Þjóðviljinn - 29.11.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.11.1972, Blaðsíða 16
DlOÐVIUINN Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar1 ■eru gefnar i simsvara> Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Mióvikudagur 29. nóvember 1972 Kvöldvarzla iyfjabúöanna vikuna 25. nóv. -1. des. verður i Ilolts Apóteki og Laugavegs Apóteki. Nætur- og helgidagavarzla er i Borgar Apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. í kjölfar kosningasigurs Verkamannaflokksins: Stefnubreyting utan- ríkismála N-Sjálands — Búizt við áhrifum á kosningarnar í Ástralíu Gough Whitlam Eftir hinn mikla og óvænta sigur Verka- mannaflokksins og Nor- mans Kirks i kosningun- um á Nýja Sjálandi á laugardaginn var, er þess nú beðið með eftir- væntingu, hver áhrif kosninga-úrslitin hafi á kosningarnar hinumeg- in Tasmanska hafsins á laugardaginn kemur. Bendir margt til að sigur Kirks auki likurn- ar á að Verkamanna- flokkur Ástraliu undir forystu Gough Whitlams komist einnig i stjórnar- aðstöðu. Eins og á Nýja Sjálandi mundi verkamannaflokksstjórn i Ástraliu þýða miklar breytingar á utanrikisstefnu landsins. Utan- rikisstefna verkamannaflokka beggja landanna er mjög ólik utanrikisstefnu þeirra ihalds- flokka, sem verið hafa við stjórn fram að þessu, Þjóðernisflokks- ins i Nýja Sjálandi og samsteypu Frjálslyndra og Bændaflokksins i Astraliu, en þeir hafa verið við völd i 12 ár (Nýja Sjáiandi) og 20 ár (Ástraliu). 20 flokkar bjóða fram í Hollandi HAAG 28/11. — HoIIendingar ganga til kosninga á miðvikudag og kjósa fulltrúa i neðri deild þingsins. Eru kosningar haldnar nú af þvi að ríkisstjórnin, sem mynduð var af fimm flokkum i fyrra, sagði af sér i sumar. 20 stjórnmálafiokkar keppa um 150 þingsæti neðri deildarinnar og hefur kosningaaldurinn verið færður úr 21 árs niður i 18 ára, sem þýðir að um ein og hálf miljón ungra borgara geta nú kosið i fyrsta sinn. Rikir mikil óvissa um, hve margir hinna ungu muni nota kosningaréttinn og þá hverja þeir kjósi. Ef taka á mark á skoðana könnunum mætti ætla að Verka- mannaflokkurinn ætti góða möguleika á aukningu þingsæta, en flokkurinn var i stjórnarand- stöðu siðasta þingtimabil þótt hann hafi verið sterkasti einstaki flokkurinn, með 39 sæti. Með hlið- sjón af flokkamergðinni i Hol- landi þykir óliklegt að Verka- mannaflokkurinn geti einn mynd- að stjórn, en liklegt þykir, að hann nái samvinnu við aðra ef hann eykur fylgi sitt. „Mistök” SAIGON 28/11 — „Fyrir mis- tök” gerðu 6 bandariskar sprengjuþotur i morgun árás á þorpið Vinh Tho rétt fyrir sunnan Da Nang i Suður-Viet- nam með þeim afleiðingum, að 19 manns, allt óbreyttir borgarar dóu og 29 slösuðust alvarlega, að þvi er fulltrúi bandariska hersins skýrði frá. Bandarisku þotuflugmenn- irnir áttu að styðja úr lofti að- gerðir Saigonhersins i grennd við Hoi An, borg, sem er 25 km fyrir sunnan Da Nang. Ekki er ljóst, hvers vegna þeir réðust á þorpið Vinh Tho, segir i fréttum hersins. Orslit kosninganna á Nýja Sjá- landi, sem kom nærri öllum stjórnmálafréttariturum og -spá- mönnum á óvart, sýnir kannski fyrst og fremst, að gamla kenn- ingin um að almenningur þar og i Astraliu sé allt að þvi króniskt afturhaldssamur og hræddur við allar breytingar, stenzt ekki lengur. Sjálfsagt eiga kynslóða- skipti i báðum löndum sinn þátt i þessum breytingum. Norman Kirk hefur þegar boð- Frh. á bls. 15 Það er almenningur, sem mest llður við átökin i trlandi, sunnan og norðan landamæranna. Hér sjást lögrcglumenn i Dublin hjálpa ungri stúlku, sem slasaðist i prengjuárás á kvikmyndahús á sunnudaginn. IRA fœrir átökin suður á bóginn Nánast stríðsástand á landamærunum í gær Pachman snúið við á landamærunum SCHIERNDING 28/11. — Tékk- neski stórmeistarinn i skák, Lud- ek Pachman, var i dag fluttur burt frá landamærunum i grennd við vestur-þýzka þorpið Schiernd- ing, þar sem hann hefur beðið eftir að fá að fara yfir i nokkra daga, að sögn vinar Pachmans, sem hafði samband við hann sið- ar i dag. Hafði Pachman verið sagt, að hann fengi að fara úr landi um hádegið, en var visað til baka er hann kom að landamærunum ásamt konu sinni og tengdamóð- ur. Fjölskyldan hefur öll gild vegabréf. Hefur Pachman hótað hungurverkfaili fái hann ekki ferðafrelsi. Miðstjómarfmidur Miðstjórn Alþýðubandalagsins, heldur fund, fimmtudaginn 30. nóv. 1972 kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Dagskrá: 1. Kosning starfsnefnda mið- stjórnar. 2. Efnahagsmálin. Ragnar Arnalds. DUBLIN 28/11. — Nánast var rikjandi striðsástand á landa- mæruni Norður-trlands og trska lýðveldisins i dag og var skotið bæði eldflaugum og venjulegum byssuskotum yfir landamærin. Voru þessar aðgerðir greinilega ætlaðar sem mótmæli skæruliða gegn hertum lögum trska lýð- vcldisins, sem fyrst og fremst beinast gegn þeim. Tveir ungir menn voru drepnir i sprengjuárás á hús i kaþólska jogside-hverfinu i Londonderry i dag. Vildi lögreglan ekkert segja um árásina, en sagt er, að i hús- inu hafi IRA hermenn framleitt sprengjur. Hafa nú alls fallið 643 á þeim þrem árum, sem deilurn- ar hafa staðið i N-trlandi. Lögreglumaður féll fyrir eld- flaug við landamærin. Irska stjórnin kom saman i Dublin i dag til að ræða, hvort gripa skuli til frekari öryggisráð- stafana i landinu af ótta við að IRA flytji aðgerðir sinar suður á bóginn. óttast stjórnin hefndar- aðgerðir bæði vegna aukinna ráð- stafana gegn IRA, sem heftir ferðafrelsi þeirra innan lýð- veldisins og vegna fangelsunar pólitisks foringja IRA, MacStiof- Oryggissérfræðingar eru hræddir um að IRA félagar muni gripa til flugvélarráns til að neyða stjórnina til að láta MacStiofain lausan og hafa þvi öryggisráðstafanir á þremur aðalflugvöllum landsins, i Shann- on, Dublin og Cork, verið auknar allverulega. Þar að auki hefur lögreglan styrkt vörð um stjórn- armeðlimi, erlenda sendiráðs- menn og æðstu embættismenn dómstólanna. Liðan MacStiofains var óbreytt i dag, en hann hefur nú verið i hungurverkfalli i tiu daga. Að sögn læknanna á hersjúkrahús- inu, þangað sem hann var fluttur, eru likamskraftar hans á þrotum, en hann hefur enn fulla meðvit- und og getur talað. Siðustu fréttir: MacStiofain hætti hungurverk- fallinu i gærkvöldi, að beiðni konu sinnar og kaþólsks prests, sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið, og drakk strax talsvert af vatni. — Samtimis var itrekað af stjórnar- völdum, að dómurinn yfir honum væri réttlátur og honum yrði ekki sleppt. Nýr bankastjóri A fundi bankaráðs Utvegs- banka tslands 3. þ.m. var Finn- boga Rút Valdimarssyni, að eigin ósk, veitt lausn frá bankastjóra- starfi af heilsufarsástæðum. Á fundi bankaráðsins i dag var Armann Jakobsson lögfræðingur, ráðinn bankastjóri við Utvegs- bankann frá 1. desember n.k. Ármann Jakobsson er fæddur 2. ágúst 1914. Hann lauk kandidats- prófi i lögfræði frá Háskóla Is- lands 1938 og stundaði fyrst á eftir lögfræðistörf en gerðist siðan starfsmaður Útvegsbankans 1942 og hefur verið það siðan, fyrst við útibúið á Akureyri, siðan við úti- búið á Siglufirði og stundaði jafn- framt málflutningsstörf og nú um nokkurra ára skeið i aðalbankan- um i Reykjavik, sem trúnaðar- maður bankastjórnarinnar sem eftirlitsmaður með útibúum bankans. (Fréttatilkynning) Olían lónar enn með landi á Norðfirði Hjörlcifur Guttormsson, fréttaritari Þjóðviljans á Nes- kaupstað. sagði i gær, að þá um daginu liefði verið aflands- vindur og nokkur sjógangur á firðinum og hcfði olian ekki verið cins áberandi og i logn- inu daginn áður. Þó væri enn mikil olia á firðinum og hefði hún lónað með landi i allan gærdag. Til Neskaupstaðar eru nú komnir menn frá Siglinga- málastofnun rikisins og frá BP til að rannsaka málið og sjá hvort eitthvað væri hægt að gera. Hefði fulltrúi Sigl- ingamálastofnunarinnar Stefán Bjarnason sagt að hugsanlegt væri, að hreinsa oliuleðjuna af fjörum með efni sem sundraði oliunni og flýtti þannig fyrir eyðingu hennar. Þetta efni er mjög dýrt og þótt það séu oliufélögin sjálf sem framleiða það, eiga deild- ir þeirra hér á landi ekki til þetta efni. Þau eiga hins vegar önnur efni til að eyða oliu, en þau eru einhvers konar eitur- efni, hættuleg gróðri og öðru lifi. Eins og skýrt var frá I Þjóð- viljanum i gær var olia komin á fjörur við Dalatanga og fugl þegar farinn að drepast þar á fjörum. En vegna aflands- vindar i gærdag hefur oliuna ekki rekið enn inn á nærliggj- andi firði. Um leið og vindur snýst i hafátt er hætta á hana beri inn á firði. Þá náðum við tali af Stefáni Bjarnasyni frá Siglingar- málastofnuninni i gærkvelldi. og sagði hann allmikla oliu meðfram ströndinni, einkum norðanmegin fjarðarins. Væri og oliuleðja viða á fjörum, en hún hefði þó minnkað. Sagði Stefán að i dag yrði reynt að eyða oliu í fjörum með þeim efnum sem til væru, þótt þau væru talin skaðleg þörungum og öðrum sjávargróðri. Þetta yrði gert þar sem minnst hætta væri á að efnið færi i sjó- inn. Þá sagðist Stefán hafa feng- ið þær fréttir frá Dalatanga, þar sem allmikið æðarvarp er, að þar væri fugl farinn að veslast ’ upp i oliu er rekið hefur þar að landi. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.