Þjóðviljinn - 13.12.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 13.12.1972, Síða 16
I votmum öVTKuQagur ij. aesemuei 3 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar' eru gefnar i simsvara' Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Apótek Austurbæjar og Laugavegsapótek annast helgar-, kvöld- og næturþjón- ustu vikuna 9. - 15. desember. Slystrvaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagai vakt á heilsuvernarstöBinni. Simi 21230. IATA flugfélög á fundi í Genf Yiljalækka fargjöld in yfir N-Atlanzhaf GENF 12/12 — Fulltrúar flugfélaga innan IATA, sem hafa fast áætlunarflug yfir Norður-Atlanzhaf, könnuðu i dag áætlun um lækkuð fargjöld á þessari léið, svo áætlunarflugfélög gætu keppt í verði við leiguflugfélögin. Aætlunin er til komin af þvi að tvö brezk flugfélög lögðu til i sið- ustu viku, að leitazt yrði við að lækka með einhverju móti far- gjöldin á þessari leið fyrir ein- staka ferðamenn i stað sérstakra afslátta fyrir hópferðir. Fulltrúar 40 flugfélaga tóku þátt i fundinum, sem skipulagður var af Alþjóða flugferðasam- bandinu, IATA. Er stefnt að þvi að ná samkomulagi um farmiða- lækkun frá og með 1. april. Á fundinum lögðu fimm banda- risk flugfélög til, að miðað yrði við fjóra verðflokka i hinu nýja skipulagi. Samkvæmt tillögu þeirra er gert ráð fyrir, að far- Ósamið enn um togarakjör Siðastliðinn laugardag var haldinn sam ningafundur um togarakjörin að tilhlutan sátta- semjara. A þessum fundi náðist samkomulag um búnað skips áður en það leggur úr höfn, sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Islands. Annars hefur litill árangur orðið af samningum um togara- kjörin. Eru horfur á að frekari samningsgerð biði fram yfir ára- mót. Gildandi kjarasamningar um togarakjör runnu út 1. oktober. Skipshafnir á nýjum togurum hafa haldið út á væntanlega samninga. gjöld á 1. farrými og á svokölluð- um túristaklassa lækki frá þvi sem nú er. Einnig að seldir séu kynningarferðamiðar, sem gildi frá 14 og upp i 45 daga, á sérstak- lega hagstæðu verði og að lokum ódýra miða fyrir einstaklinga, sem vilja borga talsverðan hluta fyrirfram. Kallast sú áætlun Apex (Advance Purchase Excursion) og samkvæmt henni fengju ferðamenn mjög ódýra farmiða, ef þeir panta farið 90 dögum fyrir ferðina og borga þá 25% verðsins, en afganginn 30 dögum áður en þeir fara. I fótspor Norðmanna DANIR LlKA MEÐ SITT KAFBÁTSMÁL KAUPMANNAHÖFN 12/12 — I>á eru Danir lika búnir að konia sér upp kafbátsmáli. Skýrði danska varnarmálaráðuneytið svo frá i dag, að óþekktur hlutur, seiii sást i firði við Kristjánsvon á Grænlandi 7. og 9. deseinber, hafi sennilega verið kafbátur. Hluturinn sást fyrst frá þrem rækjubátum, sera.voru við veiðar fyrir utan Kristjánsvon 7. desem- ber. I uþb. einn og hálfan tima sáu sjómennirnir hlut, sem stóð um metra uppúr sjónum. Sjómennirnir sögðu lögreglunni strax frá sýninni. 9. desember sá svo áhöfn fiskiskips kastljós á sama svæði i firðinum. Ljósinu var beint yfir landið meðfram firðinum i um fimm minútur. Haft var samband við annað fiskiskip og gerðu siðan bæði skipin leit um svæðið með radar, en án árangurs. Danski varnarmálaráðherrann Kjeld Olsen skýrði dönsku stjórn- inni frá málsatvikum i dag. Reiknað er með, að ókunnur kaf- bátur sé á fjarðasvæðinu, sem liggur báðum megin Kristjáns- vonar. Yfirvöld reyna nú að afla frekari upplýsinga, en leit að kaf- bát getur orðið mjög erfið vegna vetrarmyrkursins. sem nú grúfir yfir þar nyrðra. Byggðin i Kristjánsvon er á nesi, en firðirnir i kring eru upp- undir 400 metra djúpir. Á svæðinu rétt fyrir sunnan bæinn, þar sem fyrirburðurinn sást, er dýpið 200 — 300 metrar. Grænlandsstjórn hefur til um- ráðs eftirlitsskip og tvö skip önnur. Annað þeirra er i Góðravon og gæti verið komið á staðinn aðfaranótt miðvikudags- ins. Kristjánsvon liggur uþb. mitt á milli f jarðarins sem liggur inn að flugvellinum i innri Straumfirði og stóra bandariska her- flugvallarins við Westenholms- fjörð i Norður-Grænlandi. Ekkert er i næsta nágrenni við Kristjáns- von, sem vakið gæti hernaðar- legan áhuga. Á síðustu gosstöðvum? HOUSTON 12/12 — Geimfararnir úr Apollo 17. fundu í dag sennileg merki þess, að lendingarstaður þeirra og að- setur í dalbotni á tunglinu kunni að hafa verið síðustu gos- stöðvar á hnettinum. Yerður Karpov næsti meistari? Eugene Cernán og Harrison Schmitt unnu lengi og af ákafa i fyrsta leiðangri sinum af þrem frá tunglferjunni Ghállenger. Launin voru stórkostlegt útsýni yfir hið fegursta tungllandslag, sem enginn maður hefur fyrr augum litið. — Drottinn minn, þetta er al- veg ótrúlegt, sagði Cernan, þegar hann tók fyrsta skrefið á tunglinu. Schmitt kallaði landslagið „paradis jarðfræðingsins”. Stórt fjall rétt hjá lendingar- FpVi á hlc 1S Friðarsamningur fyrir jól? Allir vongóðir síðasta fund PARÍS 12/12 — öryggisráðgjafi Nixons, Henry Kissinger og norður-vietnamski sendimaðurinn Le Duc Tho héldu i dag f jögra og hálfs tima fund, sem vonazt er til að verði einhver hinn siðasti áður en vopnahléi verður lýst yfir i Vietnam. eftir í kvöld var ekki vitað i Paris, hvort samningamennirnir tveir hygðust hittast á ný. Þegar fund- urinn i dag hafði staðið i tvo tima komu Kissinger og nokkrir manna hans út til að draga að sér friskt loft, annars voru engin hlé gerð á fundinum, sem haldinn var i Gif-sur-Yvette, fyrir sunnan Paris. Fyrr i dag var skýrt frá þvi, að mikill árangur hefði orðið af fundi þeirra Kissingers og Le Duc Thos i gær og i morgun unnu báðir aðil- ar að uppkasti samkomulags. Eru menn almennt vongóðir um að endanlegur samningur verði gerður fljótlega, jafnvel fyrir jól. Petrosjan og Gligoric lofa hinn unga mann, en Fischer vill ekkert segja Anatoly Karpov — stíll hans er mjög klassiskur. Um þessar mundir er að Ijúka tniklu skákmóti i San Antonio, Texas, og var hinn ungi Rússi Anatoly Karpov (21 árs) efstur er siðast fréttist. Mót þetta hefur vakið athygli viða, enda leiða þarna saman hesta sina 16 stórmeistarar, þar á meðal fyrrnefndur Karpov, Petrosjan (43 ára), Keres (56 ára) Gligoric, Bent Larsen og hinn ungi og frægi Mecking frá Brasiliu. Fyrstu verðlaun eru 4 þús- und dollarar og er þetta mesta skákmót, sem haldið liefur verið i Bandarikjunum. Fisch- er var að sjálfsögðu boðin þátttaka, og i fyrstu virtist hann hafa áhuga. heimtaði meira að segja að sett yrði upp sérstök lýsing fyrir sig, er hefði kostað um þúsund doll- ara. Siðar féll Fischer þó frá þátttöku og hótaði lögsókn, ef nafn hans yrði notað i sam- bandi við kynningu á mótinu. Spasski var einnig boðið, en þáði ekki. Kunningjar hans segja, að hann sé samt í góðu formi þrátt fyrir ósigurinn i Reykjavik i sumar. Vikjum nú aftur að Karpov. Timaritið Neewsweek segir, að ekki sé hann ógnvekjandi við skákborðið. Hann er klæddur svörtum fötum er hanga á veikbyggðum likamanum, augu hans lýsa engum tilfinningahita, og drengjalegt andiitið og vel snyrt brúnt hárið gefa honum dáiitið fjarrænt og veikt svip- mót. En þegar hann ber sig að þvi að leika, þá minna hreyf- ingar hans á hreyfingar slöng- unnar, eins og einn bandarisk- ur skákfræðingur hefur kom- izt að orði. Karpov leikur gætilega, með hendur undir kinn, og skoðar stöðuna oft iengi. Hann varð fyrst þekktur 13 ára gamall, en þá hafði hann lengi kynnt sér skákstil Capablanca. „Karpov er eini ungi skák- snillingurinn sem hefur sýnt mjög háþróaða tækni”, segir Gligoric um hann og bætir við: „Still hans er mjög klassiskur. Hann er þolinmóður og reynir að byggja upp og treysta möguleika sina”. Karpov er feiminn og hlé- drægur og segist eiga eftir að sýna betri taflmennsku, og hann eigi enn langt i land að ná heimsmeistaratitlinum. Reynt hcfur verið að fá álit Fischers á Karpov, en vinir Fischers hafa ekki getað feng- ið hann til að segja eitt eða annað um hinn unga Rússa. Það leynir sér aftur á móti ekki að Rússar telja Karpov sina björtustu von, og Petrosj- an segir: Það er Karpov, sem er okkar hclzta von til að ná aftur hcimsmeistaratitlinum. Karpov stundar hagfræði- nám við háskólann i Lenin- grad og býr i eigin ibúð, sem er sjaldgæft meðal stúdenta, og Necwswcek segir að hinn unga mann fýsi að eignast eigin bil — sem Rússar muni eflausUgefa honum með gleði, auk einkabilstjóra, nái hann' heimsmeistaratitlinum. — Auövitað met ég heiðursvörðinn mikils, en hann gerir mig dáiftið taugaóstyrka. (úr N.Y. Herald Tribune> .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.