Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Pasolini i hlutverki lærisveins Giottos í Decamerone maðurinn stingur upp á þvi, að þeir segi hver öðrum sögur á leið- inni, og sá sem segi þá beztu skuli fá ærlega veizlu þegar hann komi aftur. En svo langt komst hvorki Chaucer eða pilagrimarnir. Sögurnar áttu upphaflega að verða 120 talsins en aðeins 24 eru til, þvi Chaucer fékk aldrei lokið verki sinu. Pasolini hefur valið átta þessara sagna i kvikmynd sina. Hún er tekin á Englandi, i þvi eina rétta umhverfi og persón- urnar tala forna mállýzku. Pasolini einbeitir sér að ástar- lifinu. 1 næstum öllum sögunum átta er elskað baki brotnu, og það er girndarleg, glöð og hömlulaus ást. Þetta var eina gleðin sem fjöldinn gat veitt sér, og sam- kvæmt Pasolini var það gert i mjög rikum mæli. Hann lýsir lika kynvilltri ást, sem gat orðið að þægilegum vana fyrir hinn rika, en fátækum var varpað á bálið fyrir sams konar athæfi. Pasolini sleppir allri kynningu á pilagrim- unum sjálfum: þeir sjást ekki einu sinni, og það eru ekki þeir sem sc-gja sögurnar i myndinni. t staðþeirra er Pasolini sjálfur i hlutverki Chaucers, sem er að rita imyndanir sinar. Og enn ætlar Pasolini að halda áfram á þessari nýju braut. Næsta verkefni hans er „Þúsund og ein nótt" og er hann þegar byrjaður að kvikmynda i Austur- löndum, þar sem myndin verður öll tekin. ☆ Pasolini var spurður um ástæð- una fyrir hinni skyndilegu breyt- ingu sem orðið hefði i myndum hans. — Mér varð kannski skyndi- lega ljóst að ég varð að gera öðru- visi kvikmyndir, ég var eiginlega búinn að nýta goðsöguna til hins ýtrasta. Ég þurfti að komast aft- ur til eiginleika fyrstu mynda minna. Accattone, Mamma Koma. og La Ricotta. Mig langaði til að lýsa enn einu sinni einföldu, raunverulegu. hreinu og beinu fólki. sem ætti ekkert skylt við likingamál eða dæmisögu. — En með Decamerone, Canterbury Tales og nú með Þúsund og einni nótt hefur mig einnig langað til þess aö lýsa ákveðnum timabil- um og um leið verkum. sem eru kveikjan að bókmenntum seinni tima. hvert i sinu landi. Ég sýni þetta m.a. með þvi að láta leikarana i Decamerone tala napólsku sem er dálitið fornleg og illskiljanleg mörgum ttölum, og mállýzkurnar i Canterbury Tales eru allstrembnar. En það má ekki lita á myndir minar sem kvikmyndir eftir Boccaccioeða Chaucer. Þetta eru myndireftir Pasolini. Ég hef sér- stakan stil sem auðvitað mótar myndir minar. Ég er expression- isti. 1 myndum minum er grasið alltaf eilitið grænna en grænt. t myndum minum gildir það sama um ástarlifið. Ég er aldrei klæm- inn. Ýkjur eru þáttur i stil min- um. — Ég hef aldrei fengizt við klám. En ég fæst gjarnan við ástarlifið. Ástin er huggun og skemmtun fyrir t.d. þetta vesl- ings fólk á timum Chaucers. — Klám? Hvað er það annað en ómerkileg verzlun með likams- hluti. Klám er ástarlif sem verzlunarvara, og þar sem ekki er hægt að kaupa ástarlif, heldur aðeins veita og þiggja, þá er ekk- ert ástarlif i klámi. - Mér er borið á brýn að vera kvalalostugur, herfilegur og á kafi i kynlifslýsingum og að ég sýni sjúklega þætti ástarlifs. Og menn spyrja hvort ég ætli ekki að taka tillit til ráðstefnu rithöfunda og kvikmyndamanna sem hafa samþykkt hófsemi. Það eru haldnar þúsund svona ráðstefnur, en mér koma þær ekkert viö. I minum stil er leikur imyndunar- aflsins, menn sjá sýnir, þetta er min aðferð. — Canterbury Tales" er ekki bein lýsing á timum Chaucers. Þetta er abstrakt lýsing eftir Pier Paolo Pasolini. eins og hann litur á upphaf endurreisnartimans i Englandi. Ég leik Chaucer i myndinni Það má skilja þaö tákn- rænt. Pasolini er Chaucer og Chaucer er Pasolini. Myndinni lýkur á setning- unni ..Þessar sögur voru sagðar af ástriðu til að segja sögu". Einmitt ástriðu. i myndinni skoða ég Chaucer frá ólikum sjónar- hornum. ég hef oröið hrifinn og vil hrifa aðra. Frásagnargleðin er mér mest virði af öllu. — Næst kemur „Þúsund og ein nótt". en svo ætla ég að velja efni úr nútiðinni. Ég geri mör ekki miklar gyllivonir um að tilveran eins og hún er nú breytist eða að hægt verði að gera mönnum lifið bærilegra. Ég feraðveröa gamall (50 ára), en ég a-tla að reyna að halda áfram að berjast fyrir þvi sem ég trúi á. Þ.S. tók sainan. Islendingar vilja vemda fiskistofna r Urdráttur úr ræðu Gunnars G. Schram i allsher jamefnd þings SÞ GunnarG. Schram, vara- fastafulltrúi islands hjá Sameinuðu þjóðunum, flutti ræðu i allsherjar- nefnd þings SÞ miðviku daginn 25. okt. sl. Fjallaði Gunnar einkum um um- hverfisverndarmál. Þjóðviljanum hefur bor- izt kafli úr ræðu Gunnars, sem birtur er hér á eftir: Á sviði umhverfismála hefur einn þáttur þeirra valdið islenzku þjóðinni, jafnt sem ýmsum öðrum þjóðum. þungum áhyggjum sið- ustu árin. Það er hið hraðversn- andi ástand fiskistofnanna i Norðaustur Atlantshafi. Nýlegar alþjóðlegar skýrslur fiskifræð- inga sýna nauðsyn þess að minnka sóknina i þorskstofnana um 50%. Sildin er nánast horfin og þorskafli Islendinga hefur minnkað um 30% á tveimur sið- ustu árum, þrátt fyrir aukna sókn. Á grundvelli þessara stað- reynda verður að meta aðgerðir fslendinga i fiskveiðilögsögumál- um. Þar er miðað að þvi að bæta úr þessari öfugþróun og vernda fiskistofna i þágu allra þeirra þjóða, sem veiða i Norðaustur Atlantshafi. Mál þetta er miklu alvarlegra fyrir íslendinga en aðrar liskveiðiþjóðir, þar sem fs- lendingar hafa ekki yfirráð yfir öðrum auðlindum og byggja til- veru sina á fiskveiðum. tslendingar leggja til að eitt fyrsta verkefni hinnar nýju um- hverfismálastofnunar S.Þ. verði að setja reglur til að koma i veg l'yrir eyðingu náttúruauðlinda, svo sem auðlinda hafsins, undir yfirskyni skammsýnna gróða- sjónarmiða. Slikt er i þágu allra þjóða. tslendingar voru fyrstir til að óska aðgerða S.Þ. gegn mengun hafsins. Var það á Allsherjar- þinginu 1968. Við vonumst til að endanlegur samningur um bann við losun úrgangsefna i hafið verði gerður á fyrirhuguðum lundi i London i næsta mánuöi. Jafnframt er æskilegt að hlutað- eigandi þjóðir geri einnig al- þjóðasamning um vernd dýralifs á norðurslóðum, ekki sizt hvita- bjarna, sela, o.fl. tslenzk stjórnvöld eru fylgjandi samþykkt yfirlýsingar og tillög- um Stokkhólmsráðstefnu S.Þ. um umhverfismál. Skotar hrópa að drottningu Elisabet Englandsdrottning komst i hann krappan á dögun- um. Hún heimsótti Stirling- háskóla i Skotlandi, en þar er skozk þjóðernisstefna mjög sterk. Þegar hún kom inn i lestrarsal skólans var tekið á mótihennimeð hrópum: Út með drottninguna, Farðu heim o.s.frv. A heimavist- um spiluðu sumir stúdentar pop- músik, aðrii] sungu Internasjónalinn og enn aðrir skozka þjóðernissinnasöngva til að reyna að kæfa God save the Queen. Og þegar Elisabet hélt frá skólanum var hún kvödd af skeggjuðum stúdent, sem heilsaði upp á drottningu með firnastórri vinflösku, eins og myndin sýnir. Greiöasta leióin er i lofti Flugfélagið tengir alla landshluta með tiðum áætlunarferðum fyrir farþega og vörur. Það er fljótt, þægilegt og ódýrt að ferðast með hinum vinsælu Fokker Friendship skrúfuþotum íélagsins innanlands og það er fyrir farþegann og vöruflytjandann sem við högum áætlunarferðum okkar, flugvélakosti og þjónustu á öllum sviðum. 35 ára reynsla Flugfélagsins og landsmanna sýnir, að greiðar samgöngur í lofti eru þjóðarnauðsyn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.