Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 3

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 3
LOKSINS Loksins er nú hafizt handa um að koma upp umferðarljósum á horni Hringbrautar og Njarðargötu, en af fróðum mönnum er talið að sllkt myndi draga það mikið úr hraðanum á Hringbrautinni að slysum á svæðinu vestan gamla Kennaraskólans myndi fækka stórlega. 40 þúsund hafa séð Kjarvalssýninguna Fjörutiu þúsund manns hafa nú séð hina miklu Kjarvalssýningu i nýja myndlistarhúsinu á Mikia- túni. Sýningunni lýkur á sunnu- dag og verður hún ekki fram- lengd. 1 dag verður sýningin opin frá 4 til 10 en á morgun og á sunnudag frá kl. 2 tii 10. Aðgang- ur er ókeypis. Eins og lesendur blaða sjá dag- lega er mikill ruglingur á nafni hússins, og finnst flestum sjálf- sagt að kenna hið nýja og glæsi- lega hús við Kjarval, kalla það Kjarvalsstaði, Kjarvalssafnið eða Kjarvalshús. Enda þótt eitt- hvert annað hús hafi og sé nefnt eftir listamanninum, þá vill al- menningur áreiðanlega að þetta veglega myndlistarhús verði tengt nafni Kjarvals og það verð- ur það reyndar hér eftir i munni almennings. sj Tónkórmn 1 söng för til Akureyrar Tónkórinn sem er blandaður kór á Fljótsdalshéraði hyggst fara I söngför til Akureyrar á pálmasunnudag næstkomandi. Sungið verður i Akureyrarkirkju kiukkan 17. A efnisskránni eru is- lenzk og erlend þjóðlög og fleira. Einsöng syngur frú Anna Kára- dóttir. Tónkórinn var stofnaður haust- ið 1971 og hóf þá æfingar. Sina fyrstu söngskemmtun hélt hann seinnihluta aprilmánaðar 1972 i félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstoðum en söng auk þess á Fáskrúðsfirði og Borgarfirði eystra þá um vorið. 1 haust hóf kórinn æfingar i október og söng á kabarett sem Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs efndi til á annan jóladag. Frá áramótum hefur verið unnið að þeirri efnisskrá, sem kórinn er nú með. Ætlunin er að syngja i Vala- skjálf á annan páskadag og þá fljótlega eins viða á Austurlandi og ástæður leyfa. Stjórnandi Tón- kórsins er Magnús Magnússon. Kórfélagar eru 42. Mikið um að vera hjá dýravinum DAGUR DÝRANNA Á SUNNUDAGINN Dýraverndunarsam- bandið gengst fyrir því að halda svonefndan Dag dýr- anna n.k. sunnudag, en það er i fyrsta sinn sem slikt er gert hérlendis. Mikið verður um að vera hjá dýravinum: dýrasýn- ing yfir daginn og hátiðar- og skemmtidagskrá um kvöldið. Dýrasýningin hefst klukkan 2 eftir hádegi við Fáksheimilið. Sýndar verða geitur, kiðlingar, kaninur og dverghænsni meðal annars. Fáksfélagar bjóða þeim börnum sem þess óska að skreppa á hestbak, og geta þeir sem vilja jafnframt fengið að láta smella af sér ljósmynd i vigalegum stellingum á hestbaki. 1 Félagsheimili Fáks, selja Fáks- konur kaffi og kökur meðan dýra- sýningin stendur. Um kvöldið verður svo hátið eða skemmtun i Austurbæjarbiói, og hefst hún klukkan 9. Heiðurs- gestir verða forsetahjónin. 1 Austurbæjarbiói koma fram þau Guðrún A. Simonar og Föstudagur 13. áprll. 1973.Í ÞJ6ÐVILJINN —■ StÐA 3 Þjóðviljinn birtir áskorun og mótmœli 18 islenzkra skipstjóra vegna yfirgangs Breta og V-Þjóðverja á miðunum við Island - Stílað til rikisstjórnar Islands: Gæzlan láti meira að sér kveða „Til rikisstjórnar Islands. Við undirritaðir togaraskip- stjórar, staddir á miðunum út af Sv-landi, viljum lýsa yfir megnustu óánægju okkar yfir þvi, hvernig á málum er hald- ið, hvað áhrærir vörzlu hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Vildum við skora á rikisstjórnina að hún hlutist til um að land- helgin verði varin af meiri hörku en gert hefur verið hing- að til. Það er kunnara en frá þurfi að segja að brezkir og þýzkir togarar hafa stundað veiðar sinar innan hinnar nýju fiskveiðimarka á hverjum tima, eins og þeim hefur bezt þótt henta hverju sinni og hag- að veiðiskap sinum eins og 50 milna útfærslan hafi aldrei átt sér stað. Þvi er ekki til að dreifa að brezkir og þýzkir togarar hafi haldið sig eingöngu i hópum innan hinnar nýju fiskveiði- lögsögu. Þeir hafa sézt til og frá, eitt og eitt skip i leit að fiski og að veiðum, eins og þeir gerðu áður en útfærslan átti sér stað. Brezk og þýzk eftir- litsskip ásamt togurunum hafa þverbrotið alþjóða sigl- ingareglur, gerðar hafa veriö tilraunir til ásiglinga og alls- konar dólgshætti haldið uppi af þeirra hálfu, svo sem þegar dráttarbáturinn Statesman hélt uppi gróflegum tilburðum við b/v Þorkel Mána á sunnu- daginn var. Við þetta verður ekki unað og kallar þetta á öruggari gæzlu varðskipa. Að okkar dómi er það ekki nóg að varðskipin renni yfir fiskislóðina, þar sem brezkir og þýzkir togarar eru að hrella islenzk veiðiskip; klippa aftan úr einu eða fleiri skipum og stima siðan i burtu. Þvi þegar varðskipin eru far- in, þá hefst eftirleikurinn. Það er vitað mál að gagnslaust er að klippa á vira veiðiþjófanna i eitt einasta skipti, þar sem sá sem klipptur hefur verið þarf aðeins að liggja nokkrar klukkustundir meðan verið er að slá undir nýju veiðarfæri, og getur svo hafið veiðarnar á ný óáreittur á sömu slóðum svo sem dæmi eru fyrir. Ensk- ur togari,sem klippt var aftan úr i Grindavikurdýpi s.l. sunnudag, lá aðeins i nokkrar klukkustundir við að slá undir nýjum veiðarfærum, siðan hefur hann stundað veiðar óáreittur með flotanum. Okk- ur hefur skilizt á varðskips- mönnum að þeir hafi tak- markað vald til að beita sér gagnvart veiðiþjófunum. Telj- um við að það vald þyrfti að auka, þó fyrr hefði verið, og hvetjum til róttækari aðgerða. Einnig vildum við benda á að tiltækir væru menn I landi til að leysa varðskipsmenn af hólmi i frium þeirra, svo skip- in þurfi ekki að tefjast i höfn af þeim sökum, þar sem yfir- drifin verkefni eru fyrir hendi á miðunum, ef vel á að vera að staðið. Nú i dag hafa brezkir og þýzkir togarar streymt á veiðisvæðin við Suðvestur- land. Oskum við eindregið eftir þvi að þessum skipum verði stuggað út fyrir fisk- veiðilögsöguna og öllum til- tækum ráðum beitt i þeim efn- um. Svo islenzk skip geti stundað veiðar sinar óáreitt. Okkur stendur ógn af þvi þegar vorgangan kemur út aT Vestfjörðum; þar hafa á annað^ hundrað brezkir og þýzkir tog- arar stundað veiðar sinar undanfarin ár, svo og við Norður- og Austurland, og gera það að sjálfsögðu á kom- andi voru, ef sama linkind verður á höfð og hingað til hef- ur verið sýnd i vörzlu hinnar nýju fiskvéiðilögsögu. Það kom berlega i ljós á dögunum hversu gjörsamlega þeir hunza viðleitni okkar til að verja landhelgina þegar floti þýzkra og brezkra togara fór inn i hólfið á Selvogs- banka, þar sem öll veiði er bönnuð,og mokfiskuðu þar. Að okkar dómi er vart hægt að sýna íslendingum meiri ruddaskap og litilsvirðingu. Af marggefnu tilefni viljum við alvarlega itreka það að gæzl- an láti meira að sér kveða en hingað tii hefur verið og öllum veiðiþjófum stuggað með rót- tækum aðgerðum út úr hinni nýju fiskveiðilögsögu Isiend- inga. Skipstjóri á b/v Hólmatindi. Skipstjóri á b/v Mai. Skipstjóri á b/v Vestmanney. Skipstjóri á b/v Oranusi. Skipstjóri á b/v Freyju. Skipstjóri á b/v Harðbak. Skipstjóri á b/v Víking. Skipstjóri á b/v Karlsefni. Skipstjóri á b/v ögra. Skipstjóri á b/v Dagný. Skipstjóriá b/v Þorkeii Mána. Skipstjóri á b/v Júliusi Geir- mundssyni. Skipstjóri á b/v Guðbjarti. Skipstjóri á b/v Kofra. Skipstjóri á b/v Svalbaki. Skipstjóri á b/v Hjörleifi. Skipstjóri á b/v Sólbaki. Skipstjóri á b/v Narfa. Guörún A. Simonar Halldór Laxness Halldór Laxness, og auk þeirra trióið Litið eitt og Einsöngvara- kórinn. Litkvikmynd verður sýnd og fjallar hún um samskipti manna og dýra. Kynnir verður Pétur Pétursson útvarpsþulur. Þá um kvöldið gerir Dýra- verndunarsambandið einnig brezka dýravininn Mark Watson að heiðursfélaga en það er fyrsta heiðursfélagagjörning þess fé- lagsskapar. Mark Watson hefur nýverið gefið Dýraverndunar- sambandinu dýrasjúkrahús, sem kemur til landsins innan tiðar, en fjármálaráöuneytið hefur nýver- ið tilkynnt að rikissjóður muni gefa eftir tolla og aðflutnings- gjöld þessarar einstæðu gjafar Watsons. Aðgangseyrir er enginn að dýrasýningunni við Fáksheimilið, úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.