Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.10.1972, Blaðsíða 12
12.S1DA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. októbcr 1972. r(§)tring teiknipennar viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGE RÐIN Ingólfsstræti 2 Sími 13271 =,Cánon m Kaupendur rafeinda-reiknivéla, kynnið yður nokkrar staðreyndir um Canon, og berið saman við önnur merki, áður en þér kaupið, það getur borgað sig: 1. Canon cr stærsti framleiðandi rafeinda-reiknivéia I heiminum, með lang-fjölbreyttasta úrvalið, alls 18 gcrðir, þannig að ætfð er hægt aö velja rétta gerð, hvort sem verkefnin eru smá eða stór. 2. Flestar gerðir ætið fyrirliggjandi á lager. 3. Veröið er hvergi hagstæðara. 4. Allir varahlutir fyrirliggjandi, ef svo ólfklega vildi til að Canon bilaði. Fjöldi Canon-véla á tslandi er það mikill, að þjónustan við þær er trygg i framtíðinni. 5. Canon eru yfirleitt fyrstir með tæknilegar nýjungar. Canon-umboðið SKRIFVÉLIN, Suðurlandsbraut 12, Reykjavik. Símar: 19651 og 19210. Pósthólf 1232. Heilsurœktin flytur í Félagið Heilsuræktin boöaði blaðamenn á sinn fund i fyrradag i tilefni þess að félagiö, sem eins og nafniö bendir til, hefur heilsu- rækt á stefnuskrá,sinni hefur opn- að i nýju húsnæði i Glæsibæ. Ætlar samt að hefja byggingu nýs húss sem finnski arkitektinn Alvar Aalto mun teikna Tilgangur þessa félags, sem er sjálfseignafélag að sögn, er að stuðla að aukinni heilsurækt með- al almennings. Kjartan L. l'álsson blaðamaöur á Timanum reynir hér að ná af sér aukakilóum i megrunarbeltinu. Við rekstur stöðvar Heilsurækt- arinnar starfa tómir sjálfboða- liðar og eru þeir um 50 talsins. Þeim er ætlað að kynna sér og breyta samkvæmt fræðilegum kenningum Yoga og júdó. h'ormaður félagsstjórnar, Jó- hanna Tryggvadóttir, sagði, að nú stunduðu um 700 manns æf- ingar hjá félaginu, 600 konur og 100 karlar. Sagði Jóhanna að mest áherzla væri lögð á af- slöppun og eins að viðhalda likamsþrekinu með hvers konar likamsæfingum, auk þrekæfinga i hvers konar tækjum. bar fyrir utan er svo mikil áherzla lögð á saunaböð og heitar kerlaugar sem fylltareru hveravatni hituðu upp með hitaveituvatni. Þetta nýja húsnæði Heilsu- ræktarinnar i Glæsibæ hefur kost- að félagið um 7 milj. kr. og hefur rekstur stöðvarinnar gengið svo vel á undanförnum árum, að sögn Jóhönnu, að félagið skuldar ekki nema 2 milj. kr. og nýtur þó engra opinberra styrkja. Þótt þetta hús- næði sé glæsilegt, þá á félagið von á öðru enn glæsilegra innan tiðar, en það er hús sem félagið ætlar að byggja i Reykjavik og mun hinn heimsfrægi arkitekt Alvar Aalto teikna það fyrir félagið. Eins og er kostar það 3000 kr. fyrir 3 mánuði að stunda æfingar og böð i Heilsuræktinni og er þá miðað við tvo tima i viku. Eins er hægtað fá einn og einn tima en þá kostar timinn 200 kr. Innifalið i verðinu eru öll tæki stöðvarinnar auk tilsagnar i likamsrækt og svo að sjálfsögðu böð á eftir. —S.dór. 10% afsláttarkort Afhending afsláttarkorta, sem gilda til 16. desember, hefst mánudaginn 30. október. Kortin eru afhent í skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DDMUS. Félagsmenn og nýir félagsmenn eru hvattir til aö sækja kortin sem fyrst. Afsláttarkortin eru ókeypis. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.