Þjóðviljinn - 27.01.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.01.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hjörtur Framhald af bls. 4. kaupfélagiö sé aö sjálfsögðu ekki allt i öllu, sem betur fer, þaö væri varla hollt ástand. Eigi að siöur á Dalvik viö sin vandkvæöi aö striöa, sum hver alveg sama eðlis og ásækir aðra sambærilega staði á tslandi, einkum á Norðurlandi. Atvinnulifið er ekki nógu fjöl- breytt, atvinna ekki nógu stöðug og örugg. Annað vil ég nefna, sem á vissan hátt er þessu tengt. Það er burtstreymi menntaða hluta unga fólksins. Þar á Dalvik um sárt að binda ekki siður en önnur sjávarþorp svo ekki sé minnzt á sveitirnar. Þar er með réttu hægt að tala um arðrán og blóðtöku. En það er ekki Akureyri, „höfuð- staður Norðurlands”, sem rænir arðinum eða sýgur blóðið. Þvi miður, liggur mér við að segja. Það væri til muna léttara að sætta sig við stöðugt burtstreymi menntaða og oftast um leið hæfi-. leikamesta hluta æskunnar, ef straumurinn stöðvaðist hérna inn viö fjarðarbotninn. En það vita allri, að þar setjast ekki ungu mennirnir okkar að, ekki einu sinni hjá KEA, þótt afl þess sé mikið. Það er sárgrætilegt fyrir stað eins og Dalvik sem sannar- lega þarf á aö halda öllum hæfi- leikum barna sinna, hugkvæmni og framtaki, að verða jafnt og þétt á bak að sjá þvi unga fólki, sem hlotið hefur mesta hæfileik- ana til að láta til sin taka og a.m.k. mesta menntunina hvað sem hæfileikunum liður. Það, sem stað eins og Dalvik skiptir svo feykimiklu máli, er einmitt þetta: ungt vel menntað fólk meö hugkvæmnitil að sjá nýja mögu- leika bæði á sviði menningar- og atvinnumála og framtak til að gera hugmyndir að veruleika. Það er alveg vist, að fátt eða ekkert gæti gerzt heillavænlegra fyrir stað eins og Dalvik heldur en það, að sá skilningur gæti fest rætur i hugum þess unga fólks, sem getur og vill afla sér góðrar menntunar, að markmið þeirrar menntunar eigi ekki sizt að vera það, að gera það siðar meir færara um að efla heilbrigt menningar- og athafnalif i sinni heimabyggð. Guðlaugur Arason er einn hinna fjölmörgu, sem lagt hafa á menntabraut á undanförnum ár- um. Hann er ennþá ungur og óskrifað blað i þeim skilningi, að enginn veit með neinni vissu, hvað i honum kann að búa eða aö hvaða gagni hann kann að verða sinni heimabyggð. En þeir, sem þekkja fólk hans hér, hljóta að ætlast til mikils góðs af honum. En það ætla ég að vona, að þegar bæði hann og aðrir ungir Dalvikingar koma aftur heim með menntun sina og löngun til dáða, að þá láti þeir sér detta eitt- hvaðannað fyrr i hug til hagsbóta fyrir sitt heimafólk heldur en að ná undir sig hinum traustu þjóð- þrifafyrirtækjum kaupfélagsins, sem starfað hafa við góðan orðs- Hr áratugum saman. Ég held ég hljóti að geta talað fyrir munn allra Dalvikinga og annarra Svarfdæla, þegar ég segi, að við vonumst eftir að sem flestar komi heim, sem hafa aflað sér góðrar og hagnýtrar mennt- unar á einhverju sviði, og þegar þeir koma heim, að þeir snúi sér að þvi að efla menningarlif og at- vinnulif á Dalvik með þvi að hjálpa til við að koma upp nýjum atvinnugreinum, nýjum heil- brigðum fyrirtækjum við hliöina á gömlum heilbrigðum stofnunum Kaupfélags Eyfirð- inga og annarra. Með þökk fyrir birtingu, Hjörtur E. Þórarinsson Skinner Framhald af bls. 7. EN AÐ OÐRU LEYTI er óbragð af kenningum Skinn- ers, sem leiðir hugann að hamingjupillum þeim, sem persónur visindaskáldsagna voru látnar éta þegar fyrir fjörutiu árum. Þetta sýnist einkennilega vélræn skyn- semdarhyggja sem er blind á litauðgi mannlifsins, dásam- legan fjölbreytileika þess. Svipuð árátta þjakar til dæmis þá menn, sem halda að mann- kynið verði mun sælla ef smá- þjóðir kasti fyrir róöa tungum sinum. Og eins og oft er um altækar kenningar, þá bilar Skinner á háa C. Hann er spurður að þvi, hver eigi að ákveða hvað er gott og hvað vont i fyrirmyndarsamfélagi hans. Hann svarar: Það verða visindamennirnir að gera. Það litur kannski ekki illa út við fyrstu sýn að taka völdin frá stórframleiðendum og um leið stórauglýsendum, sem ákveða öðrum fremur hvað fólki finnst eftirsóknar- vert og hvað ekki. Eða þá frá flokksstjórn sem baðar sig i eftirlitslausu sjálfshóli. En fyrri villur eru ekki til þess framdar að visa mönnum á nýjar. Nú á dögum, þegar visindamenn hafa búið til atómbombuna, bensínhlaupið, plastflisasprengjurnar og eru farnir að fikta við erfðastofn- ana er visindamaðurinn sem valdhafi ekki siður hrollvekj- andi en allir Stórubræður staðleysuskáldsagnanna. Árni Bergmann. Horn í síðu Framhald af 2- siðu. gert af herliðsins hálfu, enda var það ekki það sem þeir voru aö skrifa á móti, og ekki þess vegna sem þeir fölsuðu tilvitnunina; það var hugmyndin um að flytja Kan- ana burt úr byggðinni sem lagðist svo þungt á sálina. Þess vegna er nið þeirra einnig ætlað Kefl- vikingum, og það veit ég að þeir muna þeim. En vel á minnzt. Hver verða viðbrögð huldudrengja og aur- ausara við þeirri hugmynd, sem stöðugt vex fylgi dag frá degi og verða kann að þjóðarvakningu, að fyrst Bandarikjamenn vilji veita okkur hjálp, þvi skyldu þeir þá ekki veita okkur þá hjálp i þessari neyð, sem mest væri um vert: AÐ YFIRGEFA HERSTÖÐINA OG EFTIRLATA ÞORPIÐ I HEIÐINNI VEG- LAUSUM EYJAMÖNNUM. Úr Miðnesheiöinni er stutt til allra helztu verstöðva á Reykja- nesi, til Hafnarfjarðar og til Reykjavikur, og i Heiöinni er 5000 manna þorp meö allri þjónustu sem til þarf til mannabyggðar, skólum, sjúkrahúsum, verzlunum og að sjálfsögðu ibúðarhúsum. Yfirgefin herstöð væri vissulega bezta framlag Bandarikjamanna að dómi undirritaðs. En hver skyldi vera dómur hallarmann- anna við Aðalstræti þar um* er kannski einhvers misst, huldu- drengir? —ú.b. Flotbryggja Framhald af bls. 3. Hafnarstjóri kvað vera til áætlun um uppbyggingu fiski- hafnarinnar hér i Reykjavik. Mætti hraða framkvæmdum, ef hér verður örtröð báta i höfninni. Þjóðviljinn vill benda á, að brýn nauðsyn er að koma upp aö- stöðu fyrir Eyjasjómenn úti á Granda, — til dæmis útvega þeim skemmur fyrir veiðarfæri bát- anna. — g.m. Opna Framhald af bls. 9. með framleiðslu- og atvinnufyrir- tækjum, brunaliðið, Hjálparsveit skáta, Björgunarfélagið, lögregl- an og lið almannavarna, bæjar- stjórnin og starfsmenn hennar, visindamenn og nauðsynlegt þjónustulið. Hef ég látið skrá mig til aðstoðarstarfa undir siðast nefnda liðnum, á að hjálpa kokk- inum við aö þvo upp. Gosið hefur verið álika mikið i nótt og morgun og það var i gær- kvöldi, og talsvert vikurregn öðru hvoru. Tveir nýir gigir hafa myndazt, annar sunnan við aðal- giginn nú rétt fyrir hádegið og svo annar kl. 12,45 norðan hans, svo að opið á sprungunni hefur lengzt talsvert aftur, eins og Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur lýsti þvi. Hraunið rennur enn eftir sama farvegi til sjávar, þó rennur einnig smá straumur til vesturs út frá aðalstraumnum. Með hjálma á höfði Enginn gigur hefur opnazt á túninu hjá Búastöðum eins og menn óttuðust i gær, en þar tók aö rjúka, — en þar mun hafa verið um brennisteinsútfellingar og gas að ræða, að sögn jarðfræðinga. Samkvæmt tilmælum almanna- varnaráðs er nú engum heimilt að fara austur fyrir Helgafellsbraut eða Heimagötu án þess að hafa hjálma á höfði. Höfnin og vatnsleiðslan eru ennþá i lagi, en nokkuð af vikri hefur lagzt á vatnsleiðsluna, en vikurinn er sem kunnugt er svo léttur, að það kemur ekki að sök. Skipin Hofsjökull og trafoss, sem hér hafa lestað fisk, eru nú bæði farin. Tók Hofsjökull allan frystan fisk, sem hér var I hús- unum og var þaö fullfermi, en trafoss tók allan fullverkaöan saltfisk. 600 bílar komnir um borð í skip Vilborg Harðard sagði okkur helztu tíöindi af flutningum milli lands og Eyja I gærkvöld: Dettifoss, sem er hér i höfninni, fer um miðnættið með um 200 bila og nokkuö af húsgögnum sem flutt verða i gámum. Reiknað er með að þá sé búið að flytja um 600 bila til lands. A morgun kemur Laxfoss og mun hann flytja hús- gögn i gámum. Vörubilar og jeppar hafa veriö kyrrsettir til björgunarstarfa. Mjög strangt eftirlit er meö þvi hverjir koma hér i land, en erfitt er að hafa eftirlit með þeim sem koma með bátum, þannig að ekki er fullkomið yfirlit yfir hvaö hefur verið sótt af bilum, hús- gögnum og sliku, en þó er hægt að fara nokkuð nærri um það. 11 bandarískir jarðfræðingar á leið til Eyja? Frétzt hefur að 11 bandarlskir jarðfræöingar séu á leið hingað i óleyfi meö bát, en þeim heföi ver- ið neitað um landvistarleyfi af yfirvöldum. Búiö er að flytja mikið af veiöarfærum, en ekki er vitað ná- kvæmlega hvað mikið þar sem nokkrir bátar hafa tekið veiðar- færi án þess að tilkynna það. Guömundur Karlsson hjá Vinnslustöðinni sagði að nú væru eftir 40—60 tonn af saltfiski, hálf- blautum, sem var i þurrkhúsi austanvert á eyjunni. Þessar birgðir verða fluttar i Vinnslu- stöðina sem stendur við höfnina vegna hættu á skemmdum. t dag voru fluttar héðan 115 kindur i fjórum ferðum meö flug- vélum frá hernum. Attu vélarnar að lenda á Hellu, en gátu það ekki og lentu á Keflavikurflugvelli i staðinn. Þaðan verða kindurnar fluttar að Ketilshúsahaga á Rangárvöllum. I Eyjum eru sam- tals 480 kindur og verður flutning- um haldið áfram á morgun. Þá er verið að undirbúa flutning á hænsnum er munu fara með næstu ferð Heklu, ýmist lifandi eða aflifuö. Sísendir Framhald af bls. 16. heildarkerfi Landsimans ef byggðin i Eyjum færi undir hraun? Hefði það veruleg áhrif á simakerfið i landi? — Það heföi þá helzt áhrif á strandstöðvarnar, en ekki kannski á almenna kerfið, nema þá að hraun færi yfir allt og þá einnig strenginn við út- lönd. Það yröi að sjálfsögðu reynt að bjarga sæsimanum ef i þá veruna stefndi að allt færi á kaf, en eins og ég sagði áðan þá er ekkert ákveöið i þeim efnum, og heldur ekki hvert við færum með strengina. -úþ Fjárframlög Framhald af bls. 1 fram á aö þau skipi hvert um sig einn mann i nefndina. 2) Bæjarsjóður leggur fram 200 þúsund krónur i söfnunina. Auk þess skal hann greiða þann kostn- að, sem af söfnuninni leiðir, svo sem prentun og auglýsingar ef til kemur, en þess er vænzt að söfn- unarstarfið verði unnið af sjálf- boðaliðum. 3) Bæjarstjórn væntir þess að fiskkaupendur og vinnuveitendur i bænum greiði svo sem framast er unnt fyrir fisklöndunum Vest- mannaeyjabáta sem hingað kunna að leita, og gefi Vest- mannaeyingum kost á vinnu eftir þvi sem framast er unnt. 4) Bæjarstjórn væntir þess einnig, að þeir húseigendur sem aðstöðu hafa til, láti Vestmanna- eyingum sem hingað kunna að koma húsnæði i té. 5) Loks mælist bæjarstjórnin til þess að bæjarbúar leggi fram til styrktar Vestmannaeyingum ein daglaun hið minnsta. Þessir liðir allir voru sam- þykktir samhljóða. —úþ Loðnuafli glœðist Um 20 loðnubátar eru komnir á loðnumiðin út af Austfjöröum, en loðnugöngur eru nú komnar suður undan Hvalbak eða Glettingi. í gær landaði Ásgeir 300 tonn- um á Seyðisfirði og þá lönduðu átta bátar loðnu á Neskaupstað — samtals 1650 tonnum. Þökkum af heilum hug samúð og vináttu við andlát og útför konu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu SIGURBORGAR ÁGUSTSDÓTTUR Höfn, Hornafirði. Guð blessi ykkur öll. Runólfur Bjarnason börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SKÚLIÞORSTEINSSON fyrrverandi námsstjóri Austurlands, andaðist aö heimili sínu Hjarðarhaga 26 fimmtudaginn 25. janúar 1973. Anna Sigurðardóttir Þorsteinn Skúlason Asdis Skúladóttir Sigurður Lúövigsson Anna Skúladóttir Sigurður Jónsson Móeiður Anna Sigurðardóttir FJÓRÐUNGSSJÚRKRAHÚSIÐ NESKAUPSTAÐ Hjúkrunarkonu vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu Nes- kaupstað. Húsnæði fyrirliggjandi. Barnaheimili rekið á vegum sjúkrahúss- ins. Nánari upplýsingar hjá yfirhjúkr- unarkonu simi: 7493. ATYINNA Járniðnaðarmenn og laghentir aðstoðar- menn óskast nú þegar. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. = HÉÐINN = Simi 24260. MARIA LLERENA sænsk-kúbönsk söngkona, syngur afrlksk-kúbanska þjóö- söngva I fundarsal Norræna hússins kl. 16. 00 laugar- daginn 27. janúar. Sem bakgrunnur við söngvana veröa sýndar skuggamyndir af myndum, sem hún hefur sjálf málað. Kynnir verður mannfræðingurinn Tore Hakansson frá Sviþjóð. TORE HAKÁNSSON heldur fyrirlestur meö tóndæmum I samvinnu viö Þjóð- félagsfræðideild háskólans I fundarsal Norræna hússins, mánudaginn 30. janúar kl. 15.00. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og fjallar um það. á hvern hátt hinir svörtu þrælar hafa haft áhrif á þróun tónlistar og dansa í Norður- og Suður-Ameriku. Honum til aðstoðar verður Maria Lerena. NORRÆNA HÚSIO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.