Þjóðviljinn - 08.03.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. marz 1973 MÁLGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS þJÚÐVIlllNN (Jtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Óiafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. FLETT OFAN AF ÓHEILINDUM Enginn ræðumaður stjórnarflokkanna við útvarpsumræðurnar i fyrrakvöld hefur fengið yfir sig aðrar eins gusur sefa- sjúkra ofstækismanna stjórnarandstöð- unnar eins og Magnús Kjartansson ráð- herra. Ástæðan til biturrar reiði Morgun- blaðsmanna er að sjálfsögðu sú, að Magnús sagði þeim og þeirra nótum til syndanna á rækilegan hátt. Benti Magnús á hvernig annarleg sjónarmið hefðu náð tökum á forustumönnum Sjálfstæðis- flokksins, hvernig þeir hefðu ákveðið að nota sér náttúruhamfarirnar i Eyjum til þess að koma pólitisku höggi á rikisstjórn- ina. Svo lágkúruleg er stjórnmálaafstaða þeirra manna sem móta stefnu Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, að þeir hlífast ekki við að nota hina ægileg- ustu atburði sér til framdráttar enda þótt aldrei hafi verið nauðsynlegra en einmitt nú að þjóðin standi saman. Og það hefur hún gert og gerir i stórmálum — eins og birzt hefur i landhelgismálinu og i við- brögðum fólks við náttúruhamförunum i Eyjum. En innan veggja þinghússins við Austurvöll sitja menn — örfáir — sem greina ekki bergmálið frá röddum fjöldans. Menn sem ekki skilja, eða vilja ekki skilja, að pólitiskt ofstæki af þvi tagi, sem forustumenn stjórnarandstöðunnar hafa gert sig seka um að undanförnu, er fordæmt meðal mikils þorra landsmanna — ekki bara i stjórnarflokkunum, heldur lika og ekki siður i stjórnarandstöðuflokk- unum sjálfum. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn voru saman i rikisstjórn gekk ekki hnifurinn á milli þessara flokka og forustumanna þeirra. Jóhann og Gylfi voru einskonar pólitiskt skóladæmi um ástir samlyndra hjóna. Eftir að núverandi rikisstjórn tók við völdum hefur ekkert breytzt i fari þessara þokkahjúa. Þar gengur ekki hnifurinn á milli frekar en HAFSTEIN OG LAING Jónas Árnason sagði i þingræðu á þriðjudaginn, að Austin Laing væri spá- maður Morgunblaðsins i landhelgismál- inu. Byggði Jónas staðæfingu sina einkum á því, að Morgunblaðið hampar helzt á forsiðum ummælum sem eru óhagstæð okkur i landhelgismálinu og þau eru gjarnan höfð eftir Austin Laing. Og sannanir láta ekki á sér standa. Austin Laing og ummæli hans tróna i aðal-frétt á forsiðu Morgunblaðsins i gær, þar sem hann heldur fram málstað Breta og segir meðal annars: „island gæti hafa unnið mikið við að leggja mál sitt fyrir Alþjóða- fyrri daginn — jafnvel má segja að enn hafi forustumenn þessara flokka faðmazt innilegar en nokkru sinni fyrr. Það kom til dæmis fram i ummælum þessara manna um landhelgismálið i útvarpsum- ræðunum. Við brögð Morgunblaðsins við ræðu Magnúsar Kjartanssonar við útvarpsumræðurnar eru til marks um að ráðherrann hefur komið við kaunin og flett ofan af óheilindaafstöðu stjórnarand- stöðunnar i sannkölluðum örlagamálum þessarar þjóðar. Sú frammistaða stjórnarandstöðunnar þarf að verða öllum landslýð ljós og i minni sem lengst. dómstólinn i Haag”. Þegar Jóhann Hafstein, biðformaður Sjálfstæðisflokks- ins, hélt fram sömu skoðun og Laing i þinginu á mánudagskvöldið fékk hann ekki jafngeysilegan uppslátt á forsiðu Morgunblaðsins og Laing. 1 ræðu sinni á alþingi i fyrrakvöld sagði Jóhann samt: „Engri islenzkri rikisstjórn verður fyrir- gefið það að láta málstað íslands e.t.v. verða fyrir borð borinn fyrir Alþjóðadðm- stóli vegna þess að rödd íslands fær ekki að heyrast þar ...’’Ekki má nú á milli sjá hvor þeirra er okkur vinveittari i land- helgismálinu Hafstein eða Laing — þó Morgunblaðið gefi Laing hærri einkunn. Stjórnvöld veiti upplýsingar um málefni hins opinbera Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra mælti i gær fyrir stjórnarfrum- varpi í neðri deild al- Útvarpsráð sam- þykkir vítur á Gunnar Bjarnason Útvarpsráft gerfti samhljóba ályktun um vitur á Gunnar Bjarnasun fyrir ummæli hans i útvarpinu. Samþykkt útvarpsrábs er svo- hljóðandi: „Útvarpsráð harmar órök- studdar árásir á Rikisútvarpið, einstaka deildir þess og starfs- menn I erindi Gunnars Bjarna- sonar um daginn og veginn 26. febrúar si. Af þessu tilefni leggur útvarps- ráð áherzlu á, að þótt öll málefna- leg viðhorf fái að koma fram I þættinum um daginn og veginn, skuli þátturinn ekki notaður til að nfða stofnanir eða einstaklinga”. Alyktunin var samþykkt sam- hljóða. Aukasýning Vegna mikillar aðsóknar verð- ur höfð aukasýning á Sjálfstæöu fólki i Þjóðleikhúsinu og verður hún i kvöld fimmtudaginn 8. marz. Þaö verður 60. sýningin á leiknum, og hafa aðeins fimm leikrit náð þeim sýningafjölda i einni lotu i Þjóðleikhúsinu en þau eru: Islandsklukkan, Tópaz, Kardemommubærinn, May Fair Lady og Fiölarinn á þakinu. Um 27 þúsund leikhúsgestir hafa séö sýningar á Sjálfstæöu fólki i Þjóð- leikhúsinu. þingis, um upplýsinga- skyldu stjórnvalda. í frumvarpinu er kveðiö á um, að hver maöur eigi rétt á að kynna sér skjöl i máli, sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvaldi. A þessu eru þó gerðar allmargar undantekningar, sem taldar eru upp 1 frumvarpinu Forsætisráöherra gat þess, aö frumvarpiö væri flutt i framhaldi af samþykkt þingsályktunartil- lögu um þetta efni, er samþykkt var einróma á alþingi i fyrra. Taldi hann aö öll leynd dragi úr þvi aðhaldi er þegnarnir geta veitt stjórnvöldum, og væri það lýðræðisleg nauösyn, að menn ættu þess kost að kynna sér gerðir stjórnvalda og forsendur þeirra. Oll meginákvæði þessa frum- varps eru miðuð við slik lög i Danmörku og Noregi, en þar hefur mikil fræðileg umræða staðið um þessi efni um áratuga skeið, og lög verið sett fyrir nokkrum árum. Vantranstið fellt 31:28 Þrátt fyrir furðufréttir i islenzka rikisútvarpinu i gær- morgun skeði ekkert óvænt við atkvæöagreiöslu á alþingi i gær, um tillögu þingmanna Sjálf- stæöisflokksins um vantraust á rikisstjórnina. Tillagan var felld með 31 at- kvæöi stuöningsmanna stjórnar- flokkanna þriggja gegn 28 at- kvæðum stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Nafnakall var viöhaft. Bjarni Guðnason sat hjá við at- kvæðagreiðsluna eins og hann hafði boðað i útvarpsumræð- unum. Verðlagsstjóri segir 6.00 “ bílstjórar mótmæla í fréttatilkynningu frá verð- lagsstjóra sem birt var i blöð- unum nýlega segir, að gjald- mælir leigubifreiöa eigi að sýna kr. 6.00 þegar ekið er af stað i leigubílum. Bandalag leigubifreiðastjórans i gær,og segja þeir, að mæli eigi að setja af stað um leið og bifreið tekur að biða eftir farþega. Þá mótmæla leigubilstjórar einnig fyrirmælum verðlags- stjóra um eftirvinnutaxta og segja það utan verkahrings verðlagsnefndar að ákveða vinnutima starfshópa. Krefjast bilstjórar þess, að verðlagsstjóri leiðrétti yfir- lýsingar sinar um að gjald- mælirinn eigi að segja sex við upphaf aksturs. FRA HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS TILKYNNING TIL VESTMANNAEYINGA Umboðsmaður ykkar hefur aðsetur í aðalumboðinu Tjarnargötu 4. Sími 25665, frd kl. 9 til 18 daglega. SVEIIMBJÖRIM HJÁLMARSSOIM Umboðsmaður Happdrættis Hdskóla Islands. Heimasími 53469.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.