Þjóðviljinn - 24.10.1972, Síða 15

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Síða 15
Þriðjudagur 24 október 1972. ÞJÓDVILJINN — StÐA 15. Sigur viss Framhald af bls. 6. ályktanir i sumum þessara mála. Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra hafði framsögu fyrir nefndaráliti að stjórnmála- ályktun, en meðal ræðumanna voru Hjörleifur Guttormsson, Guðmundur Hjartarson, Sigurjón Pétursson, Rafn Guðmundsson og Magnús Kjartansson. Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins kynnti niðurstöður umræðuhóps um skattamál og var samþykkt að visa þeim til miðstjórnar til frek- ari athugunar. Frá kjöri mið- stjórnar skýrum við i sérstakri frétt, en það fór fram á sunnudag. Ragnar Arnalds formaður Alþýðubandalagsins sleit flokks- ráðsfundinum með nokkrum orð- um. Hann gat þess, að fundinn sátu um 100 fulltrúar frá yfir 30 flokksfélögum, en þau eru alls um 40. Formaðurinn þakkaði fulltrú- um utan af landi sérstaklega komuna. Hann þakkaði fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalags- ins ötult starf og minntist sér- staklega bættrar aðstöðu til flokksstarfs, er skapazt hefði með kaupum hússins aö Grettisgötu 3. Ragnar þakkaði einnig fráfarandi miðstjórn og ráðherrum flokksins vel unnin störf. Að lokum risu menn úr sætum og sungu Internationalinn alþjóðasöng verkalýðsins. Um kvöldið var svo efnt til kvöldvöku i Glæsibæ við Suður- landsbraut i Reykjavik fyrir flokksráðsmenn og gesti þeirra. Var þar flutt samfelld dagskrá og rifjaðir upp atburðir frá kreppu- árunum á f jórða áratug aldarinn- ar. Guðrún A. Simonar söngkona flutti nokkur lög, Karl Guð- mundsson leikari skemmti og 4 raddsterkir félagar,þeir Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, Gunnar Guttormsson, blaðamað- ur, Haukur Hafstað fram- kvæmdastjóri og Hjálmar Ólafsson konrektor rifjuðu upp nokkra gamla baráttusöngva. Var það mál manna, að þeir hefðu sjaldan átt ánægjulegri kvöldstund. Oddný Framhald af bls. 9. Og nú ætla ég að fara að kenna i Bitru-og Kollafirði. Þar hef ég verið áður. Það getur ekki kallazt afskekkt byggð. Hins vegar væri skólastjórinn i Trékyllisvik vel að | þvi kominn að fá staðaruppbót. Ég sá auglýsta kennarastöðu með staðaruppbót hérna á Seltjarnar- nesinu i haust. Þegar kennsluskipan sveitanna er breytt, er ekki sérstaða hvers byggðarlags nógu vel athuguð. Byggð íslands er ekki öll á eina bókina lærð. Skólabill er ágætur i snjóléttri og þéitbýlli sveit. Hann er neyðarúrræði, þar sem snjó- þyngsli og vegleysur geta valdið þvi, að börnin verði að dvelja i bilnum tvo klukkutima á dag. Það er heldur ekki notalegt fyrir yngstu börnin, sem ekki þurfa að vera i mörgum timum, að biða i skólanum hálfan daginn eftir bil- ferðinni heim. Sveitabörnin vantar ekki verkefni Sérstaða hvers byggðarlags er afar þýðingarmikið atriði. En sveitafólkið hefur heyrt getið um ýmsar nýjungar og „réttindi”, sem Reykvikingar njóta, og vill ekki verða afskipt. En það sem er nauðsyn i Reykjavik, getur verið bæði óþarft og óhentugt á öðru landshorni. Það hefur, til dæmis, þótt heppilegt, að borgarbörnin hafi eitthvað fyrir stafni i september. En sveitabörnin vantar ekki verkefni i annriki haustsins. Það sama er að segja um sauðburðartimann á vorin. Ég geteinhvernveginn ekki litið á það sem sérstök mannréttindi fyrir sveitabörnin, ef þau ættu að sitja inni hálfan sólskinsdaginn, meðan sýslað er við lambfé, gengin varplönd og hlynnt að gróðri jarðarinnar. Ég skil ekki þetta kjarkleysi lærðu kennaranna, sem ireysta sér ekki út fyrir Reykjavik. Og þeir, sem uppaldir eru i borginni og eru ungir enn, hafa ekki nema gott af þvi að kynnast einhverju öðru. Þröstur Framhald af 12. siðu. valin þarf að koma hér breyt- ingum á. Varanleiki aðgerðanna verður aðeins tryggður i gerbreytingum hagkerfisins, bæði hvað snertir sóun þess óhagkvæmni og brokk- gengi, og með þvi að efla festu þess og stöðugleika. Um leið og við segjum að þörfin sé brýn en timinn naumur drögum við athyglina frá stóru vandamálum framtiðarinnar, hvert eigi að beina fjármagni okkar og vinnu- afli, þannig að við fáum sem mest fyrir ómak okkar. Þjóðarframleiðsla, ráð- stöfun og útflutningur. Efnahagsþróunin 1971 ein- kenndist af örum vezti fram- leiðslu og eftirspurnar. Þjóðar- framleiðslan jókst um 9,5% og viðskiptakjörin gagnvart út- löndum bötnuðu verulega þannig að þjóðartekjur jukust um 12,5% á árinu, en höfðu aukizt um 10,5% árið 1970. Meginskýringin á þessu var mikil aukning útflutnings- tekna allt frá árinu 1969. Arið 1971 dró nokkuð úr afla, þrátt fyrir aukna sókn, en verðlag flestra útflutningsafurða hélt áfram að hækka. Hækkun þjóðar- framleiðslu á yfirstandandi ári er áætluð um 5,8% én hækkun þjóðartekna sennilega 4 1/2-5% f.f. ári vegna versnandi við- skiptakjara. Verðmætaráðstöfun innanlands jókst 1971 um 21,3% að magni og jókst þannig mun meira en þjóðarframleiðslan en það kom fram i halla á viðskiptajöfnuði, sem var um 4 miljarðar. Spár fyrir næstu ár gera tæp- lega ráð fyrir þvi að afkastageta þjóðarbúsins skili meiri fram- leiðsluaukningu i heild en sem svarar 4-5% og ekkert bendir til þess að viðskiptakjörin batni þannig að gera má ráð fyrir enn lægri þjóðartekjuhækkun. Þessi samdráttur I þjóðarfram- leiðslu hefur þó ekki haft nein veruleg áhrif á útflutningsverzl- unina, þar sem á móti kemur veruleg aukning frá öörum atvinnugreinum, sem þó að hluta byggist á minnkandi birgðum. Þannig er spáð 8-13% aukningu útflutningsverðmætis fyrir árið 1971 ef álinu er sleppt þrátt fyrir 4-8% magnminnkun sjávarvöru- framleiðslu til útflutnings. Orsök þessa liggur einkum i verulegri aukningu i útflutningi iðnaðarvara. Áætluð aukning fyrir allt árið er um 33% og er þá bæði áli og barnamold sleppt. Þróun innflutnings hefur ekki verið örari en búizt var við i upp- hafi ársins. Þa hljóðuðu spár upp á aukningu innflutnings, sem næmi 28% en, ef hinn svokallaði sérstaki innflutningur er undan- skilinn bæði árin nemur aukn- ingin ekki nema 16,3%. Þannig er ekki hægt að tala um neina I skyndilega röskun i utanrikisvið- skiptum þjóðarinnar, utan þess, sem hin almenna þensla þjóðar- búsins segir til um, og þenslu- merkin voru ekki bara tannfé frá viðreisninni heldur bundin skipan okkar efnahagsmála. En það er þessi þensla ásamt sveiflu i aflabörgöum, sem myndar þann vanda, sem leysa þarf. Myndazt hefur mikill þjóöhags- íegur halli, — sem kemur fram i neikvæðum viðskiptajöfnuði —- sem lagfæra þarf. En skoðum nánar verðlags- og kaupmáttarþróunina að undan- förnu. Verðlagsþróun og kaup- máttur. I áætlunum, sem unnar voru i haustbyrjun er gert ráð fyrir þvi að kauptaxtar launþega hafi hækkað um 18,5% árið 1971, og um 30,0% 1972 og er þá miðað við ársmeðaltöl Framfærslukostnaður hækkaöi um 6,8% að jafnaði árið 1971 en spáö er 10% hækkun hans á yfir- standandi ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna, en þá hefur verið tekið tillit tií skattbreytinga vog verðbreytinga á vörum og þjónustu, hækkar hvort árið fyrir sig um 15%. í þessu sambandi er fróðlegt að geta þess að meðal árleg verð- lagshækkun á árabilunum 1950 til 1971 er um 11% en meðal árleg F élagslegar ráðstafanir setja svip á fjárlögin Fyrsta umræða um fjár- lagafrumvarpið fór fram í sameinuðu þingi í gær. Halldór. E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu Ráðherrann gerði fyrst grein fyrir afkomu ríkissjóðs fyrir árið 1971, en niðurstöður hans (A- hluti) eru þær, að tekjur reyndust 13.258 miljónir kr. en rekstrarút- gjöld 13.534 miljónir kr. Halli á rekstrarreikningi varð þvi 276 miljónir. — Samkvæmt fjárlögum fyrir áriö ’71 voru heildartekjur rikissjóðs áætlaðar 11.535 miljón- ir, Alagðar eða tilfallnar rekstrartekjur urðu hinsvegar 1.723 miljónum kr. hærri. Inn- heimtar rikistekjur á árinu reyndust 12.955 miljónir kr. eða 1.420 miljónir umfram fjárlög. Fjármálaráðherra sagði, að verulegrar ónákvæmni hefði gætt i fjárlögum fyrrverandi rikis- stjórnar fyrir árið 1971. Hefði þar verið hvorki meira né minna en um 1.000 miljóna kr. óná- kvæmni. Hefði þesarar óná- kvæmni ekki gætt, hefði orðið um tekjuafgang að ræöa þrátt fyrir þá hækkun, sem varð á greiöslum almannatrygginga á árinu. Næst vék ráðherrann að horf- um i rekstrarafkomu þessa árs (til septemberloka) og sagöi að ljóst væri að hún yrði erfið, m.a. vegna þess að hin nýja verka- skipting milli rikis og sveitarfél- aga hefði aukið mjög útgjöld rikissjóðs, og tekjur til að mæta þessum útgjöldum innheimtust seint. Staða rikissjóðs gagnvart Seölabankanaum væri þvi slæm. Þar væri hinsvegar ekki um neitt einsdæmi að ræða, eins og látiö hefði verið af i skrifum sumra blaða. Gaf ráðherrann yfirlit yfir stöðu rikissjóðs gagnvart Seðla- bankanum allt frá árinu 1963, en samkvæmt þvi var staðan einna verst á árinu 1967. Þá gerði ráðherrann grein fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1973. Hann sagði, að samkvæmt þvi væri kostað kapps um aö vinna að uppbyggingu i þjóöfél- aginu með skipulegum hætti og eins miklumhraðaog skynsamlegt og framkvæmanlegt væri talið. Heildarhækkun fjárlaganna væri 20.1% , sem rekja mætti til þriggja meginþátta, launahækk- ana, hækkana tryggingabóta og dýrtiðarráðstafana. Fjárveiting- ar til framkvæmda væru svipaðar og á yfirstandandi fjárlögum. Lögð væri áherzla á að nýta framkvæmdafé sem bezt og stefna að þvi að ljúka verkum eða vissum áföngum til þess að tryggja sem bezt not fjárins. Ráðherrann sagði að við gerð frumvarpsins hefði verið reiknað með óbreyttri kaupgjaldsvisitölu. Ný miðstjórn Alþýðubandalagsins A flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina var kjörin ný miðstjórn flokksins. Miðstjórnina skipa alls 32 menn. Þar af eru 5, sem ekki áttu að ganga úr miöstjórninni nú, og voru þvi sjálfkjörin að þessu sinni. Þau eru Ragnar Arnalds, formaður Alþýðu- bandalagsins, Adda Bára Sig- fúsdóttir, Jón Snorri Þor- leifsson, ritari, Lúðvik Jósepsson, ráðherra og Magnús Kjartansson, ráð- herra. Nokkrir félagar, sem sæti áttu i fráfarandi miðstjórn, voru nú ekki kjörgengir sam- kvæmt reglum flokksins, þar sem þeir höfðu setið i mið- stjórninni i þrjú ár samfellt. Þeir eru Benedikt Daviðsson, trésmiður Kópavogi, Guðmundur Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Reykjavik Sigurður Björgvinsson, bóndi Neistastöðum Arnessýslu og Sigurjón Pétursson, borgar- ráösmaður, Reykjavik. Kjörnir voru i miðstjórn nú 27 menn, auk þeirra 5 sem þar sitja áfram án kosningar — og 10 menn til vara. Þessir voru kjörnir: Aðalmenn: Bjarnfriður Leósdóttir, hús- freyja, Akranesi Eövarð Sigurðsson, alþingismaður, Reykjavik Erlingur Viggós- son, sjómaður, Stykkishólmi Gestur Guðmundsson, háskólanemi, Reykjavik Gils Guðmundsson, alþingismaður Reykjavik Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðar- manna, Reykjavik Guðrún Hallgrimsdóttir, matvæla- verkfræðingur, Reykjavik Guðrún Helgadóttir, hús- freyja, Reykjavík Haukur Hafstað, framkvæmdastjóri „Landverndar” Haukur Helgason, hagfræðingur, Reykjavik Helgi Seljan, alþingismaður Reyðarfirði Hjalti Kristgeirsson, hag- fræðingur, Reykjavik Jón Timótheusson, sjómaöur, Reykjavik Karl Sigur- bergsson, skipstjóri, Keflavik Kjartan Ólafsson, ritstjóri, Reykjavik Margrét Guðna- dóttir, prófessor, Reykjavik Ólafur R. Einarsson, sagn- fræðingur, Reykjavik Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, Reykjavik Sigurður Magnússon, rafvéla- virki, Reykjavik Svandis Skúladóttir, fóstra Kópavogi Svava Jakobsdóttir, alþingis- maður, Reykjavik Svavar Gestsson, ritstjóri, Reykjavik Tryggvi Þór Aðalsteinsson, formaður Iðnemasambands Islands Tryggvi Sigurbjarnar- son, stöövarstjóri, Irafossi, Arn. Þór Vigfússon, mennta- skólakennari, Reykjavik Þröstur Ólafsson, hag- fræðingur, Reykjavik. Varamenn: 1. Guðmundur Hjartarson, framkvæmdastjóri, Reykja- vik 2. Óskar Garibaldason, formaður verkalýðsfélagsins Vöku Siglufirði. 3. Loftur Guttormsson, sagnfræðingur, Reykjavik 4. Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri ASI, Reykjavik 5. Stefán Jónsson, dagskrárfulltrúi, Reykjavik 6. Guðmundur Ágústsson, menntaskólakennari, Reykjavik 7. Guðmundur Ólafsson, háskólanemi, Reykjavik 8. Asgeir Blöndal Magnússon, cand.mag., Reykjavik 9. Gunnar Valdi- marsson frá Teigi, verka- maður, Reykjavik 10. Jóhann Ársælsson, sjómaður Akranesi. gengisfelling nemur á sama'tima 9,6%. Þessi verðhækkun var þó nokkuð minni á fyrri áratugnum eða 9,8% milli 1950 og 60, en 12,6% á árabilinu milli 60-71. Vonandi eru þetta engin álög, sem þjóöin getur ekki losnaö úr, en sennilegra er þó að óbreytt- ur grundvöllur, efnahagslifsins bjóði ekki upp a annan valkost, hvort sem okkur likar betur eða ver. Ég ætla ekki að fjölyrða um þau áhrif, sem verðbólgan hefur á is- lenzkt efnahagslif. Að vissu marki hefur hagkerfið aðlagað sig verðbólgunni svo sem i gegn- um visitölubindingu. Hins vegar er enginn efi á þvi að veröbólgan hefur haft i för með sér miklar eignatiifærslur. Einkum (á þetta við um til- færslur frá þeim, sem spara til lántakanda. t reynd hafa vextir hér verið afar lágir, og jafnvel neikvæðir sum árin og væri athyglisvert að athuga nánar hverjir hafa hagnað af þvi að halda þeim svo niöri og fá fjár- festingar- og rekstrarfé ókeypis, ef ég má komast svo að orði. Ég er þeirrar skoðunar að hækka beri vexti verulega — ef ekki verður hægt að halda verð- lagi i skefjum — þótt athuga megi nánár mismunun vaxta milli at- vinnuvega meir en nú er. Að öðr- um kosti er verið að færa hundruð miljóna árlega i vasa f jármagns- notenda. Rikissjóöur og fjárfest- ingarsjóöirnir. Þegar núverandi rikisstjórn settist við völd lofaði hún marg- vislegum lagfæringum og breytingum á samfélagi okkar. Einkum á þetta við um aukningu á félagslegri aðstoð, sem nú þegar er orðin rikissjóði dýr. Einnig var gefið fyrirheit um ým- iss konar opinberar framkvæmd- ir. Fjárlög fyrir 1973 liggja nú fyrir, þau eru að visu meö nokkr- um halla. En þau segja ekki nema hálfa sögu. t þau vantar aö óbreyttu ástandi nokkur hundruð miljónir.1 Fátt veldur meiri þenslu i þjóðarbúinu en framkvæmdir. Þær hafa áhrif á vinnumarkað, fjármagnsmarkað, viðskiptajöfn- uð og allt i gegnum hagkerfið. Það skiptir þvi miklu hvernig skipan er á þeim málum, hvort fjárfestingar- og lánamál þjóöfé- lagsins ganga algjörlega sjálfala eða hvort reynt veröur að stjórna þeim eða hafa hönd i bagga með þróun þeirra. Fjárfestingarfyrirætlanir einka- og opinberra aðila stefna á mun hærra mark en fjárfest- ingarsjóðirnir og bankakerfiö ráða við. Hér er einnig á ferð mikill þensluvaldur. Aætlanir gera ráð fyrir fjárvöntun allt að tveim mil- jörðum króna. -..... ■■ ------- • úm SAMViNNU- BANKINN F ramhaldsaðalfundur VÉLSTJÓRAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn að Hótel Sögu, sunnudaginn 29. október kl. 14. STJÓRNIN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.