Þjóðviljinn - 24.12.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1972, Blaðsíða 13
ÞJÖÐVILJINN — aukablað — StÐA 13. ÉG SKAL Framhald af bls. 11. — Jú, en ég skal segja þér það, að einn maður af Snæfellsnesi, hann heitir Kristófer Jónsson, hann hefur gert það, sennilega, sem enginn hefur gert á lslandi, hann hefur gaggað ut alla yrðlingana og læðan var inni. Hann er það likur tófu, að það kemst enginn i hálfkvisti við hann. Hefurðu heyrt í-tófu? Ef maöur kemur nálægt greni og tófan sér mann úr háfjalli, þá sendir hún kall. Viltu heyra hvernig? Nú er hætta, hundur eða maður kemur nálægt greninu og yrðlingarnir hingað og þangað úti, þá er kallið svona: gagagagagg gagg gagó-ó- ó- Þetta merkir það, að yrðlingarnir íara allir inn og hreyfa sig ekki i íleiri tima. En svo þegar tófan kemur með fugl eða lamb i kjaftinum, þá kemur hljóðið útum nefið og það er ná- lægt þessu: uhmhmhm uhmhmhm uhmhmhm. Allir yrðlingarnir út og rifa þetta af henni, rifast og slita þetta, en tófan situr bara og horfir á.Stund- um verða sumir yrðlingarnir Utundan, en hún skiptir sér ekkert af þvi. Svo , þegar hinir eru búnir að éta nóg og farnir inni grenið, þá tekur sá semað varð útundan restina, hleypur með það langt i burt frá greninu, étur það þar og grefur afganginn. begar að yrðlingarnir eru litlir þá kemur hún meö egg i kjaft- inurn, og hún brýtur eggið ekki, Ég hef skotið tófu með egg og eggið brotnaði ekki, hún heldur svona fast á þvi og lika ungunum. Mest hef ég tint 13 unga i einu úr tófukjafti. Og þegar maður fer að athuga það, þá er bros á andlitinu að koma með þetta handa ungun- um, hamingjan yfir að vera búin að veiða þetta. En þá heyrir mað- ur lika á nóttunni, hvaðan tófan kemur, þviað þá er sorgarhljóð i fuglinum, bæði lóum, öndum og öðrum, semað hún er að tina ungana frá, maður heyrir alveg sorgartóninn. Þessvegna verða refaskyttur að skilja alveg bæði tófumál og fuglamál. öll hljóð. Uppeldið Ég ætlaði að segja þér svolitiö i sambandi við uppeldið. Meðan yrðlingarnir eru litlir, hugsar tófan svona vel um þá, kemur með nýtt handa þeim á hverjum degi, bæði egg, nýjan fugl og ann- að og þeir stækka og stækká. Svo eru þeir orðnir nokkuð stórir og þá kemur hún kannski ekki nema þriðja hvern dag til þeirra. bá i'ara þeir að grafa upp snigla og leita að fóöri sjálfir. Þvi efað hún mundi ala þá framá vetur og þeir lærðu ekki að bjarga sér, þá mundu þeir ekki lifa af veturinn. En aftur eru það mennirnir, þeir ala þessi börn sin, þangað til þau eru fullorðin og þá eiga þau vont með að bjarga sér efað i harð- bakkann slær. Og þannig má taka náttúruna og dýrin og tófuna til lyrirmyndar. Og það er með yrð- lingana, efað þeir lærðu ekki að hlýöa meðan þeir eru ungir, þá mundu þeir allir farast og tófan lika. bviað það er alveg eins með það einsog hann Sigurður i Holti, guðsmaður og skáld,segir, þegar hann lýsir þvi þegar guð skildi mennina eftir á jörðunni: lléðanal verður þú sjólfur að segja þér allt, en seinna við getum talað um aflátamál. bað liljómar hver opinberun þú skalt, þú skalt, en skerandi sultur mun kenna þér þúsund ráð. Og það var hinn skerandi sultur, sem kenndi tófunni að lifa. — F’er manni ekki að finnast vænt um tófuna, þegar maður kynnist henni svona 'vel? — Jú, mér þykir vænt um hana. Og mér þykir leiðinlegt að þurfa að eyðileggja svona falleg heim- ili. — En gerir það samt. — Ja, það eru aðallega frúrnar, þær eru bara svoleiðis snar- vitlausar. — Frúrnar? En bændurnir þá? SEGJA ÞÉR ... — Nei, þeir æru ekki eins dug- legir. skal ég segja þér. Bændur eru aldrei eins duglegir að drifa hlutina áfram. Og svo töfra þær mann til að skjóta tól'una með allskonar brögðum, semað má ekki nefna. — Eru þá einhver laun i boði? — Hm. Aldrei fengið lungna- bólgu þóað ég kæmi kaldur af Ijöllum. Það er ekki von að ungt fólk skilji. Hvernig á það að geta skilið, sko. hverninn gamlir menn einsog ég , búnir að reyna svona langa ævi, hverninn þeir hafi ekki íengið kvef á fjöllum. Af þviað þeir eru hitaðir upp. — Ekki á fjöllum þó? — Efað það er bara gert nógu vel þegar þeir koma úr fjalli. Ég hef aldrei fengið kvef og hef þó orðið það kaldur, að ég hef varla getað staðið upp. Hef setið niu tima undir sama steininum. Og er ekki enn farinn að setja upp vett - linga, get ég sagt þér. — Hvernig er það, ferðu lika á veturna á fjöll? — Það var gert hérna áður. Það var legið mikið úti á veturna, meðan þetta var i tizku. — Tizku? Meinarðu skinnin? — Skinnin, já. Vissirðu það ekki, að það voru sjö skott á bakinu og tveir kjaftar að fram- an. Eftir þvi hefðin hærri, sem fleiri voru skottin. En svo bara þegar vinnukonurnar fóru að koma með þetta, ja, þá var ekki gaman fyrir þessar tizkufrúr, einsog þig, að vera með refa- skinn. — Þótt vetrarskinnin þá eitt- hvað betri eða hvað? — Skelfingar barn geturðu verið! Þú þarft að læra svolitið. Sjáðu nú til. Tófan fer úr hárum alveg einsog kindur á vorin og þá er hún svo snögg, mas. hvitar tófur, aö það er ekkert variö i skinnið af henni. En svo þegar vetrar, þá verður þetta eins og ull og vindhárin standa úti loftið til að hlifa fyrir kuldanum. Náttúran sjálf sér fyrir þvi. Og þá eru þær svo feitar, tófurnar, að þegar maður ætlar að fara að flá þær, þá er alveg snjóhvitur skrokkur- inn, en á sumrin eru þær magrar. bessvegna eiga allar frúr, efað þær ætla að vera hraustar, að vera alveg spikfeitar á vetrin, en á sumrin að leggja af, — En karlmenn, gildir þetta ekki um þá? — Gildir alveg eins. En karl- menn eru svo vitlausir, þeir hafa ekki vit á þessu. Bara þaö sem er skemmtilegt — Ég skal segja þér það, að ég er það gamall maður orðinn 66 ára,að ég hef vit á þvi, að ég geri ekkert nema það semað er skemmtilegt. Þegar maður er orðinn gamall, þá þarf maður ekki að safna að sér hinu og þessu rusli, og ég hafði vit á að gera það ekki, það gerir mann vitlausan. Og nú geri ég ekkert, nema bara skemmti mér. — Hvað finnst þér þá skemmti- legt? — Tala af mér! —• Ekki hefurðu gert það núna. — Ég hef nú verið orðvar, svona þegar frúr eru. Svo yrki ég visur mér til skammar. Og ég kannski mála mynd og ég fer stundum i veiðitúra, fór td. i sumar nokkrar ferðir á litlum bát til að fá mér i soöið, bæði skötu og fisk. — Hvaðan? — Frá Arnarstapa. Er þar á sumrin, en hef herbergi i Hafnar- firði á vetrin. Semsagt ég held uppi menningu Jöklamanna og flakka um einsog þeir gerðu i gamla daga. — Þvi að sælust hef ég setið viö söngva förumannsins, sagði Ólina Andrésdóttir. Hvernig lizt þér á að haga sér svona illa? — Ekki sem verst. En hefurðu aldrei verið giftur? —■ Það er nú saga að segja frá þvi. Ég skal segja þér, að þegar ég var að alast upp, þá var svo mikið af efnilegum, ungum mönnum, aö ég varð útundan. — Þú hefur verið of mikið á grenjunum! — Það var það. Ég varð útundan. en þó er það þannig, að ég hef unnið meiri afrek en nokkur stælkóngur. — t kvennamálum? — t kvennamálum. Þviað: Alltal’ inun ég sannast segja nú sit lijá diiinuni og or til lilés. Kg lieí beðið allra nieyja endilangt um Snæíellsnes. 500 á einu kvöldi Ég veit ekki, hvort ég á að segja þér einhverja þá mestu kvenna- farssögu, semað helur verið á tslandi. bað var aðalfundur slysavarnardeilda kvenna, og konur af Snæfellsnesi báðu m ig að yrkja kvæði, þeim til heiðurs og dýrðar, og það voru konur af öllu landinu, hringinn i kringum landið, og höfðu safnað miklu i björgunarskýli og fleira. Ég orti kvæðið og l'íutti, en þarna voru bara tveir karlar og 500 konur Sólin er sokkin i niistur og siðustu geislarnir falla, að iandinu æðir aldan, ómurimi berst til fjalla. llún syngur iim sorg og dauða, sjáll' er Iiiíii lieli buiidiii og ber við bergið liláa, i briiiignv er dauðastundin. Þér konur vitana kyndið af kærleik og sólarelili, þér voruð lietjur dagsins i liærra og nieira veldi. Yðar liugsjónir lýsa sem leiflur lof yður skáldin suiigu, og fegurð lirifur liugann i brynjanda islen/.krar tuiigu. Þetta er byrjunin, þú sérð svona tóninn i þessu. Jæja, nema hinn karlmaðurinn var söngvari og fór strax, en ég varð eftir. Og þá var mesta gamanið eftir. Svo var það luin Herdis ólalsdóttir l'rá Akranesi, við vorum eitthvað að tala saman við borðið og hún yrkir til min andskoti góða visu: Það var nii ekki til einskis, að andskotinn vildi ekki þig, þvi fininihiindrnð fallegar konur flestar nú öfiinda niig. Svo fóru þær hinar að koma og vita . hvað við værum að segja. Og.þær fara að mana mig og ein segir, að Jóhannes úr Kötlum hafi verið þar fyrir fjórum árum og ort um þær visu. — Nú verður þú að yrkja um okkur visu, segja þær. Og mér þótti nú helviti þunnt að yrkja ekki visu. Svo bý ég til visuna bara i hvelli við borðið og þegar að þær fóru að dansa hver við aðra og þótti hundleiðinlegt, þá bara stoppaði ég dansinn og sagðist ætla að leyl'a þeim að heyra þær endurminningar, sem ég t'æri með þaðan. A ég að leyt'a þér að lieyra visuna: Nú er seiðinagn i Sjálfsta-ðis- lnisi, þar sat ég og orti ljóð iini l ini ni liundruð lallegar koim r og l'egurstu skraiilbúin fljóð. Aldrci ég undi betur. nú átti ég bamiiigjtidag. Þærkysstu mig allar iim kvöldið þá komið var sólarlag. Og það l'ór el'tir, skal ég segja þér. Bæði hún Gróa og hún Maria Maaek, hún Sigriður Jónasson og allar hinar, allar kysstu mig, og ég var bara allur i varalit, þegar ég kom heim. Þarna sérðu: Hver hel'ur slaðið sig betur? Kysstar 500 konur á einu kvöldi! Konur standa sig betur —- Áttu nokkur börn, Þórður? — Ja, ef þú athugar á Snæíells- nesi, þá er þar voðalega mikið af strákum, seni eru fljötir að svara fyrir sig og segja allt satt! Nú skal ég segja þér eitt, áður enþúl'erð. Og.þér l'innst gaman að heyra það. Konur eru hteði vitrari en karlar og meiri kjarkur i þeim Af liverju segirðu það? Jú. Konur hafa alltaf verið undirokaðar gegnum þúsundir ára og þessvegna hal'a þær ekki komið sinu fram. Þessvegna kunna þær alltaf mörgum sinnum l'leiri ráð en karlar og hafa td. mikið næmari tilfinningar l'yrir öllu og geta þessvegna snúið , þær semaö gál'aðar eru, þesstim karlatetrum alveg um fingur sér Tilt'ellið er. að konur hal'a yfirleitt staðið sig betur en karl menn, þegar ,ki er nógu stórt eða mikiö reynir á. Við sjáuin það td á sögunni, vað konur hat'a staöiö sig vel og verið ráöabetri en karl- menn. i hallæri, þegar fólk léll úr hungri. Það var td. kona á Snæfellsnesi, sem átti börn, það er mjög langt siðati, en þetta sagði mér gamalt fólk, og hún fel* að hugsa sitt ráð, þvi liún átti ekkert lianda börnunum, og þa sauð hun töðuseyði og gal þeini og börnin höt'ðu l'ullan mátt og litu vel út. Annars lield ég, að islendingar séu sterkasta þjóð i heimi að þola hungur og liörku, en liklegast lélegasta þjóð i heimi að þola auð og allsnæglir. Og með það kveðjum við Þórð að sinni, en hver veit nema maður berji uppá hjá honum, helzl að sumri á Stapa. Og séu l'rúr vel leitar, gela þær kannski l'engiö að fara með honuni á greni... — vb ^ U w U LJ Vy V7 V7 ^ ^ U U N/ v /j w w v v v v w vy lyV wU V LJ vj y U u KJ/ W U U Lé' u U, J iú V ,u u U v Uw v u v ^ y y y ' J j jj \J \j ''J 'v L/ v vv L/! / U V v- V V V J ^J V V W V / v/ V V V ÚV V V V V Ws/ V w / 9-4 J\ i ljósi þess, hve fæðingum hefur fjölgað i Keykjavik á yfirstandandi ári, bendum við innanhússarkitekt- um viðbótarbyggingar Fæðingardeildarinnar á ofanrissaða lausn, en myndin birtist i þýzku blaði undir nafninu „Sjálfvirkni”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.