Þjóðviljinn - 24.10.1972, Page 13

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Page 13
Þriðjudagur 24. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13. © Alistair Mair: Það var sumar i — En þú veizt ekkert um það. Kannski er eitthvað um að vera sem þú veizt ekki um. — Ja, sagðí Peter. — En eitt veit ég. Við höfum ekki efni á að halda svona veizlu fyrir tvö pund á haus. Ég skil ekki hvernig okk- ur datt það i hug. Elisabet andvarpaði og dró að sér höndina. — Vegna þess að við eigum silfurbrúðkaup, sagði hún lágum rómi. — Vegna þess að nær allir vinir okkar eiga hjá okkur heim- boð. Vegna þess að þetta virtist hentugt tækifæri til að endur- gjalda gestrisni þeirra að ein- hverju leyti. Vegna þess að það er ekki hægt að halda áfram að þiggja og gefa aldrei neitt. Vegna þess að ýmislegt er meira virði en peningar — — Segðu bankastjóranum þetta og vittu hvað hann segir. — Mér er alveg sama hvað bankastjórinn segir, hrópaði Elisabet. — En samt er eitt sem þú gleymir. Hann leit á hana. — Hvað er það? — McLean er dáinn, sagði hún. Hann sneri sér undan og starði á dökk trén sem gnæfðu yfir bil- ana. — Nei, sagði hann. — Ég var ekki búinn að gleyma þvi. Ég er ekki búinn aö átta mig fullkom- lega á þvi, en ég var ekki búinn að gleyma þvi. Hann þagnaði. — Sannleikurinn er sá, að eiginlega var ég ekki að gera að gamni minu þegar ég sagðist hafa drepið hann. — Ég veit það, sagði Elisabet. — Og fyrir bragðið er þetta i kvöld.... ég veit svei mér ekki... það er næstum ósiðlegt. Það breytir silfurbrúðkaupi næstum i hlakkandi erfisdrykkju. — Þetta verður standandi borðhald, sagði Elisabet. — Og þú ert alltof hörundsár. Þú ollir ekki dauða McLeans. Hann gerði það sjálfur. Og ef við höfum nokkurn tima haft ástæðu til að halda veizlu, þá er það nú. — Þetta kallast vist raunsæi, sagði Peter. GLENS —Einhver verður að vera raunsær. Hún opnaði dyrnar. — Og komdu nú. Við erum orðin alltof sein. Hann gekk á eftir henni upp breiðu stigaþrepin og inn i viðar- klætt anddyrið. — Ég verð að fara upp með kápuna mina, sagði Elisabet. — Ég hitti þig hér. — Allt i lagi. — Og ef þú sérð Simon, segðu honum þá að biða. Mér finnst við ættum að fara inn saman. Hann fann Simon i fatageymsl-' unni að gantast við Morag, af- greiðslustúlkuna. Hún var lagleg og snyrtileg og bústin. rjóð og dökkeyg, og hún leit undan með sektarsvip, þegar hann birtist. Þetta var eitt af þvi sem kom hon- um enn á óvart. Hann varð að minna sjálfan sig á að Simon var nú orðinn tvitugur, hafði reyndar verið karlmaður i fimm ár. Hann hefði getað stritt honum, en sam- bandið milli þeirra hafði aldrei boðið heim striðni eða glensi. Þegar hún hafði tekið við frakk- anum hans og hvita siikitrefl- inum, sneri hann til dyra og forð- aðist að lita á Simon. — Við skulum koma, sagði hann stuttur i spuna. — Við hitt- um þær i anddyrinu. En anddyrið var autt. Þeir stönzuðu undir virðulegum hornum gamals hjartar, og Peter leit á úrið sitt- Klukkan var tutt- ugu og fimm minútur yfir sjö. Fyrir innan tvöföldu dyrnar að veizlusalnum mátti heyra klið, hreyfingu og hlátra, sem gáfu til kynna að veizla væri i uppsigl- ingu. Og Elisabet hafði haft á pSttu að standa um barinn. Þar var margt um manninn. Gegnum bogadyr gat hann séð endann á afgreiðsluborði, þar sem tvær stúlkur voru að tala við hávaxinn, ljóshærðan mann. Fólkið vakti athygli hans i svip, þvi það var glæsibúið á kæruleysislegan en nýtizkulegan hátt, sem var fram- andi i Pitford, þar sem jafnvel hinir auðugustu héldu sér við tvidið. Hann laut höfði til að kveikja sér i sigarettu og velti C3 *v fyrir sér hvaða fólk þetta gæti verið. Hann leit upp frá loganum, á hópinn við bogadyinar og mætti augum hennar, rólegum augum, gráum jafnvel i fjarska, festu- legum augum sem horfðu kyrrlát i augu hans. A eftir mundi hann aðeins eftir þeim. A eftir var hægt að velta fyrir sér hvort minningin væri hugarburður. En á þessari stund fann hann svo greinilega að einhver tengsl höfðu komizt á, að eitthvað lá i loftinu sem sendi fiðring um þreyttan likama hans. Og hann vissi ekki hvernig andartakið hafði endað, hvort hún hafði litið undan með óljóst bros á vör, eða hvort hann hafði sjálfur litið við þegar Simon tók til máls: — Þarna koma þær. — Hvað segirðu? — Susan og mamma. Þær eru að koma. Þær voru i stiganum. Hann sá þær iskugga gráu augnanna. — Ertu ekki að koma? Simon var óþolinmóður. — Mamma sagði að við ættum öll að fylgjast að inn. . — Já, sagði Peter, — Ja, auð- vitað. Jacky Carstairs horfði á fólkið mætast og hverfa inn um tvi- skiptu dyrnar. Þá sneri hún sér aftur að eiginmanni sinum og systur og dreypti hugsi á Martini- kokkteilnum sinum. Þetta gat allt beðið. Þegar þau væru búin að finna hús, flytja inn og koma lagi á hlutina, þá yrði nógur timi til að láta athuga þetta betur. Ef bar- þjónninn hafði rétt fyrir sér, ef hái og granni maðurinn með dökku, fallegu augun, var i raun- inni læknirinn, þá yrði sú athugun ekki nema skemmtileg. Þótt skapið hefði batnað, þok- aðist Peter milli kunningjanna i þvi hugarástandi sem allsgátt fólk kemst iðulega i innanum þá sem orðnir eru hreifir af vini. Allir höfðu slakað á, og honum fannst hann sjálfur stirðbusa- legur með uppgerðarbros limt á andlitið. Honum heyrðist röddin i honum sjálfum vera kuldaleg og laus við allan innileik. En hann varð að hafa upp á Bill. Stúlkan með gráu augun hafði ekki komið honum til að gleyma kertastjök- unum. Og það varð að afgreiða það mál núna, meðan hann var með öll skilningarvit i lagi, liði kvöldið án þess að nokkuð yrði gert. — Hæ Peter! Til hamingju! — Þakka þér fyrir Georg. Gaman að sjá þig hér. — Til hamingju, Peter! Þetta er ljómandi veizla! — Gaman að þú gazt komið... þakka þér fyrir, Tom... sé þig á eftir. Archie... sæl, Jean. Er Iain með þér? ... nei, hún er þarna.. já, ég skal segja henni það.. þakka þér fyrir, Jim — Hægagangur framhjá brosandi andlitum. Kurteisishjal. Afengis- þefur i loftinu, þykku af reyk, þungu af ilmvötnum og rakspira og jafnvel mölkúlum. Kven- hlátrar , dálitiö tviræðir. Og Bill, þægilega fjarri aðalglaumnum eins og ævinlega, stóð hinn róleg- asti á tali við Mary litlu Marsh. Dálitil geil opnaðist, lokaðist aft- ur. Djúpt andkaf. Hliðarspor. Og i gegn. - Bill! Stórskorið og góðmannlegt andlitið á Lambton leit til hans og augun glóðu af hlýju og innileik. Um leið var hönd lögð á öxl honum. Hann sneri sér snöggt við. — Sæll, Peter. Fyrirgefðu ónæðið. Ég hefði þurft að tala við þig andartak — John Barrie, roskinn lögfræð- ingur, nýhættur störfum, stóð þarna glaðlegur og með eftir- væntingu i svipnum. Peter vék sér fjær. — Heyrðu John. Ég þarf fyrst að tala við Bill. Er það ekki i lagi? — Allt i lagi, auðvitað. Gerðu það. En á eftir... skilurðu ... bara fáein orð. — Allt i lagi, sagði Peter. — Sé þig seinna. Leiöin var opin. Mary Marsh hafði snúið sér að Júliu Pearson. Bill var einn, snyrtilegur og upp- dubbaður meö rauðleitan óstýri- látan makka. Peter tók i sterk- lega framrétta hönd hans, hön i sem var eins og sköpuð fyri ■ erfiðisvinnu, sem hún hafði aldr< , Þ RIÐJUDAGUR 24. október. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunieikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðbjörg ólafsdóttir heldur áfram sögu sinni um ..Pilu og Kóp” (2). Tilkynn- ingar kl. 8.30. Létt lög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Hjálmar R. Bárðar- son siglingamálastjóri talar um mengun sjávar. Morgunpoppkl. 10.40: Pearl og Pink Floyd leika og syngja. Frétlir kl. 11.00. Illjómplöturabb (endurt. þállur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan „Drauai- ur um I.jósaland" cftir Þór- unni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les (6). 15.00 Miödcgistónleikar. Franz Holotschek og Bar- ylli-sveitin leika Concertino fyrir pianó og kammersveit eftir Leos Janacek. Rosa Spier og Phia Berghout leika tónlist fyrir tvær hörp- ur eftir John Tomas og Marcelle Soulage. Stig Ribbing leikur á pianó verk eftir Wilhelm Peterson- Berger. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 l’opphorniö. 17.10 Eramburðarkennsla i tengslum við bréfaskóla ASÍ og SÍS. Þýzka, spænska, esperanto. 17.40 útvarpssaga barnanna: „Sagan af Iljalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson leikari byrjar lest- urinn. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismái. 20.00 Frá iistahátið i Ilelsinki. Emil Gilels leikur á tónleik- um 4. sept. sl. a. Tvær pianósónötur eftir Beethov- en, i C-dúr op. 53 og A-dúr op. 101. b. ,,Sv ipmyndir” eftir Debussy. c. „Petrúshka” eftir Stravinsky. 21.15 Skyrog skyrgerð.Baldur Johnsen læknir flytur erindi. 21.40 iþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Tækni og visindi. Guðmundur Egg- ertsson prófessor og Páll Theódórsson eðlisfræðingur sjá um þáttinn. 22.35 llarmonikulög. Heidi Wild og Renato Bui leika eigin lög. 23.00 A hljóðbergi.The James- town saga: Saga landnáms i Jamestown 1605 til 1620 i orðum landnemanna sjálfra. Philip L. Barbour tók saman efnið, en Nigel Davenport o.fl. leikarar flytja. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 24. október 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-f jölsky idan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 26. þáttur. Talinn af. Þýðandi Heba Július- dóttir. Efni 25. þáttar. Faöir Edwins er látinn og Ashton- hjónin fara til Yorkshire til að ganga frá eigum hans. Þar ræða þau saman og nálgast hvort annað á ný. Davið kemur heim i orlof og heimsækir Sheilu i von um sættir, en Colin er þar fyrir og Davið hraðar sér á brott. Tony Briggs er lika i or- lofi og vinkona hans með honum. Shefton vonast eftir að Tony kvænist henni og komi til starfa i prent- smiðjunni, en það virðist ó- sennilegt. Edwin fær staö- festingu á fréttunum um, að John sé á lifi, og tilkynnir Margréti það. 21.25 Nýjasta tækni og visindi. Skylab — rannsóknastöð i geimium. öryggi á vegum. I.and varið ágangi sjávar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 2 1.50 F a n g e 1 s i n . Umræðuþáttur i umsjá Ölafs Ragnars Grimssonar. 1 sjónvarpssal verða, auk Ölafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra, lög- fræðingar, dómarar, sál- fræðingar fangaverðir og ýmsir aðrir, sem láta sig fangelsismál varða. Einnig verður rætt við nokkra f'anga. 22.50 Dagskrárlok. r v Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJim _______________________J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.