Þjóðviljinn - 18.01.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.01.1973, Blaðsíða 11
Fi 111111 tudagui’ 1S. jamiar 1!>7:í 1>JÓi)VILJINN — SÍÐA 11 Fiskar Framhald ai ö. siðu. trúa þér skaltu ekki búast við neinni hjálp frá mér. Eg ætla ekki að troða upp i sjónvarpinu eða einhverju þiumliku. Nei, má ég þá frekar biðja um Lófótar- röstina. Og blaðamaðurinn horfir á eftir Nautiliusi renna mjúklega út kanalinn og er allt annað en hlátur i hug. Ekki nóg með aö búið sé að loka i Laurits Betjent heldur stendur maður hér á hráslagalegum vetrarmorgni og er þess fullviss að ekki nokkur maður muni trúa sögunni — ekki einu sinni þó að maður gæti sann- að sitt mál með ljósmyndum. Lesendur spyrja Framhald af bls. 2. um, en af þvi leiðir að sjálfsögðu stór-brunahættu. Þá var óhjá- kvæmilegt að rifa hann. Þetta var fyrir 3 árum. Þá er að þvi komið að bankinn stendur frammi fyrir þvi að lag- færa það, sem aflaga hafði farið i fyrra skiptið, og reyna að ganga þannig frá hliðinni, Pósthús- strætismegin og horninu, að þetta fari sæmilega við gömlu bygging- una og sé bænum til prýði. Til þess að bæta fyrir þau spjöll sem áður höfðu verið unnin, sem auðvitað verður aldrei gert að fullu, gerir arkitekt tillögu i þessa veru, sem felur i sér þennan italska marmaravegg. Það eru sem sé umhverfis- sjónarmið sem mestu hafa ráðið hér um. Þetta er að sjálfsögðu mjög dýrt. Kostnaðartölur hef ég ekki handbærar. Bankaráð og bankastjórn tekur ákvörðun um byggingaframkvæmdir bankans. —Úþ Opið bréf Framhald af 4. siðu. krefst þess, að slikt endurtaki sig ekki.Nefndin undirstrikar nauð- syn þess, að hlutlægar upplýsing- ar um striðið i Vietnam komi fram i fjölmiðlum rikisins, og bendir á, að enn hafa frétta- og fræðsludeildir útvarps aldrei leit- að til hennar. Nefndin telur rétt- mætt, að hún fái að koma fram i fréttaskýringaþáttum Hljóövarps og Sjónvarps. Vietnamnefndin á islandi. Örn F’ramhald af bls. 7. — Þessu er dálitið erfitt að svara, en við erum að gera okkur vonir um að geta selt hann, i öðruvisi umbúðum en hingað til heíur tiðkazt, á Bandarikja- markaði, en undanfarið hefur einungis verið markaður fyrir hann i Tékkóslóvakiu og V- Þýzkalandf; þar komumst við ekki inn vegna tollmúra. Við höf- um ekki getað fullnægt eftirspurn i Tékkóslóvakiu vegna þess að sjólaxinn hefur verið framleiddur i það takmörkuðu magni hér heima, og reksturinn þvi alltaf verið óarðbær. Þetta er erfið framleiðsla og krefst talsvert mikils vinnuafls. Þróunarsjóöur og tilraunir — Er ekki þarna svið fyrir uppfinningafólk, matvælasér- Iræðinga og göða kokka að spreyta sig á — að þetta fólk geti fundið upp nýjar aðferðir og nýja rétti i sambandi við niðursuðuna? — Jú, vissuiega. Eg get nefnt þar súpumarkaðinn. en þarna reiðum við okkur fyrst og fremst á frumkvæði verksmiðjanna sjálfra. þvi að þær verða að sjálf- sögðu ábvrgar fyrir vexti sinum og þróun. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins kemur hér inn i dæmið hún á að fvlgjast með þróuninni og ge.ra tilraunir. Þá er gert ráð fyrir tæknideiid innan ramma okkar stofnunar. Eg hef persónulega áhuga á þvi að fá til landsins sérfræðinga sem g;etu komið með meiri kraft og nýjar hugmyndir. Við höfum þróunar- sjóð. sem við fáum nokkuð reglu- bundiö fé i þannig aö viö ættum að geta sinnt þessari hlið starfsins á næstunni. sj Mótmælafundur Framhald af bls. 3. siðan 1. september, að brezk og v- þýzk veiðiskip hafi ekki þverbrot- ið islenzk lög um 50 milna fisk- veiðilögsögu frá ströndum ts- lands. Þegar viðleitni okkar ts- lendinga i þá átt að bjarga auð- æfum hafsins i kringum tsland stendur sem hæst, eru þessar miklu fiskveiðar innan islenzks yfirráðasvæðis (þ.e. fiskveiðilög- sögunnar) gersamlega óþolandi og hin ruddalegasta framkoma gegn íslendingum. 2) Strax fyrstu daga septem- ber-mánaðar byrjuðu árásir brezkra togaraáhafna á islenzkar varðskipsáhafnir, þar sem boltar og rær dundu yfir þær siðar nefndu. Nú siðustu vikur helur málið komizt á alvarlegra stig. Hafa brezkir togarar siglt á is- lenzk varðskip i tvigang, svo miklar skemmdir hafa af hlotizt á skipum auk þess sem fyrrgreind- ar aðgeröir stofna lifi og limum skipverjanna i bráða hætlu. Eigum við tslendingar virki- lega að kyngja þvi, að hinir er- lendu veiðiþjófar hætti ekki þess- um aðgerðum fyrr en þeir hafa gerzt morðingjar. 3) Það heíur oftsinnis gerzt, að yfirgangur hinna erlendu veiði- þjófa sé slikur, að reynt hefur veriö að sigla á minni fiskibáta og veiðarfæri þeirra hafa si og æ verið ónýtt. Löðurmannlega leggst fyrir hin miklu ,,stór- veldi”, þegar islenzkir fiskimenn eru árásarmark þeirra sem nú er. Goöir islendingar: Við vitum fullvel, að tennurnar eru dottnar úr brezka ljóninu, að fylgissveinninn er litils megnug- ur. Sýnum þá hina miklu þraut- seigju og baráttuhug, sem ein- kenndi sjálfstæðisbaráttu okkar fyrr á timum. Reykjavik, 16. janúar 1973. Þjóðernishrcyfing islendinga. Rey k j aví kurhöf n Framhald af bls. 1 verið tekinn i notkun og það varð að samkomulagi að hann yröi reyndur hér i höfninni og það yrðu þá fyrstu æfingarnar með þessu tæki. Það safnast alltaf viss oliubrák i kringum bátaflotann i höfninni, en þegar við höfum orðið varir við að olia hefur lekið i sjóinn höfum við notað kemisk efni til að hreinsa hana upp, en þeirri oliu- brák sem liggur við bátabryggj- urnar hefur verið ausið upp, sagði Gunnar. Þá var Gunnar spurður að þvi hver greiddi skaðann sem varð af eldinum i höfninni um dagin og sagði hann að fyrst þyrfti að rannsaka til fulls hverjum það var að kenna að eldurinn kvikn- aði, en á þessu stigi málsins væri ekki hægt að segja til um hver ábyrgðina bæri. — _ s.dór. Hneyksli Framhald af bls. 1 endum raforku allverulega frá 1970 til 1971, en gagnvart ÍSAL var hún bundin af „viðreisnar- samningnura" alræmda. Þar mátti ekki hækka. Orkugjaldið sem tSAL var gert að greiða á þessum árum nemur að nafninu til þrem Bandarikja- millum eða 26,4 aurum á kilóvatt- stund. En i raun og veru fá tslendingar aðeins 2 1/2 mill eða 22 aura, þvi að hálft mill til Landsvirkjunar er tekið af áður umsömdu framleiöslugjaldi ál- bræðslunnar til rikissjóðs. Sé nú samt sem áður reiknað meö orkugjaldinu 26,4 aurum (og þaðgengur inn i reikninga Lands- virkjunar), þá verða allir inn- len.dir notendur raforku frá Landsvirkjun að greiða 75,5 aura fyrir kilóvattstundina i heildsölu- verð, eða nær 3svar sinnum meira. Þannig er útlendingunum hossað á kostnað innlends at- vinnureksturs og heimila. h— Varðskip Framhald af bls. 1 Áhöfn æfö i landi t viðtali sem Þjóðviljinn átti við Ólaf Jóhannesson dósmmálaráð- herra i haust sagði ráðherrann, að vel gæti komið til greina að hafa i landi áhöfn, sem ailtal' væri viðbúin þvi að fara út á varðskip- unum, svo þau þyrftu ekki að haia langa viðdvöl i landi hverl sinn. Vegna þessa sneri blaðið sér til ráðherrans og spurði hann eftir þvi hvort þessi hefði orðið raunin á. — Það hefur nú ekki orðið úr þessu, sagði Ólafur. Það er þó talað um það að reyna að koma þvi við að hægt sé að hafa að minnsta kosti æfingasveit ein- hverja i landi. — Hvert er álit áhafna varð- skipanna á þvi að komið verði upp slikum sveitum? — Ég veit að þeir eru inn á þvi að það geti farið fram æfingar i landi. — Nokkrar lréttir frá Haag? — Nei. Ég hef ekkert heyrt þaðan, né hvenær hann muni koma þessi úrskurður. — úþ Árás Framhald af bls. 1 og handtók hún manninn þegar, en honum hafði verið haldið inni ibiiðinni meðan beðið var eftir lögreglunni. Þess má geta að konan hefur marg ofl orðið fyrir áreitni mannsins siðan þau skildu að borði og sæng i haust er leið. Þá má geta þess að maðurinn hefur verið undir læknishendi á geð- deild og hafði hann nýlega verið látinn laus. —S.dór. Krafizt Framhald af u■ siðu. þeim álökum, sem urðu að loknum umræddum fundi, vegna handtökuskipunar lög- reglunnar. Hann krefst þvi miskabóta lyrir ólögmæta handtöku og fer nú fram á kr. 75.000,-, en upphaflega krafa hans fyrir undirrétti var kr. 30.000,-. Fyrir undirrétti var rikis- sjóður sýknaður af kröfu Sigurðar, en úrskurður Hæstaréttar fellur væntanlega áður en þessum mánuði lýkur. Sækjandi málsins íyrir hönd Sigurðar er Jón E. Ragnarsson, hrl. en verjandi af hálfu fjármálaráðherra Sigurður Ólason, hrl. Sérstakur þorra mjöður með þorramatnum núna A niorgun er bóndadagur og þá byrjai' Þorri nieð ölluni sinuiu óteljandi þorrablótuni og tilheyr- andi upplyflingu. Að venju riður Veitingalnisið Naust á vaðið og býður þorraniat i troguni og að þessu sinui sérstakan þorramjöð, sem keppni var lialdin uni milli þjóna litissins i sl. viku. Naustið á heiðurinn al' þvi að hafa endurvakið neyzlu gamla is- lenzka matarinsá þorranum fyrir 16 árum, en siðan hafa margir orðið til aö taka upp þennan sið og eru þorrablót orðin íastur liður i starfsemi fjölda félagasamtaka um allt land. Blaðamenn fengu forsmekk af þorramat Naustsins i gær, sem var að venju tilreiddur i eigin eld- húsi undir yfirstjórn Ib Wess- mansog skorti þar hvorki hákarl, selshreifa né aðra hefðbundna rétti, en nýjung að þessu sinni er „þorradrykkur Nausts 1973”. Var efnt til kokkteilkeppni milli þjóna Nausts í siðustu viku og vann drykkur Haraldar Sigurðssonar, með rommi, kahlúa likjör og appelsinusafa. En auk þorra- mjaðarins verður áfram boðið upp á gamalt brennivin og yfir þorratimabilið mun Ómar Ragnarsson skemmta gestum með glensi, grini og visnasöng. Aðalfundur Dans- kennarasambands Aðalfundur Danskennarasam- bands tslands var haldinn 4. janú- ar siðastliðinn. í skýrslu stjórnar kom Iram að á árinu sem leið hófust merkja- pról' þau, sem fyrirhuguö voru á vegum sambandsins. Gerð hafa verið sérstök bronz- silfur- og gullmerki, sem teiknuð voru af Torfa Jónssyni auglýsingateikn- ara. Einnig kom fram, að 5 stúlkur luku á s.l. vori lyrri hluta prófi á vegum D.S.I., en eins og áður hef- ur komið fram hefur Dans- kennarasambandið stefnt að þvi að útskrifa danskennara. Ennfremur er ráðgert að hafa sýningar i ár eins og verið hefur l'astur liður i starfsemi sam- bandsins undanfarin 6 ár. Danskennarasambandið var stofnað 20. desember 1963 og verður þvi 10 ára á þessu ári. Stjórn sambandsins var ein- róma endurkjörin, en hana skipa: Ingibjörg Jóhannsdóttir lormað- ur, Ingibjörg Björnsdóttir ritari, Guðbjörg Pálsdóttir gjaldkeri og Unnur Arngrimsdóttir og Iben Sonne Bjarnason meðstjórnend- ur. Kosnir endurskoðendur eru Sigriður Ármann og Edda Scheving. (Frá Danskennarasamb. tsl.) Verðmætt bréf frá íslandi til dansks vínkaupmanns Á frimerkjauppboði sem haldið verður i Kaupmannahöfn 6. lebrúar n.k. verður m.a. boðið upp bréf frá tslandi til vinkaup- manns i Kaupmannahöfn árið Brandt Framhald af 12. siðu. Fulltrúar stjórnarinnar segja, að nú þegar Ostpólilik kanslarans sé að mestu til enda leidd, muni utanrikismálin ekki verða eins mikið i sviðsljósinu og verið helur. Samt er búizt við deilum i þinginu þegar samkomulagið við A-Þýzkaland verður staðfesl en þar sem stjórnin helur 46 þing- sæta meirihluta mun slað- festingin væntanlega renna i gegnum þingið án teljandi örðug- leika. 1B59, eða nokkrum árum áður en Irimerki voru tekin til nolkunar i Danmörku. Danska póslsam- bandið helur lýst yfir að bréfið sé ekta. Slik brél'eru orðin vinsæl meðal salnara og það er búizl við að það verði boðnar allt að 7 þúsund krónur danskar i bréfið. Þá verða seld mjög sjaldgæf is- lenzk frimerki og dönsk á þessu uppboði. Búizt er við að þarna verði seld frimerki fyrir 700 þúsund krónur danskar. Þrir hafa sótt um starf byggingarlulltrúa Reykjavikur- borgar.sem borgarstjórn ræður i. Eru umsækjendur Gunnar Sigurðsson verklræðingur, Hall- grimur Sandholl verkfræðingur og Óli J. Ásmundsson arkitekt. Fengu verðlaun fyrir jólakrossgátu Skilafrestur vegna verðlauna- krossgátu Þjóðviljans i jólablað- inu rann út 10. janúar. Talsvert á annaö hundrað lausnir bárust. Lregið var um verðlaunin og þessir voru hinir heppnu: 1. verðlaun, bækur fyrir 2.000 kr. hlaut Elin Þorbergsdóttir, llelgavelli Kópavogi. 2. verðlaun, bækur fyrir 1.500 kr. hlaut Þorgils Stefánsson, Hó- liolti 7, Akranesi. 3. verðlaun, bækur fyrir 1000 kr. hlaut Dóra Magnúsdóttir, Gul'uskálum, Snæfellsnesi. Þeir heppnu eru beðnir um að vitja vinninga sinna á Þjóðviljan- um i sima 17-500, og verða vinn- ingar sendir eöa afhentir eftir samkomulagi. RYMINGARSALA STÓRLÆKKAÐ VERÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI Vegna breytinga verða seldar Terylene herrabuxur í stórum númerum. Jersey dömusíðbuxur í öllum stœrðum. Telpna- og unglinga hettukópur RÝMINGARSALAN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.