Þjóðviljinn - 08.03.1973, Síða 16

Þjóðviljinn - 08.03.1973, Síða 16
vomiuiNi Fimmtudagur 8. marz 1973 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna i Reykja- vik vikuna, 2. — 8. marz veröur i Apóteki Austur- bæjar og Háaleitisapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Gaullistar fá stuðning miðflokkanna í síðari umferð frönsku kosninganna PARlS 7/3 — Allt skal til vinna til að stemma stigu við sókn vinstri manna i Frakklandi: Saman hefur nú dregið með stjórnarflokkunum — gaullistum — og mið- flokkunum — „umbóta- hreyfingunni” — og munu þeir yfirleitt ekki bjóða fram gegn hver öðrum ' í seinni lotu kosninganna á sunnu- daginn kemur, heldur styðja sameiginlega einn frambjóðanda i vafakjördæmunum. De Gaulle heykist niður í gaullismans i Frakklandi? hamar og sigö — verða þetta örlög Dulið viðskiptastríð milli EBE og USA Fjármálaráðherrar leita lausnarinnar BROSSEL 7/3 — Fjár- málaráðherrar EBE-iand- anna hittast í aðalstöðvum Efnahagsbandalagsins í Briissel á morgun, fimmtu- dag, til þess að reyna að finna lausn á gjaldeyris- vandræðunum. A föstudag fara ráöherrarnir til Parisar, þar sem þeir munu ræða viö starfsbræður sina fra Banda- rikjunum, Japan, Sviþjóð, Styrktarbingó Ki wanis-klúbburinn Esja heldur bingó i Glæsibæ i dag og hefst það kl. 21. Þetta er styrktar- bingó og á ágóðinn aö renna til Hilmars Sigurbjörnssonar, er missti hönd og fót i slysi i grjót- námi Reykjavikur fyrir nokkru. Þessi ungi maður er trúlofaöur og á eitt barn og fær aðeins um 7000 kr. á mánuði út úr tryggingum. Vinningar á þessu styrktar- bingói verða mjög glæsilegir, Kanarieyjaferð, málverk og hús gögn, samtals að verðmæti 120 þúsund kr. Kanada og Sviss. Búizt er við, að verulegur skriður á ákvarðanir I málinu komi ekki fyrr en á sunnu- dag. Kunnugir telja að liklega verði allur gjaldmiðlar EBE-rikjanna i „samfloti” gagnvart dollar, en aörir eru vantrúaðir á að sam- komulag náist um þetta. „Samflotið” þýddi það aö ákveöið væri fast gengi á EBE- gjaldmiðlunum innbyrðis, einnig á enskt pund og Italska liru sem nú eru „fljótandi”. Bdezka stjórnin mun vera mjög dýrseld á þessa lausn jafnvel þótt hún sé sú Atkvæðagreiðsla á Norður-Irlandi BELFAST 7/3 — A morgun, fimmtudag, verður gengiö til þjóðaratkvæðagreiðslu á Noröur- Irlandi um þaö, hvort ibúar landsins vilja vera áfram i þeim tengslum við Stóra-Bretland sem veriö hefur siðustu hálfa öld. Mjög spennt ástand er i landinu i dag, en bæði kaþólskir menn og mótmælendur hafa vopnaðar leynisveitir, IRA og UDR. eina sem geti tryggt þaö að ráða- gerðirnar um efnahags- og mynt- samband rfkjanna fari ekki út um þúfur. En um leið má lausnin á gjald- eyriskreppunni ekki koma EBE i allt of vonda samkeppnisaðstöðu gagnvart Bandarikjunum. Ýmsir óttast nefnilega að gengislækkun dollarans létti um of útflutning ameriskra vara til Evrópu. Þá er EBE-pólitikusunum umhugað um það að gjaldeyriskreppan komi sameiginlegri stefnu þeirra i landbúnaðarmálum ekki á kaidan klaka. Samkomulag gaullista og mið- flokkanna hljóðar upp á það, að i þeim kjördæmum þar sem mögu- leiki er talinn vera á kjöri kommúnista eöa sósialista skuli sá gaullisti eða miðflokkamaður draga sig i hlé sem minna fylgi hafði I fyrri umferð kosninganna. Sums staðar hefur ekki tekizt að fá frambjóðendur til að draga sig i hlé, og er t.d. þannig ástatt i Nancy þar sem gaullisti neitaöi að vikja fyrir hinum þekkta mið- flokksmanni J.J. Servan- Schreiber. í fyrri umferð kosninganna voru 3.020 frambjóðendur, en i þeirri siðari eru 944 i 432 kjör- dæmum. Allt eru það einmenn- ingskjördæmi, en 58 þingmenn tókst að kjósa meirihluta- kosningu I fyrri umferðinni. Samkomulagið milli hægri og miðflokka, sem tilkynnt var i morgun, gerir það að verkum, að I 350 kjördæmum stendur baráttan milli frambjóðanda á þeirra vegum og vinstri manns, en vinstri flokkarnir hafa aðeins einn frambjóðanda i hverju kjör- dæmi, þann sem flest atkvæði hlaut i fyrri umferð. Reiknað hefur verið út, að afstaða miðflokkamanna gæti ráðið úrslitum um það, hvort hægri maður eða vinstri settist inn I þingið úr 130 kjördæmum. Fyrir fram var talið liklegt að | miðflokkarnir krefðust þess af I gaullistum aö þeir sæju þeim fyrir allt að 30 þingsætum. 1 fyrri umferð kosninganna fengu vinstri flokkarnir 46% atkvæða, gaullistar 38% og mið- flokkar 12%. Afstaða miðflokk- anna færir gaullista nálægt sigrinum, en úrslitin verða alla vega naum. Birtar athuganir um Þjórsárver Prófessor George van Dyne, gistiprófessor I vistfræði viö verkfræði og raunvisindadeild Háskóla tslands, á vegum UNESCO, hefur i þessari viku stjórnað tveim vinnuhópum sem fjallað hafa um nýtingu lands til beitar og um Þjórsárver. i dag, 8. marz, kl. 11 til 13, munu prófessorinn og báðir vinnuhóparnir gefa skýrslu um athuganirnar á þessum viðfangs- efnum I 9. kennslustofu Háskólans. Er öllum heimill aðgangur. ALÞYÐU BAN DALAGIÐ Að gera sér grein fyrir Sovétríkjunum I kvöld er röðin komin aö Arna Bergmann, blaöamanni, að hefja umræður á umræðufundi Alþýðubandalagsins I Reykjavik. Arni kallar umræöuefnið: „Að gera sér grein fyrir Sovét- rikjunum”. Fundurinn hefst kl. 20,30 að Grettisgötu 3. Suðurlandskjördæmi. Alþýðubandalagið i Arnessýslu heldur fund i Selfossbiói föstudaginn 9. marz 1973 kl. 20.30. Einar Olgeirsson ræðir um þróun og stöðu verkalýðsflokka á íslandi. Garðar Sigurðsson alþingismaður mætir á funinum. Fjölmennið stundvislega. — Stjórnin.. F angaskipti hefjast á ný mikil þörf á lyfjum og öðrum út- búnaði til lækninga. Neyðarástand í húsnœðismálum í N-Víetnam SAIGON 7/3 — Skipti á striðsföngum milli Saigon-stjórnarinnar og Þjóðfrelsisfylkingar- innar hefjast aftur á morgun, fimmtudag, eftir 10 daga töf. Hefur náðst samkomulag um tölu fanga frá hvorum aðila. Karl Guðjónsson látinn Karl Guðjónsson, fyrrver- andi alþingismaöur, lézt i fyrrinótt, en hann hafði átt viö vanheilsu aö striöa um nokk- urt skeið. Hans var minnzt við upphaf fundar i Sameinuðu alþingi i gær. Karl var 55 ára gamall er hann andaðist. Hann átti sæti á alþingi fyrir Sósialistaflokk- inn og siðar Alþýöubandalagið 1953—1963 og aftur 1967—1971. Karl var fæddur og uppalinn I Vestmannaeyjum, og þar stundaði hann kennslustörf frá 1938—1963, en siðar var hann kennari i Reykjavik og fræðslufulltrúi og fræðslu- stjóri I Kópavogi frá 1966. Karl gegndi auk þing- mennsku fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir stjórnmála- hreyfingu islenzkra sósíalista um langt árabil, átti m.a. sæti I bæjarstjórn Vestmannaeyja og var formaöur fjárveitinga- nefndar alþingis um skeið. Þjóðviljinn vottar fjölskyldu Karls og öörum aðstandend- um innilega samúö við andlát hans. „Vantraust” — heimsfrétt! ^Hin öfluga verðbólguþróun á ts- landi hefur smám saman orðið mikil ógnun við atvinnulif iands- ins. Efnahagsástandið hefur ekki batnað eftir þær þrjár gengisfell- ingar Islenzku krónunnar, sem komið hafa til framkvæmda i valdatið núverandi rikisstjórnar, segir stjórnarandstaðan”. Þessi tilvitnun hér að ofan er ekki úr Morgunblaðinu I gær, heldur úr fréttaskeyti frá norsku fréttastofunni NTB. Þess ber að geta að fréttamaður þeirrar stofnunar á tslandi er Sverrir Þórðarson — blaðamaöur Morgunblaðsins. Ef aðrir frétta- menn þessarar stofnunar eru jafnáreiðanlegir og heimildar- maður hennar á tslandi, er ekki von á miklu góðu. — En tilefni „fréttar” hans er tillaga stjórn- arandstöðunnar um vantraust á rikisstjórnina. — sjá 6. siðu. Sænski rauðakross-fulltrúinn Olof Stroh er nýkominn úr heim- sókn til Hanoi, og sagði hann i Genf I dag, að það sem Noröur- Vletnamar þörfnuðust fyrst og fremst væri húsnæði. Kringum ein miljón manna væri heimilis- laus i landinu eftir loftárásir Bandarikjamanna. Einnig væri A járnbraut á móti íhaldinu LONDON 7/3. — Verkfallsað- gerðir lömuöu I dag járnbraut- arsamgöngur I Suður-Eng- landi, en hvergi i heiminum er eins mikið álag á járnbrautum og þar. Þetta kom á óvart þvi verkfall hafði ekki veriö boðaö fyrr en aðfararnótt fimmtu- dags, en járnbrautarstarfs- menn höfðu ákveðið að fara sér hægt. Verkfall eimreiöastjóra á morgun er annað verkfall þeirra á einni viku. — Mat- reiðslufólk, þvottamenn og hreingerningakonur héldu áfram verkfalli sinu i brezk- um sjúkrahúsum I dag. Barnakennarar eru I tak- mörkuöum verkföllum i Lond- on. Allt stafar þetta af óánægju verkfólks meö launamála- pólitik ihaldsstjórnarinnar brezku.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.