Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.04.1973, Blaðsíða 6
(i SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. april 1973. UQÐVIUINN MALGAGN SÓSiALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 <5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. TRAUSTIR SKULU HORNSTEINAR Að tveim mánuðum liðnum er hálfnað það kjörtimabil alþingismanna, sem hófst að loknum kosningum i júni 1971. Núver- andi rikisstjórn var mynduð að þeim kosningum loknum, er meirihluti þjóðarinnar hafði á mjög afdráttarlausan hátt hafnað forsjá Sjálfstæðisflokksins og þess hækjuliðs er honum þjónaði. Sigurvegarar i alþingiskosningunum voru Alþýðubandalagið og Samtök frjáls- lyndra. Sú mikla hreyfing til vinstri, sem kom i ljós i alþingiskosningunum.var að allra dómi ekki hvað sizt unga fólkinu að þakka, sem á undanförnum árum hefur i æ rikara mæli hafnað forsjá stjórnmála- afla, er hafa einkagróðann að æðstu viðmiðun i stefnu og starfi. Það er and- staðan við pólitiska stefnu fyrri valdhafa á Islandi, þá stefnu er setti samvinnuna við erlent auðvald og hervald ofar þjóðlegum hagsmunum, — það er þessi andstaða, sem er rauði þráðurinn i allri pólitiskri hugsun meginþorra ungs fólks á íslandi i dag. Núverandi rikisstjórn á tilveru sina að þakka þessum straumum i islenzkum stjórnmálum og vilji menn spyrja, hvort stjórninni verði langra lifdaga auðið, — þá er svarið fyrst og fremst undir þvi komið, hvernig henni auðnast að halda með verkum sinum trausti þess fólks, sem færði henni völdin, og þá fyrst og fremst unga fólksins. Það er ekki ætlunin að tiunda að þessu sinni þau verk sem rikisstjórnin hefur þegar hrundið i framkvæmd á tæpum 2 árum. Þar hefur vissulega margt verið vel gert og sumt með ágætum, ekki sizt sé samanburður við margvislega eymd og niðurlægingu viðreisnaráranna hafður i huga. En hér skal minnt á það stórmál, sem er einn af hornsteinum þessa stjórnarsam- starfs, eins og það hefur verið orðað, — ákvæði stjórnarsáttmálans um brottför Bandaríkjahers af Keflavikurflugvelli á kjörtimabilinu. Mörgum hefur þótt dragast ærið lengi að hafizt væri handa i þvi máli og fyllum við þann flokk. Við drögum ekki i efa þá ætlun allra þeirra flokka, sem að rikisstjórninni standa, að hrinda þessu ákvæði i fram- kvæmd, eins og öðru sem um var samið og miklu varðar. En timinn liður. Samkvæmt herstöðva- samningnum frá 1951 eiga Bandarikja- menn kröfu á 6 mánaða umþóttunartima til formlegra viðræðna við islenzk stjórn- völd, áður en hægt er að segja samningn- um upp, og siðan að uppsögn lokinni kemur eins árs frestur til að framkvæma brottflutning herliðsins. Samtals eru þetta 18 mánuðir. Þjóðviljinn telur þvi brýna nauðsyn bera til, að hið allra fyrsta verði teknar upp þær formlegu viðræður við Bandarikja- stjórn, sem Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra undirbjó með vesturför sinni i vetur. Þar með færi 18 mánaða fresturinn að liða. Við minnum á að Alþýðubandalagið fékk við gerð stjórnarsáttmálans ekki framfylgt stefnu sinni varðandi samskipti við erlend herveldi, það er úrsögn úr NATO, heldur varð aðeins samkomulag um þann þátt, sem sameiginlegur var i stefnuyfirlýsingum allra núverandi stjórnarflokka, þ.e. brottför hersins. Þetta stefnuatriði er skýrt bæði i stjórnmála- yfirlýsingum flokkanna þriggja og i stjórnarsáttmálanum, og við það verður að standa eigi stjórnin að halda sæmd sinni. Við megum hafa vel i huga nýlegt for- dæmi Dana, sem nú nýverið hafa dregið verulega úr allri hervæðingu á danskri grund, þrátt fyrir hin ólmustu mótmæli herráðs Atlanzhafsbandalagsins og þeirra stjórnmálamanna þarlendra og erlendra, sem hengja sina pólitisku kænu aftan i striðsskipin frá Brussel og Pentagon. Gils Guðmimdsson: Reynt var að samræma friðunar- og hagnýtingarsjónarmið A kvöldfundi i noöri deild alþingis i fyrradag kom til 1. umræöu frumvarp rfkisstjórnar- innar til laga um veiöar meö botnvörpu, flotvóVpu og dragnót I fiskveiöilandhelginni. Viö birtum frumvarpiö og greinargcrö þess i blaðauka Þjóöviljans i gær. FrumvarpiÓ er samiö og lagt fram aö tilhlutan Fiskveiölaga- nefndar, en i henni eiga sæti 5 alþingismenn, einn úr hverjum flokki, þeir Gils Guömundsson, forinaöur nefndarinnar, Guö- laugur Gislason, Jón Armann lléðinsson, Karvel Pálmason og Steingrimur llermannsson. Nefndin var skipuö af sjávarút- vegsráöþerra i október 1971. Gils Guömundsson fylgdi'frum- varpinu úr hlaði. Hann sagði, að ástæðan fyrir þvi hve. seint frumvarpið kæmi fram væri sú, að nefndin hafi viljað leita eftir sem allra viðtækustu samkomu- lagi um hin margvislegu álita- mál, sem hér væri um að ræða. Rætt hafi verið við þingmanna- hópa hinna einstöku kjördæma og við fjölmarga aðila utan þingsins. Hagsmunir væru margvislegir en reynt hafi verið að samræma þá eftir þvi sem tök voru frekast á. Gils skýrði frá þvi, að áður en nefndarmenn gengu frá þvi frum- varpi, er þeir hafa nú lagt fram sameiginlega, hafi nefiidiii haldiö 55 skráða fundi auk almennra funda i öllum kjördæmum lands- ins. Nefndinni bárust 50 skrif- legar tillögur. sumar mjög ýtar- legar auk fjölmargra munnlegra tiliagna og ábendinga. Nefndin hefur leitazt við að samræma friöunarsjónarm iðið annars vegar og eðlileg hagnýtingar- sjónarmið liins vegar— af þessu tvennu mótast heildarstefna frumvarpsins, sagði Gils. 1 frumvarpinu eru veigamikii þingsjá þjóðviljans ákvæði um aukna vernd fiski- stofna. Þetta er óhjákvæmilegt vegna veikrar stöðu fiskistofn- anna og i landhelgisbaráttu okkar við aðrar þjóðir, er ein beittasta röksemd okkar sú, að við vcrðum sjálfir aö ráöa málum á fslenzka landgrunninu til aö koma i veg fyrir ofveiöi.— Kn þá veröum viö einnig aö þrengja nokkuð aö okkar eigin veiðiskipum. Meðalhófið i þessum efnum er vandratað, sagði Gils, en það vildurn við reyna að rata. Ýmsir segja sjálfsagt að átt hefði að friða meira, en aðrir telja um of þrengt að togbátum og togurum okkar. Þær reglur sem hafa verið i gildi siðustu ár um togveiðar is- lenzkra skipa i fiskveiðilandhelg- inni hafa verið flóknar og marg- brotnar og eftirlit þvi torvelt. Frumvarpiö stefnir m.a. að þvf aö aö einfalda mörkin og auð- velda þannig eftirlit landhelgis- gæzlunnar. Togskipunum er eins og áður skipt i 3 stærðarflokka. Fyrst koma skip upp i 105 tonn að stærð, og fá þau heimildir til að veiða næst landi. Annar flokkur er skip 106 — 350 tonn og svo stærstú skipin yfir 350 tonn. Varðandi togveiðiheimildir fyrir Norðurlandi, Austurlandi og stórum hlúta Vestúrlands er þó aðeins um tvískiptingu að ræða, þ.e. i skip minni eða stærri en 310 tonn. Gils sagði, að nefndarmenn hefðu að athuguðu máli, orðið sammála um að leggja til, að for- réttindum minni togbátanna væri haldið i verulegum mæli, enda ósýnt hvað við tæki hjá þeim, ef þeir nytu ekki slfkra réttinda lengur. Gils rakti siðan hvaða togveiði- heimildir frumvarpið gerir ráð fyrir að verði leyfðar islenzkum skipum á hinum ýmsu miðum, og visast i. þeim efnum til blaðáuka Þjóðviljans i gær með tilheyrandi korti. Varðandi Vestfirði minnti Gils sérstakiega' á- ákvæði 4. gr. þar sem segir: „Þar sem linuveiðar eru stundaðar i rikum mæli, er sjávariítvegsráðherra skylt að ákveða friðun fyrir botnvörpu á tilteknum svæðum og um til- tekinn tima, ef fram koma tilmæli um slikt frá heildarsamtökum sjómanna og útvegsmanna á við- komandi stöðum” Einnig gat Gils um heimild fyrir ráöherra til aö koma á skyndifriöun, þar sem þess þykir brýn þörf. Gils ræddi um nauðsyn þess, að Hafrannsóknarstofnunin gæti haldið uppi meira eftirliti með veiðum og könnunum á þvi, hvar nauðsyn byði að loka um stundar- sakir fyrir veiðar með litlum fyrirvara. Taldi hann mjög brýnt að slíku eftirliti væri komið á. Um sektarákvæðin sagði Gils, að frumvarpið gerði ráð fyrir þeirri meginbreytingu, að bátum yrði nú skipt i 5 stærðarflokka, hvað þetta snertir i stað 3ja áður. Gils lauk máli sinu með þvi, að láta i ljós von um að gott sam- komulag tækist um afgreiðslu málsins á alþingi, enda þótt málið væri viðkvæmt og veigamikið. Lýsti hann þvi yfir að fiskveiði- laganefndin væri reiðubúin að taka til athugunar allar hug- myndir og breytingatillögur, sem F’rh. á bls. 15 Gallar í íbúð í Breiðholti Umræður um, hvort ríkið skuli kanna íbúðirnar A fundi Sameinaðs þings i gær koni til umræöu þingsályktunar- tillaga þeirra Bjarna Guönasonar og Stefáns Valgeirssonar um rannsókn á ibúðum og sameign- uin i Breiðholti I. Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra. lagðist gegn tillögunni og taldi að alþingi ætti ekki að skipta sér að þessum mál- um. Viðkomandi aðilum bæri að snúa sér til dómstólanna. með kvartanir sinar. llannibal Valdimarsson rakti efni greinargerðar framkvæmda- nefndar um þessi mál. Kom fram, að eigendur ibúðanna hafa átt i útistöðum við hana allt frá 1969. Sagði Hannibal frá þvi, hvað nefndin hefði gert ti! að lagfæra ýmsa galla á ibúðunum. Á sumum þáttum viögerðanna hefði orðið alliangur dráttur og hefði hann stafað bæði af erfiðleikum við að fá ýmsa aðila til að upp- fylla ábyrgðarioforð sin (gler frá Sandsölunni) og af þvi, hve erfitt hefði verið að fá menn til að framkvæma lagfæringarnar. Bjarni Guðnason taldi það fráleitt, að félagsmálaráðherra liti aðeins á þetta mál frá sjónar- hóli Framkvæmdanefndarinnar. Þetta væri deilumál tveggja aðila og þingsályktunartillagan gerði einmitt ráð fyrir hlutlausu mati. Ekki vildi Bjarni samþykkja þá skoðun Hannibals, að þetta væri eingöngu mál eigendanna. Sagði hann, að það' væru gamaldags ihaldssjónarmið, að álita, að seljenda kæmu ekki við galíar á söluvörunni. Rikið hefði fjár- magnað þessar framkvæmdir að miklum hluta, og þvi gæti rikis- valdið alls ekki sagt, að menn skyldu bara fara lagaleiðina og höfða mái á hendur seljenda, ef þeir teldu, að þeim hefði verið seld gölluð vara. Að lokinni umræðu var til- lögunni visað til allsherjar- nefndar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.