Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 6

Þjóðviljinn - 13.04.1973, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. apríl. 1973. UOBVIUINN MALGAGN SÓSiALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS tJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsin gast jóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 <5 iinur). Askriftarverö kr. 300.00 ó mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. PRÓFDÆMI Enn er málflutningur ihaldsblaðanna og dr. Gylfa með þeim hætti, að ætla mætti, að þeir teldu sig sjálfkjörna til að frelsa þjóðina undan verðbólgudraugnum. Vissulega er verðbólgan enn mikil á íslandi, en illa ferst þeim, sem i glerhúsi búajað kasta steinum að núverandi rikis- stjórn af þeim ástæðum. Fyrir nokkrum dögum skýrðum við frá þvi hér i Þjóðviljanum, að erlent verðlag á þeim neyzluvörum, sem við flytjum til landsins,hafi hækkað um 9% á siðasta ári miðað við ársmeðaltal næsta árs á undan. Á sama tima hækkaði framfærslu- kostnaður hér á íslandi samkvæmt fram- færsluvisitölu um 10,4%. Flestum mun vera ljóst, að erlendar verðhækkanir eru ekki af völdum islenzkra stjórnvalda, en hafa hins vegar mjög veruleg áhrif á almennt verðlag hér, — ekki sizt vegna þess, að fá ef nokkur riki i heiminum eru jafn háð innflutningi á neyzluvörum og við. Við bentum þvi stjórnarandstæðingum á það, að ef þeir vildu i alvöru upplýsa lesendur blaða sinna um frammistöðu nú- verandi og fyrrverandi rikisstjórnar i glimunni við þá þætti dýrtiðarinnar sem eiga sér innlendar orsakir, — þá væri fátt hyggilegra en bera saman hækkun erlends verðs innfluttrar vöru annars vegar og dýrtiðarvöxtinn hér hins vegar. 1 stað þess að verða við þessari eðlilegu áskorun okkar er haldið áfram i svipuðum dúr og áður án tillits til staðreynda. Við höfum þvi ekki séð okkur annað fært en taka ómakið af málgögnum Jóhanns Hafstein og Gylfa og birtum þennan samanburð á forsiðu Þjóðviljans i dag, samkvæmt upplýsingum frá Hag- rannsóknardeild og Hagstofu íslands. Þessi afrekaskrá sýnir að sé tekinn fyrrihluti viðreisnartimans, hækkaði erlenda verðið um 1% á ári, en dýrtiðin á Islandi um 11%. Þetta gildir um árin 1960-1965. Sé hins vegar litið á siðari hluta þeirra ára, sem dr. Gylfi var viðskipta- málaráðherra , skiptast á ár tveggja kosningaverðstöðvana, með nokkrum sýnilegum dýrtiðarvexti þó, umfram erlendar verðhækkanir, og svo hin árin, og þau eru svo sannarlega fleiri, þar sem verðbólgan tekur risastökk. Metárið var 1969, þegar framfræslu- kostnaður hækkaði um 21,7% frá árinu á undan sé miðað við ársmeðaltöl, enda þótt erlent verðlag innfluttrar vöru færi lækkandi. Alþýðublaðið segir Þjóðviljann beita „reikningskonst” i þessum efnum, en slikar nafngiftir stoða litt. Tölurnar tala sinu máli, og hver skynbær maður getur dregið sinar ályktanir af þeim. En auðvitað þarf að hafa fleira i huga til að meta verðbólguvandamálin en þennan samanburð einan. Skyldi t.d. þurfa nokkrar tölur til þess, að allt venjulegt fólk átti sig á þvi, að auðveldara ætti að vera að halda i hófi hækkun framfærslu- kostnaðar i krónum talið, þegar kaup- máttur vinnulauna er rýrður, eins og við- reisnarstjórnin stóð fyrir hvað eftir annað, eða hins vegar, þegar kaupmáttur tekna vex um 20-30% á tæpum 2 árum eins og nú hefur gerzt. Við slikar aðstæður hlaut auðvitað allnokkuð af verðhækkunum að brjótast út, umfram það, sem beint leiddi af hækkunum erlendis. Hér hækkaði sem sagt framfærsluvisi- talan að verðstöðvun lokinni á árinu 1972 um 10,4% meðan erlent verð á innfiuttum neyzluvörum hækkaði um 9% og á vörum almennt 7,5%. En að lokinni hinni fyrri kosningaverðstöðvun, þ.e. árið 1969 hækkaði framfærslukostnaður á íslandi um 21,7%, meðan erlent verðiag fór lækkandi. Þessar tölur byggjast á opinberum heimildum, eins og áður var tekið fram, og þær verða ekki þurrkaðar út, né þær pólitisku staðreyndir, sem þær varpa ljósi á, enda þótt vikadrengir viðreisnar- herranna hefji nú leit að öllum hinum áhrifamestu orðum tungunnar til að hylja þær i reyk. Við skorum enn á Morgunblaðið og Alþýðublaðið að birta lesendum sinum þá töflu, sem er á forsiðu Þjóðviljans i dag. FRIÐUN LANDHELGINNAR Á fundi neðri deildar I gær kom til annarrar umræðu frumvarp Fiskveiðiiaganefndarinnar um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í f isk veiöiland- helginni. Frumvarp þetta hefur verið rækilega kynnt hér i blaöinu og var birt i heild í aukablaði siðasta þriðjudag. Ekki voru þingmenn sam- þykkir öllum efnisþáttum frum- varpsins, og einn þingmaöur, Pétur Sigurösson, hefur lagt fram breytingartillögu. Garðar Sigurðsson var fram- sögumaður meiri hluta sjávarút- vegsnefndar. f nefndarálitinu segir, að nefndin hafi rætt frum- varpið á fundi sinum, það hafi ekki verið sent neinum aðilum til umsagnar og allir nefndarmenn nema Pétur Sigurðsson mæli með, að frumvarpið verði sam- þykkt. Þótt Garðar mælti með að frumvarpið yrði samþykkt, taldi hann sig geta bent á ýmsa galla á þvi. Sagði hann, að sér þætti sums staðar lagt allt of mikið kapp á friðun en annars staðar væri friðunarsjónarmiða ekki gætt sem skyldi. Hann hefði fremur kosið einhverja millileið. þingsjá þjóðviljans ^ Lántökur ríkisins vegna framkvæmda 1 gær samþykkti alþingi frum- happdrættisskuidabréf að fjár- varp til laga um heimild fyrir hæð 80 miljónir til greiðslu rikisstjórnina til að taka lán kostnaðar af vega-og brúargerð á vegna framkvæmdaáætiunar Skeiðarársandi. fyrir árið 1973. Nokkrar deilur hafa staöið um þetta frumvarp, en það var lagt fram i neðri deild fyrir áramót en kom þar til ann- arrar umræðu fyrir hálfri annarri viku. Var það siðan samþykkt þar með nokkrum breytingum, er fram voru bornar af meiri hluta fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar. Hefur frumvarpiö siöan fengiö skjóta afgreiðsiu I efri deild og var, eins og áður segir, samþykkt sem lög i gær. Samkvæmt hinum nýju lögum er fjármálaráðherra heimilt fyrir hönd rikissjóðs að gefa út til sölu innanlands rikisskuldabréf eða spariskirteini að fjárhæð 350 miljónir króna, og er heimilt að binda vexti og afborganir af þessum lánum visitölu. Vextir og verðbætur af þessum pappirum skulu vera undanþegin framtals- skyldu og skattlagningu. Heimilt er að taka vörukaupa- lán hjá Bandaríkjastjórn (svo- nefdn P.L. 480 lán) allt að 600 Frh. á bls. 15 Það kom fram I ræðu Garðars, að hann taldi Fisveiðilaga- nefndina ekki hafa aflað sér nægjanlega staðgóðra upplýsinga. Nefndi hann sem dæmi, að i frumvarpinu segir, að ungfiskur finnist i rikum mæli á svæðinu frá Selsskeri að Lunda- drang. Garðar taldi, að þetta væri misskilningur. Þarna væri fiskur einmitt sérstaklega stór. Hitt væri svo annað mál, að bátar kæmu oft til hafnar hlaðnir smá- fiski. Lét þingmaðurinn i það skina, að sá fiskur væri ekki veiddur á umræddu svæði, heldur uppi fjöru. Pétur Sigurðsson (S) flytur breytingartillögu við frumvarpið. Vill Pétur, að ráðherra sé heimilað að veita 8bátum, allt að 70 brúttórumlestir að stærð, leyfi til að veiða neyzlufisk fyrir þétt- býlissvæðið við innanverðan Faxaflóa um takmarkaðan tima ár hvert með botnvörpu, svipað og leyft var áður en Faxaflói varð alfriðaður I april 1971. Guðiaugur Gíslason (S) fór nokkrum orðum um frumvarpið, en hann er einn þeirra, er sæti áttu I Fiskveiðilaganefndinni. Umræðunni var frestað. Fjármálaráðherra er heimilt að gefa út til sölu innanlands Bygging leiguíbúða, hækknn lána Frumvarp rikisstjórnarinnar um hækkun almennra iána frá Húsnæðismálastofnun rikisins i kr. 800.000,- og að rikið láni sveitarféiögum 80% byggingar- kostnaðar til byggingar leigu- ibúða, var til 2. unræðu i neðri deild alþingis i fyrradag. Frum- varpið gerir ráö fyrir byggingu lOOOslikra leiguibúða á 5 árum og eru kjörin þau sömu og við Breiö- holtsibúðirnar, sem verkalýðs- félögin i Reykjavik sömdu um á sinum tima. Stefán Valgeirsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta félags- málanefndar, þar sem lagt er til að frumv. verði samþykkt, en að nefndarálitinu stóðu auk hans Garðar Sigurðsson, Agúst Þor- valdsson og Bjarni Guðnason. ÓlafurG. Einarsson talaöi fyrir nefndaráliti sínu og Gunnars Thoroddsen. Taldi hann að- finnsluvert að ekki væri gerð grein fyrir væntanlegri fjáröflun. Ólafur sagðist telja þörf á meiri hækkun almennu lánanna, en samt flyttu þeir Gunnar enga til- lögu um það, þar eð þeim hefði ekki unnizt timi til að rökstyðja, hvernig þess fjár skyldi aflaö. Óiafur kynnti breytingartillögu þeirra Gunnars, en þar er lagt til, að ekki 'eingóngu sveitarfélögum verði veitt 80% lán til byggingar leiguibúða, heldur einnig ýmsum öðrum aðilum, og gat ólafur sér- staklega um atvinnurekendur úti á landi, sem margir hefðu hug á að koma sér upp leiguibúðum með góðum kjörum til að tryggja sér verkafólk. Gylfi Þ. Gíslason sagðist hafa lýst fylgi við meginstefnu frum- varpsins i nefndinni, en 500-700 miljónir kr. vantaði nú til að full- nægja umsóknum þeirra, sem þegar hafa hafið byggingu. Stefán Valgeirsson sagði mál þetta einfalt, en mikil nauðsyn á að afgreiða það fyrir þinglok. Hann minnti Gylfa á, að það væri ekki i fyrsta skipti nú, sem fram- kvæmdir i húsnæðismálum væru ákveðnar án þess, að itarleg fjár- hagsáætlun lægi fyrir. Viðreisn- arstjórnin lofaði sérstöku fjár- magni til Breiðholtsibúðanna á sinum tima. En hvenær kom þetta fjármagn? tbúðirnar áttu að byggjast á 5 árum og vera lok- iö 1970, en nú er 1973 og enn fer þriðjungur af öllu lánsfé Hús- Frh. á bls. 15 Ný frumvörp Jarðlög og heyköggla Nokkur ný stjórnarfrum- vörp voru lögð fram á Alþingi i gær. Þinghaldi fer nú senn að ljúka, og er þvi liklegast að þau séu aðeins lögð fram til kynningar, en ekki sé ætlazt til að þingmenn afgreiði þau nú fyrir páskana. Jarðalög í frumvarpi þessu segir, að til- gangur lagasetningarinnar sé að tryggja að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlis- svæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og eignarráð á landi og búseta á jörðum sé i samræmi við hagsmuni sveitarfélaga og þeirra, sem landbúnað stunda. 1 greinargerð frumvarpsins segir, að kveikjan að þvi hafi verið samþykkt Búnaðrþings 1971. Ekki er þarna um neina byltingu að ræða, og munu eignatilfærslur verða óveru- legar, þó af samþykkt frumvarpsins verði. Aðallega er fjallað um, hvaða lagalega formið sé hentast. Rætt um ættaröðul, óðalsrétt, erfða- ábúð og fleira slikt. Ileykögglaverksmiðjur rikisins 1 frumvarpi þessu er mörkuð sú stefna, að landbún- aðaráðherra ákveði stofnun heykögglaverksmiðja i sam- ráði við Búnaðarfélag íslands og Framkvæmdastofnun rikisins. Fjárveitingarvaldið skal ákveða stofnframlög til hey- kögglaverksmiðja rikisins hverju sinni i fjárlögum. Ráðherra skal og ákveða söluverð framleiðslunnar, og er það á hans valdi, hvort það ákvarðast af afkomu hverrrar verksmiðju, eða sama meðal- verðskuli gilda fyrir þær allar og væri þá miðað við að alls staðar væri um sambærileg vörugæði að ræða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.