Þjóðviljinn - 29.11.1972, Blaðsíða 3
IMiAvikudagur 29. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Frambjóðandi Thors sigraði:
Kolumbíumaður fœr
stœrstu verðlaunin
Gabriel Garcia
Marquez, skáld-
sagnahöfundur frá
Kólumbiu hlaut Books
Abroad/Neustadt-
bókmenntaverðlaunin
i ár, en þau nema 10
þús. dollurum. Dóm-
nefnd skipuðu 12 bók-
menntamenn frá jafn-
mörgum löndum.
Thor Vilhjálmsson
átti sæti i dómnefnd
og hafði hann gert til-
lögu um Marquez —
en hver dómriefndar-
maðyr má stinga upp
á einum höfundi.
Þegar Tljör geröi grein fyrir
tillögu sinni sagði hann á
þessa leið: Hér er um höfund v
að ræða sem hefur frábæra
málgáfu, eflda dýnamisku
im y ndunarafli. Gabriel
Garcia Marquez er einn þeirra
höfunda sem heillar okkur i
glimu sinni við þau eilffu öfl
sem stjórna lifi okkar og velta ■
okkur sitt á hvað. Hann er
einnig fulltrúi fyrir mörg örf-
andi fyrirbæri i heimsbók-
menntum sem kallað hefur
verið suðuramerisk „spreng-
ing” i bókmenntum.
Mér sýnist að Garcia Mar-
quez sameini raunsæi og hlut-
lægni einstæðum næmleika
.fyrir hinu furðulega og ilm-
andi frásagnargáfu, notandi
einatt súrrealiska skyggni-
5 gáfu til að draga upp miklar
myndir, fullar með siðferði-
lega reiði, mótmæli gegn kúg-
un, og ofbeldi, hnignun og
blekkingu. . . Skáldsagan
„Einvera i hundrað ár” gerir
Garcia Marquez án vafa að
einhverjum merkasta skáld-
sagnahöfundi samtiðarinnar.
Nú þegar hann hefur sigrað er
ég glaður yfir þvi að hafa þar
átt nokkurn hlut að máli”.
Garcia Marquez er fæddur
árið 1928 i litlu þorpi á strönd
Kari’bahafs. Hann nam i
Bogota, fyrst i jesúitaskóla,
siðar i lagaskóla. Hann gerðist
blaðamaður 1954 og birti
fyrstu sögur sinar i E1
Espectador, sem siðar var
bannað af Rojas Pinilla ein-
ræðisherra. Árið 1955 brrti
hann fyrstu skáldsögu sina,
„Laufstormur”. „Einvera i
hundrað ár” kom út 1967 og er
frægasta verk höíundarins til
þessa.
Bókmenntaverðlaun þau
sem hér um ræðir eru hin
stærstu sem veitt eru i Banda-
rikjunum.
Þorskafliim
minnkaði um
25 þús.
Á aðalt'undi L.Í.Ú. i
gær flutti Kristján
llagnarsson, formaður
ræðu og kom þetta með-
al annars fram i ræðu
formanns útvegsmanna.
Verðlagsþróun á erlendum
markaði var sjávarútveginum
mjög hagstæð á árinu 1971. Verð-
mætisaukning á útfluttum
sjávarafurðum var um 10% og
nam heildarútflutiyngur þeirra
röskum li miljörðum króna,
þrátt fyrir að útflutningur minnk-
aði um 13% að magni. Verðhækk-
un á einingu varð að meðaltali um
26% i isl. krónum.
Aflamagnið var hins vegar mun
minna en vonir stóðu til og
minnkaði þorskaflinn um 54 þús.
lestir frá árinu á undan eða um
LL5%, þrátt fyrir um 4% sóknar-
aökningu. Eigi að siður var afla-
magnið hið þriðja mesta siðan á
árinu 1960 og var þorskaflinn ekki
meiri, nema á árunum 1969 og
1970. Meðaltekjur háseta á fiski-
skipaflotanum voru 454.400.00
krónur á árinu 1971 og voru þá
tonn
26%, hærri en meðaltekjur verka-
manna. Aætlað er, að á þessu ári
verði meðaltekjur háseta kr.
535.000.00 og verði 15% hærri en
meðaltekjur verkamanna. Ljóst
er, að tekjumismunur þessi má
ekki vera minni, og þyrfti að auk-
ast til að laða unga menn að sjó-
mannsstarfinu. Vegna hluta-
skiptasamninga sjómanna eru
tekjur þeirra mjög misjafnar
eftir aflabrögðum, en þetta
launafyrirkomulag gefur sjó-
mönnum rika von til mikilla
tekna þegar vel aflast. Kaup-,
tryggingin tryggir þeim nú hins
vegar lágmarkslaun kr. 36.500 á
mánuði með orlofi.
Talið er, að á árinu 1971 hafi að
meðaltali verið 4,760 sjómenn
starfandi á fiskiskipaflotanum,
þegar sjómenn á opnum vélbát-
um eru ekki meðtaldir. Flestir
voru sjómennirnir i april 5,740 og
fæstir i desember 4.035.
Aflaverðmæti fiskiskipaflotans
upp úr sjó á árinu 1971 var um 5,7
miljarðar króna og hafði aukizt
um 730 miljónir króna frá árinu á
undan eða um 14,5%,.
Til loka október hafði þorskafli
h’rh. á bls. 15
5tw tónleikarnir í kvöld
Mozart, Eoulenc og
Schumann á efnisskrá
í kvöld — fimmtudag — verða
5tu tónleikar SinfóniuhljómíVeit-
arinnar á þessu starfsári. Stjórn-
andi vcrður Jean-Pierre Jacqu-
illat, en einieikarar verða Halldór
Haraidsson og Rögnvaldur Sigur-
jónsson. A efnisskránni verða
verk eftir Mozart, Francis Pou-
lenc og Robert Schumann.
Stjórnandinn er fæddur i
Versölum 1935. Hann hefur i þrjú
ár verið einn af stjórnendum
Parisarhljómsveitarinnar og
hefur meðal annars ferðazt um
Bandarikin, Mexikó og Sovétrikin
með hljómsveitinni.
Halldór Haraldsson og
Rögnvaldur Sigurjónsson eru
báðir þjóðkunnir pianóleikarar
islenzkir og hafa báðir áður
komið fram sem einleikarar með
Sinfóniuhljómsveit Islands.
Jean-Pierre Jacquillat, stjórnandi, er fyrir miöju en honum til vinstri handar Halldór Haraldsson og til
hægri er Itögnvaldur Sigurjónsson. Myndina tók Ari Kárason á blaðamannafundi i gær.
Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur:
Ætlar að merkja staði og
náttúniminjar í Reykjavík
Náttúruverndarnefnd
Rvikúr hefur undanfarið
unnið að þvi að láta setja
upp skilti á ýmsum stöð-
um i borgarlandinu, til
að vekja athygli borgar-
búa á náttúruminjum og
merkilegum stöðum/’Nú
þegar er búið að setja
upp skilti við Háubakka
og i öskjuhlið. Á þess
um stöðum hefur einnig
farið fram lagfæring og
staðirhir gerðir að-
gengilegri þeim sem
vilja skoða þá.
1 Háubökkum við Súðarvog er
um 8 m. hátt snið i Elliðaárlögin.
Þarna má i bökkunum rekja jarð-
lögin undir Reykjavik frá nútima
og aftur til blágrýtismyndunar
frá tertiertimanum, éða um 200
þúsund ár aftur i timann. Á skilt-
inu við Háubakka benda örvar á
staðsfetningu laganna.
Við hitaveitugeymana i Oskju-
hlið hefur verið sett upp skilti
með korti af gangstigum i öskju-
hliðinni til að leiðbeina og auð-
velda fólki, sem vill fara um
þennán yndislega útivistarstað.
Þarna hefur verið samþykkt
skipulag, sem Vilhjálmur Sig-
tryggsson gerði að tilhlutan nátt-
úruverndarnefndar.