Þjóðviljinn - 29.11.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 29. nóvember 1972 jÞJóÐVILJINN — SIÐA 9
GUINEA—
BISSAU
GUINEA -
BISSAU
Í.BEFREITE GEBIETE
UMKAMPFTE GEBIETE
Kort af Guineu-Bissau. Frelsuðu svæðin eru skástrikuð, en bar-
i/.t er um tiglóttu svæðin.
Sjálfstæðisyfirlýsing
um áramót
Guinea-Bissau verður
lýst sjálfstætt ríki
öðruhvorum megin við ára-
mót, enda þótt enn séu
meira en 40 þúsund portú-
galskir hermenn í landinu.
Kosið hefur verið 120
manna þing á frelsuðu
svæðunum og senn verður
kosið ríkisráð. Auk þess er
réttarkerfi i gangi og
réttarkerfi í gangi og
skólakerfið er vel virkt.
Kemur þetta fram í skýrslu
sem þriggja manna nefnd
frá Sameinuðu þjóðunum,
er heimsótti landið i apríl,
hefur gefið.
Tiu árum eftir fyrstu vopnaðar
aðgerðir gegn portúgölskum ný-
lenduyfirvöldum er Guinea —
Bissau nú reiðubúin til að lýsa
yfir sjálfstæði sinu, enda þótt enn
séu portúgalskar hersveitir i
landinu.
Amlicar Capral, formaður
PAIGC (Sjálfstæðisflokks Guineu
og Grænhöfðaeyja), lýsti þvi
yfir á blaðamannafundi i Alsir i
nóvember, að Portúgalir hefðu nú
aðeins vald yfir borgunum
Bissau, Bafata og Bulama. Hefðu
hermenn PAIGC vald á 2/3 hlut-
um landsins, sem er alls 36 þús-
ferkm , en yfirráð yfir afgangin-
um af landinu eru ekki útkljáð.
Búizt er við sjálfstæðisyfirlýs-
ingunni nálægt næstu áramótum.
Rikisstjórn
Capral skýrði frá þvi að ekki
vantaði annað en komið væri á fót
rikisráði, og mundi það gert
innan skamms. ,,Þetta rikisráð
verður hvorki bráðabirgðastjórn
eða útlagastjórn, heldur stofnun
sem ber ábyrgð á stjórn lands,
þar sem helztu borgir eru her-
setnar af erlendum her.”
En hinsvegar á Guinea-Bissau
sér þing, sem kosið er af 53.400
kjósendum af 58 þúsund skrásett-
um. Gert er ráð fyrir þvi að i
landinu búi 600-800 þúsund manns
og eru 3000 þeirra hvitir.
A þingi sitja 120 fulltrúar, sem
allir styöja stefnu PAIGC. 80 eru
kosnir i 15 héruðum landsins, en
40 af fulltrúum flokksins og
verkalýðsfélaganna.
Friður
Capral hefur oft lagt áherzlu á
það að nú sé ekki um það að ræða
að vinna striðið heldur friðinn.
Hann tekur það ekki mjög nærri
sér, að 40 þúsund hermenn hafa
hluta af landi hans hernuminn.
Hann telur að þau svæði megi
frelsa hvenær sem er, en hann vill
heldur friðarsamninga en hern-
aðarsigur, sem mundi kosta mörg
mannslif og eyðileggingu.
Á fundi öryggisraðs i Addis
Abeba i vetur leið sagði Capral á
þá leið, að ,,við höfum hvað eftir
annað endurtekið, að við erum
reiðubúnir til viðræðna, en til
þessa hefur portúgalska stjórnin
aðeins viljað vopnaskak. Við
endurtökum að við erum
reiðubúnir til samninga hvenær
sem er.”
Caetano, forsætisráðherra
Portúgals, hefur hvað eftir annað
hafnað þessum tilboðum. Nú
siðast eftir að öryggisráðið sam-
þykkti á fundi 13. nóv. að þjóð-
frelsishreyfingarnar væru réttir
fulltrúar Afrikumanna i nýlend-
um Portúgala.
Portúgalska stjórnin hefur
neitað þvi, að þjóðfrelsishreyf-
ingin hafi unnið tiltekna sigra.
Hin opinbera mynd hennar af
styrkleika PAIGC er sú, að hreyf-
ingin ráði um 10% af landinu, en
að það svæði sé svostrjálbýlt að
það skipti ekki máli.
Rannsóknir
Portúgalir hafa einnig neitað
þvi, að rannsóknarnefnd frá S.Þ.
hafi heimsótt Guineu-Bieesau.
Portúgalir héldur þvi fram að
hinir þrir fulltrúar SÞ hafi verið
blekktir af PAIGC-mönnum, og
hafi þeir aðeins heimsótt strjál-
býlt hérað i grannrikinu Guineu.
Fulltrúarnir þrir héldu þvi samt
fram að þeir hefðu ferðazt um 200
km leið i Guinau-Bissau.
Þessir menn, Túnismaður,
Equadorbúi og Svii, hafa birt
itarlega skýrslu um ferðina i
timariti S.Þ. sem nefnist
Objective.
Menn þessir heimsóttu skóla,
sjúkrahús, bækistöðvar PAIGC
og þorp sem nýlega höfðu orðið
fyrir loftárásum. Þeir sáu ekki
loftárásir beinlinis, en komu það
fljótt á vettvang, að enn var
reykjarlykt i hinum brenndu bæj-
um.
Herflokkur fylgdi mönnunum á
ferð'þeirra, en aldrei var á hópinn
skotið af Portúgölum.
Konur og skólar.
Meðan á stóð vikudvöl á frels-
uðu svæðunum ræddu þeir
þremenningar bæði við leiðtoga
PAIGC og Afrikumenn, sem ekki
höfðu tekið þátt i þjóðfrelsisbar-
áttunni en bjuggu á svæðum þess-
um undir afriskri stjórn.
Þeir komust i viðtölum og at-
hugunum að þvi, aö baráttan
hefði haft mjör mikil áhrif á
konur landsins. Þeir telja aö
konur njóti jafnréttis á við karla,
þær eru i virðingarstöðum innan
flokksins og bera ábyrgð á veiga-
miklum málum innan réttar-
gæzlu og framleiðslu.
Ilerflokkur PAIGC á göngu.
Sendinefnd frá Sameinuðu þjóöunum heimsækir skóia i frelsuöu
héraöi. A skýrslu nefndarinnar er greinin byggð.
Mikið er fjallað um skólamál i
skýrslunni. Sendinefndin heim-
sótti dag einn skóla sem kenndur
er við Areolino Lopez Cruz,
kennara sem drepinn var i loftá-
rás Portúgala 1965 er hann var að
reyna að bjarga skólabörnum.
Kennsla fer fram úti i skógum,
og kennslumálaráðuneytið flytur
öðru hverju úr stað til að ekki
komist upp hvar það er. I skólan-
um eru 65 nemendur á aldrinum
10-15 ára. Astæðan fyrir þvi að
skólaganga byrjar fyrst á ellefta
aldursári er sú hætta sem stöðugt
er á þvi, að skólinn verði fyrir
árás úr lofti eða af portúgölsku
fótgönguliöi.
Við skólann starfa sex kennar-
ar og er honum stjórnað af ráði
sem i sitja rektor og sjö fulltrúar
nemenda. Kennd er saga, landa-
fræði, portúgalska, náttúrufræði,
stærðfræði og hugmyndafræði.
Alls eru um 200 skólar i frelsuðu
héruðunum að sögn PAIGC og
nemendur i þeim um 20 þúsund.
Fyrir þjóðfrelsisstriðið voru
99% Afrikumanna ólæsir. Ólæsi
er enn mikið, en þó hefur það
mikið verið skorið niður.
Réttarkerfi.
Fulltrúar SÞ kynntu sér einnig
réttarkerfið, sem hefur verið við
lýði siðan 1969 á hinum frelsuðu
svæðum. Sá sem öðrum fremur
hefur byggt þetta kerfi upp er
Fidelis Almada, sem hefur numið
lögfræði i Portúgal.
Kerfið skiptist i þorpsdómstóla,
héraðsdómstóla og herrétt. 1
þorpsdómstólum sitja þrir menn,
kosnir af ibúunum. Þeir geta
aðeins dæmt i sektir en ekki til
fangelsisvistar, og reynt er að
lylgja sem mest réttarskilningi
Afrikumanna i starfi þeirra. Hér-
aðsdómstólar geta dæmt menn i
fangelsi, allt að fimm árum, en
það er forðazt að loka menn inni.
Þvi er refsingu oftast breytt i
nauðungarvinnu — t.d. við að
halda við samgönguleiðum til
frelsaðra svæða.
Herdómstóll er æðst lögfræði-
legt yfirvald og sitja i honum
fimm menn. Morð, nauðganir og
njósnamál koma fyrir þennan
dóm, og hægt er að dæma menn
til dauða fyrir landráð. Almada
segir, að dómstólarnir séu óháðir
PAIGC og benti á dæmi um að
dómstólar hefðu náðað mann sem
öryggisþjónusta PAIGC haföi
sakað um njósnir á ónógum for-
sendum.
Efnahagskerfi
Réttarkerfið er þegar virkt, en
unnið er aö þvi aö skapa hagkerfi
sem samsvari þörfum ibúanna.
Guinea-Bissau yrði fyrst og
fremst framleiðandi á jarðhnet-
um til útflutnings, ef PAIGC hefði
ekki réttstundis byrjað á ræktun
annarra afurða. Það hefur komið
að góðu haldi að Amilcar Capral
er búfræðingur. Fyrir utan jarð-
hnetur eru framleidd hrisgrjón,
pálmaolia, kólahnetur og gúmi.
Samyrkjubú eru tekin til starfa.
Frelsuðu héruðin eru farin að
flytja út hrisgrjón, kólahnetur og
krókódilaskinn.
Guinea-Bissau hefur aldrei
verið nein gullnáma fyrir portú-
galskt efnahgaslif eins og t.d.
Angóla. En i mai birti Financial
Times þær fréttir frá Lissabon,
að fundizt hefði mikið magn af
báxiti i landinu. Ekki hafa fulltrú-
ar stórra námufyrirtækja sýnt
áhuga á að leita nánari upplýs-
inga um svo „óryggt” svæði. En
Portúgalir hafa beitt báxiti i ný-
lendum sinum mjög fyrir sig til
að reyna að tryggja sér aukinn
stuðning á Vesturlöndum við ný-
lendustriðin.
En sé fréttin rétt verður báxit
að sjálfsögðu verðmætt efnahags-
legt framlag til sjálfstæðrar
Guineu-Bissau framtiðarinnar.
(Information).