Þjóðviljinn - 08.03.1973, Qupperneq 1
Leiga fyrir Statesman:
12 miljónir
hvern mánuð
Átta að gœta
eins togaral
Þegar varðskipið
Ægir ætlaði að skera á
togvira brezka togarans
Antic Vandale H 344
hinn 5 marz siðastliðinn
bakkaði togarinn i átt að
varðskipinu, og töldu
skipverjar varðskipsins
að viraskurður hefði
ekki heppnazt.
Þvi hefur verið haldið fram af
Bretum, að Ægi hafi tekizt að
skera á togvira togarans. Hefur
þá verið skorið á togvira 25
brezkra togara og 3 vesturþýzkra
eða alls 28 togara siðan frá þvi
fiskveiðilögsagan var færð út i 50
milur 1. september siðastliðinn.
Kom þetta fram hjá Hafsteini
Hafsteinssyni, blaðafulltrúa
Landhelgisgæzlunnar i gærkvöld.
Um kl. 16.50 i gær skar varð-
skipið Ægir á báða togvira brezka
togarans Spurs GY 67, sem var að
veiðum 14,2 sjómilur norður af
Hraunhafnartanga. Rétt út af 12
milunum á þessum slóðum er
einn brezkur togari að veiðum,og
gæta hans sjö brezkir togarar og
einnig eftirlitsskipið Miranda,
sagði Hafsteinn.
Siðdegis i dag var einn brezkur
togari að veiðum út af Hvalbak og
gætti annar brezkur togari hans
með þvi að sigla i kjölfar hans.
Á þessum slóðum var dráttar-
báturinn Englishman og að-
stoðarskipið Othello.
Frá þvi á mánudag hefur verið
skorið aftan úr 10 brezkum togur-
um. — g.m.
Brezka blaðið New Statesman
er ekki beinlinis hrifið af því að
dráttarskip sem ber svipað nafn,
Statesman, var sent á íslandsmið
til að striða við Islenzk varöskip.
Blaðið segir, að skip þetta muni
ekkert gott gera, hvorki islenzk-
• •
Osku-
dagur
um né brezkum sjómönnum, og
sé för þess hin versta. Hins vegar
muni hlutafélagið United Towling
heldur betur mata krókinn. Hafi
það fengið fyrir 30 daga leigu á
þessu skipi, sem siglir undir
Liberiufána greiðslu sem nemur
um 12 miljónum islenzkra króna.
Það var mikið um að vera hjá
börnunum i gær i tilefni öskudags-
ins. Þau höfðu varla við að hengja
pokana sina aftan i vegfarendur og
hér á myndinni, sem var tekin
niður i Austurstræti i gær eru þrjár
litlar hnátur að hengja pka aftan I
Karl Kristjánsson fyrrum aiþings-
mann, meðan hann beið eftir að
komast yfir götuna. (Ljósm.
S.dór.)
Hraunið
að hafnar-
garðinum
Gosið var með svipuðu móti
og sfðasta sólarhring, jókst
litið eitt siðari hluta nætur, en
dró svo aftur úr þvi á 10. tim-
anum. Hraunrennsli var mest
SA-af Yztakletti, þar sem
hraunið hefur gengið fram c.a.
40 metra. Kl. 1800 fór hraunið
á skrið á 40 metra belti A- við
hafnargarðinn og skreið þar
fram um 3—5 metra á klst.,
fram til kl. 0100, en þá
stöðvaðist það. Hafði það fyllt
upp bilið á milli hafnargarðs-
ins og eldra hraunsins, nema
30 metra löng vik er enn inn
meö garðinum. Smávægilegar
hreyfingar urðu á nokkrum
stöðum á hraunjaðrinum A-
bæjarins.
Gjóskufall var i bænum frá
kl. 0900—1800 I gær og er nú
unnið að mælingum á þvi.
Flakkarinn skreið um 20
metra fram i sömu stefnu og
undanfarið, á siöasta sólar-
hring.
Skipuðu út
loðnumjöli
í Eyjum
Brætt hefur verið dag og
nótt i Fiskimjölsverksmiðj-
unni i Vestmannaeyjum siðan
á laugardag. Hafa þeir brætt
núna um 2 þúsund tonn af
loðnu, sagði Viktor Helgason
verkstjóri þar i gær.
í dag höfum við unnið að
útskipun á 500 tonnum af
loðnumjöli i Selá. Atti skipið
að fara frá Eyjum i gærkvöld.
Núna eru um 2 þúsund tonn
af loðnu i þróm verksmiðj-
unnar. Eru væntanlegir loðnu-
bátar með afla i nótt,
Um 45 menn vinna i loðnu-
bræðslunni i Eyjum og ganga
á vaktir. Vantar heldur menn
og urðu verksmiðjumenn að
vinna að útskipun loðnumjöls-
ins i dag i aukavinnu. — g.m.
Rœtt um endurskipulagningu lyfsölumála á alþingi
Lyfjastofnun ríkisins fái
einkarétt
Jóhann og EUert mótmœla
þjóðnýtingu fyrir hönd heildsalanna
Frumvarp ríkisstjórnar-
innar um Lyfjastofnun
ríkisins og einkaleyfi henni
til handa vartil 1. umræðu
á alþingi í gær. Einnig
fléttaðist frumvarpið um
lyfjaframleiðslu, er liggur
fyrir alþingi, inn í um-
ræðurnar.
Magnús Kjartansson,
heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra fylgdi frum-
varpinu úrhlaði og gat þess
að þessi tvö frumvörp um
endurskipulagningu lyfja-
verzlunarinnar væru
flutt i samræmi við það
ákvæði stjórnarsáttmálans
— að tengja lyfjaverzl-
unina við heilbrigðisþjón-
ustuna og setja hana undir
félagslega stjórn.
Magnús gat þess, að nú
væru 12 fyrirtæki, sem
fengjust við innflutning á
sérlyfjum til sölu innan-
lands, en frumvarpið gerir
ráð fyrir að Lyfjastofnun
Magnús Kjartansson
ríkisins fái einkarétt til að
selja sérlyf, bóluefni og
ónæmisefni og önnur lyf en
sérlyf.
Jóhann Hafstein og
Ellert Schram báru fram
harðorð mótmæli af hálfu
Félags íslenzkra stórkaup-
manna, en Jóhanni hafði
borizt sérstök álitsgerð
heildsalanna. Ellert taldi,
að hér væri á ferðinni þjóð-
nýting á mikilvægri
atvinnugrein að kröfu
Aiþýðubandalagsins og
slíkt gæti hann ekki sam-
þykkt af „princip"-ástæð-
um.
Stefán Gunnlaugsson
lýsti stuðningi Alþýðu-
fíokksins við meginstefnu
frumvarpsins.
Hér fer á eftir endursögn
af fyrri hluta ræðu
Magnúsar Kjartanssonar,
en lokakaf la hennar birtum
við í heild á morgun.
í framsöguræðu sinni gat
Magnús Kjartansson þess, að
frumvörpin væru undirbúin af
lyfjamálanefnd, er hann skipaði
fyrir rúmu ári, en i henni áttu
sæti: Almar Grimsson deildar-
stjóri, Árni Einarsson, fram-
kvæmdastjóri á Reykjalundi,
Einar Benediktsson lyfjafræö-
ingur, dr. Kjartan Jóhannsson
Framhald á bls. 15.
Færeyingar
ræða við
Breta o.fl.
Atli Dam lögmaður I
Færeyjum greindi frá því á
fundi I lögþinginu i gær, að
færeyska landsstjórnin hefði i
hyggju að leita fyrir sér um
samkomulag við Breta,
Vestur-Þjóðverja og Belga um
veiðar við Færeyjar. Hafnaði
lögmaðurinn leið stjórnarand-
stöðunnar, sem gerir ráð fyrir
einhliða útfærslu.