Þjóðviljinn - 18.01.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.01.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1S. janúar l!17:i Þ.IÖÐVILJINN — SÍDA «1 Likt og badminton byrjaði blakiðkun hér á landi þannig að fullorðið fólk tók að iðka þessa iþróttagrein sér til heilsubótar og ánægju. Það hefur enn ekki verið stefnt hart að þvi að gera blak að keppnisgrein hér á landi. Þó hafa 2 sl. ár verið haldin Islandsmót i blaki og hafa lið, einkum frá skól- um landsins, eins og Mennta- skólanum á Akureyri, frá Laug- arvatni, og frá Hásitólanum verið með beztu keppnisliðin. Hins veg- ar hygg ég að menn séu ekki enn farnir að lita á blak sem keppnis- grein likt og handknattleik eða knattspyrnu, svo dæmi séu tekin. Heldur hafi menn tekið þátt i ts- landsmótunum sér til gamans. Nú hefur verið stofnað Blak- samband tslands og þá um leið mun þetta breytast nokkuð. Sennilegt er að blak verði nú inn- an tiðar að alvöru keppnisiþrótt 3 opin víða- vangs- hlaup Nú á næstunni munu félög inn- an UMSK gangast fyrir opnum viðavangshlaupum. KÓP AVOGSIILAUP verður haldiö á vegum Frjálsiþrótta- deildar Breiðabliks sunnudaginn 21. jan. kl. 14,00. Keppendur verða að mæta við Vallargerðis- völl kl. 13,00. BESSASTAÐAHLAUP verður haldið á vegum Stjörnunnar og Umf. Bessastaðahrepps á Alfta- nesi. Hefst það sunnudaginn 11. febr. kl. 14,30 við Bessastaðaveg. ALAFOSSHLAUP verður hald- ið á vegum Aftureldingar i Mos- fellssveit 11. marz kl. 14,00 Hlaup ið hefst við vegamót úlfarsfells- vegar og Vesturlandsvegar. Oll þessi hlaup verða opin og ætluð fólki eldra en 14 ára. Karlar hlaupa um 5 km. en konur um 2 km. Verðlaun verða veitt sigurveg- ara i flokki karla og kvenna. Verða það veglegir farandgripir sem keppt verður um árlega. Það fer vart milli mála að biak- iþróttin á vaxandi vinsældum að fagna hcr á landi og iðkendur hennar eru orðnir mjög margir, ekki bara úti á iandi, þar sem blak liefur verið stundað mun lengur en hér i höfuðborginni, heldur er nú svo komið að innan iþróttafélaga i Reykjavik eru hóparfólks, sem iðkar badminton sér tii ánægju og heilsubótar. Blak hefur það fram yfir flestar boltaiþróttir að hún er ein að- gengilegasta almenningsiþrótt sem völ er á, kemur sennilega næst á eftir badminton og sundi. Það eru þvi miklar likur á þvi að ekki sé langt i land með að stofn- aðar verði biakdeildir innan stóru félaganna i Reykjavik. Þetta er ef til vill ekki alveg á næsta leiti, en ekki langt i það. Húsnæðisskortur er það eina sem hamlar gcgn stofnun slikra deilda hjá félögun- um. oggð ungt fólk taki að iðka iþrótt- ina sem slika. Eins ef Reykja- vikurfélögin stofna blakdeildir, má búast við að greinin eflist að mun frá þvi sem nú er. Albert Valdimarsson formaður Blaksambands fslands sagði að innan eins félags i Reykjavik, Ar- manns, væri blak nú iðkað all- mikið, einkum af fullorðnu fólki, svo kölluðum ,,old boys''-flokki. Hann sagði að húsnæðisskortur til iþróttaiðkana væri helzti Þrándur i Götu þess að Reykjavikurfélögin stofnuðu blakdeildir, en þó sagði hann að áhuginn væri það vax- andi hér i Reykjavik að ekki gæti liðið langur timi þar til fyrsta deildin yrði stofnuð. Hann sagði að það sem þeir hjá BSl hefðu mestan áhuga fyrir nú sem stæði væri stofnun sér blak- ráða um landið. Hann sagði að til þess að komast i ÍBR þyrfti að stolna hér Blakráð Reykjavikur og það þeim hjá BSt nú mest i mun. Albert sagði, að það kæmi eng- um á óvart sem til þekkti, að blakiþróttin efldist að vinsældum hér á landi. Það væri svo hvar sem hún festi rætur. Blak mun vera upprunnið frá Bandarikjun- um, en i fyrri heimsstyrjöldinni breiddist það út til Evrópu og festi þar raúur og nú eru fáar iþróttagreinar vinsælli i Mið- og A-Evrópu en blak og eins væri blakið mjög vinsælt i Asiu, eink- um i Japan, og eru Japanir meðal beztu keppnismanna i blaki. íslandsmótið i blaki, sem haldið verður nú i marz og april, verður með dálitið öðru sniði en verið hefur undanfarin ár, þannig að mótið verður umsvilameira en verið hcfur. Þetta verður eflaust tilþess að meira verður um mótið talað og betur með þvi fylgzt, og um leið mun blakiþróttin eflast að vinsældum. —S.dór Blak er afar skemmtileg keppnisgrein auk þess sem hún er aðgengileg almenningsfþrótt. Þcssi mynd er frá landsleik A-Þjóðverja og Sovétmanna. Opið mót í badminton haldið um aðra helgi Fresturinn rennur út álaugardag Athygli skal vakin á þvi, að frestur til að skila tilkynningu um þátttöku i íslandsmótinu i blaki, rennur út 20 janúar. Þátttökugjaldið kr. 1000 skal fylgja þátttökutilkynningunni, svo og nöfn og heimilisfang tveggja manna sem eru fúsir að taka að sér dómarastörf. BSI. Opið mót i badminton á vegum TBR verður haldið i Laugardals- höllinni 28. janúar n.k. Þetta e>- fyrsta badmintonmót ársins og verður keppt i a- og b-flokki karla i meistaraflokki, einliðaleik og i a-flokki kvenna i einliðaleik. Búizt er við mikilli þátttöku og verður þvi að hefja mótið kl. 12. á hádegi, vegna annarra iþrótta, sem fram fara i Laugardalshöll- inni siðar um daginn. Ekki er ósennilegt, að allir beztu badmintonmenn landsins verði meðal þátttakenda, þótt það sé ekki vitað enn, en þátttökutil- kynningum ber að skila til Hængs Þorsteinssonar i sima 35770. U-meist- aramót í sundi U ngiingameistaramót Reykjavikur i sundi verður haldið suniiudaginn 28. janúar i Sundhöli Reykjavikur kl. 15.00. Keppt verður i eftirtöld- um greinum og i þeirri röð er að neðan greinir: loo m fiiigsund stúikna 100 m flugsund drengja 100 m liringusund lelpna 100 m skriösund sveina 200 m fjórsund stúlkna 200 m fjórsund drengja 100 m liaksund telpna 100 m baksund syetna 100 m skriösund stúikna 100 m Iiringusund drengja 1X100 fjórsund stúlkna 1X100 iii fjórsund drengja Drengir og stúlkur er fæddir eru 11157 og siöar, en telpur og sveinar er fæddir eru 1!I5!I og siöar. Mólið er stigakeppni þar sem átta fyrstu i liverri grein lá slig þ.e. !1,7,11,5,4,3,2,1, cn !),<1,1,2 i boðsundum. Þátttiiku-tilky nningar skilist lil Sundráðs Reykjavikur i siðasta lagi niðnudaginn 22. janiiar. Enn sigra A-Þjóð- verjar A - Þj óð v e r j i n n U1 r ie h , Wchling sigraði i norrænni tvi- keppni á skiðiim (stiikk og ganga 1 á alþjóölcgu rnóti i Le Brassus i Sviss um siðustu helgi. A-Þjóðver jinn hlaut saint. 221,5 slig, Norðmaður- inn l’ai Skjetne varð annar með 217,8 stig og Tékkinn Tomas Kueera varð þriðji með 215.1 stig Norð- maður setur heimsmet Norski skautahlauparinn Lasse Kfskindssatte setti nýtt heimsmet i 1000 m. skauta- hlaupi á alþjóöiegu skauta- móti i Davos um siðustu helgi. llljóp hann á 1:17,0 min, en eldra mctið átti V-Þjóöverjinn Krhard Keller, 1:18,5 min. Norska liðið tapaði Norska kvenna-handknatt- leiksliðið Vcstar tapaöi fyrir a-þý/.ka liöinu SC Leipzig 8:10 i Kvrópumeistarakeppninni i handknattleik. Leikurinn fór fram i Leipzig. t leikhléi var staðan 8:5 fyrir þýzku stúlk- urnar. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Stofna stóru félögin í Rvík blakdeildir?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.