Þjóðviljinn - 06.02.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.02.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 6. febrúar 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Sigurður vann Framhald af bls. 11. KR keppni vegna meiðsla, og auðvitað var ekkert við þvi að gera. En það vildi svo til, að Sigurður hafði lagt Jón og hlotið þar vinning, en Ómar sem var aðal * keppinautur Sigurðar, hafði tapað fyrir Jóni, þannig að Sigurður hafi einum vinningi betur en Cmar. En þegar Jón hættir keppni missir Sigurður fenginn vinning yfir honum og er þá allt i einu orðinn jafn Om- ari að vinningum. Þarna er um stórgalla á mótaframkvæmd að ræða, sem i þessu tilfelli hefði getað kostað Sigurð vinning i keppninni. En þeir Sigurður og Ómar glimdu svo til úrslita, og fór svo að Sigurður vann og hafði þá lagt Ómar tvivegis i keppninni, svo enginn vafi lék á hver var sá bezti i þessari keppni. En röð keppenda varö þessi: 1. Sigurður Jónsson UMFV 7,5-Fl 2. Ómar Úlfarsson KR 7,5+0 3. Pétur Yngvason UMFV 6,5 4. Gunnar R. Ingvarsson UMFV 6 5. Hjálmur Sigurðsson UMFV 5,5 6r-7. Rögnvaldur Ólafsson KR og Matthias Guðmundsson KR 4 8—9. Guðmundur Freyr Halldórsson Arm og Guð- mundur Ólafsson Arm. 2 vinn- inga 10. Björn Hafsteinsson Árm. 0. Manni fannst koma vel i ljós i þessari gllmukeppni að þörf er á átaki i dómaramálunum i glimu. Það er algert lágmark að dómarar hafi kjark til að dæma rétt, þótt gllmumenn sjálfir hafi talið sig vera búna aö vinna eins og gerðist I einni af siðustu glimunni aö þessu sinni, þegar allur áhorfendaskarinn skelli- hló. Skjaldarhafi Framhald af bls. 11. legt og menn sem ekki æfa lyft- ingar eða aðrar kraftaæfingar hafa ekki afl til að draga þá að sér og taka rétt brögð. Meðan þetta er leyft verður gliman ekkert nema bol og kraftaátök. Yfir þessu er ég ergilegur, sagði Sigurður. Vissulega er hægt að taka undir þessi orð hans, þvi að það er rétt að sumir KR-inganna beita kröftum til að halda mönnum frá sér og virðist minna hugsa um að glima. Að Iokum sagðist Sigurður að sjálfsögðu stefna að sigri i Landsflokkaglimunni sem er á næsta leiti. Stjörnuleikur Framhald af bls. 10. Að visu er enn tölufræðilegur möguleiki á sigri Vikings, en til að Víkingur nái Val þarf Valur að tapa tveim leikjum, og til að ná FH, þarf FH að tapa 2 leikj- um og gera eitt jafntefli. Það er harla ótrúlegt að þessi mögu- leiki Vikings sé fyrir hendi nema á pappirunum. Og þó, það er aldrei hægt að segja til um hvað getur gerzt i iþróttum. En snúum okkur þá að leikn- um sjálfum. Þar sem Haukarnir SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Esja fer vestur um land i hringferð miðviku- daginn 7. febrúar. Vörumóttaka til há- degis i dag til Vest- fjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akur- eyrar, Húsavikur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. hafa ekki sterka vörn, var það vitað,aö til þess að geta haldið i við stórskyttur Vikings, þá þurftu Haukarnir að skora svo til úr hverri sóknarlotu. Þetta tókst þeim lengi vel, en aftur á móti man ég vart eftir að hafa séð Vikings-sóknina svo slaka sem i þessum leik. Maður þykist viss um að fyrst og fremst van- mat Vikinganna á Haukum hafi ráðið þvi. Það er mjög ótrúlegt að Vikingarnir hafi talið sig alveg örugga um sigur yfir Haukum, enda hefur Haukunum ekki gengið of vel-i mótinu til þessa. En Vikingarnir fengu að kenna á þvi eins og svo mörg önnur lið, að vanmat leiðir sjaldan til annars en taps, og þrátt fyrir allt er munurinn á islenzkum handknattleikslið- unum i 1. deild minnien margur ætlar. Haukarnir skoruðu fyrsta markið, það var Ólafur sem það gerði, og eftir það leiddu þeir allan fyrri hálfleikinn. Olafur skoraði einni 2 næstu mörk Hauka og staðpn varð 3:3 . Þá tóku Vikingar það til bragðs að „taka Ólaf úr umferð” en það gafst mjög illa þvi að hin slaka vörn Vikings þoldi ekki að leika 5 á mót 5 og Haukarnir náðu 2ja marka forustu, 5:3. A næstu minútum jókst mun- urinn enn, þar til hann varð 4 mörk, 8:4 og 9:5, en þegar 15 minútur voru liðnar af fyrri hálfleik var munurinn orðinn 2 mörk, 9:7 og i leikhléi var stað- an 11:10 fyrir Hauka. Þess má geta aö i fyrri hálf- leik misnotuöu Haukarnir 3 vitaköst en Vikingar 2;og i siöari hálfleik misnotuðu Haukarnir eitt vitakast enn. 1 byrjun siðari hálfleiks jafnaði Einar Magnússon fyrir Viking 11:11, og Viggó náði forustu fyrir Viking 12:11,og var það I fyrsta sinn sem liðið hafði yfir I leiknum og hélt maður að það væri að taka leikinn I sinar hendur, en þvi var nú ekki að heilsa. Þegar 10 minútur voru liönar af s.h. var aftur orðið jafnt 13:13 og siðan var jafnt 14:14, 15:15, 16:16,17:17,18:18,19:19 og 20:20 og alltaf voru það Haukar sem skoruðu á undan, en Vikingur jafnaði. En svo komst Vlkingur yfir 21:20 og var þá rúm minúta til leiksloka. Guðmundur Haraldsson skoraði jöfnunar- markið fyrir Hauka svo til strax, en síðasta sókn Vikings misfórst.og það sem eftir var léku Vikingarnir maður á mann, en Haukum tókst að halda boltanum og jafnteflið varð staðreynd. Ólafur bar af á vellinum i þessum leik og hefur frammi- stöðu hans verið lýst hér að framan. Þá áttu Þórir ólafsson, Gunnar Einarsson og siðast en ekki sizt Stefán Jónsson mjög góðan leik, og I heild léku Haukar sinn bezta leik i vetur. Einar Magnússon, Rós- mundur markvörður og Guðjón Magnússon voru beztu menn Vikings, og má segja að Rós- mundur hafi bjargað jafnteflinu fyrir Viking með þvi að verja 3 vitaköst. Það eitt er alveg vist að Vikingsliðið nær ekki lengra en þetta fyrr en varnarleikur liðsins hefur veriö tekinn til algerrar endurskoðunar. En ef það tækist og Vikingur eignaðist góða vörn, þá mega önnur islenzk lið biðja fyrir sér. Mörk Hauka: Stefán 8, ólafur, Guðmundur og Þórir 4 hver og Sigurður 1. mark. Mörk Vikings: Einar 8, Guðjón 5, Viggó 3, Magnús 2, Páll, Stefán og ólafur 1. mark hver. Endasprettur Framhald af bls. 11. liðnar. Þetta var svo sem lftið til að stæra sig af fyrir FH, að skora ekki nema 20 mörk á 47 minútum hjá hinu slaka KR-liði. Þegar svo aðeins 8 minútur voru eftir af leiknum var staðan 22:16 fyrir FH. Þá fyrst fór liðið i gang og um leið virtist KR-liðið algerlega missa stjórn á þvi sem það var að gera FH-sókn in blómstraði og hvert markið kom á fætur öðru. Lokatölurnar urðu svo eins og áður segir 30:19, og hefði FH- liðið leikið allan leikinn eins og það gerði þessar 8 minútur hefði munurinn sennilega orðið 20 til 25 mörk. Þeir Gunnar Einarsson, Viðar og Geir voru markahæstir hjá FH, og bezti maður liðsins var tvimælalaust Birgir Finnboga- son sem varði af hreinni snilld. Hjá KR var það helzt Bjarni Kristinsson sem eitthvað kvað að, aðrir leikmenn voru nokkuð langt frá þvi sem maður hefur séð bezt til þeirra. Mörk FH: Geir 9, Gunnar 8, Viðar 7, Ólafur 2, Hörður, Birg- ir, Arni og Þórarinn 1 mark hver. Mörk KR: Haukur 5, Björn P. 3, Bjarni Kr. 4, Þorvarður 3, Björn B. 2, Jakob og Gunnar 1 mark hvor. Fyrsti sigur Framhald af bls. 10. Staða Fylkis i 2. deild er nú orðin all-alvarleg og situr liðið á botninum og hefur ekki unniö leik, en fær sennilega 2 stig vegna kæru á leikinn við IBK. Mjög llklega verða þessi lið, Stjarnan og Fylkir, i botn- baráttunni i vetur. Bæði liöin eru skipuð mjög ungum og efni- legum leikmönnum sem eflaust verða ekki ánægðir með að sitja á botni deildarinnar i mörg ár i röð. Visindaleyfi Framhald af bls. 6. 30. janúar s.l. er fullyrt að haft hafi verið samband við mig frá Vestmannaeyjum til þess að fá leyfi fyrir fleiri aðstoðarmenn. Fyrir þessu er enginn fótunog þvf miður er ýmislegt annað í þeirri frásögn vafasamt, að þvi er ég bezt veit. Að minnsta kosti kveður við allt annan tón i bréfi þvi, sem dr. Gibson hefur ritað Rann- sóknaráði rikisins 20. janúar s.l., þar sem hann gerir á vingjarn- legan og jákvæðan hátt stuttlega grein fyrir störfum sinum I Heimaey. Ég vil að lokum geta þess, að allar þær athuganir, sem þeir fé- lagar hugðust gera á gosstöðvun- um, eru I gangi, annað hvort á vegum islenzkra eða annarra er- lendra visindamanna, eins og að- stæður frekast levfa. 2. febrúar, 1973 f.h. Rannsóknaráðs rikisins Steingrimur Hermannsson. Skúli Framhald af bls. 4. komi frábært skipulag, félags- hyggja, og góð stjórn. Þegar Skúli Þorsteinsson kom suður á ný, var hann kosinn i stjórn U.M.F.l. og jafnframt ráðinn framkvæmdastjóri sam- takanna, en þessum störfum gegndi hann óslitið til 1965, er hann baðst undan endurkosningu á Sambandsþingi U.M.F.I. sem haldið var i tengslum við hið eftirminnilega landsmót U.M.F.l. á Laugarvatni. Ég hygg aö þessir dagar á Laugarv. sumarið 1965 verði lengi minnisstæðir fleirum en undirrituðum. Undirrituðum vegna þess að séð var fyrir lokin á framkvæmd mótsins og við tóku störf i stjórn U.M.F.I. við brottför hins vörpulega foringja • Undir- ritaður hafði þá áöur um tveggja ára skeið setið I varastjórn sam- takanna ásamt Skúla, og fleirum ágætum félögum. Fyrir þetta timabil á ég per- sónulega þessum foringja margt að þakka. Ég mun jafnan minnast hans sem eins mesta foringja á vettvangi félagsstarfa sem ég hefi kynnzt. Skúli var vel til foringja fallinn, glæsimenni á velli, bjartur yfirlitum, vel máli farinn og skýrmæltur svo af bar, ritfær vel og hagmæltur, reglu maður i hvivetna, óvenju mikill starfsmaður og áhugasamur um allt sem til heilla horfði landi og lýð. Af öllum félagsskap sem Skúli starfaði fyrir á viðburðarikri starfsæfi vil ég meina að ung- mennafélagshreyfingin hafi átt mest itök i honum, þótt ef til vill sé sú skoðun min eitthvað blandin eigingirni sökum góðra kynna og mats á afrekaskrá hans á okkar vettvangi. Af framansögðu vona ég að öll- um sé ljóst að við ungmenna- félagar höfum þakkir að færa. Þakkir skulu færðar fyrir áratuga leiðsögn, erindrekstur, út- breiðslustörf og framkvæmda- stjórn á vegum U.M.F.l. Nafn Skúla Þorsteinssonar verður um ókomin ár skráð gullnu letri i sögu ungmenna- félaganna vitt um land, þar sem skráðar eru heimildir um komu hans á sambandsþing, og aðrar samkomur. Minningin um hann mun jafnan verða okkur hvatning til þess að starfa vel og láta ekki fánann falla. Siðast bar fundum okkar Skúla saman á 50 ára afmælishátið U.M.S.K. 18. nóvember sl. Nú var vini minum og samherja greini- lega brugðið, sökum langvarandi heilsubrests. Þrátt fyrir það var yfirbragðið hið sama, og i hópi ungmennafélaganna var sem af honum bráði, og ávarp hans var sem fyrr boðskapur og bjargföst trú á islenzkan æskulýð. Á þessari afmælishátið var Skúli sæmdur æðsta heiðurs- merki U.M.F.I. Skúli sagði við það tækifæri: „Það gleður mig mjög að sjá og heyra að félagsskapur okkar er hvarvetna i góðra manna hönd- um, og hefur jafnvel aldrei starfað með meiri krafti en nú.” A engan hátt verður betur minnzt þessa fallna foringja, en að þessi orð hans megi til sanns vegar færa nú og um langa framtið. Að lokum vil ég flytja eftir- lifandi eiginkonu Skúla, frú Onnu Sigurðardóttur, og aðstandend- um öllum einlægar samúðar- kveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson. Hraunrennslið Framhald af bls. 1. hraunið út i norður og seig áfram i sjó fram með nokkrum hléum. Kl. 20 i fyrrakvöld fór hraunið að hreyfast á nýjan leik og var það einkum i totu, 3-400 metra undan landi og lengdist hrauntotan 160 metra til norð-vesturs. Eftir þetta var litill gangur i hraunrennslinu fram til kl. 13.30. i gær, en þá skreið hraunið fram á nýjan leik og var kl. 17.30 um 400 metra frá syðri hafnargarðs- vitanum og 610 metra frá Yztakletti. Um kl. 18 hafði hraunið mjög hægt á sér, eða svo til stöðvazt. Um þetta leyti voru um 9 vindstig i Eyjum og flugvöllurinn hafði lokazt. Skip fluttu sig út úr höfninni, og voru Hekla og Sæbjörg undir Eiðinu er siðast fréttist. Rétt er að benda á, að hraunrennsli hafði ekki aukizt, heldur hafði það safnazt upp og tekið siðan á rás og þá um'leið tekið nýja stefnu. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, sagði fréttamanni blaðsins að þetta hefði verið erfiður dagur fyrir sig og hjálparmenn sina, Jón Eiriksson og Einar Gunnlaugsson jarð- fræðinema og Gisla Halldórsson verkfræði- nema, en þessir ungu menn hefðu unnið af ein- stakri ósérhlífni og dugnaði. Til viðbótar þeim fréttum, sem komnar voru, gat Þor- leifur upplýst að Heklan myndi koma inn aftur, og að Árvakur hefði aldrei farið úr höfninni eða Lóðsinn. Hann kvaðst aldrei hafa verið trúaður á að skipin myndu lokast inni, en aftur á móti var gufu- mökkurinn svo mikill, að þau hefðu orðið að sigla út með aðstoð radars. SF Húsnæðismiðlun Framhald af bls. 3. bankarnir taka afstöðu til lán- veitinga. Tölvurnar eru að sjálfsögðu komnar i spilið og þarna lá frammi skrá yfir allt það húsnæði sem hafði verið boðið fyrir helgi. Skráin lýsir stærð húsnæðis og ásigkomulagi, og er þetta að sjálfsögðu til hagsbóta fyrir þá sem þurfa að gefa upplýsingar um framboð og eftirspurn. I gær var enn að berast tilboð um hús- næði, ýmist húsnæði i ágætu lagi eða ibúðir i byggingu. AUt er þetta samvizkusamlega skráð ásamt ýmsum öðrum upplýsing- um, t.d. hvort fólk vill ekki leigja barnafólki. sj. Forsendur Framhald af bls. 1. Jónas hafi ekki átt að koma með málið inn i þingið á þessu stigi, þar sem óll plögg væru ekki komin frá Haag og Gunnar Thor- oddsen ekki mættur i þingsalnum. (Hann hafði reyndar engin forföll boðað). Gagnrýni Jónasar á það, að Gunnari einum skyldi vera gefinn kostur á að tjá sig I rikis- fjölmiðlum við þetta tækifæri, svaraði Matthias með þvi, að hann teldi að rikisstjórnin hefði ekki verið tilbúin til þess þar sem plöggin væru ekki komin. En svo var að skilja að Gunnar hefði hins vegar engin gögn þurft að hafa i höndunum til að viðra hinar sér- stæðu skoðanir sinar. Jóhann Hafstein lagði áherziu á, að menn reyndu að halda friðinn i Landhelgismálinu. Að koma aftan að lönd- um sinum Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, sagðist vilja taka undir það sem fram hefði komið, að fréttaskýring Gunnars Thor- oddsen hafi verið mjög óvið- eigandi og henni þurfi að mótmæla. Lúðvik sagði, að ummæli Gunnars um að við Islendingar værum skuldbundnir til að hlita niðurstöðum frá Haag vegna þátttöku okkar I Sameinuðu þjóðunum væru fráleit, og stæðust ekki einu sinni samkvæmt þeirri lagagrein er hann hafi byggt á. Þvi aðeins væri ein þjóð skuldbundin að hún hafi viðurkennt aðild sina að við- komandi máli, en hér væri ekki um það að ræöa. Engum hefur dottið i hug, ekki heldur Bretum, að kalla aðrar þjóðir fyrir dómstólinn i Haag, þó að þær hafi fært út, — sagði Lúðvik. Það er þvi eingöngu vegna samninganna frá 1961, sem verið er að fjalla um okkar mál, en þeim samnningum höfum við sagt upp. Vilji dómstóllinn ekki taka þá uppsögn gilda og dæmi af okkur landhelgina, þá mun slik niðurstaða væntanlega ekki hafa nein áhrif á landhelgi annarra þjóða, vegna þess að þær hafa enga slika samninga gert. Það er furðulegt, að nú skuli koma upp raddir um að vikja frá markaðri stefnu okkar. Eðlilegt hefði verið að gefa i útvarpi og sjónvarpi fulla skýringu á þvi, hver var og er afstaða Islendinga til málsins, sem lá fyrir I Haag skýrt mörkuð, en hitt er að koma aftan að Islendingum, sem Gunnar Thoroddsen gerði, að halda þvi fram að við værum bundnir af þátttöku okkar i Sameinuðu þjóðuhum. Engin skýring er finnanleg á framkomu Gunnars Thoroddsen önnur en sú, að hann er að reyna að bera i bætifláka fyrir samning- ana frá 1961, sem hann er einn höfunda að.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.