Þjóðviljinn - 24.12.1972, Blaðsíða 7
1>JÓÐVH,JINN — aukablaö _ SÍÐA 7
SJÓNVARP
Borgarstjórn tímdi ekki að setja
útvörp í götusópana
Háskalegt líferni
franskra karlmanna
Þaö var fellt meö 9 at-
kvæöum gegn 5 i borgar-
stjórn á fimmtudaginn að
leyfa að hafa útvörp i götu-
sópum borgarinnar. Þetta
mál haföi komið fyrir
borgarráö er stjórnendur
götusópanna óskuöu eftir
aö fá að hafa útvarpstæki i
götusópunum.
Stjórn Vélamiðstöðvar borgar-
innar var á móti eingöngu af
þeirri ástæðu að það væri allt of
dýrt. Upplýst var á fundinum að
hvert útvarpstæki kosti 8 þús. kr.,
en alls myndi kosta 1 milj. kr. að
setja útvarpstæki i götusópana.
Það var Sigurjón Pétursson sem
haði forgöngu fyrir þeim borgar-
fulltrúum er vildu gefa stjórnend-
um götusópanna kost á útvarps-
tækjum.
Benti Sigurjón á að störf þess-
ara manna væru þreytandi og oft
leiðirileg og þvi ekki til mikils
mælst að þeim væri veitt umrædd
þjónusta. — En þaö var ekki gert,
og borgarstjórn felldi málaleitan
um útvarpstæki.
PARIS. Franskir karlmenn
deyja að meðaltali niu árum fyrr
en eiginkonur þeirra, vegna þess
að þeir drekka of mikið, reykja of
mikið og eru of miklir glannar
við akstur.
Kemur þetta fram i skýrslu
sem heilbrigðsmálaráðuneytið
franska hefur látið gera. Meðal-
aldur karla i Frakklandi er nú
67,6 ár, en kvenna 75,5 ár. Þar i
landi eru helmingi fleiri konur 75
ára en karlar, og fimm sinnum
fleiri konur ná niræðisaldri.
Siðan 1949 hefur dauðsföllum af
völdum drykkjuskapar fjölgað
um 80% hjá körlum en aðeins
32% hjá konum.