Þjóðviljinn - 13.12.1972, Síða 10

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. desember-1972 Halldór Ólafsson MINNING Halldór Ólafsson var fæddur á Kolbeinsá 21. desember 1893 og var hann næstyngstur af sjö syst- kinum. Börnin fæddust i þeirri röð, sem hér fer á eftir: Björn, Sigriður, Stefán, Ingibjörg, Þorvaldur, Halldór og Margrét Soffia sem ein er nú eftir lifandi af þessum systkinahópi. Foreldrar þeirra voru hjónin Elisabet Stefánsdóttir og Ólafur Björnsson. A sinum yngri árum dvaldi Ólafur i Noregi við bú- fræðinám og útskrifaðist búfræð- ingur þar. bað var ekki venjulegt á þeim árum, að menn stunduðu nám erlendis. En Ólafur var bróðir séra Þorvaldar á Melstað og ekki ósennilegt, að prestur hafi ýtt undir og hjálpað bróður sinum til utanfarar. Að loknu námi kom Ólafur heim og litlu siðar kvænt- ist hann heitmey sinni, Elisabetu Stefánsdóttur, og sama ár hófu þau búskap á Kolbeinsá 1885 og bjuggu þar allan sinn búskap, unz þau létu af búskap 1917, en áttu þar heima til æviloka. Kolbeinsá var i þá daga talin með beztu jörðum við Hrútafjörð. Hlunnindi fjölbreytt, mikil og góð: dúntekja, fuglatekja, sel- veiði, reki og útræði úr Búðar- vogi, sem var talin bezta bátalægi við Húnaflóa, fjörubeit mikil og gott var að eiga skepnur i Kol- beinsárnesi er hausta tók. Haft var eftir góðum búhöldi, ná- granna Kolbeinsár: „Það er mörg matarholan á Kolbeinsá”. Já, vist var það, að björgin var mikil og notadrjúg, sem kom á land. En Kolbeinsárheimilið sat ekki eitt að þeirri björg. Ná- grannarnir fengu sinn hlut af fugli, sel og rekavið fyrir litið eða ekkert. Hjónin á Kolbeinsá voru þekkt að rausn og hjálpsemi við sarrrferöarmenn sina, sem bjuggu við þröngan kost. Ef matbjörgin brást i búri þeirra lá leiðin heim að Kolbeinsá, þaðan fór enginn á burt með tóman mal. Þessum mönnum tóku þau Elisabet og Ólafur með sérstakri alúð og leystu bráðustu vandræði þeirra Þeir voru léttari i spori, er þeir gengu á burt frá Kolbeinsá, og hugur þeirra hlýr og þakklátur til hjónanna, sem bætt höfðu úr vandræðum þeirra og vakið von og trú þeirra á bjartari framtið. Ólafur var allra manna lagnastur aö vekja glaðværð i kringum sig. Hann var opinn fyrir allri kimni og hnyttinn i tilsvörum. Þegar Ólafur var á ferð og kom á heimili okkar, sem hann gerði oftast, þvi að faðir minn og hann voru vinir, þá var alltaf gaman. Hann var aufúsugestur, sem ávallt vakti gleði með komu sinni. Þessa góðu eðliskosti og gáfur erfðu börnin öll og þeir, sem kynntust systkinunum og náðu þvi, að binda vináttu við þau, áttu þar órofa vin ævilangt, slik var tryggð þessa fólks. Af þessum meið og úr þessu umhverfi var Halldór vaxinn og ekki var hann sizt gefinn i sjón og reynd. Hann var fullkomlega meðalmaður á hæð, grannbyggð- ur, léttur og fimur i öllum hreyf- ingum. Andlitið frjtt, grannt og allar linur skýrar og skarpar. Augun blágrá, opin og vökul, hár- ið mikið, dökkt og fór vel. Strax á uppvaxtarárunum vakti Halldór eftirtekt á sér fyrir lagni, kapp og dugnað. Sérstak- lega var hann umtalaður fyrir, hve mikill og góður sláttumaður hann var. Hann var þvi eftirsótt- ur og enginn taldi eftir að greiða honum hæsta kaup. Faðir minn taldi Halldór og Kristmund Jóns- son, sem var mágur Halldórs, mestu og beztu sláttumenn hér- aðsins. Ég tel, að faðir minn hafi verið fær um að dæma hæfni þeirra, þvi að báðir höfðu þeir unnið við slátt hjá honum. Ég segi beztu sláttumenn og á þá við , hve vel þeir slógu. Strax i æsku náði Halldór leikni i að skrifa skýra og fagra rithönd og aldrei sást eftir hann skrifað, nema með þessari fögru og fast- mótuðu rithönd. En það var ekki bara skriftin, sem hann vandaði, heldur allt, sem hann gerði. Hann lagði sig allan fram að leysa hvert verk svo vel af hendi, sem hann gat. Halldór kynnti sér öll mál og myndaði sér skoðanir um þau. Hann var ekki hávaðamaður i málflutningi, en ákveðinn og rök- fasturog gaf sér ávallt tima til að hugsa, áður en hann talaði. Hann þekkti það, að þögnin getur verið gullvæg og oft bylur hátt i tómri tunnu. Halldór var vel hagmælt ur, en fór dult með. Hann var gæddur skemmtilegri kimnigáfu og leikhæfileikum og átti mjög hægt með að ná rödd og sérein- kennum manna. Arið 1915 fór Halldór i Flens- borgarskólann i Hafnarfirði og lauk hann gagnfræðaprófi við skólann með ágætiseinkunn vorið 1917. Að loknu námi gerðist Halldór kennari og skólastjóri við Unglingaskólann á Heydalsá. 1 þrjá vetur kenndi og stjórnaði Halldór þessum skóla og vann sér traust og hylli nemenda sinna og foreldra þeirra. Dæmi um vinsældir Halldórs við skólann sáust glöggt, er hann hætti að starfa við hann. Þá tóku nemendur hans sig saman og færðu honum gjöf, — gullhring með rauðum steini. 1 þá daga var þetta stór og höfðingleg gjöf af fá- tækum nemendum, og slikt hafði ekki þekkzt þar áður. Þennan hring bar Halldór ávallt siðan og þótti vænt um hann. Hríngurinn var dýrgripur liðinna minninga, — minninga, sem Halldóri voru ljúfar og kærar. Eftir að Halldór hætti kennslu við Heydalsárskólann kenndi hann á einkaheimilum i sveitinni heima og vann við heyvinnu á sumrin og var mjög eftirsóttur af öllum, sem til þekktu dugnað hans og kapp. Eins og aö likum lætur hlóðust á Halldór mörg félagsstörf, einkum þau, sem litið eða ekkert var greitt fyrir. Hann var i hrepps- nefnd, fræðslunefnd, endurskoð- andi Sparisjóðs Hrútfirðinga, Kaupfél. Hrútfirðinga og formað- ur Málfundafélags Hrútfirðinga, sem starfaði svipað og ung- mennafél. og hélt uppi skemmt- analifi i sveitinni. Á stjórnarárum Halldórs stóð félagiö með mest- um blóma. Á þessum árum gekkst félagið fyrir sjónleikum, sem þóttu takast vel. Halldór var laginn að fá fólk til að starfa með sér og sjálfur var hann gæddur góðum leikhæfileikum. Sumarið 1922 , 6. júli, giftúst þau Guðrún Finnbogadóttir og Halldór Ólafsson og hófu búskap á Fögrubrekku sama ár. Hjá þeim ungu hjónum voru foreldrar Guðrúnar, Sigriður ólafsdóttir og Finnbogi Jakobsson, sem þar höfðu búið lengst af sinum bú- skap. Einkadóttir hjónanna fædd- ist 30. júli 1925. Hún ber nafn móð- urömmu sinnar og -afa, Finnboga Sigriður. Hún er gift Páli Axels- syni, strætisvagnastjóra Reykja- vikurborgar og ökukennara. Á Fögrubrekku bjuggu þau Guðrún og Halldór i 23 ár og á þessum árum gekk mæðiveikin og kreppan mikla yfir sveitir landsins og bæi. Þriðja og versta ólagið var það, að árið 1939 veikt- ist Halldór og varð að fara á Vifilsstaðahælið. Eftir að Halldór fór að hressast tók hann mikinn þátt i félagslifi á hælinu, skrifaði mikið i blaðið, sem vistmenn hælisins gáfu út, og i námsflokk- um tók hann mikinn þátt, var bæði nemandi og kennari. Á hæl- inu kynntist hann mörgum mönn- um, sem hann átti samleið með. Einn þeirra var séra Eirikur Al- bertsson frá Hesti. Þeiráttu mörg sameiginleg áhugamál, sem þeir ræddu og skiptust á skoðunum um. Þessi félagsskapur átti vel við Halldór og dreifði áhyggjum ogkviða, sem stundum vildu leita á hugann. Vistmenn hælisins höfðu lika stundum dálitla vinnu við að hnýta öngla á fiskilóðir. I þessu starfi náði Halldór ótrúlega miklum hraða. Við þetta starf, sem önnur, kom lagni hans og kapp honum að haldi. Eftir rúmlega eitt ár kom Hall- dór heim af hælinu. En hann var ekki sami maður og áður. Nú varð hann að gæta hófs i allri áreynslu, hvað sem óunnum störfum leið. Það lá þvi ljóst fyr- ir, að þau hjónin á Fögrubrekku kæmust ekki hjá þvi að hætta bú- skap, ef hægt væri að fá starf, sem hentaöi Halldóri. Það varð árið 1945, að fjölskyldan hætti bú- skap á Fögrubrekku og flutti til Borðeyrar. Halldór og Sigriður dóttir hans unnu á skrifstofu Kaupfél. Hrútfirðinga. Árið 1948 flutti Halldór og fjölskylda hans til Reykjavikur. Fyrstu árin i Reykjavik stundaði Halldór ýmis störf, eftir þvi sem heilsa og kraftar leyfðu. En eftir 8 ára dvöl i Reykjavik veiktist Halldór aftur og varð að fara i annað sinn á Vifilsstaðahæli og þaðan á Reykjalund. Dvölin á Vifilsstöð- um og Reykjalundi tók 1 og 1/2 ár og þessi 16 ár, sem Halldór lifði eftir það, má segja að hann væri við rúmið. Veikindi hans byrja 1939 og 10. september 1972 dó hann. Sjúkdómsárin eru þá orðin 33. Það eru mörg, löng og erfið ár. En Halldór var einn þeirra manna, sem eigi bera harma sina á torg, en þola með karlmennsku og æðruleysi þau örlög, sem að höndum bera. Það leita ýmsar spurningar á hugann, er maður situr við sjúkrabeð manns, sem árum saman hefur barizt við sjúkdóm, sem þó hlýtur að enda á einn veg. Já, slikt reynir mjög á sjálfsaga og sálarstyrk sjúklings- ins. En óneitanlega reynir lika á stillingu og fórnarlund þeirra, er hjúkrunarstarfið inna af hendi. Þær mæðgurnar Guðrún Finn- bogadóttir, kona Halldórs, og Sigriður dóttir þeirra hjóna, stunduðu Halldór og voru ávallt viðbúnar að rétta hönd sjúklingn- um til hjálpar. Hjúkrun þeirra mæðgna var sérstök, hlý og góð. Stilling og þolinmæði er þeim mæðgum báðum gefið i rikum mæli. Guðrún er ein af þessum hetjum, sem aldrei lætur bugast, og fjarri er henni að æðrast eða fjasa, en tekur þvi, sem að hönd- um ber, með styrk og hugarró. Það gat ekki farið fram hjá þeim, sem komu til Halldórs, að taka eftir þvi hve gott og innilegt samband var milli þeirra feðgin- anna. Sigriður þreyttist aldrei á að leita eftir, hvað hún gæti gert fyrir föður sinn. Ef það var eitt- hvað, sem hún gat fundið út, að hann langaði i eða vildi reyna, þá var það ekki dregið að nálgast það. Það, sem Sigriður gat gert fyrir pabba sinn, gerði hún alltaf strax og af þeim hlýleik og bliðu, að aðdáanlegt var. Ef svo bar til, að ég sæi Sigriði fyrsta af fólkinu i Lönguhlið, er ég kom þangað, þá gat ég vitað, hvernig liðan pabba hennar var. Ef liðan hans var betri þann daginn, var gleðigeisli i augum Sigriðar. Já, svona náið og viðkvæmt var samband þeirra feðginanna. öll fjölskyldan var samhent i að syna sjúklingnum samúð sina og skilning. Á hverju kvöldi, er Páll tengdasonur Halldórs kom heim frá vinnu sinni,leit hann inn til tengdaföður sins til að vita um liðan hans. Einu sinni er ég sat hjá Halldóri spurði ég hann hvar honum hefði liöið bezt. Halldór svaraði spurn- ingum fremur hægt. Hann hugs- aði alltaf, áður en hann talaði. En nú svaraði hann mér fljótt. ,,Á Kolbeinsá”. Það sannaðist hér gamli málshátturinn, ,,að römm er sú taug er rekka dregur föður- túna til”. Æskuheimilið átti óum- ræðanlega sterk itök i minningum og huga Halldórs. Já, margs var að minnast frá þeim dögum, er hann óx upp i stórum systkina- hópi, frá leikum þeirra og störf- um. Tal okkar barst svo að Kol- beinsárnesi. Ég átti hægt með að ræða um Nesið, þvi að ég hafði eytt einum degi i að ganga um Nesið og skoða það 1933 og sá ekki eftir þvi. Allt Nesið er eitt undra- og töfraland. Upp úr sléttum grundum risa háir klettagarðar, þunnir, sléttir sem steyptir væru og svo drangarnir og klettaborg- irnar. Allt er þetta sérkennilegt, Stórbrotið og fagurt. Þarna undir klettagörðunum og drögnunum er skjól i öllum áttum. Ég hugsaði, hve gott væri að eiga hesta þarna, er veður eru válynd. Þá má ekki gleyma útsýninu út yfir flóann i norðan garði, er brýtur á skerjum og boðum, svo allt er sem einn hvitur foss. Þessi sýn er mikil- úðleg og tignarleg, en um leið ógnvekjandi. En þarna milli lands og eyja liggur leiðin inn i Búðarvog örugg og farsæl fyrir þá sem þekkja. Þegar inn i Vog- inn er komið er þar ládeyða og vindbáran gjálfrar við klappirnar og þar er hægt að leggja bátunum við festar. Upp af Vognum eru tóftir af verbúðum frá þeim dög- um, er róið var út þaðan. Tvær þeirra siðustu voru Hávella og Molla. Ekki var Halldór gamall, er hann fór að hjálpa til við að stokka og beita fiskilóðir. Hann þótti strax hraðhentur og af- kastamikill. Oft var hlaupið á ótrúlega stuttum tima frá Kol- beinsá og niður i Vog. Kolbeinsár- nes, með séreinkennum sinum og undrum, skipaði viðurlegt sæti i minningum og huga Halldórs. Og hér á Nesinu vil ég kveðja Halldór, vin minn. Ég þakka hon- um langa samfylgd, einlæga vin- áttu og órofa tryggð. Ég sendi konu, dóttur, tengdasyni, barna- börnum og systur Halldórs inni- legar samúðarkveðjur. Br. Búason. PIERPONT-ÚRIN handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven-og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. ÚR OG KLUKKUR Laugavegi 3. Simi 13540. Valdimar Ingimarsson úrsmiður. Óskar Kjartansson gullsmiður.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.