Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. október 1972. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. Q Alistair Mair: Það var sumar i Hann leit i kringum sig. 1 öðru mjóu rúmi mátti sjá yngri börnin tvö, dreng og telpu, stóreyg og þögul frammi fyrir veikindunum. — Þér ættuð að fara með þau út. — Þau ónáða ekkert. Þau liggja alveg kyrr — Hann horfði i augu konunnar. — Ef yður er sama, sagði hann — Það verður ekki lengi. Hann fjarlægði föt af eina stóln- um i herberginu og dró hann að rúmstokknum. Þegar hann sett- ist, brosti hann uppörvandi. — Jæja, sagði hann. — Það er bezt að athuga púlsinn fyrst. Hann horfði á visinn á úri sinu og forðaðist spyrjandi augnaráð hennar. Púslinn var hraður, rykkjóttur. — Agætt, sagði hann og sneri sér að móðurinni sem beið frammi við dyr. Viljið þér láta okkur ein andartak? Mig langar til að tala við Margaretu. Hann sá undrun, tortryggni og fjandskap birtast i röð i svip kon- unnar. — En ég er móðir hennar! — Já, ég veit það, sagði Peter. — En ég held það sé betra að við séum ein. Ég tala við yður á eftir. — En af hverju má ég ekki vera kyrr? Ég á við, þér þurfið kannski aðstoð — — Ég þarfnast einskis. Ekki i svipinn. Hann opnaði dyrnar og ýtti henni rólega út. — Og þetta tekur aðeins stutta stund. Fimm eða tiu minútur. Hann lokaði dyrunum fyrir framan ringlað andlit hennar og sneri sér að dótturinni. — Veit hún þaö ekki? Stúlkan hristi höfuðið. —- Nei. Hann beit á vörina. — Allt i lagi, Margaret, við skulum athuga málið. Hann fjarlægði rúmfötin og að- skildi hné hennar varlega. Og eitt tillit nægði. Blóð seytlaði frá henni og safnaðist fyrir i polli undir lendum hennar. Hann breiddi yfir hana áður en hún gat séð nokkuð. — Af hverju komstu ekki til min? spurði hann bliðlega. — Ég ætlaði að koma á morg- un. Hann teygði sig eftir tösku sinni og opnaði hylki með sótthreinsuð- um sprautum. — Og hvenær byrjaði þetta? — 1 dag um matarleytið. En það ágerðist ekki fyrr en eftir te. Fjórir klukkutimar. Fjórum klukkutimum of mikið. Hann reif upp fjórðungsampúlu af mor- fini og sogaði innihaldið upp i sprautuna. — Og hvenær hafðirðu siðast á klæðum? — 1 siðasta mánúði. Ég er komin viku framyfir. Hann leit upp undrandi. — t siðasta mánuði? Ertu viss um það? — Já, læknir. En siðustu tvö skiptin voru dálitið undarleg. Það stóð bara yfir einn dag. — Svo að siðasta eðlilega blæð- ing var hvenær? t júli? — Já, einmitt. — Ég skil. Hann tók um hand- legg hennar. — Bara smáskot. Hann stakk nálinni undir húðina. — Svona. Og nú skulum við laga þig dálitið til. Hann gekk rösklega til verks, lagði hana á hliðina, braut saman blóðflekkað lakið og dró það und- an henni. Hann smeygði bómull- arbindi milli fóta hennar og náði i lak i hitt rúmið i stað þess sem hann hafði fjarlægt. Þegar hann hafði lokið þessu, breiddi hann of- aná hana og settist niður hjá henni. — Margaret, sagði hann blið- lega. — Þú vissir að þú varst van- fær, var það ekki? — Ég var ekki viss. — En þú vissir að það gat hugs- azt? Hún kinkaði kolli. — Já. — Og hvenær gerðist það? — 1 júli, sagði hann. — Það hlýtur að hafa verið i júli. En svo kom blæðing. Ég var ekki viss. Ég gat ekki vitað — — Vertu alveg róleg. Hann tók um hönd hennar. — Segðu mér aðeins eitt. Af hverju léztu það koma fyrir? Hún brosti dauflega. — Ég vildi það. — En þú ert ekki nema sautján ára. — Hann var að fara burt, sagði hún. — Hann er á kaupskipi. Hann ætlaði burt i heilt ár og ég elskaði hann og mér stóð á sama um allt. Hann tók fastar um hönd henn- ar. — Allt i lagi, Margaret. En ég verð að spyrja þig enn einnar spurningar. Gerðirðu nokkuð eða tókstu nokkuð inn til að orsaka þetta? Hún hristi höfuðið. — Nei. sagði hún. — Það hefði mér aldrei dottið i hug. Ég vildi eignast það. Hann horfði inn i augun sem enn voru barnsaugu. — Þú vildir eignast barnið? — Já. læknir. — Og þú ætlaðir að halda þvi? — Já, læknir. — Jafnvel þótt þú hefðir ekki gifzt? — Mér hefði staðið á sama. Ég hefði annazt það. Ég hefði átt það sjálf. — Já, sagði Peter með hægð. — Já. Hann stóð upp og þurrkaði enni hennar með vasaklútnum sem hann hafði i brjóstvasanum. — og nú skaltu ekki tala meira. Ef þig syfjar, þá skaltu bara sofna. Hún reyndi að benda, en hand- leggurinn féll máttlaus niður. — Þér eruð sparibúinn — — Já, ég var úti. — Mér þykir það leitt — — Haföu engar áhyggjur. Ég ætla að tala við hana móður þina. Svo komum við þér á spitalann. Hún varð stóreygð. — En verður ekki allt i lagi með mig? — Jú, sagði Peter. — Það verð- ur allt i lagi með þig. Hann fann frú Morrison i setu- stofunni, en það var eiginmaður- inn, þrekvaxinn og nautslegur ná- ungi sem reis upp úr stólnum og tók til máls. — Jæja, hvað gengur að henni? — Hún er mjög veik, sagði Pet- er. — Hún verður að komast á siúkrahús undir eins. — Ég veit að hún er veik. Þér þurfið ekkert að fræða mig á þvi. Ég var að spyrja hvað gengi að henni. — Henni er að leysast höfn, sagði Peter. Morrison skók folleitt, bólu- grafið andlitið. — En það getur ekki verið! — Þvi miður er það svo. — 0, Wull! Morrison hrinti konu sinni frá sér og stefndi til dyra. — Þegiðu, kona, og láttu mig um þetta. Ég skal fleygja þessari dragmellu á dyr á stundinni! — En Wull — Peter þreif i handlegg hans, svo að hann snerist við. — Andartak. — Sleppið mér! — Þér látið hana i friði, sagði Peter. — Ég held nú siður. Burt með yður svo að ég komist til hennar. — Þér farið ekki til hennar, sagði Peter. — Hún er of veik. — Við skulum sjá til. Gerið það sem yður ber. Hringið á sjúkra- bil. — Það er enginn timi til að biða eftir sjúkrabil. Ég fer með hana i bilnum minum. —- Jæja þá, en þér farið með hana i bilnum þegar ég er búinn að gera henni skil. — Þér komið ekki nálægt henni. Hann sneri sér að konunni. — Sækið kápuna hennar. Eða hlýjan innislopp. Morrison færði sig nær. — Sem ég er lifandi, þá segir mér enginn fyrir verkum á minu eigin heimili. Hann steytti stóra hnefana. — Vikið frá, ellegar ég lumbra á yður! — Ef þér svo mikið sem snertið mig, sagöi Peter róléga, —'þá skal ég sjá um að þér 'áiö sex Ný útgáfa af Ijóöum Jóhannesar úr Kötlum. Tvö bindi eru komin út. Bí bi og blaka Álftirnar kvaka Ég læt sem ég sofi Samt mun ég vaka. Verd hvers bindis: Ib. kr. 650,00, ób. kr. 480,00 ( + sölusk.) í undirbúningi eru 3. og 4. bindi. Hrimhvita módir Hart er i heimi Mannssonurinn Eilíföar smáblóm. Jóhannes Kötlum Ljóða safn HEIMSKRIN GLA. bridge Dæmi um leikni Jacoby Bridgemeistarinn viökunni, Oswald Jacoby, sýndi enn einu sinni frábæra leikni sina, þegar honum tókst að vinna þessa sögn. Sumir snjallir spilamenn vildu þó halda þvi fram, að ef mótherjar- nir hefðu fundið rétta varnarleið, hefði verið hægt að fella sögnina, en þeir reyndust hafa rangt fyrir sér. Norður sp. D654 hj. D1086 li. 52 la. AD3 Austur sp. G hj. ÁKG943 ti. D103 la. KG6 Suður sp. AK108732 hj. 5 ti. ÁG la. 542 Sagnir: Noröur gefur. Norður — Suður á hættunni. Vestur Norður Austur Suður - pass l hj. 2. sp. pass 3. sp. 4. hj. 4 sp. Hvernig fór Jacoby að þvi að vinna fjóra spaða , eftir að Vestur hefur látið út hjartasexu? Ef Austur tekur fyrsta hjartaslaginn og lætur siðan út spaðagosa, hvernig myndi þá sagnhafinn samt geta unnið sögnina? Svar: Sagnirnar bentu ótvirætt til þess, að Austur væri með laufa- kónginn. Oswald Jacoby hélt þannig á spilunum, að hann neyddi Austur til að láta sjálfur út lauf eða þá spila undir tromp og afkast: Austur tekur hjartaáttuna með niunni og lætur út tigul. Suður tekur á ásinn, lætur út tigul. Suður tekur á ásinn, lætur út spaðasjöu, sem tekin er i borði meö drottningunni og lætur þvinæst út hjarta. sein hann kaslar tigulgosanum í. Austur lætur enn út tigul, sem Suður trompar, fer siðan inn i borðiö með þvi að taka spaðatvistinn með fjarkanum, trompar hjarta og kemst enn inn i borðið, með þvi að taka spaðaþristinn með fimmunni. Siðan lætur Suður sið- asta hjartað úr borði og kastar i það laufi. Austur sem kemst inn, verður að láta enn út hjarta eða tigul (eða þá lauf). Suður kastar þá af sér öðru laul'i sinu og trompar i blindum. Láti Austur út spaðagosa i öðrum slag, eyðileggur hann dýr- mæta innkomu á trompið i upp- hafi, en Suður getur enn unnið sögnina með þvi að spila á þennan hátt: Spaðagosinn er tekinn með kóngnum, siðan kemur tigul- ásinn, spaðaáttan er tekin með drottningunni og hjarta látið út sem tigulgosa er kastað i. Þegar mótherjarnir láta út tigul, er hann trompaður með hátrompi, spaðatvistur þá tekinn með fimmunni, hjarta trompað og spaðaþristur tekinn með sexunni i boröi. Staðan er þessi: Sp. 6 , hj. D , la. Á D 3 ti. D, hj. Á la. KG6 Sp A 3 la. 5 4 2 t spaðasexuna kastar Austur tigli til þess að halda eftir þremur laul'um sinum. Þá er hjarta látið út til þess að koma Austri inn. Hefði Austur kastað laufi, nægði að spila laufa- þristinum úr borði. vcstur sp. 9 hj. 72 ti. K98764 la. 10987 Röng slemmusögn Með góöri spilamennsku má iðulega bæta fyrir hæpnar sagnir meðspilarans, eins og reyndin varð i þessari gjöf. suður sp. KD8 hj. D643 ti. G6 la. KG64 Vestur sp. 76 hj. 87 ti. A107543 la. 875 norður sp. ÁG1094 hj. AG5 ti. K la. ÁD103 Sagnir: Suður gefur. Enginn á hættunni. Suður Vestur Norður Austur 1. sp. pass 2. hj. pass 3. la. pass 4. sp. pass 6. sp. pass pass. pass — vannst samt Vestur lét út hjarlaáttu, sexan kom úr borði, þá tvisturinn frá Austri. Hvernig fór franski bridgemeistarinn Max Rénier að þvi að vinna þessa hálfslemmu i spaöa, hvernig svo sem mót- herjarnir verjast? A T II U G A S E M I) U M sagnirnar: Sagnir Norðurs eru fullhæpnar. Eftir opnun Suðurs á einum spaða, hefði Norður átt að svara með tveim laufum, en ekki tveim hjörtum, en hjartaspil hans eru of veik fyrir hálit og sögnin gefur eiginlega fyrirheit um fimm spil i litnum. Þriggja laufa sögninni er vissulega vandsvarað, og segja má, að fjórir spaðar séu eðlileg sögn, ef slemmusögn er ekki höfð i huga. Rétta sögnin hefði verið sex lauf, sem vinnast með svining- unni i hjarta. Það á oftast við, að sé um tvo liti að ræða sem tromp , er betra að velja þann sem skipt- ist jafnt, 4:4, fremur en hinn sem skiptist 5:3. Austur sp. 532 hj. K1092 ti. D982 la. 92

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.