Þjóðviljinn - 13.12.1972, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Qupperneq 12
j2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. desember 1972 SKII IN EFHR . . . Teiknimyndasaga frá Kína 67. Shih-mei sér að hlutirnir hafa snúizt honum i óhag og býst til að fara. Pao fursti skipar honum að vera kyrrum og biða eftir réttarhöld- unum, og að þvi bún^ setur hann réttinn. 68. Réttarhöldin eru hafin þrátt fyrir mótmæli Shih-mei.'Hsiang-lien ber fram ákærurnar á hendur honum. 1 fyrsta lagi fór hann á bak við keisarann og gerðist sekur um tvikvæni. 1 öðru lagi lét hann foreldra sina farast úr hungri á meðan hann naut lifsins. Og i þriðja lagi reyndi hann að myrða konu sina og börn og varð valdur að þvi að Han Chi framdi sjálfsmorð. D eildarh j úkr un ar kon a Staða deildarhjúkrunarkonu við Grens- ásdeild Borgarspitalans er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. febrúar eða eftir nánara sam- komulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgarspitalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf.sendisr, heilbrigðismálaráði Reykja- vikurborgar fyrir 1. janúar 1973. m M m iReykjavik, 12.12. 1972. Heilbrigðismálaráð lteykjavikurborgar. Seláseigendur Félag landeigenda i Selási heldur fund að Freyjugötu 27, föstudaginn 15. desember, 1972 kl. 20.00. Fundarefni: I. Tekin ákvörðun um uppskipti lands í sambandi við framkvæmd skipulagsins. II. Önnur mál. Stjórnin. Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða RAFMAGNSTÆKNI- FRÆÐING, i sterkstraumslinu, til starfa nú þegar. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um starfið fást hjá rafveitustjóra. Ilafveita Hafnarfjarðar. IJTIJ GLIGGLNN Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu Diðrik bakarameistari hefur bakaríið sitt og verzlunina í gamla Þessa mynd hefur hann Guðjón Símonarson teiknað fyrir okkur. Við þökkum honum kærlega fyrir. húsinu. Þaðerhann, sem á húsið, og hann á það til að vera dálitið upp- stökkur. Hann getur orðið toksillur ef einhver í húsinu hans vill hafa hund eða kött eða annað húsdýr. Þá verður hann eldrauður í framan á sinn einkennilega hátt og segir, að ef hann leyfi slíkt og þvílíkt svínarí verði áreiðanlega einhver til að fá sér fil. En það væri ábyggilega allt of erfitt að hafa fíl, þar sem svo margar tröppur eru í gamla húsinu. Herra Greppur hefur dýr í her- bergi sinu. Það er fimmfættur hárklóri. Á hverju kvöldi, þegar herra Grepp tekur að syfja, klæjar hann í svartan hárlubbann og þá er fimmfætti hárklórinn vanur að klóra honum dálítið í hársvörðinn, þartil hann hættir að klæja, og það er svo notalegt. En þetta hefur Diðrik bakarameistari ekki minnstu hug- mynd um, að það sem maður ekki veit gerir manni heldur ekki neitt til. Stjórnvizka í Hafnarfirði: Veita leyfi til rafhitunar — en skipa síðan sama aðila að greiða heimtaugargjald fyrir hitaveitu Bæjarstjórn Hafnarf jarftar virftist ætla aft taka allfast á hita- veitumálum i bænum svo ekki sé sterkar aft orfti kveftift. Þar hefur þaft gerzt aft manni, sem fengiö liaffti leyfi fyrir húsbyggingu meft rafhitun, er gert samkvæmt til- skrifi frá byggingarfulltrúa aft greifta heimtaugargjald fyrir heitavatn þegar sú stund rennur upp aft Hafnarfjörftur verður hitaftur upp mcft vatni. Maöur þessi fékk úthlutaöa lóð i júli. t lok september fékk hann ieyfi til rafhitunar og var teikning samþykkt i október af valdaaðil- um bæjarins, sem um það mál eiga að fjalla. Samkvæmt þessari samþykktu teikningu átti að sjálfsögðu hvorki að byggja reyk- háf á húsið né kyndiklefa við það. Þegar maðurinn hóf byggingarframkvæmdir fékk hann bréf um það frá byggingar- fulltrúa bæjarins, að honum bæri að greiða heimtaugargjald fyrir heitavatnslögn þegar þar að kæmi. Þetta þýðir i framkvæmd, að manniiium er gert að greiða 70-80 þúsund fyrir heimtaug undir hita- veitu, þóhann sé búinn að fá sam- þykki bæjaryfirvalda fyrir þvi að húsið skuli hitað með rafmagni. Þessa tilskipun byggir verk- fræðingurinn á samþykkt bæjar- 1 stjórnar, sem gerð var i april i i vor, sem þýðir að bæjaryfirvöld j hafi haft þessa samþykkt fyrir I augunum á sama tima og þau veittu leyfi til rafhitunar. En þar með er ekki öll við bótarkostnaðarsaga mannsins sögð. Þessi siðbúna ákvörðun, eða valdbeiting, hefur það i för með sér að maðurinn verður að iáta breyta teikningu af húsinu, láta bæta við hana skorsteini og kyndiklefa og kaupa oliufiringu og þar til gerða fylgihluti, en allt þetta verður svo gagnslaust og þvi verður að henda, þegar hita- veitan kemur i Fjörðinn, ef úr verður. Einhverjir húsbyggjendur, sem svipað er ástatt um,fóru þess á leit við bæjaryfirvöld að þau byggðu bráðabirgðakyndistöð fyrir þau hús sem hvort eð er yrðu að greiða heimtaugargjald fyrir heitt vatn, þannig að byggjendur þyrftu ekki að leggja i auka- kostnað vegna oliukyndingar sem ekki mætti svo nýta lengur en þar til hitaveita kemur. Og hrokafullir embættismenn bæjarins létu ekki standa á svari: Það er ómögulegt að bærinn leggi i aukakostnað ykkar vegna. Svona er nú stjórnvizkan mikil i Hafnarfirði. —úþ M.s. Baldur fer frá Reykjavik mánudaginn 18. des. til Snæfellsness- og Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka á föstu- dag. Viðskiptafræðingur — Hagfræðingur Stofnun óskar að ráða viðskiptafræðing eða hagfræðing til starfa i byrjun árs 1973. Sjálfstæð vinna — Góð laun Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. des. merktar ,,2345”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.