Þjóðviljinn - 10.02.1973, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 10.02.1973, Qupperneq 13
Laugardagur 10. febrúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 HRAFNINN SAKAMÁLASAGA EFTIRSTEN WILDING Ég minntist ekkert á að sund- geta min væri ekki öllu meiri. — Þekkið þér hann? sagði ég. — Haldið þér að ég fari i sund með ókunnugum mönnum? Jú, mikil ósköp, þetta er Vernberg verkfræðingur frá Gautaborg, sumargestur; hann leigir litla húsið þarna af Uvmarkhjónun- um. Mjög myndarlegur maður, ekki sizt i eigin augum, en eins og ég sagði þá eru þrjár höfuðstöður og fjögur heljarstökk fullmikið fyrir hádegisVerð. Hún saup á kókflösku. — Og þér eruð læknir? sagði hún siðan. — Með eigin praksis? Ég hló. — Onei, ég er vesæll aðstoðar- læknir á Sahlgrensjúkrahúsinu. Og þér sjálfar? — Blaðamaður á eigin snær- um. Skrifa um föt. Ég virti fyrir mér fyrirferðar- litla fatabútana sem hún skýldi með nekt sinni i svipinn. — Hverjum dytti það i hug, sagði ég. Nú brosti hún. — Eruð þér héðan úr sveitinni? sagði ég. — Já, i upphafi var ég það. Við Susanna höfum þekkzt siðan við vorum smástelpur. En nú hef ég átt heima i Gautaborg i mörg ár — áhuginn á parisartizkunni er heldur klénn i Auglýsingablaði Bentsfors. Ég er vön að koma hingað á hverju sumri og búa á Bergi, ég á ekki i önnur hús að venda hér uppfrá lengur. — Þetta hlýtur að vera skemmtilegt starf. — Satt er það, en þó hefur það lika sinar leiðindahliðar. — Rétt eins og að skrifa lyf- seðla á svefntöflur handa tauga- veikluðum konum, sagði ég. Rödd hennar varð allt i einu hvöss. — Af hverju bara „konum”? Eru ekki til taugaveiklaðir karlar? Ég varð dálitið hissa. — Jæja, sagði ég glaðlega, — þér eruð þá ein af þeim konum Brúðkaup Laugardaginn 2/12 voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkj- unni af sr. Þóri Stephensen Rósa Karlsdóttir og John Fenger. Heimili þeirra verður að Hofs- vallagötu 49 Reykjavik. Ljósm.st. Gunnars Ingimars. Suðurveri — simi 34852. sem hoppa hæð sina þegar þær verða varar við eitthvað sem ber keim af mismunun kynjanna. — Eruð þér hissa á þvi? Æ, þessir læknar, þið eruð það ihaldssamasta sem til er! Hér á árunum þegar ég fór stundum á stúdentaböll, þá fannst mér læknastúdentarnir alveg dýrleg- ir, þvi að þeir voru svo óháðir öll- um mygluðum aldamótakenning- um. En þið eruð ekki fyrr orðnir læknar en þið verðið alþaktir þykku lagi af viktoriuryki. Hvernig er eiginlega imynd yðar af fyrirmyndarkonunni, Linder læknir, húsmóðir að sjálfsögðu, i þriggja herbergja ibúð i Fræ- lundi, með börn og sjónvarp og Amazonbil . . . — Auðvitað eru til tauga- veiklaðir karlmenn, greip ég fram i róandi. — Fjöldinn allur. — Ekki malda i móinn. Eigið þér sigarettur, ég komst ekki með minar hingað út. Ég tók fram pakkann minn og bauð. Mér hefur aldrei fundizt tóbak bragðast vel á sólbökuðum steinhellum, en ég reykti þó henni til samlætis. — Þetta hefur verið óskemmti- legur fundur i gærkvöldi, sagði hún allt i einu. — Nú er komið að mér að and- mæla. Verið ekki að látast trúa mér. — Ég trúi yður. Hún var grafalvarleg. — Af hverju? Það gerir það enginn annar. — Ég efast ekki um það eitt andartak, að ef þér segizt hafa fundið lik, þá hafið þér fundið lik. Svo einfalt er það. — Ég ætti vist að þakka fyrir. — Gerið það. — Hver var Sven Bolin? — Tja . . . ég þekkti hann ekki sérlega vel. Landshornasirkill sem séðhafði næstum allan heim- Þann 29/12 1972 voru gefin saman i hjónaband, af andlegu svæöisráði Bahaia i Reykjavík, Sigriöur Lóa Jónsdóttir og Sig- urður Ingi Asgeirsson. Heimili þeirra verður að Asabyggð 14 Akureyri. Ljósm.st. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852. inn. Hann var fæddur einhvers staðar i VMrmlandi en var á flakki megnið af ævinni, einkum i Afriku. Hann virðist hafa kunnað sérlega vel við sig i Suðurafriku, og þvi get ég vel trúað af minni reynslu af honum. Hann kom hingað i vor og tók á leigu húsið sem þér búið i. — Hvað hafði hann fyrir stafni? — Það veit ég ekki. Hann rand- aði um skóginn og veiddi stundum fisk; það er báturinn hans sem liggur i Svörtutjörn. Hann þóttist ætla að skrifa endurminningar sinar, en enginn hefur orðið var við neitt slikt. Hann var dæmi- gerður ævintýramaður, og löng- un hans til ævintýra hefur varla horfið þótt hann settist að hér. Mér datt i hug að spyrja, hvort hún ætti við nokkuð sérstakt, en hætti við það. Hún saup á kók- flöskunni. — Hann var furðukarlmann- legur þótt litill væri, skeggjaður og loðinn og hvað eina, og það hefur vist sin áhrif á okkur kon- urnar, bætti hún við. — Hvað var hann gamall? — Um fertugt hefði ég haldið. — Úr hverju dó hann? — Hann varð fyrir eldingu úti i skóginum, já, það gerðist reyndar þegar hann var á gangi eftir brautarteinunum; það hlýtur að vera brjálæði að ganga undir raf- leiðslunni i þrumuveðri. — Og svo var hann grafinn i Nesi, og samt trúið þér mér? Hún horfði alvarlegum augum út yfir vatnið og galgopahreimur- inn var alveg horfinn úr rómnum. — Já, ég get ekki skýrt það, ég veit það bara . . . að andrúmsloft- ið hér uppfrá er allt öðru visi i ár, en það hefur verið áður. Litið i kringum yður . . . sólskin, blátt, glitrandi vatn, fjarlægar barna- raddir — björt, fullkomin alsæla, erekki svo? En siðan kemur nótt- in. Vatnið sortnar, skógurinn sortnar enn meir, og svo liggur maður i kyrrðinni inni hjá sér og hlustar eftir þyti skógarins og uglunum . . . og þá finnur maður að verið er að hugsa ljótar hugsanir i kringum mann, — ég hlýt að vera óeðlilega næm fyrir sliku. Þetta með Bolin — það fell- ur einhvern veginn alveg inn i myndina, ég veit bara ekki hvers vegna. Hún saup enn á flöskunni. — Ég er að velta þvi fyrir mér, Linder læknir . . . hvort þér ætlið ekki að reyna að komast að þvi hvað varð um likið af Bolin? — Jú, eiginlega hafði ég nú hugsað mér það eftir hádegið. Viljið þér hjálpa til? — Þvi ekki það? Meðan sólin skin og fuglarnir kvaka, ætti ég að geta staðið mig án þess að sál- ast úr skelfingu. Mér finnst við ættum að hefjast handa hið bráð- asta. Bjóðið þér i mat i kofanum yðar? — Ef þér viljið tveggja manna tal. — Það er dýrlegt. Ég gladdist yfir þvi að hafa eignazt trúnaðarmann, einhvern sem þóttist trúa mér. Ég reis á fætur. — Komið þér með i bátnum? Hún lét tómu kókakólaflöskuna velta niður i vatnið. — Fyrst ég synti hingað út, þá ætti ég að geta synt til baka. En ég kem i kofann til yðar, þegar ég er búin að hafa fataskipti. — Aðeins eitt enn, sagði ég. — Hvernig er hægt að synda með kókflösku? Hún hló. — Langar yður til að vita það? Þér skuluð að minnsta kosti ekki reyna það sjálfur; þér getið það aldrei. Svo fleygði hún sér út i vatnið og tók að synda skriðsund i áttina til lands, og það var enginn smá- ræðisspölúr. Ég steig út i bátinn, ræsti vélina og náði henni brátt. Hún veifaði þegar ég fór fram- hjá henni, og ég veifaði á móti. Vélin malaði notalega, en mér fannst ég ekkert sérstakt karl- menni. Við Ingela Casparsson snædd- um fábrotinn hádegisverö; pylsur, pakkastöppu og öl,i kof- anum minum. Siðan gengum við út i skóg og héldum i áttina að Svörtutjörn. Það var ofsahiti i gilinu við brautarsporið. Hér dó Bolin sagði hún allt i einu. — Það var vist hérna sem hann fékk eldingu i hausinn. — Var hann einn? — Já — það var hann vist oftast. Nema er til vill sumar Laugardagur 10. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hulda Runólfsdóttir heldur áfram að endursegja söguna af Nilla Hólmgeirs- syni eftir Selmu Lagerlöf (18) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunkaffiðkl. 10.25 Páll Heiöar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána, og greint er frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 tsienzkt mál. Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 15.00 Þétta áttu að vita. Nýr mánaðarlegur spurningaþáttur. 1 fyrsta þætti er spurt um iþróttir. Til svara eru Hallsteinn Hinriksson, Brynjólfur Ingvarsson, Jónas Hall- dórsson og gestir i útvarps- sal. Dómari: Atli Steinars- son. Stjórnandi: Jónas Jónasson. 15.35 Kvintett i Es-dúr (K542) eftir Mozart. Vladimir Asj- kenazý og félagar úr Blás- arasveit Lundúna leika. 16.00 Fréttir. 16.25 Veðurfregnir. Stanz. Árni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 16.45 Sldegistónleikar. a. Kon- sertsinfónia i D-dúr fyrir fiðlu, viólu og hljómsveit eftir Stamitz. Isaac Stern og Pinchas Zukerman leika með Ensku kammersveit- inni. Daniel Barenboim stjórnar. b. Introduction og Polonaise brillante op. 3 og Grand Duo fyrir selló og pianó eftir Copin. André Na- varra og Jeanne-Marie Darré leika. c. Allegro i Cis- dúr og Spænskur dans nr. 5 i e-moll „Andaluza” eftir Granados. José Iturbi leikur á pianó 17.40 Útvarpssaga barn- anna: „Yfir kaldan Kjöl” eftir Hauk Agústsson. Höfundur les (3) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Norðuriöndum. Sigmar B. Hauksson talar. 19.40 Bækur og bókmenntir. Fjallað verður um „Járnblómið” eftir Guð- mund Danielsson. Þátttak- endur: Erlingur Sigurðsson, Halldis Armannsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, sem stýrir umræðunum. 20.00 llljómplöturabb. Guð- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 20.55 Smásaga: „Sveitasæla” cftir II.E. Bates. Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Jón Aðils leikari les. 21.35 pömiu dansarnir. Folke og Ake Lundquist leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. i kvöld kl. 21.35 er á dagskrá þáttur um norska málarann Edvard Munch, ævi hans og list. Þátturinn heitir Hamingjuhúsið. 17.00 Þýzka í sjónvarpi, Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 11. og 12. þáttur. 17.30 Skákkennsla, Kennari Friðrik ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir.Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Iilé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Heimurinn minn,Banda- riskur gamanmyndaflokk- ur. Þýðandi Guðrún Jör- undsdóttir. 20.50 Fuglar við ósa Dónár. Norsk mynd um hið fjöl- skrúðuga fuglalif i óshólm- um Dónár. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið) 21.05 Kvöldstund I sjónvarps- sal.Gunnar Gunnarsson, Jón A. Þórisson, Linda Bjarnadóttir og Steinþór Einarsson taka á móti gest- um og kynna skemmti- atriði. Meðal gesta eru Alan Breck,,,Hljómar” og Linda Gisladóttir. 21.35 Hamingjuhúsið. Norsk kvikmynd um málarann fræga Edvard Munch, ævi hans og listaverk. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpiö) 22.00 Nclló og hundurinn hans. (A Dog of Flanders) Banda- risk biómynd frá árinu 1959, byggð á sögu eftir Ouida. Leikstjóri James B. Clark. Aðalhlutverk David Ladd, Donald Crisp, Theodore Bikel og Ulla Larsen. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. Myndin gerist i Belgiu og greinir frá ungum dreng, sem býr hjá afa sinum i sveit skammt frá Antwerp- en. Gamli maðurinn lifir af mjólkursölu til borgarinnar og drengurinn hjálpar hon- um við flutningana. Dag nokkurn finna þeir hund viö veginn, yfirgefinn og illa leikinn. Drengurinn tekur hann heim með sér og hjúkrar honum. Hundurinn verður brátt uppáhalds- félagi drengsins og gerir honum margan greiða áður en lýkur. 23.30 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.