Þjóðviljinn - 24.12.1972, Page 9
A — ÞJÓÐVII.JINN — aukablaft
Hlustað á Þórð Halldórsson frá
Dagverðará tala af sér eina kvöldstund
Þegar þetta viötal fór fram snemma i vetur, var
hann Þórður frá Dagverðará ekki enn orðinn
heimsþekktur, en þegar það nú birtist er hann sjálf-
sagt orðinn það, a.m.k. fara myndir af honum bráð-
lega að skreyta veggi i öllum heimshornum á
almanakssiðum Kodaks fyrir árið 1973.
En þótt útlendir fái þannig að kynnast svipmikilli
ásýnd Þórðar og vinnulúnum höndum hans, eiga
þeir þess ekki kost sem við að kynnast manninum
sjálfum og allra sizt að njóta fljúgandi mælsku hans
og upprunalegs málfars, sem þvi miður er að verða
sjaldgæft á þessum siðustu timum erfiðleika i tján-
ingu, svo notuð séu orð fræðinganna i sjónvarpinu.
En að sönnu eru rituð orð á blaði ekki nema svipur
hjá sjón á við að upplifa manninn sjálfan og heyra
hann tala, leika og herma eftir, þegar hann segir
frá.
Við Þórður hittumst rétt eftir
að lokið var málverkasýningu
hans i Hamragörðum, félags-
heimili samvinnumanna, þar sem
hann seldi allt upp, hver.ja einustu
mynd. Hann heíur einu sinni áður
haldið málverkasýningu, i Boga-
salnum, en lildrög þess að hann
sýndi nú voru, að þvi er hann
sjállur segir, l'erð starfsfólks
Samvinnutrygginga vestur á
Snæfellsnes i sumar, þar sem
hann gerðist fylgdarmaður hring-
inn i kringum jökul og sagði
sögur. Og svo fékk það að skoða
málverkin hans.
— Ég skal segja þér, að þeir
sögðu, eins og Kristján, þegar ég
fékk Bogasalinn, sællar minning-
ar, — hann lét mig koma með
nokkur málverk, þvfað þá réð
hann yfir Bogasalnum, en hinir,
sem réðu, voru ekki heima — og
þá sagði Krislján þetta: Nú, þetta
er ekkert verra en hjá hinum. Þá
er þetla allt i lagi. Og þeir þarna
frá Samvinnutryggingum sáu
málverkin og sögðu lika: Nú,
þetta er bara vel hægt að sýna
þetta. Þetta er ekkert verra en
hjá hinum! Og þetta gekk svo vel,
aö það var alveg lygilegt.
— Þú ert borinn og barnfæddur
Snæfellingur, er það ekki?
Manstu eitthvaö frá uppvaxtar-
árunum?
— Jú. Ég er fæddur i Bjarna-
neskoti, viö fjallið fyrir ofan Búð-
ir, 25. nóvember 1905. Og strax og
maður gat eitthvað, þá var maður
látinn fara að vinna. Þá var allt
slegið með orfum og það var rak-
aö. Ég var látinn sækja hesta og
ég man eftir þvi fyrst, þegar ég
ætlaði að sækja hest, að þá gat ég
ekki beizlað hann og fór að orga.
Þá hef ég liklegast verið á sjötta
ári. Og ég var látinn sækja öl í öl-
kelduna mjög litill og ég missti
stundum tappann af, þviað það
var svo mikið gosið. Svo, skal ég
segja þér, þaö sem ég gerði yfir-
leitt, það var svona allt mögulegt,
sem tilheyrði sveitavinnu. Og ég
man eftir þvi, að ég fór snemma
með strákum að veiða i Landa-
kotsgili. Strákar úr Landakoti
fóru að veiða og ég fékk að fara
lika, og svo fór ég uppmeð gilinu,
— ég hef ekki verið meira en
fimm ára — og þá sá ég tvo sil-
unga undir steini. Þeir gáfu mér
þá báða, en þeir voru svo stórir,
að ég dró þá heim. Og ég man
þegar að ég kom heim, að þá
sagöi mamma: Ja, sætur er
sonaraflinn — og datt oni keldu og
kom allur skitugur heim! Ég man
vel eftir mér, þegar að ég var lit-
ill.
Lærði að skjóta fyir-
ir innan fermingu.
Svo eftir að við komum að
Tröðum, þá stundaði ég mikið
veiði, þá var bæði dregið á og þá
var lika veitt i lagnet á sumrin.
Og ég get sagt þér það, en það er
nú kannski ljótt að segja frá þvi
eftir þeim reglum sem nú eru, en
Kristján Magnússon, sem var
refaskytta, hann kenndi mér fyrir
innan fermingu að skjóta á mark
og ég skaut sel áður en ég fermd-
ist. Þá voru sko engar reglur og
ég hef verið það heppinn, að ég
hef aldrei skotið neitt i misgrip-
um. Þviað hann sagði mér svo
margt i sambandi við að fara
gætilega með byssu. Hann var
vitur maður, snilldarkennari og
mannþekkjari lika. Og maður
skaut bæði máva og skarfa i soð-
ið, já.fyrir innan fermingu.
— Þú hefur vaxið þarna upp á
sama bæ, eða hvenær fluttirðu?
— Svo flutti maður 1929 að
Dagverðará, keypti þar eyðibýli.
Við keyptum það i félagi, ég og
systir min.
Ég fór til sjós i Vestmannaeyj-
um, hjá Árna Sigfússyni i aðgerð,
og þá var ég 17 ára. Þá voru nú
ekki bilarnir. Við gengum alla
leið suðri Borgarnes og einu sinni
gengum viö suðrá Akranes, og
með bát þaðan til Reykjavikur.
Ég var eina vertið i Eyjum. Svo
var ég á Garðari i tólf vertiöir,
togaranum Garðari i Hafnarfirði.
Hann sökk i striðinu, en ég fór
ekki með, sko. En ég vissi þaö, ég
hef nefnilega dálitinn sagnaranda,
og ég get sannað það, því áð
er lifandi maður semað
ég sagði það, en ég sagði
ekki nema þremur. Sigurður,
sonur séra Árna á Stóra-
hrauni, hann mætti mér, þeg-
ar að Garðar komst heill sið-
strætisvagn og þá segir Sigurðu!
við mig: Hvað ertu að fara? — Ég
er að fara i strætisvagn og til
Hafnarfjarðar, þviað nú fer
Garðar að fara á botninn. En þú
þarft ekki að halda að ég sé fullur
eða vitlaus. — Máttu ekkert vera
að tala við mig? — Nei, Garðar
kemst þessa ferð, en það er stutt
þangað til hann fer á botninn. Og
ég er hvorki fullur eða vitlaus.
— Hvernig fórstu að finna þetta
á þér?
— Ég skai segja þér, að ég
sagði þetta fimm vikum áður en
að Garðar sökk. En ég passaði að
segja ekki köllunum það. Hvern-
inn ég fann þetta á mér? Það er
mjög erfitt að segja frá þvi. Mað-
ur fær einsog hugboð stundum —
maður segir ekki frá þessu meðan
maður er ungur, en þegarað mað-
ur er orðinn gamall, þá hefur
maður dálitið gaman af að segja
frá þvi — og ég hef lika getað séð,
þegar menn eru feigir. Ég gæti
nefnt dæmi, og sannað það lika,
en svona löguðu trúir ekki fólk
núna. Þennan sagnaranda fær
maður ekki nema vera i kyrrð og
uppá fjöllum, en maður týnir hon-
um, ef maður er of lengi i borg-
inni, ef maður t.d. er allt sumarið
i borginni i þessum hraða og
taugaveiklun og aumingjaskap,
semað er hjá þeim, semað eru
alltaf i þessum geysilega hraða.
Á svell.
— Hvenær fórstu að mála,
Þórður?
— Ja, ég byrjaöi mjög snemma
á að mála á svell og skrifa á svell.
Eins var það nú siður að hnoða
saman visum, en það er ómögu-
legt að segja, hvunær maður
byrjaði að hnoða saman visum.
Hvunær byrjaði maður að mála?
Og hvunær byrjaði maður að
teikna tröll?
— Gerðirðu mikið af þvi að
teikna sem barn?
— Bara tröll á spjald — og
þurfti að þurrka aftur út. Og á
sveli. Það var voða gaman að
skrifa á svell. Það var skrifari
einn, alveg óskaplega góður,
þarna hjá okkur, Jón G. Sigurðs-
son Ur Holtunum, og ég var alltaf
að reyna að stæla höndina hans.
Ég var að reyna að skrifa eftir
körlunum. Svo var góð skemmtun
að.þvi að herma eftir. Maður
hermdi eftir körlunum, skritnu,
og hélt ræður eftir prestum.
Pabbi gat t.d. alveg haldið ræöu
eftir prestum og hermt eftir
þeim. Náði þeim alveg hreint.
Þetta þótti ágæt skemmtun.
— Var mikið um skemmtanir
annars i sveitinni?
— Það var ungmennafélag og
þá var þetta allt öðruvisi en núna.
Þá gengu dömur i öskubyl, eða
það sem fór, bæði strákar og
stelpur, þetta fór bara i öskubyl á
ballið. Það voru náttúrlega ekki
oft böll, en þegar að þau voru, þá
var ekkert verið að súta veðrið.
— Það hefur allt verið lagt á sig
til að komast á ballið.
— Þetta þótti bara ekkert að
leggja á sig að ganga tvo eða þrjá
tima á ball. Þviað þá voru menn
vanir að ganga yfir fjöllin.
— Fluttirðu að Dagverðará eft-
ir að þú hættir á togurunum?
— Nei, nei ég var áfram á
togurum eftir það. Systir min var
gift og átti krakka. Og þar stund-
aði maður lika sjó, frá Hellnum
og eins Malarrifi. Ég er vanur að
vera bæði á trillum og eins við
alls konar veiði aðra. Maður lifði
oft mikið á þvi að skjóta bæði seli
og fugla og veiða lúður og skötur
og hitt og annað.
— Hefur ekki gjarna verið
blandaður búskapur þarna undir
jöklinum, bæði útgerð og fjárbú-
skapur?
— Jú, en það eru hafnirnar.
Það er búið að laga dálitið fyrir
trillur á Hellnum, en á Arnarstapa
verður að taka alla þessa báta og
setja upp efað brimar fljótt. Ég
get sagt þér, að það er engin
höfn frá Rifi og alla leið til
Reykjavikur og Akraness. Efað
gerir vont veður, verður röstin
öndverðarnes ófær og þá er ekk-
ert annað en að halda áfram, þvi-
að það er engin höfn. Þarna voru
og eru handfærabátarnir og þeir
verða kannski að fara alla leið til
Reykjavikur með fiskinn, þegar
þeir komast ekki fyrir.
Fræðimenn undir Jökli.
— Ég heyri alveg, að nú ætl-
arðu að fara að reka áróður fyrir
höfn á Arnarstapa. En til að
styggja ekki Hellnamenn held ég,
að þú ættir frekar að segja mér
sögur þarna undan Jökli.
— Já, þetta hefur alltaf verið
merkilegur staður. Það hefur
eiginlega fylgt Arnarstapa frá
aldaöðli, að þar hafa verið tölu-
verðir fræðimenn. T.d. Stein-
grimur Thorsteinsson, hann er
fæddur þar. Og Bjarni amtmað-
ur, feikilega vel gefinn maður,
mikið prúðmenni og öðruvisi en
aðrir höfðingjar, sem voru þarna,
— hann skildi þessa karla og náði
þvi bezta úr þeim. Þarna var lifið
hart, mjög hart, og menn óvægir i
orðum. A ég að segja þér t.d. eina
sögu af Bjarna amtmanni?
Svoleiðis er, að hann verður
veikur og þá er farið til Kristjáns
nokkurs, nágranna hans, og hann
beðinn að fara til Stykkishólms,
þviað þetta var geysimikill ferða-
maður og átti góða hesta. Og
ÞJOÐVILJINN — aukablað — SÍDA 9
Frá Arnarstapa.
hjálpsamur alveg með afbrigðum
þegar mikið lá við. Og hann á að
koma klukkan átta um morgun-
inn. Þegar að Kristján kemur, þá
eru vinnukonur tvær komnar á
fætur og i eldhúsið og hann sezt og
segir: Hverninn er það, er ekki
helvitis ambindrillan komin á
fætur? Hurðin er i hálfa gátt, en
hún er að koma að dyrunum og
heyrir. Og þú getur hugsað þér
prúðmennskuna sko, þvi þá
meinti hann frúna. — Sæll,
Kristján minn, segir hún, er þér
farið að leiðast? — O, það er nú
ekki svo mikið. Þú sérð, hverninn
oröbragðið hefir verið á þessum
mönnum.
:Og einu sinni, þá var hann i
vinnu hjá þeim, og þá er komið
með mat og það er rúggrautur.
Þá segir Kristján þessi um rúg-
grautinn, var illa við hann: Og
svartur er hann, djöfullinn. Og þá
segir Bjarni amtmaður: Mein-
arðu þetta til min? Þá segir
Kristján: Ja, það má vera hvort
sem vill!
Þið, sem klæðizt
pelli og purpura. . .
Svo var þarna, skal ég segja
þér, Guðmundur Bergþórsson á
Stapa. Hann var skáld mikið og
orti bæði Heimspekingaskóla,
Vinaspegil og fleira. Mikið skáld
og listamaður töluverður, orti
lika Tólfsonakvæði. Og þegar að
Jón biskup Vidalin, sem skrifaði
Vidalinspostillu, kom að Stapa —
ég held, að þetta sé ekki skráð, en
þetta kunni gamla fólkið, — þá er
hann á yfirreið að athuga kirkjur
og hann segir við þá semað með
honum voru: Mig langar til að
heilsa uppá Guðmund Bergþórs-
son.
Guðmundur var þá i ósköp litl-
um bæ og var þar einn og orðinn
nokkuð gamall. Og þá segja ein-
hverjir við biskup, að það taki nú
varla að vera að heilsa uppá
þennan ræfil. En biskup fer og
þeir með honum. Karlinn er þá Uti
við garð rétt hjá bænum. Þeir
heilsa, en hann tekur varla
kveðju þeirra, litur á þá með
fyrirlitningu og hreytir einhverju
i þá. Þá segir einn prestur, sem
var með biskupnum: Þú ættir nú
heldur að biðja guð fyrir þér enað
hreyta ónotum i okkur. En Guð-
mundur segir: Þið, semað klæðizt
pelli og purpura. Ef að þið hefðuð
mina kröm og fátækt i eitt ár,
haldið þið, að þið munduð skriða
hundflatir fyrir guði almáttugum
og þakka honum fyrir? — Þá seg-
ir prestur einn: Við skulum ekki
tala við fifl þetta. En Jón biskup
Vidalin sezt á vegginn og hugsar
dálitla stund og segir svo: Ætli
það séum ekki við, semað erum
fiflin? Og fer inn á eftir karlinum
og er þar i fleiri tima og lætur þá
biða Uti. Þegar hann kemur Ut
aftur, þá segir einn presturinn við
bann, að það sé nú varla hægt
fyrir biskup að tala við svona ræf-
il. En þá yrkir Jón biskup Vidalin
þessa visu, semað hefur lifað enn-
þá :
Heiðarlegur hjörva grér
hlaðinn mennt og sóma.
Yfir hann ég ekkert her
utan hempu tóma.
Ja, þú hefur nú svolitið gaman
að þessu. Og ég skal segja þér
það, að þetta hefur lifað orðrétt
frá þessum tima, þetta kenndi
mér gamla fólkið.
Fleiri hafa verið þarna. Þarna
var Jón Sigurðsson, sem skrifaði
Grimsstaðaannál og það stendur i
Grimsstaðaannál, að eitt árið
voru flengdir og markaðir 20 þjóf-
ar.
Mesti guösmaðurinn
tvisvar settur
af hempuuui.
Svo var þarna mesti guðsmað-
ur, semað hefur verið hjá okkur,
af prestum til, Ásgrimur Vigfús-
son Hellnaprestur. Og þó var
hann tvisvar settur af hempunni.
Af hverju? Það var bara fyrir
fylleri og jafnvel kvennafar,
eiginlega ekki nokkurn skapaðan
hlut. En hann náði alltaf hemp-
unni aftur. Og það er hvurgi til
nema i handritum hjá Magnúsi
Kristjánssyni i Ólafsvik sálmur,
semað hann orti um Hellnamenn,
hvurgi skráður á prenti. En ég
lærði þrjú fyrstu versin hjá
Magnúsi, þviað hann skrifaði
heilar bibiiur af handritum og
sumt er innsiglað og má ekki
opna fyrr en eftir 25 ár, þviað það
er skrifað sumt um jafnvel þá
semað éru lifandi. Magnús, hann
nefnilega skrifaði eins og honum
fannst vera, hann var ekki að láta
segja sér fyrir og hann var ekki
bundinn neinum klikum eða
neinu. Á ég að lofa þér að heyra,
hverninn sálmurinn byrjar?
lleyrið þið hvernig llellnamenn
halda boðorðin tiu,
er þcim kenndi andskotinn
eftir lögmáli nýju.
Sjötta eins og i Sódóma
samið á fyrri tiðum
grimmar eins og i Gómorra
girndar i bruna stríðuin.
Sjöunda stolið öllu er
alstaðar manns á vegi,
þar sem að einhver framhjá
fer
frekt, bæði að nótt sem degi.
Þá voru 40 skip á Hellnum. Og
hann orti visu um Hellnamenn:
Iljá Ilellnamönnum er siður sá,
scm þeir heldri gera.
Þjófar stela þjófum frá,
það á svo að vera.
Ég veit ekki, hvort þessi visa er
heldur prentuð. Kannski veiztu,
að forsetinn okkar, Ásgeir, var i
aðra ættina beint útfrá þessum
manni. En svo vilt þú aftur vita,
ég veit það, hverninn ég rökstyð
það, að þetta er mesti guðsmað-
ur, semað hefur verið hjá okkur
frá þvi að prestar komu á Snæ-
fellsnes.
Svoleiðis er, að bláfátækur
maður stelur sauð frá amtmanni
og það er leitað að sauðnum, en
hann finnst ekki. Svo er fariö inni
eitt kotið og þar finnst ekkert, en
þegar að siðasti maöurinn er að
ganga út, þá segir konan: Jæja,
gott þcir eru farnir, helvízkir,
þviað þeir eru búnir að leita
alstaðar nema i moðbásnum! —
En hann heyrir þetta og fer úti
fjós i moöbásinn. Þar er breitt
yfir sauðinn og búið að gera hann
til.
Nú er nokkru seinna sett þing á
Laugabrekku og áður en þingið er
sett, þá fer Asgrimur til manns-
ins. semað stal sauönum og segir
við hann: Heyrðu, — þviað As-
grimur var starfsmaður mikill —
heyrðu, viltu ekki hal'a verkabýtti
við mig? — Jú, það getur vel
verið, en ég á nú vist að mæta. . .
— Nei, heyrðu, taktu við minu
verki, ég ætla að mada l'yrir þig.
Hellnarar allir
þjófar
Og þeir búa til umboð, eða
prestur gerir það, og hann mætir.
Þar er sýslumaður og rétlarvitni
og allt. Þá er spurt eflir mannin-
um og hann er ekki, og svo, hvorl
nokkur mæli fyrir hann. Já, As-
grimur nelnir sig. Hann er spurð-
ur, hvaða málsbælur hann beri
fram fyrir þennan mann, semað
hafi stolið snuðnum. Ásgrimur
segir aungvar. — En ég geri það
að kröfu minni sem sóknarprest-
ur, að efað á að taka einn Helin-
ara fyrir, þá verði allir teknir,
þviað þeir eru allir þjólar! En
hann gat sannað þetta að þvi
leyti, að hann átti eiginlega allt
landið, leyfði aungum að beita og
bannað aungum. Og þeir beittu
náttúrlega allir landið. ()g kar|ar
vissu, að þetta voru brögð að
bjarga manninum. Þvi stendur i
málskjölum, skráð i dag ennþá —
það má sjá þetta —, að allir þegja
og þá segir sýslumaður: Ja, þögn
er sama og samþykki, að allir
Hellnamenn séu þjófar. Nú, og
það eru bara 40 skip þarna i
Hellnasandi og þessi sægur, það
væri ekkert tugthús fyrir þá alla.
Og það er bókað: Málinu frestað.
— Hellnarar allir þjófar og mál-
inu frestað. En af þvi að þetta var
svo mikið, að taka fyrir alla þessa
menn, þá eru þeir ekki farnir að
taka þetta upp enn.
Það var siður hjá séra Ásgrimi,
— alltaf að bjarga öllu sem hann
gat. Og það sagði Frimann, sem
ég kannski segi þér sögu af
seinna, hann sagði: Það er verið
að ta|a um Asgrim hinn illa, en
það get ég sagt ykkur, að ef hans
hefði ekki notið við, þá væru allir
minir ættmenn dauðir. Og fleiri
hafa tekið undir. Þviað hann var
svona gjafmildur.
En svo ég haldi áfram með
fræðimenn á Snæfellsnesi. Sig-
urður Kristófer Pétursson, sem
hafði barnaskólalærdóm og lærði
allt utanskóla og var sjúklingur,
hann skrifaði Hrynjandi islenzkr-
ar tungu, semað er eilt snjallasta
málfræðirit, semað er á tslandi
og jafnvel notað við háskóla.
Hann var i Kötluholli i Fróðár-
hreppi, æltaður þaðan. Svo var
þarna skáld mikið lika, semað dó
1797, held ég, Kolbeinn Grimsson,
semað kvað Grettisrimu og allt
sléttubönd. Þar er ein visan
svona:
Alda rjúka gjiirði grá
Gollnis spanga Freyju.
kalda biika fluttu l'rá
fraoidiir Dranga eyju.
Eyju liranga frændii Irá
fluttu biika kalda.
Frevju spanga Gollnis grá
gjiirði rjuka alda.
Svo heldur sagan áfram. Þarna
var Hnausa-Bjarni. Og Jón
Espólin hinn vitri, hann var
þarna. Hann var sýslumaður. En
ef þú veizt ekki al' hverju sýslu-
menn voru scttir þarna, þá skal
ég segja þér það:
Þaö var sko
alveg dásamlegt!
Þá voru þarna hákarlaskip
geysistjór og þá var hallæri og
hvurgi vistir nema á Bessastöð-
um. Svo þeir miinnuðu úl nokkur
hákarlaskip, strekktu húðir yfir
og sigldu á þorra i beitivind til
Bessastaða og rændu Bessastaða-
búið. Það voru valdir menn við
þetta og þeir skiplu þessu á milli
sin til að bjarga svona hálfgerðu
hallæri og komust báðar leiðir.
Austanátl og stilling báðar leiðir
og strekktu húðir ylir, svo það
gæfi ekki á. Og það var sagt, að
þeir hefðu borið hundrað pundin
undirsitt hvorri hendi, þegar þeir
voru að þessu, gerðu þetta um
nótt. En sporin sáust bara til sjá-
var og ekkert annað. Þessvegna
var leitað um öll Suðurnes og datt
aungvum i hug, að þeir hefðu
kon%ið á opnum skipum frá Sna>-
l'eilsnesi.
Þetta komst upp þannig, að
einn karlinn, sem var i þessari
svaðilför og var með þeim siðustu
að deyja eftir svona 20 ár, að þeg-
Framhald á 11. siðti.