Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 2

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fösiudagur 13. aprfl. 1973. — eða hvað? I Þjóðviljanum 28. marz birtist greinarstúfur eftir Adolf Petersen, sem ber yfir- skriftina „Leiörétting eða”. Astæðan eða tilefni þessa greinarstúfs er „leiðrétting” sem ég sendi og fékk birta i Þjóðviljanum fyrir skömmu varðandi visu, sem áður- nefndur greinarhöfundur flutti i útvarp þá nokkru áður, og tel ég aö hann hafi ekki fariö rétt meö og heldur ekki eignað réttum höfundi. Umrædd visa er hin alkunna visa: „Ofan gefur snjó á snjó o.s.frv.”, eftir Bólu-Hjálmar, sem fjöld- inn kannast við. Þjóðviljinn er þvi vinsamlega beðinn að ljá mér rúm fyrir þessi fáu orð. Um mislestur þann sem Adolf eignar mér get ég raunar verið fáorður. Það er að visu ekki gott að vera ekki talinn læs á jafngott mál og hér um ræöir, en Adolf hefur kannski ekki vitað fyrr, að til er nokkuð það sem heitir prentvilla og það er heldur ekki gott. En hann veit það þá núna, og það er vel. Ég verö að játa það að ég skil ekki Adolf þegar hann segir að ég hafi misheyrt. Eg fæ nefnilega ekki betur séð en að það sem ég hefi orðrétt eftir Adolf i minni „leiðráttingu” sé nákvæmlega eins og Adolf skrifar það sjálfur i sinni grein. Hitt þykir mér verra að mér skuli hafa skotizt yfir það að f|eira var ekki rétt meö farið i umræddri visu i um- ræddum útvarpsþætti en tii var tint. Adolf staðfestir einnig að ég fari rétt með nafn þess höfundar sem hann eignar visuna. Um ætt séra Stefáns Olafssonar hirði ég eigi. Heldur eigi hvort hann hefur ort „Björt mey og hrein” eða „Eg veiteina baugalinu”. Um þaö var ekki deilt og kemur þessu máli ekki við. Þó efast ég ekki um, að Adolf hafi lesið þetta rétt. Það sannar hins- vegar ekkert að séra Stefán hafi ort þessa visu eða hina. Það segja mér bækur að Bólu- Hjálmar sé fæddur árið 1796. Það segja mér einnig bækur, að hann hafi ort sina fyrstu visu á fjórða ári, þá liklega árið 1799. Kvæði séra Stefáns koma fyrst út áriö 1823, en það segir Adolf mér. Þegar þau koma út er Bólu-Hjálmar búinn að yrkja visur o.fl. i 23 ár eða þar yfir. Það er næsta fráleitt að hugsa sér að sá eða þeir, sem seinna tóku saman verk Bólu- Hjálmars og bjuggu til útgáfu hafi sett þar inn visu sem búið var að birta annars staðar og eigna öðrum hafi þeir ekki verið vissir um að Bólu - Hjálmar var höfundurinn. Með öðrum orðum: Þess munu dæmi að menn hafi dregið sér annarra sauði úr safni, en hitt er fátiðara að þeir hafi sótt sauði i annarra dilk nema þeir væru vissir um aö eiga hann. Adólf virðist vera undrandi á þvi, að um- rædd visa skuli vera i heildarútgáfu af verkum Bólu-Hjálmars. Ég er sam- mála Adolf um það, að Bólu- Hjálmar var allra manna óliklegastur til þess að eigna sér annarra manna visur og gera þær að sinum, enda vandséð að hann hefði átt betri kosta völ i annarra garði en sinum eigin i þeim efnum. 1 þvi felst einmitt svarið við þeirri spurningu sem Adolf beinir til min að lokum. Það Frh. á bls. ir> Getur fiskeldi orðið arðvænlegt ? Það er orðiö timabært fyrir okkur lslendinga að fara nú þegar að athuga og athuga vel hverja möguleika við höfum til þess að gera fiskeldi að arðvænlegum bú- skap hér á landi. Það þarf að setja lög um fisk- eldi og stofnlánafyrirgreiðslu fyrir þessa búgrein. 1 Noregi eru nú uppi lalsveröar ráðagerðir um aö hrinda af stað fiskeldi með- fram norsku ströndinni innan skerjagarösins og i fjörðum Noregs, þar sem svo hagar til að það teljist heppilegt. Þær fiski- tegundir sem mest er rætt um aö rækta, eða réttara sagt ala upp, eru lax og urriði. Þær tilraunir sem geröar hafa verið með eldi á þessum fisktegundum i Noregi eru sagðar hafa tekizt býsna vel, og hefur þaö ýtt undir miklar framtiðaráætlanir i þessu efni. Við landbúnaðarháskólann i Asi i Noregi eru þessi fiskeldismál nú mikið á dagskrá. Prófessor Har- ald Skjærvold, sem kennir þarna við háskólann, segir að i sam- bandi við hreint eldi á laxi, þá séu vandamálin að niutiu hundraðs- hlutum sama eðlis og við eldi annarra húsdýra, og telur hann að laxeldisbúskapur geti oröið arðvænlegur búskapur þar sem vel hagar til frá náttúrunnar hendi. Hann telur það enga fjar- stæðu að verði nú farið að skipu- leggja laxeldi i Noregi, sem bú- grein þá gæti ársframleiðsla á laxi og urriða veriö komin upp i 20 þús. tonn i kringum árið 1980 og 3000 fjölskyldur haft lifsframfæri af þessari búgrein. Ýmsir telja, þar á meðal sér- fræðingar i landbúnaöi, að fisk- eldi, hvort sem er i fersku vatni eða sjó, sé bezt komið i tengslum við landbúnaðinn, þar sem land- búnaðurinn i Noregi hafi nú þegar i sinni þjónustu menn með sér- þekkingu á þessu sviði. Þá telja þessir sömu menn að fiskeldi sé hliðstætt eldi annarra húsdýra og landbúnaðurinn ráði yfir svo miklu magni af úrvals hráefni, sem nota megi i fiskafóður og eigi stöðvar sem geti tekið þann til- búning að sér. Þegar þetta mál er nú svo mjög á dagskrá i Noregi, þá ætti að vera timabært fyrir okkur tslendinga að athuga sams konar möguleika hér. Juwel Stærsti trefjaplast- bátnr í V-Evrópu Þann 16. janúar s.l. var stærsti trefjaplastbátur, sem smiðaður hefur verið i Vestur-Evrópu, af- hentur eiganda af skipasmiðastöð i Bremerhaven i Þýzkalandi. Þetta er 104 tonna bátur með kútterslagi og 400 hestafla aðal- vél, smiðaður til togveiða i Noröursjó. Trefjaplast ryður sér nú mjög til rúms við smiði fiski- báta, svo og skemmtibáta. Þetta efni er nú viða orðið viðurkennt byggingarefni i báta af flokk- unarfélögum og talið að ýmsu leyti hagstæðara heldur en bæði járn og tré, sérstaklega hvaö öllu viðhaldi viðkemur. Þá eru bátar úr trefjaplasti sagðir ódýrari i byggingu heldur en bátar úr tré eða stáli. Þessi þýzki trefjaplastbátur, sem hlaut nafnið „Juwel”, er smiðaður til Norðursjávarveiða og er i styrleikaflokki G.1. + 100 A 4 M C. Vorgotsíldin við sænsku ströndina — og kenning Finns Devolds fiskifrœðings Nú á þessum vetri hefur full- vaxin sild gengið upp að vestur- strönd Sviþjóðar og þar inn á vik- ur og firöi. Sviar telja þetta vera Norðursiávarsild. sem fari aftur út i Norðursjóinn eftir hrygningu. Sænskir fiskimenn fóru aö veröa varir við sild við vesturströnd Sviþjóðar i byrjun þessa árs, óg i febrúarmánuöi var þarna um talsverða veiði hjá reknetabátum að ræða, sem reyndu veiðar. Mestur afli fékkst við skerjagarð- innnokkurnveg noröur frá Gauta- borg, svo og vestur af Korneyjun- um. Sjómenn segja þetta vera vorgotssild, sem þarna hafi hrygnt i febrúar og i marzmán- uði. Þá hefur einnig orðið sildar vart i flotvffrpu inni i Eystrasalti i febrúarmánuði, og fengu sumir bátar upp i 1000 kassa af sild eftir tveggja sólarhringa útiveru. Þetta er sögð fullvaxin sild sem þarna hefur fengizt. Hins vegar hafa sjómenn frá Borgundarhólmi veitt sild inni i Eystrasalti sem ekki er sögð eins stór. Þegar blöð flytja fregnir af hrygnandi sild við sænsku strönd- ina, þá rifjast upp fyrir manni sú kenning sem norski fiskifræðing- urinn Finn Devold hefur haldið fram og segist þar styðjast við sildarsögu Noregs, að með nokk- urn veginn eitt hundrað ára milli- bili, þá hverfi norska stórsildin algjörlega frá hinum hefðbundnu hrygningarstöövum við norsku ströndina, en siðar komi hún að norður-Noregi i einhverjum mæli, til að hrygna. En sú kenning De- volds sem mestri mótspyrnu hef- ur mætt meðal sænskra fiskifræð- inga, er á þann veg, að stórsildin komi upp aö sænsku ströndinni og hrygni þar á timabili i miklum mæli. Það er þvi ekkert undarlegt þó blöð á Norðurlöndum hafi nú að undanförnu rifjað upp þessa kenningu Devolds, þegar oröið hefur vart við hrygnandi sild i nokkrum mæli, bæði viö vestur- strönd Sviþjóðar, svo og við austurströnd Suður-Sviþjóðar inni i Eystrasalti. Finn Devold, sem nú er kominn á eftirlaun, en var um fjölda ára einn allra þekktasti fiskifræðingur Norð- manna, hefur aldrei fallið frá þessum staðhæfingum sinum, sem hann telur vera réttar. Að hans áliti er hvarf norska stór- fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld^ sildarstofnsins frá norsku strönd- inni ekki vegna ofveiði, nema þá að nokkrum hluta. Heldur telur hann aðalorsökina vera breytingu á hafstraumum sem verði nokk- urn veginn reglubundið með hundrað ára millibili. Það mundi margur fagna þvi, ef þessi sildar- kenning Devolds yrði að veru- leika. Horn Guðmundar- pyttur í eða Emilsdíki Alþýðublaðið stynur stóran af feginleik á þriðjudaginn. Þvert yfir forsiðu þess, i ' tveimur linum með umfram- stóru letri. standa þessi þrjú orð: Herinn fer hvergi! — I þetta vantar ekkert af hug Alþýðuflokksmannsins, þvi feginleikinn vegna þessarar falsvonar lýsir sér i þvi, að letur fyrirsagnarinnar var stækkað um 300% til að koma boðskapnum á framfæri. Vissuna fær Alþýðublaðið vegna fregnar um, að nú sé blessaður verndarherinn farinn að taka til hendinni við byggingu sundlaugar á vellin- um, svo óþrif þjái ekki lengur litlu englakroppa verndar- anna. Sá hluti fréttar Alþýðu- blaðsins mun aö visu vera réttur, og er sannarlega vert að fagna þvi, að Alþýðublaðið birti frétt á forsiðu sem talizt getur að stofni til rétt. Alþýðublaðið getur þess réttilega i frétt sinni, að áhugi verndaranna fyrir böðum og sundi hafi vaknað á valdatið Waymouths aðmiráls á vell- inum og leyfið til laugarbygg- ingarinnar veitt i stjórnartið hans þar syðra. Aðmiráll þessi var yfirmaður i herstöðinni i Miðnesi frá 1. júli 1965 til 1. júli 1967. A þessum tima bjuggu lslendingar við viðreisnar- stjórn. Timabil af þeim stjórnarferli var utanrikisráð- herra maður, frægur að endemum, skirður Guðmund- ur ívarsson og er Guðmunds- son. Sá var krati að atvinnu. Hraktist hann úr embætti utanrikisráðherra vegna skröknáttúru sinnar, en af embætti lét hann formlega 22. september 1965. Hans siðasta embættisverk var að veita Guðmundi Ivarssyni Guðmundssyni sendiherra- stöðu i Lundúnum, daginn áður en sá hinn sami lét af em- bætti utanrikisráðherra. Þá var orðinn aðmiráll i Miðnes- heiði Waymouth Kani. Annar maður tók við af Guðmundi þessum, en hann vareinnig krati að atvinnu. Sá hét Emil Jónsson, og gegndi hann störfum sem utanrikis- ráðherra þar til viðreisnin gaf upp öndina á sumarmánuðum 1971. Þá var einnig aðmiráll i Miðnesheiði sem Waymouth hét. Leyfi það sem marg- umræddur aðmiráll fékk þvi til sundlaugarbyggingar var þvi veitt af flokksbroddum Alþýðuflokksins, sem með þvi vildu undirstrika þann vilja sinn, að á tslandi yrði alla tið her til verndar borgaralegum hagsmunum og eignarrétti. En eru slikar heimildir, veittar i tið fyrri rikisstjórna, bindandi fyrir þá sem siðar taka við völdum? Um slikt er deilt, þótt það sé skoðun undirritaðs, að brjóti veitt heimild til eins eða annars i bága við yfirlýsta stefnu rikjandi stjórnvalda, beri að afturkalla slikar heimildir. Þar af leiðandi bæri að afturkalla heimild til sund- p ol 1 a b y g g i n g a r fyrir Amerikana. En það bera þvi miður ekki allir jafn litla virðingu fyrir gjörðum annarra og undir- ritaður. Þvi er það, að þeir sem þannig er ástatt um, bera einfaldlega þvi við, að þótt svo eigi að endurskoða hervarnar- samninginn með það fyrir augum að segja honum upp og visa hernum úr landi, beri að vinna eftir þeim samningi og þvi samkomulagi sem i gildi er á hverjum tima. Og þvi miður er háðungar- samningurinn um „varnir” Islands við Bandarikin ennþá i gildi. Þvi miður fyrir krata og Alþýðublaðsmenn styttist mjög i þá stund, að þeim háðungarsamningi með þvi klámlega yfirbragði, sem löngum hefur einkennt stjórnmálaafskipti Alþýðu- flokksmanna, verið sagt upp. Þá verða hvorki byggðir sund- pollar né ibúðarhús fyrir Amerikumenn. Og þá mun væntanlega minnka fyrirsagnaletrið i Alþýðublaðinu, og uppteknir rammar sorgarinnar. En vel á minnzt, Mætti ekki laugarkornið heita Guðmundarpyttur I eða Emilsdiki, þarsem vitað er, að hvorki verður úr fugl né fiskur? — ú þ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.