Þjóðviljinn - 13.04.1973, Síða 5
Fösiudagur 13. aprll. 1973. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
Þröstur Olafsson, hagfrœðingur:
Gj aldeyriskreppan
Þaö alþjóðlega gjaldeyriskerfi,
sem Bandarikin og bandamenn
þeirra komu á fót árið 1944 byggð-
ist á notkun gulls eða pappirsdoll-
ara jafngildra gulli, sem alþjóð-
legum gjaldeyrisvarasjóði, þ.e.
sú eining, sem notuð var við end-
anleg uppgjör viðskiptajafnaða
og alþjóðlegra f jármagnstil-
færslna. Þetta kerfi gekk vel
fram undir 1960, en þá fóru pen-
ingajöfrar og seðlabankastj.
Evrópu að taka eftir þvi, að efna-
hagsl. styrkleiki Bandarikjavar
ekki svo mikill sem skyldi og 35
bandarikjadollarar jafngiltu i
reynd ekki einni únsu gulls, sem
var opinbert gengi hans. Siðan
hefur bandariska heimsveldinu
sifellt hrakað. Reynt hefur verið
að tjasla þetta gjaldeyriskerfi —
sem byggir á heimsveldisstöðu
Bandarikjanna — með alls konar
uppálöppunum s.s. hinum sér-
stöku dráttarréttindum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, en án árang-
urs. Nú er i tvigang búið að fella
gengi dollarans, og þegar þetta er
skrifað jafngilda 42,22 dollarar
einni únsu gulls. Orsakir krepp-
unnar eru þvi fyrst og fremst
hnignun bandariska heimsveldis-
ins samfara taumlausum fjár-
austri bandariska rikisins til
striðsrekstrar i Vietnam ásamt
miklu mútufé til leppstjórna viðs-
vegar um heim, sem ýtti undir
verðbólgu i öllum vestrænum
löndum. En hún á einnig rætur
sinar að rekja til hins félagslega
valds, sem peningar hafa, sem
þeir fá vegna þess aö þeir grund-
vallast á mannlegri vinnu.
Innan marka sjálfstæðra rikja
er það hinn opinberi gjaldmiðill,
sem hefur þessa eiginleika
(blætiseðli), en á heimsmarkaðn-
um — sem hefur enga sjálfstæða
heimsstjórn — er það aðeins
efnisleg vara sem er afurð mann-
legrar vinnu, sem getur uppfyllt
hlutverk peninganna. Sérhvert
þjóðriki getur neitað móttöku
gjaldmiðils annarrar þjóðar, og
ef hún tekur við honum getur
hann fallið i gildi i verðbólgu.
I hinum rikislausa kapitaliska
heimsmarkaði er ekkert, sem
getur komið i staðinn fyrir gull,
nema einhver þjóðlegur gjald-
miðill, sem allir viðurkenna jafn-
gildan gulli. Slikur gjaldmiðill er
ekki til nú sem stendur. Heims-
veldishroki Bandarikjanna, um-
söðlun valdsins og alþjóðleg verð-
bólga sáu fyrir þvi.
Alþjóðlegir striðsgróðamenn,
braskarar og bandariskir auð-
hringar höfðu náð undir sig miklu
magni af eyðsludollurum. Talið
var að nokkur hundruð miljóna
dala væru þannig á flækingi milli
fjármálastofnana EvróDU i.leit að
betra æti, en mögrum vöxtum.
Safnhús Skagfirðinga á Sauðárkróki. Bókasafnið er á 2. hæð.
256 almenningsbóka-
söfn eru á landinu
Að þvi er segir i Bókasafnstið-
indum, sem gefin eru út af bóka-
fulltrúa ríkisins, eru nú starfandi
256 almenningsbókasöfn i land-
inu. Skiptast þau þannig að 31 er
bæjar- og héraðsbókasöfn, 45 eru
sjúkrahúsa-, hæla og skóiabóka-
söfn og um 180 sveitabókasöfn og
lestrarfölög.
Otlán úr almenningsbókasöfn-
um hafa stórum aukizt á siðustu
árum eða allt til ársins 1972. Hef-
ur mest aukning útlána orðið i
Reykjavik, og munar þar mestu
um fjölgun útibúa frá Borgar-
bókasafninu og bókabilanna.
Sama er uppi á teningnum með
útlánaaukningu á þeim stöðum
sem útlánaaðstaðan hefur verið
bætt, eða ný safnhús tekin i notk-
un.
Otlánuð á árinu 1970 voru um
ein og hálf miljón bindi, en bóka-
eign allra almenningsbókasafn-
anna mun vera um 900.000 bindi.
—úþ
Tamningastöð rekin
á Fljótsdalshéraði
Hestamannafélagiö Freyfaxi á
Fljótsdalshéraði rekur i vetur
tamningastöð. Tamningunum er
skipt niður i tvö sjö vikna timabil
og eru 25 hross i hvoru. Tamn-
ingamaður er Ragnar Hinriksson
úr Reykjavík og honum til aðstoð-
ar Sævar Pálsson frá Möðrudal.
Ragnar hefur fengizt við tamn-
ingu hrossa viða um land og einn-
ig i Danmörku, þar sem hann
tamdi islenzk hross hjá dönskum
hrossakaupmanni.
Freyfaxamenn hafa unnið að
miklum endurbótum á mótssvæð-
inu við Iðavelli, m.a. sáð i um 10
ha. lands og eru að byggja þar
hús, 9x12 m.
Félagsmenn leggja fram alla
vinnu án endurgjalds.
Fjórðungsmótið, 27.-29. júli,
verður það fjórða i röðinni, sem
haldið er á Iðavöllum og hafa öll
verið haldin i umsjá Freyfaxa.
A siðasta móti voru sett tvö ís-
landsmet, i 800 m stökki Þytur
Sveins K. Sveinssonar Reykjavik
og i 800 metra brokki Þytur Þor-
kels St. Ellertssonar Eiðum.
Siðastliðið haust var starfræktur
reiðskóli á vegum félagsins og
sóttu hann um 50 manns, mest
unglingar.
Stjórn Freyfaxa skipa: Ingi-
mar Sveinsson, formaður, Gunn-
ar Egilsson, Guðmundur Þor-
leifsson, Jón Bergsson og Þorkell
St. Ellertsson. —S.A.
Bandariskir auðhringar tóku siö-
an af skarið, eftir að samkeppnis-
aðstaða þeirra hafði versnað og
felldu gengi dollarans án þess að
tapa sjálfir, og stórbættu með þvi
alþjóðlega samkeppnisaðstöðu
sina á kostnað þjóðbanka Evrópu.
En litum i eigin barm. Hvernig
stóð á þvi, að þetta gjaldeyrishaf-
rót barst svo fljótt að ströndum
Islands? í siðasta striði lentum
við á áhrifasvæði Bandarikjanna,
og viðskipti okkar við þau marg-
földuðust á skömmum tima. Arið
1950 fer 13,2% heildarútflutn-
ings landsins til Bandarikjanna.
Tiu árum seinna er hlutfallið enn
svipað, en 1971 fara 36,7% heild-
arútflutningsins til Bandarikj-
anna. Innkaup okkar frá Banda-
rikjunum eru mun minni og lækk-
uðu hlutfallslega á sama timabili.
Með þvi að selja i siauknum
mæli til Bandarikjanna en kaupa
inn i Evrópu, græddum við á
rangskráningu dollarans og eig-
um þvi hluta af velferð okkar að
þakka heimsveldisstöðu Banda-
rikjanna.
Vegna þessara nánu viðskipta-
tenglsa hafa Islendingar hagnazt
á arðráni Bandarikjanna i þróun-
ariöndunum svokölluðu. Við höf-
um lifað eins og snikjudýr á r.án-
dýri og unað hlut okkar bærilega.
Það er fyrst nú, að við finnum af-
leiðingar þessarar magaástar
okkar til Bandarikjanna.
Eins og að framan getur jókst
útflutningur okkar til Bandarikj-
anna mjög verulega á viðreisnar-
árunum eða úr 14,1% heildarút-
flutning 1960 i 36,7% 1971. A sama
tima drógst hlutfallslega saman
útflutningur okkar til annarra
viðskiptalanda. Gengishækkun
gjaldmiðla Evrópu samfara
gengislækkun dollarans þýöir, að
við þurfum alltaf fleiri og fleiri
dollara til að geta keypt sama
vörumagn og áður, m.ö.o. við-
skiptakjör okkar versna að öðru
óbreyttu. Það er þvi ekkert
undarlegt þótt vörur frá Evrópu
hækki stórlega i verði i kjölfar
gjaldeyriskreppunnar. Við flytj-
um inn hluta verðbólgunnar.
Gengisfellingarnar tvær, sem
gerðar voru i kjölfar þessara
sviptibylja hins alþjóðlega fjár-
magns, höfðu þann tilgang að
vega upp á móti versnandi við-
skiptakjörum landsins, þ.e. að
tryggja útflytjendum sama
krónufjölda fyrir kilóið af fiskin-
um eftir gengisfellingu dollarans
eins og áður, þvi það er krónu-
fjöldinn, sem skiptir þá máli —
ekki dollarar.
Hefði gengi islenzku krónunn-
ar verið óbreytt, fengi islenzkur
seljandi færri krónur fyrir út-
flutning sinn en áður, ef verðið er-
lendis er óbreytt. Hækki hins veg-
ar verðið erlendis til jafns við
gengisfellinguna, má láta gengi
krónunnar vera óbreytt.
Islenzku fiskurinn á Banda-
rikjamarkaði mun hins vegar
hafa hækkað um ca 10% fljótlega
eftir gengisfellingu dollarans,
þannig að samkvæmt þvi hefði
ekki þurft að láta krónuna fylgja
dollaranum. Ef kilóið af fiski selst
nú þar ytra fyrir einn dollar gefur
það islenzka útflytjandanum lið-
lega 97 krónur. Fyrir gengisfell-
ingu dollarans seldist það á 90
sent sem samsvaraði um 87 krón-
um.
Hefði gengi islenzku krónunnar
hins vegar verið óbreytt, fengi is-
lenzki útflytjandinn einn dollara
fyrir fiskkilóiö sem jafngilti ekki
nema 87 krónum.Ef nú aflahorfur
og verðlagsþróun innanlands
væru hagstæð, hefði engin þörf
verið á þvi að láta krónuna fylgja
dollaranum, það heföi bara þýtt
aukinn gróða fyrir útgeröina. Þar
sem hins vegar bæði 1. marz og 1.
júni voru bersýnilegar miklar
kauphækkanir, og þar með veru-
leg hækkun á framleiðslukostn-
aði, var gengislækkun islenzku
krónunnar réttlætt með þvi. Stöð-
ugt verðlag innanlands er þannig
ein af forsendum fyrir stööugu
gengi, þótt það sé engin trygging
fyrir þvi.
Hver framtiðarþróun þessara
mála verður er erfitt að spá.
Þróunin virðist þó vera sú að
það myndist nokkur afmörkuð
gjaldeyrissvæði i auðvaldslönd-
unum, þar sem reynt verður að
stjórna gjaldeyrismálum sam-
eiginlega, en stjórnleysi þeirra
mála er einn veikasti hlekkurinn i
hinu kapitaliska efnahagskerfi,
vegna skorts á alþjóölegum
gjaldmiðli.
Verði þróunin á þann veg, að
Bandarikin gripi til æ meiri
verndunarráðstafana þá eru það
fyrst og fremst smælingjarnir
meðal þjóðanna, sem fá aö kenna
á þvi. Gengisfelling doliarans
hefur átakanleg áhrif á útflutning
þriðja heimsins til Bandarikj-
anna og þeim mun meiri sem út-
flutningur er stærri hluti af þjóð-
artekjum eins lands. Bandarisk-
Þröstur ólafsson.
SEINNI HLUTI
an almenning skiptir þetta ekki
meginmáli þvi útflutningur nam
aðeins 4% af þjóðartekjum þeirra
1971, meðan sama hlutfall nam
41% i Belgiu og um 50% hér. Út-
flutningur er þvi forsenda vel-
megunar litilla þjóða með litla
heimamarkaði, en er nánast
aukaatriði fyrir stærri þjóðir með
stóra heimamarkaði.
Þröstur Óiafsson
ALLT TIL
FERMINGARGJAFA
★ Kastle-skíöi
★ Dachstein-skíðaskór
★ Marker-öryggisbindingar
★ Skíðastafir
★ Skíðaúlpur
★ Svefnpokar, bakpokar, vindsængur
og tjöld
★ V-þýzk fjölskylduhjól með gírum
★ Veiðistangir, veiðihjól
Páskaegg í úrvali.
Munið viðskiptakortin í matvörudeild.
SKEIFUNNl 15
OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD
Imnkiim er tmkhjarl
BÚNAÐARBANKINN