Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 24.10.1972, Qupperneq 16
voaniMN Þriðjudagur 24 október 1972. Mmennar upplýsingar um æknaþjónustu borgarinnar ;ru gefnar I simsvara Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld- og næturþjónust lyfjabúðanna i Reykjavik verður sem hér segir 21.-27. október: Lyfjabúðin Iðunn — Garðsapótek. Lyfjabúðin Iðunn annast ein vörzluna á sunnudag. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Sími 21230. Véladynkir brezka flotans r nálgast Islandsstrendur Er nú loks að koma sú herskipavemd sem brezkir togaraeigendnr hafa lengi krafizt? Allt bendir nú til þess að Bretarséu í þann veginn að senda Konunglega brezka flotann upp undir islands- strendur til að koma hér brezku togurunum til „hjálpar" við áfram- haldandi veiðar innan 50 milna markanna. Þetta lá í spurningum fréttamanns frá brezka útvarpinu sem ræddi við Jónas Árnason alþingismann i gær, og sjálfur kvaðst Jónas verða var við þessa tilfinningu hjá fólki sem hann hefði samband við i Bretlandi. Sagði Jónas að sér kæmi sízt á óvart þótt við færum nú aftur að heyra vélar- dynki brezka flotans á islandsmiðum. Þjóðviljinn fregnaði i gær utan úr Hull, að fjölmiðlar þar ræddu nú fiskveiðideilu Breta og íslendinga i vaxandi mæli eftir þvi sem hún harðnar, og væri sem fréttamenn byggjust við frekari tiðindum. í gær var útvarpað simtali við Jónas Arnason i BBC- Humberside, en það er útvarps- stöð fyrir útgerðarbæina Grimsby og Hull, svo og nágrannabyggðir. Var þetta i fréttaaukanum „News flash” i hádeginu, og var Jónas spurður álits varðandi nýlega atburði i framvindu málsins, en einkum þó um hugsanlega ihlutun af hálfu brezka flotans. Ekki var haft neitt eftirbrezkum aðilum i þættinum, en heimildarmaður blaðsins i Hull taldi liklegt að þeir yrðu leiddir fram i útvarpinu i kvöld- fréttatima. Vitað er að Austen Laing, framkvæmdastjóri brezka togaraeigendasambandsins, var i London i gær og átti viðræður við Prior landbúnaðarráðherra, en allar likur bentu til að Laing og aðrir forystumenn útgerðar- manna myndu freista þess að ná fundi Sir Alec utanrikisráðherra og Heath forsætisráðherra. Haft var eftir Jónasi Árnasyni i brezka útvarpsþættinum i gær að ástandið i fiskveiðideilunni væri nú þcgar mjög alvarlegt, en það mundi versna að mun ef brezki flotinn yrði sendur á íslandsmið og inn fyrir S0 miina mörkin. Slik ráðstöfun mundi verða mikið áfall fyrir Breta I augum heimsins. Vonir um lausn væru bundnar því skilyrði, að Bretar sýndu þá lágmarksháttvisiað fara með flota sinn út fyrir 50 milna mörkin meðan á sámningavið- ræðum stæði. Þjóðviljinn hafði samband við Jónas i gær og innti hann nánar eftir þvi, hvað borið hefði á góma milli hans og fréttamanns brezka útvarpsins. — Mér fannst auðheyrt á spurningum mannsins, sem var i alla staði hinn kurteisasti, að hann átti von á þvi að herskipa- floti hennar hátignar yrði sendur hingað til Islands og inn i nýju fiskveiðilögsöguna okkar. Hann var alltaf að fiska i kringum þann möguleika eða tilgátu. Ég sagði eins og ég hef gert áður, að þvi Víetnam: Vopnahlé 7. nóvember? Thieu sagður þráast við áformum vemdara sinna Saigon 23/10— Kissinger, ráðgjafi Nixons Banda- ríkjaforseta í öryggismál- um, er nú á heimleið frá Saigon að loknum viðræð- um við Thieu forseta S- Víetnam. Ekkert er þó talið Rændi skipi Fæstir gripdeildamenn hafa sama stórhug til að bera og maður sá er rændi dönsku fiski- skipi úr Aberdeenhöfn i fyrrinótt, og sigldi á haf út með matsvein skipsins einan að förunaut. Mat- sveinninn kann ekkert til siglinga, og eiga þeir félagar þvi allt sitt undir skipstjórnarhæfni sjóræningjans, sem óvist er að sé nokkur. Engar spurnir höfðu farið af fleytunni siðdegis i gær, en liklegt er að hún velkist um einhvers staðar á Norðursjó, undan ströndum Skotlands. striði mundi sá aðilinn tapa sem fiestar hefði fallbyssurnar. Hver vill konunglegan flota? t spurningu fréttamanns kom fram að þeirri skoðun hefur verið fleygt i Bretlandi, að íslendingar vildu endilega koma málinu á það stig að fá brezka flotann inn á okkur! Þetta er auövitað ekki annað en bergmál frá áróðri togaraeigenda, en ég svaraði þessu svo: Það væri skritin þjóð sem sæktist eftir þvi að fá erlendan herskipaflota inn i mið sin, jafnvel þótt sá floti væri konunglegur. — Komu fram fleiri spurningar? — Já, og sumar hálf annar- legar, eins og t.d. þessi: Hvað um þá fullyrðingu að það væru aðeins fáeinir „kommúnistar” sem réðu ferðinni i meðhöndlun deilu- málsins af hálfu íslendinga? Ég sv^raði auðvitað þvi til, að það væri sjálfsblekking ef menn héldu þetta — eða kannske væri það óskhyggja? — Þvi i þessu stæði öll islenzka þjóðin sem einn maður. En að svo miklu leyti sem sveigt væri að stjónarþátttöku Alþýðu- bandalagsins, félli það ekki undir skilgreiningar Breta á kommún- istaflokki, það væri óháður sósialiskur flokkur. En and- stæðingar okkar i Bretlandi væru aðeins fáeinir hagsmunaaðilar sem ekkert væru að hugsa um af- komu brezka fiskimanna eða efnahag alþýðunnar i Bretlandi eða á Islandi, og þvi siður að þeir hugsuðu nokkuð um það, hvort fiskstofnarnir lifðu eða dæju. Ég sagði það skoðun mina ef stjórnin sendi flota inn á okkar mið til að vernda veiðiþjófa, léti hún stjórnast af fáum en voldugum hagsmunaaðilum, þvi ef hún spyrði brezka almenning þá mundi hann segja NEI og hafna slikri valdbeitingu gagnvart okkur Islendingum. Að lokum kvaðst Jónas hafa lagt megináherzlu á, að brezku togararnir yrðu að hætta að veiða innan islenzkrar fiskveiðilögsögu, hvort sem það yrði brezka stjórnin sem skipaði þeim út fyrir eða útgerðarmenn sem beindu þeim annað. Þetta væri frumskil- yrði þess að hægt væri að setjast að samningaborði og ræða um lausn á fiskveiðideilunni. Jónas Árnason. benda til þess að Thieu hafi fallizt á áætlanir Kissing- ers, hvað varðar friðar- samninga í Víetnam. Diplómatar i Paris, þar sem friðarviðræðurnar fara fram, eru þó sagðir bjartsýnir á að takast megi að komast að samkomulagi um vopnahlé innan tiðar, og er talið að Nixon muni kunngera þá ákvörðun á kosningadaginn 7. nóvember, til að auka á fylgi sitt og „vinsældir”. Að þvi er talið er, eru meg- inþættir samningaáætlunar Kiss- ingers á þá leið, að vopnahlé verði samið i S-Vietnam og samsteypu- stjórn stofnuð með aðild Þjóð- frelsisfylkingarinnar. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þráast Thieu forseti við að samþykkja áætlunina, en skoðanir hans verða þó eflaust léttvægar fundn- ar meðal verndara hans, þeirra er sitja við stjórnvölinn i Banda- rikjunum. Fiskimenn á Nýja Englandi: Krefjast verndunar fiskstofnanna 50 mílna baráttufylking í Noregi Útfærsla íslenzku fisk- veiði lögsögunnar hefur greinilega orðið öðrum þeim fiskimönnum, er sækja lífsbjörg sína á mið N-Atlanzhafs, baráttu- hvatning. Fyrr í þessum mánuði samþykktu fiski- menn á norð-austurströnd Bandarikjanna ályktun, þar sem þess er krafizt, að ríkisstjórnin gripi þegar í stað til róttækra ráðstaf- ana, til að stemma stigu við taumlausum ágangi er- lendra veiðiskipa á fiski- miðin undan strönd Nýja Englands. Fiskimiðin á þessum slóðum voru til skamms tima ein hin auð- ugustu i heimi. En árið 1961 hófu togskipaflotar Sovétmanna veiðar á miðunum og siðar bættust togarar annarra þjóða i hópinn, svo sem Vestur-Þjóð- verja, Pólverja, Austur-Þjóð- verja og Japana. Á siðastliðnum áratug hefur afli bandarisku fiskimannanna rýrnað um fjórð- ung, og fiskstofnarnir eru i alvar- legri hættu. Norðmenn vilja 50 milur I Noregi er nú verið að koma á laggirnar baráttufylkingu fyrir norskri fimmtiu milna fiskveiði- lögsögu. 011 æskulýðssamtök stjórnmálaflokkanna standa að henni, að ihaldinu undanskildu, og norska fiskimannasambandið mun einnig taka málið upp. Is- lenzkir námsmenn i Noregi taka þátt i þessari baráttu, einkum að þvi er varðar upplýsingar um út- færslu islenzku fiskveiðilögsög- unnar og forsendur hennar. 1 ráði er að námsmennirnir auki á upp- lýsingastarfsemina, og hefur sjávarútvegsmálaráðuneytið veitt þeim nokkra fjárupphæð til að standa straum af kostnaði þar að lútandi. Ætlun námsmannanna er að taka upp samstarf við hópa og samtök i Færeyjum, með það fyrir augum að upp risi i Færeyj- um baráttufylking fyrir fimmtiu milna lögsögu. 1 fyrradag var nýr bátur afhentur eigendum Hraðfrysti- húss Stokkseyrar. Heitir báturinn Jósef Geir AR 36 og er 50 tonn að stærð. Hann var smiðaður i Skipasmiðasmíðastöðinni Skipa- vik i Stykkishólmi. Annar báturinn afhentur á þessu ári. Skipstjóri á Jósef Geir ÁR 36 verður Jón Zófaniusson. Tyrklandsstjórn himzar kröfur ræningjanna 23/10 Tyrknesku flug- vélarræningjarnir fjórir, sem halda 66 manns f gíslingu á flugvellinum í Sofiu, höfuöborg Búlgariu, hafa enn ekki gert alvöru úr þeirri hótun sinni, aö sprengja þotuna i loft upp, þrátt fyrir aö lokafrestur þeirra sé runninn út og tyrkneska stjórnin hafi ekki svaraö kröfum þeirra Fjórmenningarnir eru með- limir i Tyrkneska þjóðfrelsis- hernum, sem berst gegn gerræðisstjórn þeirri, er nú situr að völdum i Tyrklandi i skjóli Bandarikjamanna. Kröfur þeirra eru þær, að tólf félagar þeirra verði látnir lausir úr fangelsi, herlög afnumin og stjórnarskráin aftur látin taka gildi. Tyrkneska stjórnin hefur lýst þvi yfir, að hún muni ekki semja við ræningjana, og hafa stjórn- völd i Búlgariu sakað hana um að reyna að skjóta sér undan ábyrgðinni i þessu máli, og koma henni yfir á Búlgariustjórn. Ræningjarnir framlengdu i dag frest þann er þeir höfðu gefið, til kvölds, en sá frestur rann einnig út án þess að nokkuð gerðist. Samkvæmt siðustu fréttum gáf- ust ræningjarnir upp og verða þeir sennilega dregnir fyrir dóm i Búlgariu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.