólksfjölda hlutfall gilti hjá okkur og i Sviþjóð ættu að vera hér800 bankastarfsmenn, en þeir eru nú um 1.600. Afköst i iðnaði svo dæmi séu nefnd eru þriðjungi lægri en á Norðurlöndum. Rekstrareiningar hér litlar og óhagkvæmar. Sóun verðmæta eða afætukerfið, er eitt megin einkenni islenzks efna- hagslifs. Landbúnaðarstefnan er stolt einkenni sóunarinnar. Við hendum orðið yfir 2,0 miijörðum árlega i uppbætur og niður- greiðslur. Stór hluti þessara tveggja miljóna er hrein sóun verðmæta. og veldur mikilli efna- hagslegri röskun. Kerfi í kerfinu Athugum visitölukerfið. Visi- tölukerfið átti i eina tið að vernda launafólk, einkum þá lægst laun- uðustu gegn verðþenslu. 1 dag hindrar það, að hægt sé að bæta lifskjör þeirra þvi visitalan mælir jöfnum höndum nauðsynjar fólks, munaðarvörur og hagstjórnar- tæki rikisins. En bætt lifskjör fást tæplega lengur með hærri einka- neyzlu heldur i stóraukinni sam- félagslegri þjónustu. Núverandi visitölukerfi kemur i veg fyrir það. En það er augljóst mál, að visi- tölunni verður að breyta. Án þess verða engar efnahagsaðgerðir framkvæmdar. En visitalan verður samt sem áður að halda áfram að tryggja allan almenn- ing gen verðbólgu hvort sem hér er vinstri eða hægri stjórn við völd, þvi verðbólgan er ekki nátt- úrufyrirbæri heldur tekjuskipt- ingartæki auðvaldsins. Verðbólgan er þvi fyrst og fremst kapitaliskt fyrirbæri, þótt okkur sé engin huggun i þvi, svo lengi sem við burðumst með það kerfi hér. En það finnast fleiri kerfi i kerfinu en visitölukerfið. Eitt ágætt kerfi heitir verðlags- kerfi og er gagnmerkt kerfi. Verð hefur það hlutverk að stýra gróða fjármagni og vinnu til sem beztrar hagnýtingar auð- linda hvers lands. Hér á landi er enginn sá aðili sem tryggir þetta. Fjármagni er útbýtt samkvæmt timasetningu innkominna um- sókna bundið eftir atvinnuvegum. Verðlagskerfið er eins og við vit- um undir eftirliti rikisvaldsins að miklu leyti, en vegna úreltra verðlagsákvæða og vinnubragða hefur þetta fyrirkomulag allt önnur og þveröfug áhrif á stýr- ingu fjármagns- og gróða heldur en þvi var ætlað i upphafi. Kerfið hagnýtir ekki auðlindir heldur sóar þeim. Það verkar nefnilega þannig að sópa gróða til innflytjenda. Inn- flytjendur hafa i dag þá beztu tekjutryggingu, sem hægt er að hugsa sér, þar sem þeir háfa fasta álagningu. Tekjur þeirra hækka við hækkað vöruverð er- lendis og meiri gjaldeyris útlát fyrir landið. Auk þess hafa marg- ir þeirra tök á þvi að fá umboðs- laun sin og margs konar heima- kostnað reiknaðan inn i erlenda söluverðið. Siðan fá þeir fasta prósentu hér heim i ofanálag. Verðlagskerfinu verður að breyta, þvi það orsakar bæði sóun verðmæta og hátt vöruverð. Þriðja kerfið er lánakerfið eða fjárfestingarkerfið. Skoðun starf- semi þess. Fjármagni til fjárfestingar er skammtað eftir atvinnuvegum, hvernig svo sem framleiðni at- vinnuveganna er háttað, en hún er mjög misjöfn. Þetta hefur það i för með sér, að ómögulegt er að stjórna fjármagninu milli greina og elta upp hæstu framleiðni. Nákvæmlega sama er uppi á ten- ingnum, hvað snertir sjálfvirka afurðalánakerfið, það lætur ekki að stjórn. Um verzlunarvixlakerfið gildir það sama. Það tryggir tilveru fjölda fyrirtækja, sem engan til- verurétt eiga og færu til fjandans innan viku, ef breytt væri um lánapólitik. En þvi miður eru öll okkar smáu kerfi þannig, að þau eru trygging fyrir óarðbærum rekstri,sem orsakar spennu,og gera rekstur þjóðarbúsins mun kostnaðarsamari en ella, sem kemur fram i lágum launum eða rekstrarerfiöleikum atvinnuveg- anna. Hvar myndast gróðinn? Ilér rikir einnig sú landlæga skoðun, að fyrirtæki megi helzt ekki fara á hausinn, allir verði að komast af. Ef oliufélögin eru i andaslitr- unum þá vonum i guðanna bæn- um að þau fái hægt en gott andlát. Og ætli Eimskip sæmi ekki frekar að draga úr bákni sinu heldur en biðja um hærra verð á sama tima og það heldur uppi svo háu verði á flutningaleiðum til Islands, að ódýrara er að flytja vöru frá Hong Kong til Hamborgar, heldur en frá Hamborg til Reykjavikur. Við skulum ekki hafa áhyggjur af verzluanar- eða viðskiptageira hagkerfisins. hann spjarar sig og langár mig i þvi sambandi að gripa til nokkurra talna. Ég vil taka það enn fram, að taka verð- ur þessar tölur með miklum fyrirvara, eins og reyndar allar tölur hagfræðinnar, einkum og sér i lagi tölur, sem ekki hafa verið prófaðar vendilega eins og þessar. Þær sýna þvi fremur tilhneig- ingu en staðreyndir. Tölur gefa til kynna að hlutur launa i heildartekjum hafi vaxið úr 69,6% 1969 i 73,4% 1971, sem er hátt hlutfall. Ef við sleppum land- búnaði þá námu launagreiðslur árið 1970 kr. 20.396 mkr. en hreinn hagnaður 6.508 mkr. Af þessum 6.508 mkr. voru 1.270 mkr. i fisk- veiðum og iðnaði og byggingar- iðnaði, enþarstarfar 43% heildar- vinnuafls þjóðarinnar. 1 þriðja geiranum myndaðist gróði upp á 5.238 mkr. en þar starfar um 44% vinnuafls og yfir 80% gróðans verður þar til. Jafnvel þótt þessar tölur séu of háar vegna óná- kvæmni i tölumeðferð þá benda þær ótvirætt á sterka tilhneigingu sem engum er hollt að lita fram- hjá. Rekstur fyrirtækja á Islandi er skemmtilegur vegna þess hve ævintýralegur hann er.Athugun á fyrirtækjum hefur leitt i ljós, að eigið fjár hlutfall þeirra er afar lágt, sem þýðir að þau eru byggð upp af almannafé. Allur rekstur er byggður svo til eingöngu á lánsfé og til fjárfestingar sækja fyrirtækin i opinbera fjárfest- ingasjóði, þar sem afar sérkenni- leg fjármagnsúthlutun fer fram, en á hana hefi ég litillega drepið að framan. En þessi litlu eign- lausu fyrirtæki eru gagnlegt tæki eigendanna i baráttu þeirra við skattyfirvöld landsins. Lög hluta- félaga og reglur um sameignar- félög verður að endurskoða sem allra fyrst. Þvi á sú spurning vissulega rétt á sér, hvort ekki sé rétt að koma stórum hluta fyrirtækjanna annað hvort i hendur réttra eig- enda — sem er islenzkur almenn- ingur — eða láta harðneskjulegan kapltalisma koma þeim á vonar- völ, þar sem þess er krafizt að eigið fé verði stór hluti af veltu fyrirtækjanna. Hagkerfi okkar er plat kapitalismi og samhæfing milli framboðs og eftirspurnar byggist meir á samningum og skömmtunum en markaðslög- málum. Sú fjármagnsskömmtun, sem hér um ræðir, er m.a. orsaka- valdur þess ótölulega fjölda fjármagnsmiðlara, sem hér eru á landinu. Inn i þetta dæmi fléttast einnig sú staðreynd, að fjár- magnið á Islandi er eign rikisins en ekki fjármagnsauðvaldsins eins og i ekta auðvaldsrikjum. Þetta veldur þvi m.a. að auð- valdið hér hefur engan áhuga á stöðugu verðlagi heldur þvert á móti græðir á verðbólgunni sem skuldunautur rikisins i fyrirtækj- um, sem ekkert eigið fé eiga. Að fá sem mest fyrir ómakið En áður en við förum að ræða lausn vandans er ótalið eitt ein- kenni kerfisins, sem er ekki minnst, en það er óstöðugleiki hagkerfisins. Hagkerfi okkar skortir alla kjölfestu. Meginorsök þessa óstöðugleika er mikilvægi sjávarútvegsins, en hann er undirorpinn örum breytingum bæði á verðlagi og aflamagni, þótt fleira komi þar til, s.s. upp- bygging sjávarútvegsins sjálfs og allt það bákn, sem á honum hvilir. Nú er það tæplega á mannlegu valdi að ráða við náttúrufarið eða verðlag á útflutningsmörkuðum þannig að við eigum alltaf á hættu að fá*okkur hagsveiflu. En það er ekki meginmálið. Öll hagkerfi þurfa að glima við misgjöfula náttúru og sveiflukennda mark- aði i einhverjum mæli. Vanda- málið er hæfni hagkerfisins til að bregðast við sveiflunni, sem kemur utan frá. Ég sleppi visvit- andi sveiflum, sem eiga uppruna sinn i innri móthverfum efna- hagslifsins, sem koma oftast fram i offramleiðslu og sölu- tregðu, sem er alþekktur fylgi- fiskur sérhvers auðvaldsþjóðfé- lags. Sú leið, sem að lokum verður Frh. á bls, 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.